Morgunblaðið - 18.01.2018, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 2018SJÓNARHÓLL
Greinarhöfundur hefur áður á þessum vettvangifjallað um markaðssetningu íslenskra sjáv-arafurða og fært markaðsfræðileg rök fyrir
því að þar sé víða pottur brotinn. Það er hins vegar
ánægjulegt frá því að segja að undanfarið hefur grett-
istaki verið lyft í markaðssetningu íslensks lambakjöts
sem margir mættu draga lærdóm af. Mörg undanfarin
ár hefur vandamálið í greininni verið að miklar birgðir
af kindakjöti hafa safnast saman í landinu.
Nýlega birti Gallup niðurstöður úr könnun meðal
erlendra ferðamanna þar sem fram kom að rúmlega
helmingur þeirra borðar ís-
lenskt lambakjöt þegar þeir
eru staddir á landinu. Um
50% þeirra borða lambakjöt
á veitingastöðum og 13%
neyta lambakjöts sem keypt
er í búð. Einnig sýndi könn-
unin að 27% erlendra ferða-
manna þekktu vörumerki
Icelandic lamb sem var
markaðssett á síðasta ár. Af
þeim sagðist tæplega helm-
ingur hafa mjög jákvætt við-
horf til þess.
Þetta sýnir, svo ekki verð-
ur um villst, að markaðs-
setning íslensks lambakjöts gagnvart erlendum ferða-
mönnum hefur tekist afar vel. Sama gildir um
vörumerki Icelandic lamb. Þessu til frekari staðfest-
ingar jókst sala á kindakjöti innanlands umtalsvert í
fyrra eftir nokkur samdráttarár í röð. Nú stendur yfir
markaðsátak í Japan og Þýskalandi þar sem fyrstu
viðbrögð lofa mjög góðu um framhaldið.
Það verður að teljast gott framtak hjá forsvars-
mönnun Icelandic lamb að byrja á því að beina mark-
aðsspjótum sínum að erlendum ferðamönnum. Í því
skyni hefur verið ýtt af stað samstarfsverkefni með
100 innlendum veitingastöðum þar sem lambakjötið er
í öndvegi auk þess sem vörumerkinu er haldið á lofti.
Einnig hafa nýjar vöruumbúðir verið hannaðar með
það fyrir augum að auðvelda sölu í matvörubúðum til
erlendra ferðamanna.
Áætlað er að fjöldi erlendra ferðamanna hér á landi
verði um 3 milljónir á þessu ári. Gera má ráð fyrir því
að þeir ferðamenn sem borða íslenskt lambakjöt beri
orðspor þess að einhverju leyti til heimalanda sinna
sem getur auðveldað markaðssetningu í þeim löndum.
Mörg íslensk fyrirtæki mættu því taka markaðs-
nálgun Icelandic lamb sér til fyrirmyndar, ekki síst
fyrirtæki í sjávarútvegi. Þar starfar hver í sínu horni
og því er ekki um neina heilsteypta markaðsstefnu að
ræða.
Lambakjötsgreinin hefur hingað
til treyst of mikið á ódýrari afsetn-
ingarmarkaði og því er mikilvægt
að forsvarsmenn hennar myndi sér
aðra framtíðarsýn sem byggir
grunn sinn á betur borgandi mörk-
uðum. Næsta skref hjá Icelandic
lamb er því væntanlega að setja
stefnuna inn á ákveðnar markaðs-
syllur (e. niche) erlendis, jafnframt
því sem áherslan þarf að vera á að
styrkja vörumerkið enn frekar til
að auðvelda hærri verðlagningu (e.
premium price).
Þetta þýðir að skapa þarf ís-
lensku lambakjöti sérstöðu á sérvöldum erlendum há-
gæðamörkuðum. Sterk vörumerki hafa þann ótvíræða
kost að aðgreina sig frá vörum keppinauta, þannig að
ímyndin verður hluti af því verði sem markaðurinn er
tilbúinn að greiða. Þetta kallar meðal annars á stefnu-
miðaða vörumerkjastjórnun.
Ef vel til tekst ætti þetta að hafa í för með sér að
hærra verð fæst fyrir íslenskt lambakjöt sem yrði þá
meira í samræmi við sérstöðu þess og gæði fram yfir
lambakjöt frá öðrum löndum. Sérstaklega þarf að
halda sérstöðu íslensks lambakjöts á lofti eins og að
um náttúruafurð sé að ræða (villibráð), hreint land,
sáralitla notkun sýklalyfja og að engin erfðabreytt
efni séu í fóðri, svo eitthvað sé nefnt.
MARKAÐSMÁL
Þorsteinn Þorsteinsson,
rekstrarhagfræðingur og framkvæmdastjóri
Markaðsrýni.
Markaðssetning
íslensks lambakjöts
”
Gera má ráð fyrir því að
þeir ferðamenn sem
borða íslenskt lamba-
kjöt beri orðspor þess
að einhverju leyti til
heimalanda sinna sem
getur auðveldað mark-
aðssetningu í þeim
löndum.
VEFSÍÐAN
Eitt það ergilegasta við starf graf-
ískra hönnuða og vefsíðuhönnuða er
að vinna úr athugasemdum við-
skiptavina og samstarfsfólks og
reyna að skilja nákvæmlega hvað
það er sem þau vilja.
Oft vill mikill tími og orka fara í
tölvupóstsendingar, símhringingar
og fundi og heljarinnar föndur við
að fá á hreint hverju á að breyta og
hvar má bæta.
Fizzl (fizzl.io) er nýtt verkfæri
sem hönnuðir ættu að taka fagn-
andi, en um er að ræða vefforrit
sem nota má til að senda teikningar
og skyssur hratt og vel á milli
manna. Notendur geta, á hand-
hægan hátt, krotað og merkt inn á
hönnunina og þannig gefið mjög
skýrt til kynna hvað þeim líkar,
hvað þeim líkar ekki, og hvar þarf
að gera alls kyns minniháttar lag-
færingar.
Margir geta fiktað í sömu teikn-
ingunni á sama tíma, og hægt að sjá
hver gerði hvaða tillögu. Hönnuður-
inn getur líka tiltekið ákveðinn
tímafrest, svo að athugasemdirnar
séu ekki of lengi á leiðinni, og Fizzl
getur skimað athugasemdirnar til
að búa til orðaský svo að hönnuður-
inn sjái betur hvaða atriði það eru
sem brenna mest á þeim sem hafa
rýnt í hönnunina. ai@mbl.is
Samstarfið við hönn-
uðinn gert léttara
HARI
Kvarnir/Brimrás/Pallar ehf | Álfhella 9 | 221 Hafnarfjörður
Sími 564 6070 | kvarnir@kvarnir.is | www.kvarnir.is | www.pallar.is
www.kvarnir.is
1996
2016
20 ÁRA
RUSLAGÁMUR STEYPU SÍLÓ GEYMSLUBOX
Galvaniseraðir
ruslagámar
Til á lager
Auðveldar
steypuvinnu.
Til í ýmsum stærðum
Frábær lausn til að
halda öllu til haga á
byggingarsvæði.
Aukahlutir fyrir byggingakrana
Kvarna-tengi
70 kr stk m/vsk.