Morgunblaðið - 05.02.2018, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 05.02.2018, Qupperneq 17
17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. FEBRÚAR 2018 Vetrarhátíð Norðurljósahlaup fór fram á laugardagskvöld sem hluti af Vetrarhátíð í Reykjavík. Voru hlauparar fjallhressir í upphitun við Hörpu með neonljós á alla kanta. Árni Sæberg Samkvæmt frum- varpi til fjárlaga 2018 kemur fram að ríkisút- gjöld nemi 818 mö.kr. og þar af fari um 209 ma.kr. til heilbrigðis- mála sem nemur 26% af ríkisútgjöldum og 211 ma.kr. fari til fé- lags-, húsnæðis- og tryggingarmála. Þessir tveir málaflokkar fá um 52% af ríkisútgjöldum skv. fjár- lögum 2018. Í stjórnarsáttmála nýrr- ar ríkisstjórnar er lögð áhersla á ný- sköpun og rannsóknir. „Nýsköpun og hvers konar hagnýting hugvits er mikilvæg forsenda fjölbreytts at- vinnulífs, sterkrar samkeppnisstöðu, hagvaxtar og velferðar þjóðar, ekki síst í ljósi þeirra þjóðfélagsbreytinga sem vænta má í atvinnu- og mennta- málum vegna örra tæknibreytinga. Tækifæri til nýsköpunar í opinber- um rekstri er t.a.m. íslenska heil- brigðiskerfið þar sem skortur er á framtíðarsýn og samkeppni. Nýsköpun og færni starfs- manna knýr hagvöxt framtíðar Nýsköpun í atvinnulífi, rekstri fyrirtækja og opinberra aðila er verðmæti framtíðar. Virðiskeðjur fyrirtækja breytast hratt í stafræn- um heimi þannig að mörg störf hverfa og ný störf verða til, sem eyk- ur kröfu um leiðtogafærni í fyrir- tækjum. Þess vegna er mikilvægt að sjá skóginn fyrir trjánum þegar horft er til framtíðar. Velgengni fyrirtækja í framtíðinni mun ráðast af því hvernig stjórnendur ná að koma auga á ný vaxtartækifæri. Sam- keppnishæfni fyrir- tækja eins og Alphabet, móðurfyrirtækis Go- ogle, er sú að geta hugsað strategískt til mjög langs tíma og náð þeim ótrúlega árangri sem þegar hefur náðst. Apple hefur náð að endurnýja sig reglu- lega með nýjum vörum og náð þann- ig að halda fyrirtækinu á toppnum. Ef horft er á íslenskt atvinnulíf má líta á ferðamannaiðnaðinn sem at- vinnugrein þar sem nýsköpun hefur náð að auka tekjur þjóðfélagsins og breytt samsetningu atvinnulífsins á jákvæðan hátt. Einnig hafa fyrirtæki eins og Amazon haft mikil áhrif á breytta verslunarhætti í viðskiptum með nýjum lausnum í markaðssetn- ingu og sölu. Tækifæri til nýsköp- unar í opinberum rekstri er til að mynda íslenska heilbrigðiskerfið, þar sem skortur er á framtíðarsýn og samkeppni. Hægt er að líkja ís- lenska heilbrigðiskerfinu við illa rek- ið fyrirtæki þar sem stærð höfuð- stöðva og fjöldi yfirmanna hindrar markvissa framtíðarsýn og stefnu- mörkun þannig að framleiðni er lítil og kostnaður gríðarlegur og fer vax- andi. Heilbrigðisráðherra, em- bættismannakerfið og stjórnendur virðast halda kerfinu í heljargreip- um þannig að kerfið þarf stöðugt meira fjármagn og þjónusta og framleiðni minnkar stöðugt. Ný- sköpun gæti falist í því að ráða einn alvöru forstjóra yfir íslenska heil- brigðiskerfið sem myndi auka fram- leiðni og samkeppni þannig að hægt væri að fækka yfirstjórnendum og starfsmönnum sem hindra árangur. Skilgreina þarf virðiskeðjuna betur og sækja þarf stjórnanda með leið- togafærni, sem getur tekið ákvarð- anir þannig að íslenska heilbrigð- iskerfið sé rekið eins og framúrskarandi fyrirtæki. Mik- ilvægt er að auka samkeppni með nýjum rekstrarformum sem veita aðhald og gera þannig kröfu til op- inbers rekstrar. Einföld líking um kerfið í dag er sú að það séu átta stjórnendur og einn starfsmaður, meðan í einkarekstri væri einn stjórnandi og átta starfsmenn. Þessu þarf að breyta strax. Öflugur leiðtogi með alþjóðlega færni óskast til að stýra íslenska heilbrigðiskerfinu, sem hefur til þess fullt umboð að ná langtímaárangri með nýsköpun og nýrri hugsun. Á Norðurlöndum hef- ur einkarekstur veitt opinberum rekstri verulegt aðhald og því nauð- synlegt að efla samkeppni og auka þannig samkeppnishæfni. Annars mun kostnaður aukast og framleiðni minnka og skattgreiðendur sitja uppi með reikninginn. Þjóðfélagsbreytingar og hraðar breytingar á vinnumarkaði Breytingar á vinnumarkaði munu leiða til þess að föstum störfum hjá opinberum aðilum og fyrirtækjum mun fækka verulega á næstu árum. Talið er að 15% af öllu vinnuafli heimsins vinni heiman frá sér í dag og það hlutfall fari hækkandi á næstu árum. „Vinnan snýst um hvað þú gerir frekar en hvert þú ferð þannig að staðsetning vinnunnar skiptir minna máli.“ Meiri sveigjan- leiki á vinnumarkaði mun breyta nálgun á starfsmannahald fyrir- tækja og stofnana. Það er því ljóst að ríkissjóður þarf að fækka verulega opinberum starfsmönnum til að greiða niður mikla skuldsetningu og háar vaxtagreiðslur. Minni ríkis- umsvif og aukinn sveigjanleiki í störfum mun taka að hluta til við af þeim föstu störfum sem eru nú þegar á vinnumarkaði. Hlutastörfum og sjálfstætt starfandi fólki mun fjölga umtalsvert á næstu árum þar sem tekið verður mið af frjálsum markaði. Einnig má búast við að borgarskipulag muni taka mið af nýjum þörfum í stafrænum heimi þar sem fólk þarf ekki að sækja störf á sama tíma á sama stað á dýrustu svæðum Reykjavíkur. Ekki er ólík- legt að ríkisstofnanir, ríkisbankar og önnur ríkisfyrirtæki geti verið með starfsemi í nágrenni Reykjavíkur á ódýru og hagkvæmu landsvæði en ekki á dýrustu lóðum borgarinnar. Þjónusta mun að mestu fara fram í gegnum stafræna miðla en nú nýlega kynnti Amazon-fyrirtækið nýja verslun AmazonGo sem er ný mann- laus verslun þar sem viðskiptavinir afgreiða sig sjálfir með snjallsíma. Ekki er langt í slíka framtíð og því mikilvægt að borgarskipulag, vinnu- markaður og húsnæðisþróun taki mið af þörfum framtíðar. Einnig þarf að forðast fjárfrekar fjárfestingar í innviðum sem geta verið úreltir á morgun vegna hraðra tæknibreyt- inga í tæknivæddum heimi. Upp- bygging íslenska heilbrigðiskerfisins og nýs spítala er kennslubókardæmi um hvernig hægt er að sóa fjár- munum skattgreiðenda án nokkurs árangurs þar sem færni til árangurs skortir. Miðja höfuðborgarsvæðisins er í kringum Smáralind í Kópavogi þannig að svæðið í kringum Vífils- staði er væntanlega skynsamlegasta staðsetning horft til áratuga. Hag- ræðingarstjóri og víkingasveit fjár- málaráðuneytisins sem getur búið til viðskiptamódel sem virkar á nýrri öld þarf að taka til starfa og gera ís- lenska heilbrigðiskerfið framúrskar- andi. Nýsköpun í rekstri og færni starfsmanna eru verðmæti framtíðar og munu hafa úrslitaáhrif á vel- gengni fyrirtækja í einkarekstri og opinberum rekstri. Það er því mikil- vægt að öll strategísk umræða um innviði og önnur þjóðhagslega mik- ilvæg mál sé á vitrænum grunni og hagsmunir almennings og skatt- greiðenda séu hafðir í heiðri við töku mikilvægra fjárfestingaákvarðana. Eftir Albert Þór Jónsson »Uppbygging ís- lenska heilbrigðis- kerfisins og nýs spítala er kennslubókardæmi um hvernig hægt er að sóa fjármunum skatt- greiðenda án nokkurs árangurs. Albert Þór Jónsson Höfundur er viðskiptafræðingur með MCF í fjármálum fyrirtækja og 30 ára starfsreynsla á fjármálamarkaði. Heilbrigðiskerfið skortir samkeppni og framtíðarsýn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.