Morgunblaðið - 04.01.2018, Side 4

Morgunblaðið - 04.01.2018, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 2018FRÉTTIR Samkeppnin á tryggingamarkaði er hörð og þarf Auður Daníelsdóttir svo sannarlega að vera á tánum. Hún varð framkvæmdastjóri sölu og ráðgjafar hjá Sjóvá á síðasta ári en var þar áður framkvæmdastjóri tjónasviðs og á að baki fimmtán ár í vátryggingageiranum. Hverjar eru helstu áskoranirnar í rekstrinum þessi misserin? Það eru mjög spennandi tímar í rekstri vátryggingafélaga og mikið að gerast í tækniþróun og sjálf- virknivæðingu sem mun stuðla að enn betri þjónustu við viðskiptavini. Við sjáum það fljótt á þeim nýju lausnum sem við komum fram með að þær auðvelda viðskiptavinum ferlin til muna og gefa starfs- mönnum svigrúm til að nýta tímann betur í virðisaukandi þjónustu. Á ráðstefnum erlendis og fundum með erlendum aðilum kemur sterkt fram hve mikið er verið að fjárfesta í sjálfvirknivæðingu og einföldun ferla sem mun koma viðskiptavin- um til góða á fjölþættan hátt. Það er spennandi að velta fyrir sér hvernig heimurinn verður eftir fimm ár og líklegt að við munum sjá talsvert breytta mynd að þeim tíma liðnum. Hver var síðasta ráðstefnan sem þú sóttir? Síðasta ráðstefnan sem ég sótti var Sjávarútvegsráðsefnan í nóv- ember sl. Áhugavert var að heyra um áskoranir og þá þróun sem þar er í gangi og þann mikla árangur sem náðst hefur. Þar áður sótti ég tvær ráðstefnur um markaðs- og sölumál og IoT (e. Internet of Things) og hvetjandi leiðtoga- ráðstefnu í New York. Það er mikið að gerast í upplýsingatæknimálum og þróun í sjálfvirknivæðingu er mikil. Áhugavert er að taka virkan þátt í þessari fjórðu byltingu. Hvaða bók hefur haft mest áhrif á hvernig þú starfar? Ég hef lesið margar bækur sem tengjast stjórnun og hvernig best er að ná árangri í síbreytilegu um- hverfi. Það sem kemur fram hjá Peter Senge í bókinni The Fifth Discipline sem kom fyrst út 1990 er mér ofarlega í huga því það á svo vel við enn í dag. Í bókinni er farið yfir Lærdómsfyrirtækið sem ein- kennist af því að þar er stöðugt ver- ið að læra hvernig best er að bregð- ast við breytingum, hvernig við nýtum þau tækifæri sem felast í þeim til að eflast enn frekar og ná enn meiri árangri. Hver myndi leika þig í kvikmynd um líf þitt og afrek? Samstarfsfólk mitt nefndi að Jodie Foster gæti skilað verkinu vel. Hún hefur ekki tekist á við hlut- verk stjórnanda í tryggingafélagi hingað til svo ég væri bara spennt að sjá útkomuna. Hvernig heldurðu þekkingu þinni við? Ég viðheld þekkingu minni með því að vera í kringum allt þetta frá- bæra fólk sem ég starfa með, svo les ég viðskiptagreinar og bækur, fer á ráðstefnur og sæki fyrirlestra. Ég er í ýmsum áhugaverðum hóp- um sem auðga hugann hver á sinn hátt. Hugsarðu vel um líkamann? Ég hef mikinn áhuga á öllu heilsutengdu og hugsa mikið um þau mál, fer í reglulega í ræktina, hitti öfluga félaga hjá KR skokki þegar sólin er hærra á lofti, fer á skíði og út að ganga. Hvert væri draumastarfið ef þú þyrftir að finna þér nýjan starfa? Mér hefur alltaf fundist gaman að vinna og flest þau störf sem ég hef sinnt hafa verið draumastörfin á hverjum tíma. Draumastarfið tekur á rekstrarlegum þáttum þar sem breytingar eru hluti af daglegu starfi. Hvað myndirðu læra ef þú fengir að bæta við þig nýrri gráðu? Ég er mjög sátt við það nám sem ég hef valið og lokið við í HÍ, CBS og IESE í Barcelona. Ef ég myndi bæta við gráðu þá yrði það á þeirri línu sem ég hef þegar fetað: MBA- gráða í hlýju landi hljómar ágæt- lega. SVIPMYND Auður Daníelsdóttir, framkvæmdastjóri sölu og ráðgjafar hjá Sjóvá Tryggingafyrirtæki fjárfesta mikið í einföldun ferla Morgunblaðið/Árni Sæberg Auður segir spennandi tíma í rekstri vátryggingafélaga og mikið að gerast í tækniþróun og sálfvirknivæðingu. NÁM: Stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík. Cand. oecon frá Háskóla Íslands. Erasmus-styrkþegi við Copenhagen Business School (CBS), eitt ár. Diplómanám í mannauðsstjórnun og AMP- stjórnendanám við IESE-skólann í Barcelona. STÖRF: Mitt fyrsta alvöru starf var flugfreyjustarf hjá Icelandair meðfram námi. Eftir útskrift frá HÍ var ég eitt ár í reikningshaldi hjá Samskipum, fór þaðan í starfsmannaráðgjöf hjá PwC í fjögur ár. Hef svo starfað hjá Sjóvá frá árinu 2002 þegar ég varð starfs- mannastjóri. Á árinu 2004 varð ég framkvæmdastjóri mannauðs- og rekstrarmála og síðan framkvæmdastjóri tjónasviðs Sjóvár frá 2007 í 10 ár eða þar til ég varð framkvæmdastjóri sölu og ráð- gjafar í ágúst sl. ÁHUGAMÁL: Fyrir utan góðar stundir með fjölskyldu og vinum eru það ferðalög utan- og innanlands, skíðaferðir í Alpana og veiðiferðir sem standa upp úr. FJÖLSKYLDUHAGIR: Gift Sverri Sigurðssyni verkfræðingi og við eigum tvær dætur í MR. HIN HLIÐIN GRÆJAN Núna er sá tími árs þegar skíða- brekkurnar fyllast af hraustlegu fólki með roða í kinnum, spanandi um á skíðum og snjóbrettum. Skíðin eru af fínustu gerð og snjóbrettin líka, hjálmarnir fullkomnir og fatnaðurinn þannig gerður að njóta má vetrar- íþróttanna án þess að finna fyrir kuld- anum. En það þarf meira til en það til að fá eins mikið og hægt er út úr vetr- inum – því hvað ef viðrar vel til skíða- ferða tvo daga í röð og skíðaskórnir eru rennandi blautir eftir ævintýri dagsins á undan? DryGuy-skíðaskóþurrkarinn er tæki sem gæti verið ógalið að fjár- festa í. Eins og sést á myndinni er um frekar einfalda græju að ræða, með viftu sem dælir heitu lofti eftir tveim- ur hólkum, beint ofan í skíðaskóna. Að sögn framleiðandans þarf ekki nema eina klukkustund til að gera fóðrið innan í skónum þurrt og nota- legt viðkomu, en þurrkunin hjálpar til við að halda sveppum og bakteríum í skefjum svo að skórnir endast lengur og byrja ekki að lykta illa. DryGuy-þurrkarann má að sjálf- sögðu líka nota á venjulega skó og getur hann komið í góðar þarfir þegar stigið er í poll í uppáhaldsstriga- skónum eða þegar þurrka þarf gönguskóna eftir góðan sprett um holt og hæðir á ekta íslenskum blautviðrisdegi. Tækið kostar 50 dali á Amazon. ai@mbl.is Í skrauf- þurrum skíðaskóm Þurrkunin tekur klukkustund. Í KAFFIKRÓKINN Það þykir æskilegt að fyrirtæki bjóði starfsmönnum upp á einhvers konar leikaðstöðu. Víða hefur verið farin sú leið að fjárfesta í fússball- borði, og koma því fyrir á góðum stað þar sem taka má stuttan leik með vinnufélög- unum, treysta böndin og koma blóðinu á hreyfingu. En hvað ef starfsliðið er af þeirri sortinni sem sættir sig aðeins við fínasta fússball- borð sem völ er á? Þá hefur innkaupastjórinn varla um annað að velja en að skjótast til Parísar, og panta þar fússball-borð frá Hermés. Handverksmenn Hermés smíða þessi forláta fússball-orð úr hlyni og Þegar starfsmennirnir vilja aðeins það besta Leðurklætt og kostar á við góðan bíl. klæða með kálfskinni. Í stað knattspyrnumanna eru litlir knapar sem halda sér fast í snúnings-stangirnar sem þvera borðið, enda liggja rætur Hermés í smíði hnakka fyrir franska hesta- menn. Hermés fússball-borðið kostar 68.300 dali, eða um 7,1 milljón króna. ai@mbl.is Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Sími 540 1818 | Skemmuvegi 4 | Kópavogi | midaprent@midaprent.is Framleiðum allar gerðir límmiða • Áprentaðir límmiðar • Skilalímmiðar • Viktarmiðar thermal • Auðir, blanco thermal límmiðar • Stafrænir límmiðar á rúllum • Límmiðaskammtarar Snögg og góð þjónusta

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.