Morgunblaðið - 18.01.2018, Síða 16

Morgunblaðið - 18.01.2018, Síða 16
VIÐSKIPTA Viðskiptablað Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100, vidsk@mbl.is. Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Sigurður Nordal fréttastjóri, sn@mbl.is. Auglýsingar sími 5691111, augl@mbl.is Prentun Landsprent ehf. VIÐSKIPTI Á MBL.IS „Wow, í alvöru?“ … Bónus opnar á brunareit … Skoða hvort pissað verði á IKEA … Punktafríðindin að renna út … Lögðu verslanir H&M í rúst … Mest lesið í vikunni INNHERJI RÉTTARRÍKIÐ ÞÓRODDUR BJARNASON SKOÐUN Franska vélmennið Pepper kom fram á starfsdegi Arion banka sem haldinn var um nýliðna helgi og steig meðal annars á svið með banka- stjóra Arion banka, Höskuldi H. Ólafssyni. Pepper, sem er í sinni annarri heimsókn hér á landi, ræddi m.a. við starfsfólk bankans um fram- tíðina og tækniframfarir. „Við vorum með árlegan starfsdag okkar um helgina þar sem allt starfsfólk bankans kom saman og ræddi helstu áherslur og verkefni ársins,“ sagði Gunnlaugur Bragi Björnsson, sérfræðingur á sam- skiptasviði bankans, í samtali við ViðskiptaMoggann. Hann segir að koma Pepper hafi tengst áherslum starfsdagsins, en þar veltu menn einkum fyrir sér framtíðinni og hvernig stafrænar lausnir eru nýttar til að veita við- skiptavinum bankans þægilega bankaþjónustu. „Við leggjum áherslu á stafræna þjónustu og höfum sett fjölda nýrra lausna í loftið síðasta eitt og hálft ár eða svo. Við sjáum að gervigreind er að ryðja sér til rúms í sífellt meiri mæli, og augljóst að hún mun hafa áhrif í bankageiranum eins og öðr- um geirum.“ Getur sárnað Gunnlaugur segir að það að sjá og eiga samskipti við Pepper sýni vel hvernig tækninni fleygir fram. „Pepper getur svarað spurningum, tjáð tilfinningar og sárnar t.d. ef maður er leiðinlegur.“ Pepper heilsaði einnig upp á gesti og gangandi í nýju útibúi Arion banka í Kringlunni, og fjöldi fólks kom að hitta hann þar, að sögn Gunnlaugs. „Það hentaði vel að fá Pepper í Kringluna sem er okkar framtíðarútibú og styður vel við okk- ar þróun og stafrænu lausnir.“ Pepper segist hvorki vera strákur né stelpa, heldur bara róbóti. Bankastjóri ræddi við róbót Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Stafrænar lausnir og gervi- greind voru áberandi á starfsdegi Arion banka. Vélmennið Pepper gaf fólki innsýn í framtíðina. Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Ein mesta skattheimta innanOECD-ríkjanna er á Íslandi. Af þeim sökum er ég ósammála orð- um sem fjármálaráðherra lét falla á Skattadegi Deloitte þess efnis að ekki sé brýnt að lækka skatta í ljósi efnahagsuppsveiflunnar. Vakin er athygli á að horfur eru á að það hægist á hagvexti í ár. Ísland vermir annað sætið yfirskattfrekustu ríki OECD þegar litið er til skatta sem hlutfall af vergri landsframleiðslu. Þeir eru 30% hærri en meðaltal OECD- ríkjanna, samkvæmt greiningu Samtaka atvinnulífsins. Vinstri menn mættu vera hreyknari af þessum árangri. Við hrepptum silf- ur í skattheimtu. Því miður eru stjórnmálamennsjaldan reiðubúnir til þess að lækka skatta en þeim þykir oft til- efni til þess að hækka þá. Eftir hrun voru skattar hækkaðir til að takast á við fjármálaáfallið. Nú stefnir hins vegar í lengsta hagvaxtarskeið í manna minnum en ekki hafa skattar lækkað myndarlega. Hvenær gefst færi á skattalækkunum? Bent var á það í aðsendri grein íMorgunblaðinu á þriðjudaginn að ríkisútgjöld hafi aukist um 170 milljarða króna á undanförnum sjö árum. Báknið þenst út. Þeir sem bera ábyrgð á því virðast ekki kunna sér hóf. Umsvifamiklum rík- isrekstri fylgir mikil sóun. Það er segin saga að fólk fer ekki jafn vel með annarra manna krónur og sínar eigin. Ríkið á ekki að vera svona frekt á fóðrum. Silfur í skattheimtu Enn stefna forsvarsmenn Reykja-víkurborgar og nágrannasveit- arfélaga að því hraðbyri að koma á laggirnar svokallaðri borgarlínu sem liggja mun þvert í gegnum borgina og hafa afgerandi áhrif á skipulag hennar til framtíðar. Eftir brautinni endilangri mun ætlunin vera að byggja stórhýsi þar sem hugmyndin er sú að fólk hírist undir umferð- arniði en geti sem snöggvast skotist á milli borgarhluta meðan út- hverfaliðið situr fast í umferð- arþvögunni. Þungamiðja borg- arinnar verður því í kringum línuna miklu sem menn segja að leysa muni hnútinn sem myndast inn og út úr borginni á álagstímum. Ráðamenn borgarinnar hafa hinsvegar þverskallast við að bæta gatnakerfið á síðustu árum. Meðan dýrmætum tíma hefur verið sóað og fjármagni veitt í að reisa fuglahús á miðjum akreinum og Snorrabrautin er orðin svo hlykkjótt að Ingemar Stenmark og Bode Miller myndu veigra sér við að leggja á hana, leggja yfirvöld á ráðin um brun- brautina miklu. Og eins og vera ber er fjár-munum hlaðið á ráðgjafa af ýmsu tagi sem allir gapa yfir snilld- inni. Þeir sjá mikil tækifæri í verk- efninu og þá ekki síst frekari verk- efni og þannig gengur verkefnið sjálfala. Einn ráðgjafinn er hins vegar opinskárri með áætlanirnar en aðrir. Það er fyrirtækið COWI í Danmörku sem veit fyrir víst að það mun aldrei þurfa að standa skil gjörða sinna eða horfa framan í ís- lenska skattgreiðendur sem borga munu brúsann. Í nýjustu skýrslu COWI er bein-línis bent á mikilvægi þess að þrengja enn frekar að lífsháttum borgarbúa, eigi borgarlínan að verða að veruleika. Þeir vilja að hún fái allan forgang á aðra akandi umferð og að þrengja þurfi veru- lega að möguleikum fólks til að leggja einkabílnum í borgarland- inu. Hvorki hagræn rök né lýðræð-isleg geta hnigið að því að þvinga fólk til að nota samgöngu- máta sem það hefur ekki áhuga á. Línan mikla og langa Origo hefur keypt þann hluta starfsemi AGR Dynamics sem snýr að Microsoft Dynamics NAV. Dynamics NAV fer til Origo 1 2 3 4 5 Settu starfsfólkið í fyrsta sæti WOW Biz er fyrir þá sem vilja aukin þægindi, einfaldleika og greiða leið inn í vélina. Innifalið er hraðferð um borð,máltíð, forfallavernd og sömuleiðis BigSeat, eða besta sætið sem er í boði hverju sinni. WOW air flýgur einu sinni til tvisvar á dag til allra helstu viðskiptaborga Evrópu og Ameríku. WOW Biz kjörin leið fyrir þá sem þurfa að komast hratt og örugglega milli staða. WOW Biz Sumir þurfa einfaldlega meira WOW en aðrir. BRÍETARTÚNI 13 WOWAIR.IS WOWAIR@WOWAIR.IS er

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.