Morgunblaðið - 05.02.2018, Síða 15

Morgunblaðið - 05.02.2018, Síða 15
FRÉTTIR 15Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. FEBRÚAR 2018 Verumgáfuð ogborðum fisk Plokkfiskur - Hollur kostur tilbúinn á 5mín. Kveðja Grímur kokkur • www.grimurkokkur.is Hollt og fljótlegt[ ] ÁNMSG P R E N T U N .IS Saumakonur í Eþíópíu fá um 10 sænskar krónur á dag, eða um 128 ís- lenskar krónur, fyrir að sauma föt fyrir stórar verslunarkeðjur á borð við H&M. Þær fá enga veikindadaga og ekkert orlof og eru óánægðar með þau kjör sem þeim eru boðin. „Mér finnst að verið sé að nota mig,“ sagði ein þeirra í samtali við sænska ríkis- sjónvarpið. Konan var í menntaskóla er henni var boðin vinna í saumaverk- smiðjunni. Hún fór í saumanám en þegar hún kom svo til starfa voru launin þriðjungur af því sem hún hélt að þau yrðu og henni var tjáð upp- haflega. „Og ef maður er veikur í einn dag missir maður 20% af mánaðar- laununum.“ Fréttamenn sænska ríkissjón- varpsins fóru til Eþíópíu til þess að hitta starfsfólkið sem saumar föt sem seld eru á Vesturlöndum. Ein kvennanna sem rætt var við sagðist reiðust stjórnvöldum í Eþíópíu sem löðuðu erlend fyrirtæki til landsins með boðum um ódýrt vinnuafl. Í frétt sænska ríkissjónvarpsins um málið segir að H&M hafi verið boðið að svara fyrir þau laun sem verkafólkinu séu boðin en fyrirtækið hafnað því. Í stað þess sendi fyrirtækið frá sér til- kynningu þar sem sagt var að engin lágmarkslaun væru skilgreind í eþí- ópískum lögum og reglum og sagðist fyrirtækið vinna stöðugt að því að skapa aðstæður fyrir réttlát laun í Eþíópíu og öðrum löndum. Fréttamennirnir ræddu við marga starfsmenn í saumaverksmiðjunni og staðfestu þeir að óánægja væri með launin. Hin 22 ára gamla Yebahirsew Tibebu telur að laun og aðstæður eigi ekki eftir að breytast fyrr en við- skiptavinir fyrirtækjanna, sem vör- urnar eru framleiddar fyrir, þrýsti á fyrirtækin að gera breytingar. Fá 128 krónur á dag hjá H&M  Engir veikindadagar og ekkert orlof AFP Saumaverksmiðja Kona að störf- um við framleiðslu á fötum í Afríku. Ólöf Ragnarsdóttir olofr@mbl.is Í það minnsta 140.000 manns hafa flykkst út á götur Aþenu, höfuð- borgar Grikklands, í mótmælaskyni í tengslum við áratugalanga deilu vegna nafnsins Makedónía. Mót- mælendur eru ósáttir við að lýðveld- ið Makedónía noti Makedóníunafnið, en það er einnig nafn á héraði í Grikklandi. Þá þykir mörgum það gefa í skyn tilkall til landsvæðisins samnefnda innan Grikklands. Mótmælendur þrýstu á stjórnvöld að gera ekki málamiðlanir með nafn- ið og létu í ljós óánægju sína vegna tilrauna forsætisráðherra Grikk- lands, Alexis Tsipras, til þess að semja. Skipuleggjendur mótmæl- anna segja um 1,5 milljónir manns hafa tekið þátt í mótmælunum en lögreglan í Grikklandi segir það ekki rétt og segir að um 10% af þeim fjölda hafi komið saman. „Makedónía er Grikkland“ Mótmælendur kölluðu slagorð á borð við: „Takið hendurnar af Make- dóníu“ og „Makedónía er Grikkland“ og veifuðu gríska fánanum þegar þeir söfnuðust saman við Syntagma- torgið fyrir framan þinghúsið í Aþenu. Tónlistarmaðurinn Mikis Theodorakis, sem einnig er fyrrver- andi stjórnmálamaður, var á meðal þeirra sem ávörpuðu mannfjöldann. „Makedónía var, er og mun að eilífu vera Grikkland,“ sagði Theodorakis og bætti við að allar tillögur til þess að leysa nafnadeiluna ættu að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu. „Ef stjórn- völd íhuga undirskrift í nafni lands- ins … þá er engin spurning um að þau þurfa að spyrja grísku þjóðina áður.“ Nikos Kotzias, utanríkisráð- herra Grikklands, fékk morðhótanir á dögunum eftir að hann sagðist bú- ast við því að leyst yrði úr deilunni á næstu mánuðum. Rania Mainou, mótmælandi frá Xanthi í Norður- Grikklandi, sagði: „Þetta er Make- dónía. Þarna eru þau Slavar, þau eru ekki Makedónar, við erum Make- dónar. Makedónía er Grikkland, enginn getur tekið þetta nafn, eng- inn getur notað það.“ Þetta eru önnur stóru mótmælin á tveimur vikum en um 90.000 manns mótmæltu í Thessaloniki, höfuðborg Makedóníu-héraðs, 21. janúar. Skipuleggjendur segja um 400.000 hafa mætt á þau mótmæli. Áratugalöng deila Deilan um Makedóníu-nafnið á rætur sínar að rekja til ársins 1991 þegar lýðveldið Makedónía fékk sjálfstæði eftir upplausn Júgóslavíu. Þá hefur deilan áhrif á tilraunir landsins til þess að ganga í Atlants- hafsbandalagið (NATÓ) og Evrópu- sambandið en úr henni þarf að leysa áður en það getur gerst. Árið 2008 hótuðu Grikkir að beita neitunar- valdi gegn inngöngu Makedóníu í NATÓ. Sitjandi stjórnvöld í Grikk- landi hafa látið í ljós vilja sinn til þess að leysa úr deilunni og hafa sam- þykkt að sett verði saman nafn sem hafi orðið Makedónía, beri það með sér augljósa aðgreiningu frá gríska héraðinu. Lýðveldið Makedónía heldur því fram að þjóðin eigi rætur sínar að rekja til aldagamla konungdæmisins Macedon, sem var undir yfirráðum Alexanders mikla og því sé Make- dónía rökrétt nafn fyrir ríkið. Fjöldamótmæli í Aþenu vegna nafns Makedóníu  Vilja engar málamiðlanir með nafnið  Önnur stóru mótmælin á tveimur vikum AFP Mótmæli Gríska fánanum haldið á lofti þar sem þrýst var á stjórnvöld að gera engar málamiðlanir með nafn Makedóníu. Hvað á landið að heita? » Innan Sameinuðu þjóðanna er ríkið formlega þekkt sem „Fyrrverandi Júgóslavíu- lýðveldið Makedónía.“ » Heima fyrir nefnist ríkið Lýðveldið Makedónía. » Sáttasemjari Sameinuðu þjóðanna stakk upp á „Lýðveldi Nýju-Makedóníu“. » Nafnatillagan „Lýðveldið Skópjé-Makedónía“ var að sögn samþykkt í Grikklandi en hafnað í Makedóníu. Hinrik prins, eiginmaður Mar- grétar Þórhildar Danadrottn- ingar, er með góðkynja æxli í vinstra lunga. Hinrik var lagð- ur inn á Ríkis- spítalann í Kaup- mannahöfn 28. janúar, að því er segir í tilkynningu frá dönsku kon- ungsfjölskyldunni. Prinsinn var þá nýkominn heim eftir ferðalag til Egyptalands. Æxlið kom í ljós við rannsóknir á spítalanum og var Hinrik svo fluttur á smitsjúkdóma- deild til meðhöndlunar vegna sýk- ingar í lunga. Að meðferð lokinni mun hann dvelja í kastalanum í Fredensborg. Af þeim sökum hefur drottningin nú þegar flutt aðsetur sitt í kastalann. Friðrik krónprins, sonur Hinriks, sagði við danska ríkisútvarpið að faðir sinn væri í góðum höndum. Nú bíði fjölskyldan róleg á meðan allt kapp sé lagt á það að Hinrik nái aftur heilsu. Hinrik prins með góðkynja æxli DANMÖRK Margrét drottning og Hinrik prins. Sósíaldemókrat- ar í Danmörku boða breytingar í flóttamanna- og útlendingamálum með nýrri tillögu. Flokkurinn vill að ekki verði lengur hægt að sækja um vernd í Dan- mörku heldur aðeins í gegnum danska móttökumiðstöð, staðsetta í þriðja ríki. Þar eru ríki í Norður- Afríku nefnd sem dæmi um það sem flokkurinn telur ákjósanlega stað- setningu fyrir slíka miðstöð. Þar muni fólkið svo bíða úrlausnar sinna mála. Mette Fredriksen, formaður flokksins, segir stöðuna vera þá að fleiri flóttamenn hafi komið til Evr- ópu en þau ráði við að aðstoða. Á móti vill flokkurinn taka á móti fleiri kvótaflóttamönnum en Danir hafa tekið við hingað til. Boða breytingar í útlendingamálum DANMÖRK Mette Frederiksen

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.