Morgunblaðið - 04.01.2018, Side 6
6 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 2018SJÁVARÚTVEGUR
Láttu þér ekki vera kalt
Sími 555 3100 www.donna.is
hitarar og ofnar
Olíufylltir ofnar 7 og 9
þilja 1500W og 2000W
Keramik hitarar
með hringdreifingu
á hita
Hitablásarar
í úrvali
Ný vefverslun: www.donna.is
Erum nú á Facebook: donna ehf
Undanfarnar vikur og mánuði hafa
fjölmiðlar verið duglegir að flytja
fréttir af mikilli verðhækkun raf-
myntarinnar bitcoin. Margir sér-
fræðingar benda
þó á að verðþróun
bitcoin sé í reynd
aðeins smáfrétt og
mun merkilegra
sé hvernig bálka-
keðjutæknin (e.
blockchain), sem
bitcoin og aðrar
rafmyntir byggj-
ast á, hafi alla burði til að gjörbreyta
því hvernig viðskipti eru stunduð.
Þór Sigfússon hjá Sjávarklasanum
segir bálkakeðjuna m.a. geta átt er-
indi við íslenskan sjávarútveg og að
ekki sé seinna vænna fyrir fyrirtækin
í greininni að leita leiða til að taka
þessa nýju tækni í sína þjónustu.
Sjávarklasinn birti á dögunum for-
vitnilega greiningu á notkunarmögu-
leikum bálkakeðju í sjávarútvegi þar
sem kom í ljós að notkunarmöguleik-
arnir geta verið ótalmargir.
Örugg skráning
Bálkakeðjunni má best lýsa sem
einni samræmdri skrá sem dreift er á
marga staði. Það að skráin skuli ekki
geymd á einum stað þýðir að enginn
einn getur tekið sig til og breytt
þeim upplýsingum sem skráin
geymir, en að auki er tæknin þannig
gerð að ekki þarf millilið til að halda
utan um skrána.
Þór þykir auðveldast að skilja ör-
yggi bálkakeðjunnar með því að
bera hana saman við Harry Potter-
bækurnar. „Ef ég tæki eina Harry
Potter-bók og breytti henni, þá gæti
ég ekki sannfært neinn um að
breytti textinn væri í raun sá upp-
runalegi, nema ég tæki mig til og
breytti sama texta í hverri einustu
Harry Potter-bók hjá öllum bóka-
söfnum í heiminum.“
Í tilviki bitcoin er bálkakeðjan
notuð til að skrásetja á öruggan og
áreiðanlegan hátt hver á hvaða raf-
mynt, en í tilviki sjávarútvegsins
mætti t.d. nota bálkakeðjuna til að
halda utan um upprunaskráningar
sjávarafurða eða gera sjálfvirka
„forritanlega“ kaup- og sölusamn-
inga þar sem greiðslur fara sjálf-
krafa á milli aðila þegar búið er að
fullnægja ákveðnum skilyrðum, s.s.
um gæði vörunnar eða afhending-
artíma.
Það öryggi sem bálkakeðjan býð-
ur upp á þýðir að hún hentar m.a. vel
til að skrá rekjanleika-upplýsingar.
„Fyrir þær sakir á tæknin alveg sér-
staklega erindi við atvinnugreinar
sem framleiða hágæðavöru, líkt og
íslenskur sjávarútvegur gerir. Það
er brýnt fyrir okkur að halda utan
um uppruna og gæði vörunnar og
nota kerfi þar sem er illgerlegt eða
ómögulegt að falsa skráningar.
Kaupandinn getur þá stólað á að
hann er að fá þá vöru sem honum
hefur verið lofað,“ segir Þór. Hann
bætir við að matvælaframleiðendur
um allan heim glími við matvæla-
fölsun, en með bálkakeðjutækni
skapist möguleiki á að smíða kerfi
sem bjóða upp á ódýra og örugga
upprunaskráningu og rekjanleika
matvæla.
Sjálfvirkt og rekjanlegt
Til að skilja betur þá möguleika
sem tæknin felur í sér, segir Þór að
megi ímynda sér að í framtíðinni
geti kaupandi úti í heimi farið inn á
vefsíðu íslensks sjávarútvegsfyrir-
tækis og pantað þar tiltekna tegund
af fiski sem veiddur var á tilteknu
svæði, á tilteknum degi, af tilteknum
gæðum og í tilteknum bitum sem út-
búnir hafa verið með tilteknum
skurði. „Þessar upplýsingar eru all-
ar skráðar inn í bálkakeðjuna og
tengdar við pöntun sem hugbúnaður
sjávarútvegsfyrirtækisins eða sölu-
fyrirtækisins sér um að útbúa ná-
kvæmlega eins og viðskiptavinurinn
óskar eftir. Greiðslan gæti farið
fram með rafmynt, sem þýðir að
enginn umsýslukostnaður er við að
færa peninga á milli og sjálfvirk skil-
yrði í kaupsamningnum, sem búið er
að forrita inn í bálkakeðjuna, þýða
að greiðslan berst ekki áfram til selj-
andans fyrr en staðfest er að varan
sé komin í hendur kaupandans. Sá
sem tekur við fiskinum á síðan hægt
um vik að sækja upplýsingar í bálka-
keðjuna til að staðfesta að varan sem
hann hefur fengið er nákvæmlega sú
sem hann pantaði. Bálkakeðjan gæti
líka geymt upplýsingar um allar
vottanir, upplýsingar um allt það
sem þarf til að afhenda fiskinn hratt
og örugglega og jafnvel upplýsingar
um erfðaefni fisksins.“
Eins og gefur að skilja gæti bálka-
keðjulausn eins og Þór lýsir hér að
ofan auðveldað allt utanumhald og
eftirfylgni, og þannig sparað sjávar-
útveginum töluverðan umsýslu-
kostnað. Með því að nota forrit-
anlega samninga í bálkakeðjunni
væri hægt að gera flesta ferla sjálf-
virka, og spara mikið af þeim vinnu-
tíma sem í dag fer í samningsgerð og
að fylla út umsóknir og eyðublöð,
hringja í síma og senda tölvupósta.
Gæti orðið ný útflutningsgrein
Þór hvetur íslensk sjávarútvegs-
fyrirtæki til að skoða nánar notk-
unarmöguleika bálkakeðjunnar.
Hann segir vitaskuld þurfa að fara
varlega í sakirnar, en með því að
taka þessa nýju tækni í þjónustu
sína hafi greinin tækifæri til að
styrkja samkeppnisstöðu sína gagn-
vart erlendum keppinautum. „Ég
legg til að aðilar sem eiga í við-
skiptum með fisk yfir landamæri
byrji að gera tilraunir með bálka-
keðjuna með viðskiptavinum sem
þeir bera traust til. Það mætti byrja
að prófa ný kerfi í smáum skala og
læra vel á möguleika tækninnar áð-
ur en tekin væru risaskref,“ segir
Þór og bendir einnig á að nokkur ís-
lensk hugbúnaðarhús og íslensk fyr-
irtæki sem hafi sérhæft sig í gæða-
eftirliti og skýjalausnum hafi þegar
kynnt sér vel þessa tækni og geti lið-
sinnt sjávarútveginum á þessu sviði.
Þór segir líka að ef sjávarútvegs-
fyrirtæki hér á landi myndu taka
forystu í notkun bálkakeðjunnar þá
gæti orðið til kröftug ný hliðargrein í
íslenskum sjávarútvegi. Rétt eins og
tæknivæðingin hjá fiskvinnslunum
og skipaflotanum stuðlaði að því að
öflug og verðmæt tæknifyrirtæki
urðu til, þá gæti vinnan í kringum
bálkakeðjuna leitt til þess að Ísland
eignaðist ný alþjóðleg hugbúnaðar-
fyrirtæki sem gætu selt hugbúnað
sinn um allan heim: „Þær lausnir
sem þarf að þróa fyrir sjávarútveg-
inn ættu erindi við matvælaiðnaðinn
eins og hann leggur sig, enda alls
staðar sama þörfin fyrir rekjanleika,
sjálfvirka ferla og auðveldara utan-
umhald. Þegar fram líða stundir
gæti þekking Íslendinga á bálka-
keðjunni orðið að nýrri útflutnings-
vöru.“
Bálkakeðjan á erindi við fiskinn
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Með bálkakeðjutækninni
væri hægt að auka sjálf-
virkni í viðskiptum með fisk
og bjóða upp á meiri
rekjanleika. Fara þarf var-
lega í sakirnar og kynnast
tækninni betur áður en tek-
in væru risaskref. Hugbún-
aðarlausnirnar sem þróa
þarf fyrir sjávarútveginn
gætu orðið útflutningsvara,
rétt eins og fiskvinnsluvél-
arnar.
Þór Sigfússon
Morgunblaðið/ÞÖK
Bálkakeðjutæknin býður m.a. upp á þann möguleika að gera svokallaða for-
ritanlega samninga sem halda til dæmis utan um flutninga og greiðslur.
Morgunblaðið/Jim Smart
Í bálkakeðju mætti geyma upplýsingar um uppruna fisks, og jafnvel í fram-
tíðinni að erfðaefni fisksins væri hluti af gögnunum sem fylgja honum.