Morgunblaðið - 24.01.2018, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 24.01.2018, Blaðsíða 76
76 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 2018 VIÐSKIPTAMOGGINN FRAMÚRSKARANDI FYRIRTÆKI S umum þótti það veruleg bjartsýni hjá stofnendum Dorma að opna nýja verslun með rúm og húsgögn í miðri kreppu. Reksturinn hefur þó gengið vel og fyrirtækið stækkað hratt. „Við opnuðum fyrstu verslun Dorma í Holtagörð- um árið 2009, því næst verslanir á Akureyri og Ísafirði og í hittifyrra bættist fjórða Dorma-verslunin við á Smáratorgi,“ segir Egill Fannar Reynisson, framkvæmdastjóri Dorma og móðurfyrirtækisins Gers innflutn- ings. Egill stofnaði Dorma með bróður sínum Gauta en fyrir eiga þeir Húsgagnahöllina og Betra bak. „Okkur þótti vöntun á nýrri verslun með þeim áherslum sem Dorma hef- ur, en aðalsmerki búðarinnar er að bjóða upp á vandaðar vörur á góðu verði og eru rúm, sófar og hægindastólar í fyrirrúmi til viðbótar við mjúkvörur fyrir svefn- herbergið.“ Byggist á reynslu og þjónustu Það er ekki sjálfgefið að rekstur hús- gagnaverslana gangi vel, hvað þá að þeim takist að komast á lista Creditinfo yfir fram- úrskarandi fyrirtæki. Egill skrifar árang- urinn m.a. á reynda starfsmenn sem sinna viðskiptavinunum af fagmennsku og hlusta eftir óskum þeirra. „Við höfum líka verið mjög dugleg að skoða hvað er í boði hjá er- lendum framleiðendum hverju sinni og eig- um í góðum samskiptum við birgja okkar.“ Salan hjá Dorma hefur vaxið jafnt og þétt frá stofnun og segir Egill að bæði 2016 og 2017 hafi verið prýðileg ár í rekstrinum. Hann bendir á að sala á húsgögnum haldist oft í hendur við það hversu mikil hreyfing er á húsnæðismarkaði. „Það fylgir því oft þegar fólk flytur sig um set að ráðist er í kaup á nýjum húsgögnum fyrir heimilið og höfum við notið góðs af blómlegum fast- eignamarkaði undanfarin ár.“ Einnig hefur styrking krónunnar hjálpað Dorma og segir Egill að fyrirtækið gæti þess að leyfa viðskiptavinum að njóta gengisþróunarinnar í lægra verði. Annað kemur ekki til greina enda virðast neyt- endur vanda sig mjög við kaupin, gera verð- samanburð og fjárfesta ekki í húsgögnun nema að vandlega athuguðu máli. „Við sjáum greinileg merki þess að neytendur eru orðnir mun skynsamari og taka betur ígrundaðar ákvarðanir um húsgagnakaup en þeir gerðu fyrir hrun. Birtist þetta m.a. í því að mun algengara er orðið að fólk staðgreiði vöruna frekar en að það fjármagni kaupin með raðgreiðslusamningum.“ Samkeppnin er hörð og t.d. fann Dorma fyrir því þegar bandaríski risinn Costco lenti á Íslandi með miklum látum. „Það kom þó fljótt í ljós að þrátt fyrir breitt vöruúrval erum við ekki í beinni samkeppni við Costco. Salan hjá okkur dalaði lítillega í kjölfarið á opnun stórverslunarinnar í Kaup- túni síðasta vor en hafði jafnað sig strax um haustið.“ ai@mbl.is Njóta góðs af líflegum fasteignamarkaði Morgunblaðið/Kristinn Magnússon 313. sæti Dorma Lítið 6. sæti Egill Fannar Reynisson Auk þess að reka fjórar húsgagnaversl- anir heldur Dorma úti vandaðri net- verslun. Egill segir hægt að líta á vef- verslunina sem stóran búðarglugga og greinilegt að margir sem heimsækja Dorma-verslanirnar í Reykjavík, Akur- eyri og Ísafirði hafa skoðað netversl- unina vandlega og vita upp á hár hvað þá langar að kaupa. „Umferð um net- verslunina fer vaxandi og salan sömu- leiðis. Við sjáum að fólk er að panta alls kyns vörur hjá okkur yfir netið. Sumir hafa þá komið í búðirnar fyrst og finnst þægilegra að ganga frá kaup- unum á netinu, á meðan aðrir eru t.d. að kaupa samskonar kommóðu eða sófa og þeir sáu í heimsókn hjá ætt- ingjum eða vinafólki.“ Netverslunin mikið notuð E inn af nýliðunum á lista Creditinfo í ár er Summa rekstrarfélag hf. sem er fjármálafyrirtæki með starfsleyfi til reksturs sjóða og fjárfestingar- ráðgjafar. Núverandi starfsmenn tóku við rekstrinum árið 2013 en félagið byggir á grunni eldra fyrirtækis sem hét Summa ráðgjöf og þeir dr. Hrafnkell Kárason og dr. Haraldur Óskar Haraldsson ráku saman. Hrafnkell og Haraldur starfa enn hjá félaginu, en Sigurgeir Tryggva- son er framkvæmdastjóri og situr fyrir svörum: „Viðskiptavinir okkar eru einkum fagfjár- festar og þá sér í lagi lífeyrissjóðir og höfum við í dag nálægt 30 milljörðum króna í stýringu,“ segir Sigurgeir en starfsmenn Summu eru fimm talsins og eiga allir að baki mikla reynslu úr fjármálageiranum. Meðal þess sem veitir Summu sérstöðu er áhersla á fjárfestingar í langtímaverkefnum m.a. á sviði orkuvinnslu og orkunotkunar. Þá rekur Summa Innviðasjóð sem er í eigu ís- lenskra lífeyrissjóða og einblínir á hagræna inn- viði (e. economic infrastructure) á Íslandi. Sig- urgeir segir ljóst að þörf sé fyrir töluverða uppbyggingu innviða hér á landi en víða um heim hafi sams konar sjóðir komið að fjár- mögnun hagrænna innviða. „Sjóðurinn getur tekið þátt í verkefnum ásamt ríki og sveitar- félögum og minnkað þannig áhættu og skuld- setningu hins opinbera. Opinerum aðilum gæf- ist þá aukið rými til fjárfestinga í samfélags- legum innviðum, s.s. í heilbrigðiskerfinu,“ segir hann. „Ég tel að það sé skynsamlegt að horfa til uppbyggingar hagrænna innviða með þessum hætti en vitaskuld er um viðkvæmt mál að ræða þar sem stíga þarf varlega til jarðar og ná góðri sátt um það tekjumódel sem notað verður.“ Hvað snertir vegaframkvæmdir segir Sigur- geir að í nágrannalöndunum megi finna fjöl- mörg dæmi um aðkomu fjárfesta og sjóða og hægt að útfæra þetta samstarf ríkis og einka- aðila á marga vegu. „Því fer fjarri að þeir sem leggja til fjármagn njóti einhvers konar einok- unarrentu, eins og margir óttast, heldur er sam- ið um eðlilega áhættuskiptingu og sanngjarna ávöxtun sem allir geta verið sáttir við.“ Sigurgeir segir að það sé ekki aðeins á sviði samgöngumála sem hið opinbera og fjárfestar geti starfað saman heldur séu önnur tækifæri fyrir hendi s.s. í orkuinnviðum og fjarskiptainn- viðum. „Þessi leið á ekki alltaf við en það er mjög skynsamlegt að stjórnmálamenn horfi til þessarar lausnar í ákveðnum tilvikum. Fyrir líf- eyrissjóði sem vilja fjárfesta til lengri tíma væri um ákjósanlegan fjárfestingarkost að ræða og góða leið til bættrar áhættudreifingar.“ ai@mbl.is Áhugaverðir möguleikar í innviðafjárfestingum Morgunblaðið/Kristinn Magnússon 134. sæti Summa Meðalstórt 11. sæti Sigurgeir Tryggvason Sigurgeir bendir á að með sam- starfi við fjárfestingarsjóði geti ríki og sveitarfélög minnkað áhættu og skuldsetningu vegna uppbyggingar hagrænna innviða. Á síðustu árum hafa stjórnendur stórra jafnt sem smárra fjármála- fyrirtækja hér á landi vakið máls á því að regluverkið verður æ flóknara og sumar þær samevrópsku reglur sem leiddar hafa verið í lög á Íslandi virð- ast hafa verið samdar með mun stærri fyrirtæki og markað í huga og séu því mjög íþyngjandi fyrir íslenskan fjár- málamarkað. Sigurgeir segir það vissulega rétt að regluverkið sé umfangsmikið og eðli- legt sé að það verði eilífðarverkefni að slípa það til og gera skilvirkara. „Við þurfum vitaskuld að reyna að finna meðalveg, ef þess er kostur, og vera vakandi fyrir því að regluverkið taki mið af því hvernig íslenski markaður- inn er hverju sinni. Oft er svigrúmið ekki mikið til þess að fara aðra og styttri leið og á margan hátt þarf að vera samræmi í reglunum hvort sem þær eiga við stór fyrirtæki eða lítil, en mikilvægt er að leitast ætíð við að gera reglurnar einfaldari og skilvirkari.“ Umfangsmikið regluverk Margir héldu að Egill og félagar væru galnir að opna húsgagna- verslun í miðri kreppu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.