Morgunblaðið - 24.01.2018, Blaðsíða 84

Morgunblaðið - 24.01.2018, Blaðsíða 84
84 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 2018 VIÐSKIPTAMOGGINN FRAMÚRSKARANDI FYRIRTÆKI S alóme Guðmundsdóttir er mennt- aður viðskiptafræðingur frá Há- skólanum í Reykjavík. Hún hefur starfað sem framkvæmdastjóri Ice- landic Startups frá árinu 2014. Þar hefur hún fóstrað grasrót frumkvöðlastarfs á Ís- landi og byggt upp starfsemi félagsins í kjölfar sameiningar Klak og Innovit árið 2013. Salóme hefur lagt mikla áherslu á aukin alþjóðleg tengsl og síðustu tvö ár ver- ið valin sem ein af hundrað áhrifamestu einstaklingunum í sprotaumhverfinu á Norðurlöndunum. Salóme var formaður dómnefndar í vali um framúrskarandi nýsköpunarfyrirtæki. Hún segir að dómnenfdin hefði horft til ým- issa þátta, á borð við nýnæmi, fjölda einka- leyfa, styrkveitingar frá Rannís, vöxt og út- flutningstölur. Framúrskarandi nýsköpunarfyrir- tækið kom dómnefnd á óvart Salóme segir að þrátt fyrir að dómnefnd- in að þessu sinni hafi verið helstu sérfræð- ingar landsins í nýsköpun hafi vinnan við val á framúrskarandi nýsköpunarfyrirtæki komið þeim á óvart. „Við höfðum úr 900 fyrirtækjum að velja og gátu samstarfs- aðilar Creditinfo einnig sent á okkur til- lögur. Það sem kom á óvart var í raun og veru hversu áhugaverð starfandi fyrirtæki hafa innleitt nýsköpun í sína starfsemi án þess að því sé varpað fram til okkar al- mennings.“ Hún segir að fyrirtækið sem hafi náð efst á lista dómnefndar sé þekkt alþjóðlega og eigi sér mjög merkilega sögu. „Þetta fyrir- tæki skarar fram úr öðrum fyrirtækjum í sinni grein, er sífellt að vinna að nýjum lausnum og ætti í raun og veru að vera okkur Íslendingum meira kunnugt þegar kemur að málefnum nýsköpunar.“ Salóme segir að val dómnefndar muni án efa færa athygli á þetta áhugaverða fyrir- tæki í auknum mæli enda sé það fyrirmynd þegar komi að stöðu þess í atvinnulífinu, það sé stöndugt rótgróið fyrirtæki sem sé sífellt að leita nýrra lausna. Fjölmargar viðskiptahugmyndir Salóme vinnur tengt nýsköpun á degi hverjum í gegnum starf sitt hjá Icelandic Startups og segir að á síðasta ári hafi ratað inn á borð til þeirra vel yfir 500 viðskipta- hugmyndir. „Árlega eru svo um 40 fyrir- tæki valin sem njóta leiðsagnar starfs- manna í allt að þrjá mánuði hvert.“ Icelandic Startups er einkarekið félag, án hagnaðarsjónarmiða. „Með stuðningi at- vinnulífsins eigum við kost á því að bjóða frumkvöðlum og sprotafyrirtækjum þjón- ustu án endurgjalds, búa til hvata og stuðla að aukinni nýsköpun þvert á atvinnugrein- ar. Við höfum jafnframt unnið náið með stjórnvöldum og hagsmunasamtökum at- vinnulífsins að því að bæta umhverfi frum- kvöðla.“ Hvernig er að starfa tengt nýsköpun? „Það eru forréttindi að starfa á vettvangi þar sem við fáum tækifæri til að hafa raun- veruleg áhrif á verðmætasköpun og fram- þróun á Íslandi. Það er líka mjög gefandi að fá að starfa með frumkvöðlum og sprota- fyrirtækjum alla daga, vera í kringum ein- staklinga sem ætla sér stóra hluti og fylgj- ast með þeim vaxa, læra og ná árangri.“ Hverjar eru helstu áskoranirnar hér á landi? „Undanfarna mánuði hef ég tekið þátt í vinnu á vegum Atvinnuvega- og nýsköp- unarráðuneytisins og Háskólans í Reykja- vík þar sem markmiðið er að skoða hvernig auka megi hagvöxt og fjölga störfum á Ís- landi með nýsköpun og frumkvöðlastarfi. Verkefnið er unnið undir leiðsögn sér- fræðinga við MIT-háskóla í Bandaríkjunum. Við höfum kafað djúpt ofan í umhverfi nýsköpunar og dregið að borðinu fjöldann allan af fólki og sérfræðingum okkur til að- stoðar. Í þessari vinnu okkar höfum við greint fjóra flöskuhálsa sem brýnast er að vinna bug á.“ Flöskuhálsarnir fjórir Salóme útskýrir: „Í fyrsta lagi þurfum við að leiða saman með markvissum hætti þá sem stunda rannsóknir og þá sem búa yfir framkvæmdakrafti, frumkvöðlana, þannig að skapa megi raunveruleg verðmæti. Við þurfum einnig að efla menntun og rann- sóknarstarf, ekki síst á sviði tæknigreina og skapa á Íslandi umhverfi sem gerir það að- laðandi fyrir erlenda sérfræðinga að setjast hér að með fjölskyldu sína til að lifa og starfa. Í þriðja lagi þurfum við að auka stuðning við fjármögnun fyrirtækja, einna helst á vaxtarstigi, þannig að okkar öfl- ugustu sprotafyrirtæki sem hafa alla burði til að vaxa út fyrir landsteinana, veita hundruðum atvinnu og verða alþjóðlega samkeppnishæf fái að blómstra. Fjórði þátt- urinn er að mörgu leyti samofinn þessu og snýr að stuðningi við sókn á alþjóðamark- aði, þá einna helst markaðssetningu og sölu fyrirtækja erlendis, bæði í formi þjálfunar og tengsla.“ En tækifærin? „Tækifærin felast m.a. í ofangreindum áskorunum og færni okkar, bæði sem ein- staklingar og samfélag, í að taka á móti þeim breytingum sem fylgja þeirri tækni- byltingu og straumhvörfum sem nú eiga sér stað.“ Salóme segir að við höfum byggt góðan grunn með auðlindum okkar. „En útflutn- ingstekjur þurfa í auknu mæli að byggjast á samspili tækni og skapandi hugsunar eins og bent er á í tíðræddri skýrslu McKinsey frá árinu 2012 um vaxtarmöguleika Íslands. Ég tel að Ísland hafi alla burði til að skipa sér fremstu röð og verða alþjóðlega samkeppnishæft til framtíðar. Smæð lands- ins, staðsetning og sá kraftur sem í okkur býr vinnur með okkur. Með svipuðum hætti og stjórnvöld í Bandaríkjunum byggðu stoð- ir undir þróun GPS-tækni og dróna með fjárfestingu í öryggis- og varnarmálum fyrr á árum geta stjórnvöld á Íslandi til dæmis lagt áherslu á nýsköpun og tækniþróun á sviði menntamála og heilbrigðisþjónustu, nýtt þá sérþekkingu sem er til staðar og skapað mikilvægt sóknarfæri fyrir Ísland.“ Salóme er á því að með þeirri hreinu orku sem við Íslendingar búum yfir séum við í einstakri stöðu til að sýna fordæmi, þróa lausnir og hafa verulega áhrif á þróun lofts- lagsmála. Til hvers horfið þið í dómnefnd þegar þið veljið framúrskarandi nýsköpunarfyrirtæki? „Við horfum til ýmissa þátta á borð við nýnæmi, fjölda einkaleyfa, styrkveitingar frá Rannís, vöxt og útflutningstölur, en ekki síður til menningar fyrirtækisins og hvernig nýsköpun er almennt háttað í daglegri starfsemi þess.“ Leiðtogar nýsköpunarfyrirtækja Eru öðruvísi leiðtogar í nýsköpunarfyrir- tækjum? „Nýsköpun snýst að stórum hluta um við- horf, framþróun og stöðugar umbætur og snertir okkur því öll með einum eða öðrum hætti. Nýsköpun og frumkvöðlastarf getur átt sér stað þvert á atvinnugreinar og fræðasvið. Leiðtogar í nýsköpunarfyrirtækjum eru gjarnan framsýnir einstaklingar sem eru tilbúnir að taka áhættu í von um ríkan ábata og þola ágætlega óvissu.“ Hvaða alþjóðlegu fyrirtæki eru til fyrir- myndar að þínu mati tengt nýsköpun? „Þau eru fjölmörg, t.d. fyrirtæki sem hef- ur tekist að aðlaga viðskiptamódel sín að breyttu viðskiptaumhverfi, s.s. Amazon, Facebook, Apple, Sony, Google, Procter and Gamble o.fl., með ríkulegri áherslu á nýsköpun og frumkvöðlastarf. Svo eru fyrirtæki eins og Spotify, Airbnb og Uber sem öll eru dæmi um öflug sprotafyrirtæki sem setja viðskiptavininn í öndvegi frá fyrsta degi, hafa fundið fótfestu á markaði og vaxið upp til að verða leiðandi á sínu sviði Og svo einnig fyrirtæki sem hafa vaxið og haft víðtæk samfélagsleg áhrif eins og Tesla.“ Bjartsýn á framtíðina Hvernig sérðu framtíðina? „Ég er nokkuð bjartsýn á það sem fram undan er. Mér þykir það afar gleðilegt að sjá hversu rækilega stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar leggur áherslu á aukinn stuðn- ing við menntun, rannsóknir, vísindi og ný- sköpun. Ég lít á það sem mitt hlutverk að einhverju leyti að tryggja að stuðningur við frumkvöðlastarf fái sess í þeirri stefnu, enda áskoranir frumkvöðla á allra fyrstu stigum nokkuð ólíkar þeim fyrirtækjum sem lengra eru komin. Utanríkisráðuneytið gaf jafnframt út stefnuskýrslu síðastliðið haust sem vert að nefna þar sem stuðningi við nýsköpun og alþjóðlega sókn sprota- fyrirtækja er gert hátt undir höfði. Það er lykilatriði að mínu mati. Með auknu sam- starfi hins opinbera og einkageirans er ég sannfærð um að okkur takist að nýta þann mikla meðbyr sem nýsköpunarumhverfið á Íslandi hefur til góðra verka.“ elinros@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Viðurkenning fyrir nýsköpun Salóme Guðmundsdóttir formaður dómnefndar Salóme Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandic Startups, er ein þeirra sem koma að vali framúrskarandi nýsköpunarfyrirtækis. Ísland í fremstu röð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.