Morgunblaðið - 18.01.2018, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 2018FRÉTTIR
©The Financial Times Limited 2014. Öll réttindi áskilin. Ekki til endurdreifingar, afritunar eða endurritunar með neinum hætti. Öll ábyrgð á þýðingum er Morgunblaðsins og mun Financial Times ekki gangast við ábyrgð á þeim.
Af síðum
Það virðist skrifað í skýin að Oprah
Winfrey, óopinber forseti hluttekn-
ingarinnar í Bandaríkjunum, myndi
koma fram sem draumaframbjóðandi
demókrata til þess að leggja Donald
Trump árið 2020. Sem hörundsdökk
kona höfðar hún til fjölda hags-
munahópa og pólitískra mála sem
tengjast sjálfsvitund, allt frá
#MeToo-byltingunni yfir í Black
Lives Matter-hreyfinguna.
En með eigið sjónvarps-, kvik-
mynda- og tímaritaveldi, og verandi
sú kvenkyns fjölmiðlastjarna sem
náð hefur til breiðasta hóps fólks í
Bandaríkjunum á undanförnum ára-
tugum, þá talar hún ekki síður til
þeirra sem eru á miðju litrófi stjórn-
málanna. Oprah er, líkt og núverandi
forseti Bandaríkjanna, alþjóðlegt
vörumerki, og það segir okkur ýmis-
legt. Við lifum í stórstjörnuhagkerfi,
þar sem fólkið og fyrirtækin á toppn-
um, og jafnvel tiltekin landsvæði,
raka til sín bróðurpartinum af öllum
völdum, auði og athygli.
Samþjöppun auðs og valda
Frá því seint á tíunda áratugnum
höfum við séð stórstjörnufyrirtækið
(e. the superstar company) verða
allsráðandi. Samkvæmt tölum
McKinsey Global Institute hefur
hagnaður í þremur geirum, þ.e.
tækni-, fjármála-, og heilbrigðis- og
lyfjageirum, nærri þrefaldast síðan
þá, og nemur hann núna um 45% af
heildarhagnaði bandarískra fyrir-
tækja (samþjöppun í þessum grein-
um fer líka vaxandi, þó í minna mæli
hjá öðrum ríkum þjóðum).
Í Bandaríkjunum endurspeglast
þróunin ekki bara í atvinnugrein-
unum sem byggjast á hugverkum,
heldur í vaxandi mæli í hagkerfinu
öllu. Eins og bent er á í nýlegri
skýrslu frá Brookings Institution,
hefur á undanförnum tveimur ára-
tugum orðið aukin samþjöppun á
auði og áhrifum í meira en 75% at-
vinnugreina í Bandaríkjunum. Ef við
berum tölurnar nú saman við ástand-
ið eins og það var eftir seinna stríð,
þegar bandaríska hagkerfið óx hvað
hraðast, þá er munurinn sláandi. Ár-
ið 1954 stóðu 60 stærstu fyrirtækin á
bak við 20% af landsframleiðslunni. Í
dag mynda 20 stærstu fyrirtækin
meira en 20% landsframleiðslunnar.
Áhrif alþjóðasamkeppni
Hvað er það sem veldur? Vitaskuld
er alþjóðleg samkeppni ein ástæðan,
en hún hefur skapað þrýsting á
bandarísk fyrirtæki og leitt þau af
þeirri braut sem áður tíðkaðist, þeg-
ar kökunni var skipt jafnar á milli
starfsmanna, fyrirtækja og nærsam-
félags. Breyting á lögum um hringa-
myndun er önnur skýring. Það er
engin tilviljun að nýjar reglur um
einokunarstarfsemi, sem alríkis-
dómarinn Robert Bork bar mesta
ábyrgð á, breiddust út á 9. áratugn-
um einmitt þegar samkeppni við út-
lönd var að aukast. Bork-hugmynda-
fræðin, sem gengur út á það að á
meðan verð til neytenda er á niður-
leið þá sé enginn samkeppnisvandi til
staðar, hefur staðið í vegi fyrir því að
stjórnvöld hafi getað stemmt stigu
við samþjöppun að sama krafti og
gert var á „gullöldinni“ seint á 19. öld
og á árunum eftir seinna stríð.
En stærstu og valdamestu
atvinnugreinarnar starfa ekki með
sama hætti í dag og þær gerðu hér
áður fyrr. Oft eru vörur þeirra ódýr-
ar eða ókeypis, svo að það verð sem
neytendur þurfa að greiða dugar
ekki lengur sem mælikvarði á hvort
samkeppnin geti talist eðlileg. Kerf-
isleg áhrif valda því að þau fyrirtæki
sem ná stærstri markaðshlutdeild
geta á undraskömmum tíma náð ráð-
andi stöðu, stundum að því er virðist
á einni nóttu (Amazon, sem dæmi,
tók til sín 44% af allri netverslun í
Bandaríkjunum árið 2017). Digrir
sjóðir gera þeim kleift að kaupa upp
hugsanlega keppinauta. Monsanto,
stærsti efnaframleiðandi til landbún-
aðar í Bandaríkjunum, hefur keypt
nærri 30 fyrirtæki á undanförnum
áratug, viðskiptahugbúnaðarfram-
leiðandinn Oracle hefur hrifsað til
sín meira en 80 fyrirtæki og Google
meira en 120. Í nánast öllum öðrum
atvinnugreinum – allt frá matar- og
drykkjarframleiðslu yfir í banka,
neytendavörur og fjölmiðla – þá virð-
ast samrunar vera lausnin, svo fyrir-
tækin geti náð nægilegri stærð til
þess að eiga möguleika í samkeppni
við stærstu fyrirtæki tæknigeirans.
Það virðist ljóst að umfjöllun fjöl-
miðla um minnkaðan þrótt sprota-
fyrirtækja og frumkvöðla í Banda-
ríkjunum er tengt vaxandi
samþjöppun valds hjá örfáum gráð-
ugum risum.
Skattaleg sérmeðferð
Í kringum stórstjörnu-fyrirtækin
má finna þyrpingar af stórstjörnu-
fjárfestum og -starfsmönnum. Skoð-
um til dæmis fjölgun svokallaðra
„pass-through“ fyrirtækja sem hlutu
jafnvel enn betri skattalega sér-
meðferð með nýlegum skattabreyt-
ingum Trumps. Þetta eru fyrirtæki
sem greiða sömu skattprósentu og
einstaklingurinn sem á þau. Saman
standa þau á bak við 50% af heildar-
tekjum allra bandarískra fyrirtækja
(og er það tvöfalt stærri hlutur en ár-
ið 1980), og flest heyra þau undir fólk
sem starfar í greinum sem reiða sig á
hugverk, svo sem í tækni, lögfræði-
og fjármálageira. Þau standa líka að
baki um það bil 40% þeirrar aukn-
ingar á ójöfnuði sem fræðimenn á
borð við Thomas Piketty hafa fjallað
um.
Ekki ætti að koma á óvart að þessi
samþjöppun efnahagslegs afls hafi
leitt til þess að landfræðilegt vald
hefur þjappast saman. Í skýrslu
Economic Innovation Group frá
árinu 2016 var leitt í ljós að meira en
50% af öllum nýjum störfum urðu til
í aðeins 75 af meira en 3.000 sýslum
Bandaríkjanna. Þessi þróun mun
bara halda áfram að stigmagnast, því
hæfileikaríkasta unga fólkið þyrpist í
nokkrar borgir, ýtir upp fasteigna-
verðinu og veldur því að erfiðara
verður fyrir þá sem ekki eru í stór-
stjörnu-klúbbnum að ná fótfestu í
hinni samfélagslegu fæðukeðju.
Það er út af þessu sem ég er ekki
viss um að ég vilji sjá Opruh í Hvíta
húsinu, þó svo ég kunni að meta hana
og þá tilfinningalegu andstöðu við
núverandi forseta sem hún stendur
fyrir. Demókratarnir velta sér mikið
upp úr því hvernig vald safnast sam-
an eftir litarhætti og kyni. En það
sem raunverulega þarf að gefa gaum
er staða ólíkra stétta, þó ég vilji ekki
hljóma eins og Marxisti. Ég myndi
gjarnan vilja að næsti forseti væri
einhver sem léti sig miklu varða að
skilja stórstjörnuhagkerfið og brjóta
það á bak aftur, enda er það að kæfa
möguleikann á jafnari og sjálfbærari
efnahagsbata.
Ég er einfaldlega ekki sannfærð
um að milljarðamæringur og fjöl-
miðlastjarna sé rétta mann-
eskjan til að gera það.
Stórstjörnufyrirtækið er að taka yfir
Eftir Rönu Foroohar
Á undanförnum tveimur
áratugum hefur orðið auk-
in samþjöppun á auði og
áhrifum í meira en 75%
atvinnugreina í Bandaríkj-
unum þar sem umfang
stórra stjörnufyrirtækja
fer sífellt vaxandi.
AFP
Greinarhöfundur vill að næsti forseti Bandaríkjanna brjóti á bak aftur stórstjörnuhagkerfið sem sé að kæfa jafnari og
sjálfbærari efnahagsbata, en milljarðamæringur eins og Oprah Winfrey sé kannski ekki rétta manneskjan til þess.
Miðhrauni 13 - Garðabæ - Sími 555-6444 - www.maras.is
YANMAR
Aðalvélar
9 - 6200 hö.
Mynd: Landhelgisgæslan