Morgunblaðið - 04.01.2018, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 2018SJÓNARHÓLL
HARI
Þótt áramót séu í sjálfu sér ekki merkilegritími en aðrar stundir þá eru þau oft tilefni tilað líta um öxl og fram á veginn. Í heimi
reksturs og fjármála hefur margt breyst á und-
anförnum árum, sem oftar en ekki hefur orðið vegna
hraðrar tækniþróunar. Breytingar sem hafa bæði
falið í sér tækifæri og ógnanir, en hafa einnig aukið
óvissu og flækt stefnumótun og áætlanagerð þar sem
rangar eða of seinar ákvarðanir geta reynst afdrifa-
ríkar.
Ein af þeim nýjungum sem
þegar hafa haft mikil áhrif á
hugmyndir okkar um ýmsar
grunnstoðir fjármála svo sem
gjaldmiðla, greiðslumiðlun og
hlutverk banka er rafmyntin
bitcoin, sem verður kölluð bit-
mynt í þessum pistli, en þótt
bitmynt sé ennþá framandi
fyrir flesta Íslendinga þá eru
áhrif hennar á ýmsum sviðum
fjármála þegar orðin mikil og
fara vaxandi. En hvað er bit-
mynt, og getur tilvist hennar
haft einhverja þýðingu fyrir
íslensk fyrirtæki og ein-
staklinga?
Bitmynt hóf sína ungu og
stormasömu ævi árið 2009,
þegar fyrstu 50 bitmyntirnar voru búnar til og af-
hentar skapara sínum. Það sem var merkilegt við
þennan atburð var ekki bitmyntin sjálf, heldur miklu
frekar tæknin og hugbúnaðarkerfið sem hún byggist
á, svokölluð blockchain sem mætti kalla blokkkeðju á
íslensku. Nýtt kerfi sem gerði kleift að búa til raf-
mynt sem nánast ómögulegt er að falsa, gefa út um-
fram fyrirfram ákveðið magn eða ráðskast með af
einum eða fáum aðilum. Þannig lá fyrir við stofnun
bitmyntarinnar árið 2009 hvað þyrfti að gera til að
vinna sér inn (búa til) bitmynt, að fjöldi þeirra geti
mestur orðið 21 milljón og hvað þarf að gera til að
færa bitmyntir frá einum eiganda til annars.
Bitmynt hefur ekkert innra virði. Hana er ekki
hægt að nota í neitt sérstakt, ekki frekar en flestar
aðrar myntir, öfugt við til dæmis góðmálma sem
stundum eru notaðir sem greiðsla í viðskiptum en
einnig í iðnaði og framleiðslu. Munurinn á bitmynt og
til dæmis íslensku krónunni í þessu tilliti er hins-
vegar sá að krónan er svokallaður lögeyrir á Íslandi,
sem þýðir að aðilum sem eiga í viðskiptum er skylt
að taka við krónum sem greiðslu séu þær boðnar auk
þess sem ríkið krefst þess að skattar og önnur gjöld
séu greidd með íslenskum krónum, sem tryggir
ákveðna eftirspurn eftir þeim.
Greiðsla með bitmynt er
hinsvegar háð því að mótaðilinn
vilji taka við henni, nokkuð sem
er ólíklegt á Íslandi í dag, en
erlendis var fjöldi fyrirtækja
sem taka við greiðslum í bit-
mynt kominn yfir hundrað þús-
und árið 2015 og þeirra á með-
al eru stór og virt fyrirtæki líkt
og PayPal, Microsoft og Dell.
Samhliða auknum viðskiptum
með bitmynt hafa komið fram á
sjónarsviðið greiðslumiðlanir
sem gera fyrirtækjum kleift að
taka við greiðslu frá viðskipta-
vini í bitmynt án þess að þurfa
nokkru sinni að taka við bit-
myntinni sjálfri, þar sem
greiðslumiðlunin umbreytir
greiðslunni í þann gjaldmiðil sem óskað er eftir.
Bitmynt hefur þegar öðlast fastan sess í alþjóð-
legum fjármálaheimi, hefur til dæmis verið á helstu
markaðsupplýsingaveitum frá 2014, hefur verið hægt
að kaupa í gegnum skráða sjóði frá 2015 og frá því í
desember síðastliðnum hafa skráðir framtíðarsamn-
ingar á bitmynt verið aðgengilegir í tveimur banda-
rískum kauphöllum. Og þrátt fyrir að verð bitmyntar
hafi sveiflast mikið á stuttri ævi og hafi hækkað svo
mikið að undanförnu að það minnir á bólu, þá fjölgar
stöðugt þeim aðilum sem eru tilbúnir að eiga við-
skipti með hana. Það er því nokkuð ljóst að bitmynt
er komin til að vera, líka á Íslandi, og að tímabært
sé fyrir íslensk fyrirtæki að kanna tækifærin sem því
fylgja.
FJÁRMÁLAMARKAÐIR
Hjörtur H. Jónsson
forstöðumaður áhætturáðgjafar hjá
ALM verðbréfum
Bitcoin, hvað er það?
”
Bitmynt hefur ekkert
innra virði. Hana er ekki
hægt að nota í neitt sér-
stakt, ekki frekar en
flestar aðrar myntir,
öfugt við til dæmis góð-
málma sem stundum
eru notaðir sem greiðsla
í viðskiptum en einnig í
iðnaði og framleiðslu.
VEFSÍÐAN
Að fylgjast með nýjustu fréttum úr
sprotaheiminum er hægara sagt en
gert. Sprotarnir eru svo margir og
fjölbreyttir og virðist stundum eins
og að á hverjum degi líti dagsins ljós
nýjar töfralausnir sem geta létt fólki
lífið og skapað mikil verðmæti. Eng-
inn vill vera síðastur til að frétta af
næsta Uber eða Airbnb.
Vefsíðan Betalist.com er fyrir þá
sem vilja vera með á nótunum og
uppgötva sniðug ný forrit og vefsíð-
ur á undan öllum öðrum. Þau verk-
efni sem finna má á Betalist eru oft
enn í þróun, en þó komin nógu langt
til að hægt sé að nota þau og sjá
hvert stefnir.
Meðal þess sem Betalist hefur
hampað á fyrstu dögum nýs árs má
nefna forritið Chatterbox, sem nota
má til að spjalla við viðskiptavini
beint í gegnum Slack, og leigusala-
lausnina Anabode, sem auðveldar
utanumhald og útleigu fasteigna.
Vefsíðan hefur líka kynnt öryggis-
kerfislausnina Odineye, snjall-
næringarráðgjöfina Lysa og forritið
Shuuka sem gerir fólki kleift að nota
sama gælunafnið á öllum samfélags-
miðlum. Er aldeilis hægt að segja að
Betalist bjóði upp á bland í poka.
ai@mbl.is
Nýbakaðir sprotar
af öllum gerðum
Skiptirofi fyrir rafstöðvar.
Sjálfræsibúnaður í skáp
gangsetur rafstöðina
sjálfkrafa við rof veitu.
Rofarnir eru frá 40A til
2000A
Ekki bíða eftir næsta óveðri
- hringdu núna.
Frá 1940
www.velasalan.is
Sími 520 0000, Dugguvogi 4 , 104 Reykjavík
C44 D5 / 35 kW
C90 D5 / 72 kW
Vélasalan býður upp á mikið úrval af rafstöðvum
frá Cummins. Rafstöðvarnar eru fáanlegar
frá 17 kW til 440 kW 50-60Hz, opnar eða í
hljóðeinangruðu húsi með innbyggðan olíutank.
GTEC