Morgunblaðið - 24.01.2018, Blaðsíða 78
78 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 2018 VIÐSKIPTAMOGGINN FRAMÚRSKARANDI FYRIRTÆKI
R
æstingaþjónustan Hreint ehf. fagn-
ar 35 ára afmæli síðar á þessu ári
ásamt því að rata á ný á lista
Creditinfo yfir framúrskarandi
fyrirtæki landsins. Ari Þórðarson fram-
kvæmdastjóri er eðli máls samkvæmt sáttur
við stöðu mála enda fyrirtækið í þriðja skiptið
í röð á listanum. Að hans sögn gerist það ekki
af sjálfu sér að ná þessum árangri, en um leið
er krafan í nútímanum á þá leið að maður
vandi sig við vinnu sína, í öllu tilliti. Því til
stuðnings má benda á að Hreint ehf. er með
Svansvottun, víðtæka gæða- og umhverf-
isstefnu og jafnréttisáætlun.
„Maður rekur ekki fyrirtæki, hvorki af
þessari stærðargráðu né annarri, í þessu
samfélagi án þess að samsvara þeim kröfum
og gildum sem eru í gangi. Það blasir bara
við,“ segir Ari um starfsemina. „Það vinna
tæplega 200 manns hjá okkur og fyrirtækið
er það stórt að þú þarft að vera með alla
þessa hluti á hreinu. Á þessu ári eru enn fleiri
áskoranir fyrir fyrirtæki í umhverfinu; per-
sónuverndarlög, jafnlaunavottanir og fleira,
sem ljúft og skylt er að bregðast við þótt það
feli í sér ákveðna áskorun til skamms tíma lit-
ið. Þessu öllu þarf að bregðast við.“
Allt gerbreytt á 35 árum
Fyrirtækið Hreint ehf. var stofnað hinn 12.
desember 1983 og er því ein elsta og um leið
stærsta ræstingaþjónusta landsins. Í dag
ræsta starfsmenn þess hundruð þúsunda fer-
metra atvinnuhúsnæðis og
stjórnendur félagsins búa samanlagt yfir
meira en hálfrar aldar reynslu af rekstri og
stjórnun ræstingafyrirtækja. Á árinu sem er
nýhafið verður Hreint ehf. svo 35 ára og Ari
kímir þegar hann hugsar til baka og veltir
fyrir sér breytingunum sem hafa orðið á
rekstri fyrirtækisins og starfsumhverfi þess.
Hann á nefnilega að baki 30 ára starfsreynslu
sem stjórnandi þótt hann hafi ekki alltaf
starfað sem slíkur hjá Hreint ehf. Hann hefur
því ágætan samanburð frá einu tímabili til
annars.
„Starfsumhverfi fyrirtækja hefur ger-
breyst. Það er morgunljóst,“ segir hann. „Það
eru alls konar reglur og leiðbeiningar í dag
um rekstur fyrirtækja sem enginn velti fyrir
sér á árum áður. Nú er ég ekki að segja að
það hafi endilega verið eins og best varð á
kosið, bara allt öðruvísi. Sama er að segja um
ýmislegt í dag; það er ekki endilega á besta
stað. Þessir hlutir eru bara í þróun og maður
lærir að spila með nýjum takti ætli maður að
haldast í rekstri.“
Hvað starfsvettvang Hreint ehf. varðar
segir Ari helstu breytinguna þá að markaður-
inn þar hefur stækkað gríðarlega.
„Fyrir 35 árum voru sárafá fyrirtæki verk-
takavædd í ræstingum en í dag hugsa ég að
um 40% fyrirtækja láti verktaka um þrifin.
Markaðurinn hefur stækkað mjög mikið og
ennþá meira eftir hrun. Aðstæður breyttust
mikið hjá okkur eins og öðrum eftir hrunið og
hin seinni ár hefur samkeppnin aukist til mik-
illa muna. Í dag er eitthvað á annað hundrað
fyrirtækja í ræstingum svo samkeppnin er
orðin virkilega hörð.“
Það er líka eftir nokkru að slægjast á ræst-
ingamarkaðnum, eins og Ari bendir á; ræst-
ingamarkaðurinn er stór og verktakar sem
þrífa atvinnuhúsnæði velta í kringum 10 millj-
örðum króna á ári.
Með áherslu á góð samskipti
Ari útskýrir í framhaldinu að leiðin sem
Hreint ehf. hafi farið til að aðgreina sig á
markaðnum sé meðal annars sú að hafa það
bolmagn sem stór fyrirtæki á markaðnum
hafa, þau ráði við verkefni í samræmi við
stærð sína sem hin smærri ráði ekki við.
„Geirinn hér á landi er að mér sýnist sam-
settur með svipuðum hætti og víðast hvar í
Evrópu. Þá meina ég að um það bil 5% fyrir-
tækjanna eru jafnan með um 90% verkefn-
anna. Á móti er svo hægur vandinn að gagn-
álykta að 95% fyrirtækjanna skipti með sér
þeim litla hluta sem eftir er. 85% af íslensk-
um lögaðilum eru lítil fyrirtæki, fimm manna
og minni.“
Annað í þessu sambandi vekur athygli á
heimasíðu fyrirtækisins. Þar stendur:
„Ein megináhersla í rekstri okkar liggur í
ánægjulegum, hvetjandi og gagnkvæmum
samskiptum við viðskiptavini okkar og starfs-
fólk.“
Ari samsinnir þessu.
„Þetta er einfaldlega aðalatriðið í rekstr-
inum. Við höfum nýja og nýja megináherslu
hjá okkur á hverju ári, eitthvað sem við reyn-
um að láta einkenna starfsemina það árið, og
á síðasta ári var einmitt áhersla á samskipti.
Við finnum það einfaldlega að þar sem góð
samskipti eru, þar ganga ræstingarnar betur.
Eitt af því sem við höfum gert að höfuðmark-
miði er að við stefnum á að gera okkar fyrir-
tæki að stærsta ræstingafyrirtæki á landinu.
Það byggist allt á þessum samskiptum. Ef
samskipti við starfsfólk og viðskiptavini
ganga ekki vel þá ganga ræstingarnar ekkert
vel heldur. Góð samskipti hafa allt að segja
um gang þjónustunnar.“
„Sameinuðu þjóðirnar“ í húsinu
Ari leggur áherslu á að þetta eigi alls ekk-
ert síður við um samskiptin innanhúss. Nefnir
hann að stundum sé haft á orði að fyrirtækið
sé næstum eins og litlar Sameinaðar þjóðir
því þar starfar fólk hvaðanæva úr heiminum.
„Hér starfar fólk frá milli 20 og 30 þjóð-
löndum og það fólk talar náttúrlega ekki allt
íslensku. Í því felst mikil áskorun og þess
vegna eru samskiptin mjög ofarlega í huga
okkar. Enda gengur sambúðin vel.“
Það eru orð að sönnu og Hreint ehf. er
fyrirtæki sem helst vel á starfsfólki sínu. Til
marks um það er að í desember síðastliðnum
heiðraði fyrirtækið 18 starfsmenn af 200 fyrir
langan og farsælan starfsaldur. „Það er fólk
sem er búið að vera hjá okkur á bilinu fimm
til 20 ár,“ bætir Ari við. „Starfsmannavelta er
auðvitað einhver eins og gengur en fólki líður
almennt mjög vel hérna.“
Það er enda eitt að vera framúrskarandi
fyrirtæki og annað að ná 35 árum í sam-
felldum rekstri.
jonagnar@mbl.is
Morgunblaðið/Árni Sæberg
742. sæti
Hreint
Lítið 196. sæti
Ari Þórðarson
„Hér starfar fólk frá milli 20 og 30 þjóðlöndum
og það fólk talar náttúrlega ekki allt íslensku.
Í því felst mikil áskorun og þess vegna eru
samskiptin mjög ofarlega í huga okkar. Enda
gengur sambúðin vel,“ segir Ari Þórðarson,
framkvæmdastjóri hjá Hreint ræstingum.
„Góð samskipti
eru aðalatriðið
í rekstrinum“
J
ónína Freydís Jóhannesdóttir er annar
eigenda Akureyrarapóteks. Hún segir
fyrirtækið varkárt í rekstri og að þau
leggi ákaflega mikið upp úr að veita per-
sónulega og góða þjónustu.
Hvað stendur upp úr á síðasta ári?
„Við erum í rótgróinni starfsemi sem við
þekkjum orðið mjög vel og hlutirnir ganga nokk-
uð sjálfkrafa hjá okkur. Við erum ekki að finna
upp hjólið en reynum að passa upp á að viðhalda
því vel,“ segir hún.
Hverju þakkið þið helst árangurinn á síðasta
ári?
„Við höfum hægt og rólega verið að byggja
upp okkar litla fyrirtæki, tekið lítil skref í einu
og þannig leyft umfanginu að aukast svo að
segja af sjálfu sér. Eigendur vinna dagleg störf í
fyrirtækinu ásamt góðu starfsfólki og við erum
þannig vel vakandi yfir daglegum rekstri,“ segir
Jónína.
Hver er þróun á ákveðnum lykiltölum á árinu?
„Markaðshlutdeild hefur aukist jafnt og þétt
alveg frá stofnun fyrirtækisins. Reksturinn er
samt að ná ákveðnu jafnvægi. Við erum trúlega
ferkar varkár að eðlisfari og það endurspeglast í
okkar áherslum í rekstrinum.“
Hvað verður á döfinni á þessu ári?
„Við sjáum ekki endilega fram á miklar
breytingar á okkar markaðsumhverfi. Við reyn-
um að halda fókus í okkar rekstri og erum á tán-
um til að vera fljót að bregðast við hinu
óvænta,“ segir hún.
Með hvaða hætti aðgreinið þið ykkur í sam-
keppnisumhverfinu? „Við erum sjálfstætt lítið
fyrirtæki og okkar viðskiptamenn hafa gott,
beint aðgengi að rekstraraðilum. Við erum
heimagróið fyrirtæki með sterk vina- og fjöl-
skyldutengsl víða um bæinn. Við leggjum ákaf-
lega mikið upp úr að veita persónulega og góða
þjónustu,“ segir Jónína að lokum.
elinros@mbl.is
Leggja áherslu á persónulega þjónustu
526. sæti
Akureyrarapótek
Lítið 70. sæti
Jónína Freydís
Jóhannesdóttir
„Við erum sjálfstætt lítið fyrirtæki og okkar
viðskiptamenn hafa gott, beint aðgengi að
rekstraraðilum,“ segir Jónína Freydís.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson