Morgunblaðið - 04.01.2018, Side 13

Morgunblaðið - 04.01.2018, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 2018 13SJÓNARHÓLL Vatnagörðum 22 | 104 Reykjavík | Sími 585 8300 | sala@postdreifing.is | postdreifing.is FJÖLPÓSTUR SEM VIRKAR *könnun Zenter apríl 2016. 61% landsmanna lesa fjölpóst 70% kvenna lesa fjölpóst 58% neytenda taka eftir tilboðum á vöru og þjónustu í gegnum fjölpóst* Dreifum sex daga vikunnar inn á 80.000 heimili MARKHÓPURINN ÞINN BÍÐUR EFTIR TILBOÐI FRÁ ÞÉR Hafðu samband og við gerum þér tilboð í þá þjónustu sem þér hentar BÓKIN Á þessum tíma árs byrja megrunar- bækurnar að fikra sig upp metsölu- lista bókabúðanna. Margir hafa strengt þess heit um áramót að losna við nokkur aukakíló, og leita ólmir að nýjustu brellunum og brögðunum til að segja skilið við bumbuna á fljót- legan og sárs- aukalítinn hátt. Ein megr- unarbók sker sig úr fjöldanum að þessu sinni: The Economist‘s Diet: The Surprising Formula for Los- ing Weight and Keeping It Off. Eins og titillinn gefur til kynna er hér á ferð bók sem veitir megrunar- ráð byggð á hagfræðilegri nálgun. Höfundarnir eru Christopher Payne og Rob Barnett, en báðir eru þeir hagfræðingar, en leiðir þeirra lágu saman hjá viðskiptafréttamiðl- inum Bloomberg. Payne og Barnett áttu það sameiginlegt að vera akfeit- ir, en fengu þá bráðgóðu hugmynd að reyna að léttast með því að beita þeirri þekkingu sem þeir höfðu öðl- ast í hagfræðináminu. Kom í ljós að með því að beita fyrir sig lögmáli framboðs og eft- irspurnar og ýms- um öðrum verkfær- um hagfræðinnar gátu þeir komið mataræðinu í lag – alltént eru þeir Payne og Barnett afskaplega spengi- legir í dag. Eitt af lykil- atriðum bókarinnar er að fylgjast vel með bæði þyngd og neyslu og hugsa um mataræðið á sama hátt og fjárhaginn: sá sem ekki skoðar stöðuna á reikningnum og leggur ekki fyrir áður en hann eyðir á ekki von á góðu. Sama gildir með mat- aræðið; það þarf helst að stíga á vog- ina daglega, og ef fólk lætur eftir sér fitandi pitsu í dag þá þarf að jafna það út með léttari mat á morgun. ai@mbl.is Aukakílóin burt með aðstoð hagfræðinga Þann 1. desember 2018 verða eitt hundrað ár liðinfrá því að Ísland varð fullvalda ríki. Í 1. gr. sam-bandslagasamningsins segir um þetta atriði: „Danmörk og Ísland eru frjáls og fullvalda ríki, í sam- bandi um einn og sama konung og um samning þann, er felst í þessum sambandslögum.“ Með þessum orðum náðist einn stærsti áfangi í sjálfstæðisbaráttu landsins – Ísland öðlaðist rétt til að ráða málefnum sínum sjálft auk þess sem landið varð fullgildur aðili í samfélagi þjóðanna. Í þessari grein verður gerð grein fyrir fullveldishugtak- inu og fjallað um hvað hugtakið felur í sér. Með hugtakinu fullveldi er átt við rétt ríkis til að fara með æðstu stjórn, s.s. löggjafar-, framkvæmda- og dóms- vald, á tilteknu landsvæði eða yfir tilteknum hópi fólks. Sá réttur sem í fullveldinu felst hefur verið talinn tví- þættur – innri fullveldisréttur og ytri fullveldisréttur. Í innri fullveldisrétti ríkis felst réttur þess til að ráða innri málefnum sínum og þarf lögmæti þess réttar að vera ótvírætt. Í ytri fullveldisrétti ríkis felst réttur þess til að koma fram á alþjóða- vettvangi og stofna sem aðili að þjóðarétti til þjóðréttarskuld- bindinga. Saman mynda þessir tveir hlutar, innri og ytri full- veldisréttur, fullveldisrétt tiltekins ríkis og ber öðrum þjóðum að virða hann. Í því sambandi er rétt að geta þess að tilurð fullveldisréttarins 1918 er allsérstök í þessum skilningi – þannig myndaðist hæfi Íslands til að geta stofnað til þjóðréttarskuldbindinga með gerð þjóðrétt- arsamnings milli Íslands og Danmerkur, sambandslaga- samningnum. Er það allsérstakt og vakti athygli þegar samningurinn var gerður. Fullveldishugtakið á sér langa sögu og eru skiptar skoðanir á eðli þess og inntaki. Með gerð Westfalíu- samninganna árið 1648 var lagður grunnur að núverandi regluverki þjóðaréttar sem gildir um fullveldi og sjálfs- ákvörðunarrétt ríkja. Ekki er ráðrúm til að rekja þá sögu hér en nægir að nefna að ekki er sjálfgefið að fámenn þjóð nái því að verða frjáls og fullvalda. Unnt er að finna erlend fræðiskrif frá fyrri hluta síðustu aldar þar sem Ís- land er nefnt sem dæmi um þjóð sem geti ekki talist frjáls og fullvalda – svo fámenn þjóð geti einfaldlega ekki orðið virkur þátttakandi í samfélagi þjóðanna. Ríki standa ávallt tryggilega vörð um fullveldi sitt og er meðferð þess ósjaldan hluti stjórnmálaumræðunnar hverju sinni. Í pólitískri umræðu er því stundum fleygt fram að tiltekin pólitísk stefna leiði til þess að fullveldi verði afsalað. Sú umræða er ekki ný af nálinni. Í svoköll- uðu Wimbledon-máli frá árinu 1923 fjallaði Fasti alþjóða- dómstóllinn, fyrirrennari Alþjóðadómstólsins í Haag, um fullveldishugtakið í máli sem snerist m.a. um rétt full- valda ríkja til að gera þjóðréttarsamninga sín í milli og hvort gerð þjóðréttarsamnings fæli í sér afsal fullveldis. Fasti alþjóðadómstóllinn komst svo að orði: „The Court declines to see in the conclusion of any Treaty by which a State undertakes to perform or refrain from performing a particular act an abandonment of its sovereignty. No doubt any con- vention creating an obligation [...] places a restriction upon the exer- cise of the sovereign rights of the State, in the sense that it requires them to be exercised in a certain way. But the right of entering into international engagements is an attribute of State sovereignty.“ Í þessari röksemdarfærslu dómstóls- ins felst að gerð þjóðréttarsamn- inga felur í sér ráðstöfun eða notkun fullveldis en ekki af- sal fullveldis. Þessi nálgun dómstólsins er almennt viðurkennd og telst til grundvallarreglna þjóðaréttarins. Þótt ríki ráðstafi fullveldi sínu með tilteknum hætti er ekki þar með sagt að slík ákvörðun sé óafturkræf. Þróun undanfarinna missera, einkum niðurstöður forsetakosn- inga í Bandaríkjunum og þjóðaratkvæðagreiðslu um út- göngu Bretlands úr ESB, sýnir að kjósendum getur snú- ist hugur varðandi ráðstöfun fullveldis. Ákvarðanir stjórnvalda í kjölfar slíkra niðurstaðna fela í sér tiltekna ráðstöfun fullveldis og kunna jafnvel að breytast á ný snúist kjósendum enn á ný hugur. Af framansögðu er ljóst að þótt fullveldishugtakið byggist á einfaldri hugmynd þá getur beiting þess í fram- kvæmd kallað á úrlausn flókinna álitaefna. Hvað sem því líður þá má ljóst vera að engin þjóð getur leyft sér að taka fullveldi sem sjálfsögðum hlut. Um fullveldi LÖGFRÆÐI Finnur Magnússon hæstaréttarlögmaður og aðjunkt við lagadeild Háskóla Íslands ” Unnt er að finna erlend fræðiskrif frá fyrri hluta síðustu aldar þar sem Ísland er nefnt sem dæmi um þjóð sem geti ekki talist frjáls og fullvalda ...

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.