Morgunblaðið - 18.01.2018, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.01.2018, Blaðsíða 1
FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 2018 KOSTNAÐUR AF REGLUVERKISELDU BREYTANLEG BRÉF ni útsendingu frá líkamsræktarstöð í NewYork. 4 Unnið Kerecis er á hraðri siglingu og seldi fjárfestum nýlega breytanleg skuldabréf fyrir þrjár milljónir bandaríkjadala. 6 VIÐSKIPTA 4 Kjartan Smári Höskuldsson hjá Íslandssjóðum segir fokdýrt að uppfylla kröfur evrópsks regluverks fyrir markaði af allt annarri stærðargráðu. ein í sa Æft í b mvinnu vi Vilja gagnaver á Akranes Tveir fjárfestahópar, einn frá Kína og annar frá Þýskalandi, eiga nú í við- ræðum við hérlenda aðila um mögu- lega uppbyggingu gagnavera á Akra- nesi. Talið er að einkum sé horft til svokallaðrar „námuvinnslu“ rafmynta í gagnaverunum, en það er starfsemi þar sem menn sækjast eftir ódýrri en stöðugri raforku, en ekki sé gerð eins rík krafa um stöðuga gagnatengingu. Ekki ný hugmynd Horft er til uppbyggingar á nýju iðnaðarsvæði Akurnesinga, hinu svo- kallaða Flóasvæði, rétt utan bæjarins, við afleggjarann í átt að Borgarnesi. Hugmyndir um gagnaver eru ekki nýjar af nálinni á Akranesi. Fyrir sjö árum lá fyrir viljayfirlýsing við Akra- nesbæ um slíka uppbyggingu, en ekkert varð af þeim áformum á þeim tíma. Einn þeirra aðila sem tengdust því verkefni var fyrirtækið Securs- tore, sem á þeim tíma var meðal ann- ars í eigu Bjarna Ármannssonar fjár- festis, sem ættaður er frá Akranesi. Samkvæmt heimildum var helsta ástæðan fyrir því að áformin náðu ekki fram að ganga á þeim tíma tví- þætt. Í fyrsta lagi var HB Grandi með meiri og orkufrekari starfsemi á Akranesi en nú er og öfluga spenni- stöð vantaði í bæinn til að tryggja flæði rafmagns til gagnaversins. Þá voru gagnaleiðslur ekki eins full- komnar og þær eru orðnar í dag. Hvorutveggja er nú komið í lag, en ný spennistöð var opnuð á Akranesi í byrjun árs 2016. Utan hamfarasvæða Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi, staðfestir að áhugi sé til staðar hjá aðilum á uppbyggingu gagnavera, bæði á Akranesi og Grund- artanga. „Við höfum áhuga á slíkri starfsemi í nágrenni Akraness og myndum styðja við það með ráðum og dáð,“ segir Sævar í samtali við Við- skiptaMoggann. Sævar segir að Akranes gæti verið áhugaverður kostur fyrir uppbygg- ingu sem þessa þar sem bærinn sé ut- an hamfarasvæða. Frakkar til Grundartanga Eins og sagt var frá í Morgun- blaðinu fyrr í vikunni þá áforma franskir aðilar að reisa og reka gagna- ver á Grundartanga, en heimild var gefin á fundi stjórnar Faxaflóahafna síðastliðinn föstudag, að tímabundnu vilyrði fyrir skilyrtri úthlutun lóðanna Tangavegur 9 og Tangavegur 11, sam- tals um 3.700 fermetrar að flatarmáli. Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Akranes er talið vel í sveit sett fyrir rekstur gagna- vera. Tveir hópar fjárfesta hafa sýnt áhuga á slíkri uppbyggingu á hinu svo- kallaða Flóasvæði. Morgunblaðið/Árni Sæberg Gagnaver gætu risið í náinni framtíð á Akranesi og/eða á Grundartanga, í nágrenni Akraness. Talið er að verin muni sinna námuvinnslu rafmynta. Úrvalsvísitalan EUR/ISK 2.000 1.900 1.800 1.700 1.600 1.500 18.7.‘17 18.7.‘17 17.1.‘17 17.1.‘17 1.767,14 1.741,87 130 125 120 115 110 122,05 126,0 „Leiðakerfið vestur um haf er í raun orðið ótrúlega öflugt. Það er aðeins British Airways sem býður upp á fleiri áfangastaði en við í Norður-Ameríku,“ segir Björg- ólfur Jóhannsson, forstjóri Ice- landair Group. Hann segir að fé- lagið sæki nú fram í kjölfar mikillar uppstokkunar á skipulagi þess. Meðal þess sem nú sé skoð- að sé að hefja flug inn á nýja og fjarlægari markaði. „Við erum einnig að skoða ákveðna möguleika í Asíu og einn- ig að fara dýpra inn í Evrópu. Asía er spennandi, líkt og Afríka að því marki að þar er vöxturinn gríðarlegur. Það er að skapast eftirspurn eftir flugi til og frá þessum heimsálfum og við viljum skoða möguleika á því að sækja sneið af þeirri köku, annað hvort sjálf eða í samstarfi við aðra aðila.“ Kanna möguleika á flugi til Asíu Morgunblaðið/Árni Sæberg Björgólfur segir félagið vel búið undir harðari samkeppni í fluginu. Icelandair kannar nú möguleika á flugi til Asíu samhliða fjölgun áfanga- staða í Bandaríkjunum. 8 Í nánast öllum atvinnugrein- um virðist samruni vera eina lausnin til þess að geta keppt við stærstu tækni- fyrirtækin. Stjörnufyrirtækið tekur völdin 10 Á síðasta ári var metsala á bíl- um í Bandaríkjunum en nú undirbúa framleiðendur sig, og markaðinn, und- ir að hægja fari á. Hægir á hjá bíla- framleiðendum 11 Endurskoðun • Skattur • Ráðgjöf www.grantthornton.is Grant Thornton endurskoðun ehf. er íslenskt aðildarfélag Grant Thornton International Ltd., sem er eitt af fremstu alþjóðlegu samtökum sjálfstæðra endurskoðunar og ráðgjafarfyrirtækja. Grant Thornton endurskoðun ehf. sérhæfir sig í að aðstoða rekstraraðila við að nýta tækifæri til vaxtar og bættrar afkomu með skilvirkri ráðgjöf. Framsýnn hópur starfsmanna, undir stjórn eigenda, sem ávallt eru aðgengilegir viðskiptavinum, nýta þekkingu og reynslu sína til að greina flókin málefni og finna lausnir fyrir viðskiptavini sína, hvort sem það eru einkarekin, skráð félög eða opinberar stofnanir. Yfir 35.000 starfsmenn Grant Thornton fyrirtækja í meira en 100 þjóðlöndum, leggja metnað sinn í að vinna að hag viðskiptavina, samstarfsmanna og samfélagsins sem þeir starfa í.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.