Morgunblaðið - 04.01.2018, Side 8

Morgunblaðið - 04.01.2018, Side 8
8 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 2018VIÐTAL Guy Gutraiman, framkvæmdastjóri og eigandi Another Iceland, segir í samtali við Viðskipta- Moggann að þó svo að hann hafi verið í sölu- mennsku nær allt sitt líf hafi það ekki endilega verið ætlunin í upphafi. „Eftir að hafa gegnt her- mennsku í Ísrael og ferðast um Suður-Ameríku í kjölfarið fluttist ég til New York þar sem ég vann í heildverslun hjá frænda mínum. Hann seldi að- allega vörur til bensínstöðva, en reksturinn hafði gengið heldur illa. Ég samdi við hann um að taka við rekstrinum og fá þá afraksturinn ef betur gengi, en ef fyrirtækið yrði selt á endanum fengi hann allt söluandvirðið. Þetta gerði ég í nokkur ár. Það næsta sem tók við hjá mér var fasteigna- sala, en ég þekkti mann í New York sem vann á fasteignamarkaði. Þetta var þónokkru fyrir hrun, líklega í kringum 2002. Fasteignaverð var mjög lágt í borginni á þessum tíma, en fljótlega eftir að ég byrjaði fór það að stíga. Þessum kunningja mínum gekk mjög vel og ég sá að það var hægt að hafa góðar tekjur af þessu,“ segir Guy. Hann segir að fyrirkomulagið hafi verið þannig að um 60 fulltrúar hafi unnið á fasteignasölunni, en vinur hans hafi síðar verið ráðinn til að stýra nýju útibúi og Guy hafi farið að vinna með honum þar. „Hann efnaðist mjög hratt á þessu. Mér gekk ágætlega líka, en á endanum fékk ég nóg af Bandaríkjunum og flutti heim til Ísraels á ný. Ég hafði ekki áhuga á að stofna fjölskyldu þarna. Mér líkaði ekki lífsstíllinn nógu vel og fannst þetta vera augnablikið þar sem ég þyrfti að ákveða hvort ég ætti að fara eða vera. Ég fór, og ákvað að snúa algjörlega við blaðinu og skrá mig í heimspekinám í háskóla í Jerúsalem.“ Kynntist sambýliskonu sinni á netinu Guy segir að heimspekin hafi alltaf heillað sig. „Eftir að hafa verið í svona ati og unnið myrkr- anna á milli við fasteignasölu vildi ég fara í eitt- hvað þar sem ég þyrfti að nota heilann, eitthvað sem ég hefði áhuga á. Ég átti líka smá sparifé og hafði efni á að fara í nám án þess að steypa mér í skuldir. Hugsunin var líka að taka mér smá frí, enda var ég ekki með neina fjölskyldu á þessum tíma eða aðrar skuldbindingar.“ Meðan á náminu stóð hitti Guy íslenska sam- býliskonu sína á netinu. Í kjölfarið kom hann nokkrum sinnum til Íslands og ákvað að lokum að flytja til unnustunnar, sem bjó á þeim tíma í Ólafsvík. „Ég hætti í heimspekináminu, enda vissi ég að það myndi aldrei geta orðið alvöru- starfsferill. Ég gerði þetta fyrir sjálfan mig, og fannst það gaman.“ Guy segir að oft sé erfitt að vera útlendingur á Íslandi og hér hafi hann upplifað meiri einangrun og erfiðleika við að aðlagast en annars staðar þar sem hann hefur búið. Hann segir að það sé reynd- ar að vissu leyti sér sjálfum að kenna, enda hafi hann ekki lagt sig nóg eftir að læra íslenskuna. „Starfið mitt fer líka fram á ensku og hebresku. Ég kenni dætrum mínum tveimur hebresku, en hef kannski ekki alveg nógu mikla þolinmæði, né tíma, til að læra sjálfur íslenskuna. Auk þess tala allir ensku hér.“ Hann segir að eftir að hafa kynnst því að vinna baki brotnu í miklum erli frá morgni til kvölds sex daga vikunnar í New York hafi það verið mikil umskipti að flytjast til Ólafsvíkur, eftir viðkom- að þessum, og þá vil ég geta gefið góðar upplýs- ingar og vera með öll svör á hreinu. Það sama á við um hótelin; ég þarf að þekkja þau til að geta sagt fólki hvernig þau eru. Ég er meira að segja kominn með reynslu af að festa jeppann minn í á! Þá hugsaði ég, þar sem ég sat bjargarlaus uppi á þaki bílsins: Vonandi eru engir Ísraelar hér ná- lægt! En auðvitað var það þannig að mér var bjargað af leiðsögumanni sem var þar á ferð með hóp af Ísraelum,“ segir Guy og hlær. „Svona byrjaði AnotherIceland.com og þetta óx mjög hratt. Ég vann samt áfram í sundlaug- inni og sinnti ferðaþjónustunni samhliða með leyfi míns yfirmanns þar. Ég byrjaði líka að aug- lýsa og varð var við mikla eftirspurn. Í raun vissi ég samt ekki alveg við hverju væri að búast, en fyrsta ferðin sem ég seldi skilaði mér álíka miklu í tekjum og ég hafði haft á hálfu ári í sundlauginni. En auðvitað var óvissa fyrir hendi og vinnan í lauginni gaf mér nauðsynlegt öryggisnet.“ Gosið í Eyjafjallajökli varð happadrjúgt Hann segir að velgengnin hafi haldið áfram, þar til honum fannst viðskiptin orðin það stöðug og örugg að honum fannst óhætt að segja starfi sínu í sundlauginni lausu. „Það var stórt skref fyrir mig. Samhliða fór ferðaþjónustan á Íslandi almennt á flug, ég var því mjög heppinn. Svo fór að gjósa í Eyjafjallajökli þarna árið 2010, sem varð mér enn happadrjúgt, sérstaklega hvað markaðssetningu í Ísrael varðaði.“ Gosið hófst á öðru ári fyrirtækisins. „Eftir að gosið hófst var mikið fjallað um það í alþjóðlegum fjölmiðlum. Hingað til lands kom vinsæll ísr- aelskur sjónvarpsþáttur með sitt tökulið og það fyrsta sem þau gerðu var að leita á Google hvort Guy segir að þegar fólk byrjaði að biðja hann að skipuleggja fyrir sig ferðir hafi hann í raun ekki vitað hvernig best væri að snúa sér í því. „Ég ákvað að byrja á að reyna að ná sambandi við ís- lenska ferðaþjónustuaðila og sendi tölvupóst á ótal staði. Ég sagði í póstinum að ég gæti boðið þeim aðgang að nýju markaðssvæði fyrir Ísland. Ég vildi þróa hugmyndina og bauð þeim mína þjónustu. Ég myndi setja saman ferðir og senda þeim og þeir myndu svo greiða mér þóknun fyrir ferðirnar. Ég fékk engin svör. Ég varð algjörlega steinhissa, því fyrirtækin höfðu engu að tapa. En að lokum svaraði einn aðili, og þannig byrjaði þetta, en ég lærði mikið á öllu þessu ferli.“ Hann segir að í kjölfarið hafi hann keypt sér jeppa og ferðast um landið þvert og endilangt til að þekkja öll svæði gaumgæfilega. „Ég vildi geta gefið viðskiptavinum mínum sem nákvæmastar upplýsingar. Ég fór og skoðaði öll hótel, rannsak- aði öll svæði og ferðaðist um landið eins og brjál- æðingur. Ég bókstaflega hljóp af einum stað á annan til að vita hve langan tíma tæki að fara frá þessum stað á hinn staðinn. Fólk spyr gjarnan: Hve langan tíma tekur að ganga frá þessum stað una í heimspekinni í Jerúsalem. Það hafi verið krefjandi lífsstíll að vera fasteignasali í New York á þessum árum. „Það varð 180° breyting á lífi mínu eftir að ég kom til Ólafsvíkur. Ég fékk fljót- lega vinnu í sundlauginni og vann þar á lág- markslaunum, en á móti kom að það var ódýrt að búa á Ólafsvík og ég var ekki kominn með nein börn á þeim tíma. Ég vann því í lauginni, las bæk- ur, kíkti í tölvuna og tók því rólega. Á þessum tíma vissi enginn í Ísrael neitt að ráði um Ísland. Það var nánast engar upplýsingar að hafa um landið. Þegar ég kom hingað áttaði ég mig á hvað Ísland er magnaður staður. Ég byrjaði að skrifa bloggfærslur á hebresku um landið. Ég skrifaði um einstaka staði á landinu og svo fór ég að taka eftir því að færslurnar urðu vinsælli og vinsælli og ég fékk meiri og meiri athygli í Ísrael. Í fram- haldinu fór ég að gera eins konar leiðbeininga- bækling um Ísland á hebresku eftir að hafa sank- að að mér miklu magni af upplýsingum um ýmsa staði hér á landi og það sem var í boði fyrir ferða- menn. Ég fékk mikil og góð viðbrögð við þessum leiðbeiningum og sumir fóru að að biðja mig að skipuleggja ferðir um landið fyrir sig. Á þeim tíma hafði ég ekki ferðast sjálfur að neinu ráði um landið og fannst ég því ekki tilbúinn í slíka skipu- lagningu. Það kom svo að því að sumir af þeim fáu Ísraelum sem sóttu landið heim á þessum tíma fóru að koma til Ólafsvíkur til að hitta mig. Þeir höfðu séð á blogginu að ég byggi í þessum bæ og spurðust fyrir um mig. Allir á staðnum vissu að ég ynni í sundlauginni og þannig kom fólk bæði þangað og heim til mín, oft án þess að gera boð á undan sér. Einnig var mikið hringt og sendur tölvupóstur. Þarna fór ég að átta mig betur á möguleikunum sem lægju í ferðamennskunni.“ Hefur vaxið um 30% á á „Við megum aldrei komast á þann stað að fólki finnist við bara vilja hirða sem mesta peninga af gestunum,“ segir Guy Gutraiman um Ísland sem ferðamannaland. ” „Þrjú þúsund viðskiptavinir komu frá Ísrael á síðasta ári og um 1.000 frá öðrum löndum en þetta var annað árið sem við buðum ferðir til fólks utan Ísraels.“ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Uppgangur ferðaþjónustufyrirtæk- isins Another Iceland hefur verið ævintýralegur á síðustu árum. Fyrirtækið hefur frá upphafi einbeitt sér að sölu til ísraelskra ferða- manna, þar sem fólk ekur bílaleigu- bílum sjálft um landið, svokölluðum „Self Drive Tours“. Tvö ár eru síðan félagið færði út kvíarnar og hóf einnig að selja Íslandsferðir utan Ísraels. 4.000 manns komu á veg- um félagsins til Íslands á síðasta ári.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.