Morgunblaðið - 05.02.2018, Side 18
18 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. FEBRÚAR 2018
Árið 2016 inn-
heimtu fyrirtæki í
ferðaþjónustu rúm-
lega 40 milljarða
króna í virðisauka-
skatt af ferðamönn-
um. Samkvæmt skil-
greiningu stjórnvalda
voru virðisauka-
skattstekjur af ferða-
þjónustunni samt að-
eins 5 milljarðar árið
2016 – þó að ferðamenn hafi borgað
40 milljarða. Skýringin felst í því að
stjórnvöld horfa aðeins á bein skil
virðisaukaskatts frá hverju og einu
fyrirtæki. Stjórnvöld skoða ekki hvar
greiðsla virðisaukaskattsins á upp-
runa sinn – hver borgar hann í raun
og veru.
Að sjálfsögðu skiluðu hinir 35 millj-
arðarnir frá ferðamönnum sér í ríkis-
sjóð. Leiðin sem þessir fjármunir
fóru sýnir hversu mikilvæg ferða-
þjónustan er fyrir nánast allt at-
vinnulífið á Íslandi. Fyrirtæki í ferða-
þjónustu kaupa vöru og þjónustu úr
fjölmörgum áttum til að geta sinnt
ferðafólki. Þau kaupa matvæli, við-
haldsþjónustu, eldsneyti, sérfræði-
aðstoð, tæki og búnað, greiða fyrir
hita, rafmagn og húsaleigu og þar
fram eftir götunum. Af þessum inn-
kaupum greiða þau virðisaukaskatt
sem þau draga frá sem innskatt af
eigin útskatti (ella væri sami skattur
innheimtur mörgum sinnum). Þessi
greiddi virðisaukaskattur streymir
svo áfram gegnum alla fyrirtækja-
flóruna og skilar sér að lokum 100% í
ríkissjóð, sem þannig fær alla 40
milljarðana sem ferðamenn borguðu í
upphafi.
Hvað ef engir væru
ferðamennirnir?
Ferðaþjónustan gæti ekki keypt
vörur og þjónustu af þúsundum ann-
arra fyrirtækja og greitt af því virðis-
aukaskatt nema vegna viðskipta frá
ferðamönnum. Án ferðamanna fengi
ríkissjóður 40 milljörðum króna
minni tekjur af virðisaukaskatti –
ekki 5 milljörðum króna minni tekjur.
Líklega gera fáir sér grein fyrir því
hve víða tekjur af ferðamönnum
streyma um þjóðfélagið. Í umræð-
unni hefur verið einblínt á fyrirtækin
sem sinna ferðamönnunum beint. En
þeirra þáttur er aðeins brot af heild-
inni. Gera má ráð fyrir að innkaup
ferðaþjónustufyrirtækja á vörum og
þjónustu til að geta sinnt ferða-
mönnum hafi numið um
230 milljörðum króna ár-
ið 2016, miðað við hvernig
virðisaukaskatturinn
dreifist.
Horft í ranga átt
Því miður er það svo að
stjórnvöld og óþarflega
margir stjórnmálamenn
virðast ekki skilja hvað
ferðamenn skila miklum
tekjum til hins opinbera.
Þessir aðilar einblína á
uppgjörsaðferðir fremur en uppruna
teknanna. Ekki skyldi svo gleyma
þeim 60 milljörðum sem ríki og
sveitarfélög höfðu af tekjuskatti
einstaklinga og fyrirtækja í ferða-
þjónustu árið 2016. Síðan þá hafa
þessar tölur hækkað umtalsvert.
Virðisaukaskattur er gegnum-
streymisskattur, fyrirtækin eru að-
eins milliliðir. Þau sjá um að inn-
heimta skattinn af neytendum og
skila í ríkissjóð. Eins og skýringar-
myndin ber með sér, þá lendir allur
virðisaukaskatturinn í ríkissjóði á
endanum, þó hann streymi í gegnum
mörg þúsund fyrirtæki á leiðinni.
Ferðamenn eru nýir og afar virkir
neytendur hér á landi. Þeir eru jafn
margir og 10% landsmanna hverju
sinni en eyða helmingi meira. Þeir
leggja drjúgan skerf í sameiginlega
sjóði okkar án þess að fá mikið í stað-
inn.
Meðvitundarleysi
Þrátt fyrir þessar gríðarlega miklu
tekjur þúsunda fyrirtækja og hins
opinbera af ferðamönnum er enda-
laust haldið áfram að tala um hvernig
hægt sé að hafa af þeim meiri tekjur
fyrir ríkissjóð. Meginástæða þeirrar
villandi umræðu er án vafa meðvit-
undarleysi viðkomandi aðila um það
hverju ferðamenn skila til þjóðar-
búsins. Hluta af því má rekja til þess
að stjórnvöld búa sjálf til kolranga
mynd af verðmætasköpun ferða-
þjónustunnar.
Eftir Þóri
Garðarsson
» Án ferðamanna
fengi ríkissjóður
40 milljörðum króna
minni tekjur af
virðisaukaskatti
Þórir Garðarsson
Höfundur er stjórnarformaður Gray
Line og varaformaður Samtaka ferða-
þjónustunnar.
thorir@grayline.is
Ferðamenn
eru drjúgir
skattgreiðendurÍ Ríkisútvarpinu erunú fluttir lofsverðir um-
ræðuþættir um ís-
lenska tungu í tilefni af
hundrað ára afmæli
fullveldisins. Þörf er að
ræða marga hluti eins
og ævinlega og nú á síð-
ustu tímum ekki síst
hlut og hlutverk tung-
unnar okkur, sögu
hennar og forsendur og
ekki síst framtíð – þá framtíð sem
mótast í höndum okkar þessa daga og
mánuði.
Sú skoðun heyrist æ oftar að það sé
vonlaus barátta að púkka upp á það
gamla ylhýra. Samskiptamiðlar sem
meira eða minna eru sniðnir eftir eng-
ilsaxneskri málhugsun og málnotkun
muni augljóslega hafa betur, því þeir
hafa peningaaflið með sér. Ólæsi fær-
ist í vöxt, enska sé kennd í 90% greina
í háskólum okkar, varla sjáist auglýs-
ing eða heyrist að ekki sé laumað inn
svosem eins og einni setningu á
ensku, sennilega af því að það þykir
söluvænna. Listamenn eru svo mark-
aðsþenkjandi að viðburðir þeirra eru
gjarna skírðir enskum heitum, í poppi
þykir fínna að syngja á ensku – og
varla er stofnaður veitingastaður að
hann sé ekki skírður á ensku (og aug-
lýsi góðgæti sitt jafnvel eingöngu á
ensku), svo ekki séu nefnd öll hin fyr-
irtækin, frá ráðgjöf til sölu. Þeim sem
hafa mikla minnimáttarkennd yfir að
vera af fámennri þjóð ætti að líða vel í
í lundamiðju höfuðborgarinnar; þar
er fátt sem kalla mætti íslensk sér-
kenni eða kennileiti íslenskrar sögu,
og fer fækkandi.
Þeir sem unna íslenskri tungu
verða daprir þegar þeir heyra okkar
hraustu ungmenni talast við á ensku –
annaðhvort af vanþroska hégóma-
skap eða að þeim er fjölmiðlaenska –
sem er ekki sérlega háþróað tungu-
mál – orðin tiltækari. Eitt sinn lögðu
fjölmiðlar einsog Ríkisútvarpið og
Morgunblaðið sóma sinn í að rækta
tunguna á frjóan og lifandi hátt og
strögglast sem betur fer við það enn,
þó að nú sé mest keppt um sálir ung-
menna á öðrum miðum. Vandaður
stíll og tilfyndin gagnsæ nýyrðasmíð
var þjóðarsport. Áreitið var auðvitað
minna, menn gáfu sér tíma til að
vanda sig. Ákveðið aðhald fólst í því
að tungumálakunnátta var almennari,
franska, þýska, spænska. Nú koma
sumir útvarpsmenn varla skamm-
laust út úr sér orðum á dönsku – hvað
þá um hin tungumálin, þar sem
München heitir Munich. Þetta hefði
einhvern tímann þótt dæmi um lág-
menningu, að minnsta kosti virðing-
arleysi, þekkingarleysi og andlega
leti.
Vandinn er tvíþættur. Annars
vegar hvernig bregðast
skuli við hinni nýju sam-
skiptatækni og læra að
nýta sér hana til góðs án
þess að það verði á
kostnað þeirra verð-
mæta sem þjóðin hefur
um aldir skapað sér –
hins vegar hvernig
bregðast skuli við lítil-
mótleika okkar sjálfra í
því að halda ekki nógu
vel utan um fjöreggin.
Við stóðum af okkur
mögru árin, hallæri, eld-
gos, plágur, danska tungu, en það er
annað að standa af sér feitu árin. Auk
þess sem tæknin breytir tímanum svo
ört, að mikið þarf til að skerpa stöðugt
heilabúið og festa hönd á.
Stundum er umræðan eins og þetta
sé séríslenskt vandamál. Svo er ekki
nema við teljum þátttöku í stórmóti í
handbolta séríslenskt vandamál.
Þegar ég fór að vinna að menningar-
málum á vegum Evrópuráðsins fyrir
um 30 árum skildist mér fljótt hve
tungumálið er miðlægt í allri menn-
ingarlegri hugsun og tjáningu. Einn
þeirra steina sem steytt var á, þegar
umræða var til dæmis um fjölmenn-
ingarþjóðfélag, var réttur minni-
hlutahópa til að njóta kennslu á sínu
upphafsmáli. Þar stóðu Bretar þvers-
um og var þó vandamálið vitaskuld
uppstaðið af nýlendustefnu þeirra og
annarra Evrópuþjóða. Brátt varð mér
ljóst að nýlendustefna nútímans fólst
einmitt í útbreiðslu enskrar tungu –
við eigum síðar eftir að taka upp stríð-
ið við Kínverja, þegar við hættum að
skíra börn okkar Peter og John og
förum yfir í Chang og Chung af hag-
kvæmdarástæðum ef við skyldum
lenda í bissniss.
Mennta- og menningarstofnun
Sameinuðu þjóðanna hefur mikið
fjallað um það hvernig vernda megi og
rækta menningarverðmæti þjóða,
ekki síst hinna fámennari sem eru
berskjaldaðri í þeirri hnattvæðingu
sem lætur peningasjónarmið æ meira
stýra sér. Þannig varð til heimsminja-
listi UNESCO, og svo einum þremur
áratugum síðar annar listi sem hélt
fram menningarerfðum sem ekki yrðu
endilega markaðar í áþreifanlegt
grjót en dansaðar eða sungnar eða
þuldar frá munni til munns.
Smám saman varð til enn annar
sáttmáli sem beinlínis var saman
settur til verndar fjölbreytileika
menningar. Atvik höguðu því svo að
ég var þá í aðalstjórn UNESCO og
tók þátt í að semja þann sáttmála.
Baksviðið var auðvitað hnattvæðing
nútímans með kostum sínum og göll-
um og vaknandi efasemdir um að
markaðurinn byggi yfir loftvog til að
rétta sig ævinlega heillavænlega af.
Eða með berum orðum krafa um að
andleg verðmæti lytu ekki alltaf í
lægra haldi fyrir því sem alþjóðlega
séð þætti gróðavænlegri söluvara.
Í tvo áratugi hafði verið leitað að
lausn á höfundarréttarmálum í hinum
nýju boðleiðum – án umtalsverðs ár-
angurs – nú var verið að kljást við
WTO (World Trade Organization)
eða Heimssölufélagið, og vísað til
tveggja samþykkta í UNESCO frá
áttunda áratugnum þar sem reynt
var að skilgreina menningareinkenni
og svokallaðar menningarafurðir sem
annars konar fyrirbæri en venjulega
söluvöru og þjónustu. Sem verðmæti
sem heiminum bæri að vernda og
rækta á annan hátt enda fjölbreytt
tjáning þess sem mannsandinn og
reynsla þjóðanna hafa skapað –
ómetanlega auðlegð mannkyns.
Í UNESCO var nokkuð góð sam-
staða um þessi sjónarmið, aðeins ein-
ar fimm þjóðir af tæplega 200 vildu
það sem þær kölluðu fría fljótandi
hvers sem er, þar á meðal kvik-
mynda. Sumar þjóðir eins og Frakk-
ar hafa reyndar sett upp strangar
reglur um hlutfall til dæmis innlendra
kvikmynda og erlendra; aðrir vilja
forðast reglugerðir af þeim toga.
En þegar að skilgreiningunni kom
reyndust enskumælandi þjóðir svo-
lítið sér á báti. Fyrir þeim var tungu-
málið fyrst og fremst til að auðvelda
tjáskipti eða samskipti, minna var
lagt upp úr sérkennum þess og skap-
andi krafti; þeir gáfu sér semsé
Shakespeare sem sjálfsagðan hlut.
Sú skoðun varð þó ofan á í áður-
greindum sáttmála sem er frá 2005
og mætti kynna betur hér á landi, að
tungumálið væri hornsteinn hverrar
sjálfstæðrar menningar. Þar beittum
við Íslendingar okkur með stuðningi
allra Norðurlandaþjóðanna að baki
og Vigdísi Finnbogadóttur sem
sendiherra tungumálanna, ásamt
grónum menningarþjóðum eins og
Grikkjum, Ungverjum, ýmsum
Suður-Ameríkuríkjum og Afríku-
ríkjum að ógleymdum Frökkum, sem
litu á sig sem merkisbera hins latn-
eska menningarheims. Þessi sáttmáli
um menningarlega fjölbreytni er
mikilsverður og ekki eins kunnur og
hann ætti að vera, því að í þeirri bar-
áttu sem hér að ofan var lýst til varð-
veislu tungunnar megum við ekki
gleyma að við erum ekki ein á báti.
Þar geta þjóðir lært hver af annarri
og jafnvel staðið saman. Öll alþjóða-
samtök eru reyndar stofnuð í þeirri
góðu trú.
Er íslensk tunga á vegamótum?
Eftir Svein
Einarsson » Við stóðum af
okkur mögru árin,
hallæri, eldgos, plágur,
danska tungu, en það
er annað að standa af
sér feitu árin.
Sveinn Einarsson
Höfundur er leikstjóri.
Nýlega kynnti Gall-
up niðurstöður Um-
hverfiskönnunar fyrir-
tækisins árið 2017 og
eru þær aðgengilegar
á netinu. Við lestur
þeirra rekst maður á
margt sem er áhuga-
vert og fær mann til að
hugsa um samhengi
hlutanna.
Í könnuninni kemur
meðal annars fram að
mun fleiri séu hlynntir nýtingu vind-
og sólarorku en vatnsafls og jarð-
varma. Veltum fyrir okkur sam-
henginu. Hér á landi er vissulega
vindasamt og því freistandi að nýta
þau öfl, en reyndar er mjög um-
hleypingasamt, þannig að nýting
vindorku hérlendis verður sennilega
alltaf háð því að þessi orka sé tiltölu-
lega lítill hluti orkuframboðsins.
Öllum má vera ljóst að stöðugleiki og
rekstraröryggi eru lykilatriði raf-
orkukerfa. Sömu
sjónarmið gilda auð-
vitað um sólarorku, sem
er árstíðabundin og
sveiflurnar fara ekki
saman við þörf og eftir-
spurn eftir orku til upp-
hitunar eða lýsingar svo
bent sé á augljóst sam-
hengi.
Í könnun Gallup er
meðal annars spurt um
árangur ýmissa aðila í
að takmarka losun
gróðurhúsalofttegunda
og hvaða væntingar almenningur
hefur til hins opinbera þegar kemur
að þáttum sem varða til dæmis að-
gerðir til orkusparnaðar. Athygli
vekur hve litla trú svarendur virðast
hafa á áhrifum háskóla, opinberra
aðila, orkufyrirtækja og almenns
iðnaðar. Ég get mér til að í þessu
samhengi falli starfsemi verkfræði-
ráðgjafa og störf margra tækni-
menntaðra manna undir almennan
iðnað.
Á vettvangi umhverfismála er
aukning gróðurhúsalofttegunda
meðal stærri vandamála. Ef ekki
tekst að snúa þeirri þróun við, sem
virðist hafa hafist með iðnbylting-
unni, þá er ljóst að lífsgæði hér á
jörð munu breytast til hins verra
innan ekki langs tíma.
Á þessu sviði höfum við Íslend-
ingar áhugaverða sögu. Hún hefur
verið drifin áfram af þeim aðilum
sem eru tilgreindir hér að ofan og fá
lága einkunn þegar kemur að vænt-
ingum svarenda í margnefndri
könnun. Með þessari grein vil ég
vekja athygli á þessari áhugaverðu
staðreynd.
Og hver er þessi merka saga?
Við sem þjóð höfum á undan-
förnum áratugum náð að byggja upp
öflug kerfi fyrir vinnslu og dreifingu
orku, sem nýta sjálfbærar auðlindir
landsins; vatnsafl og jarðvarma.
Sjálfbærninni eru reyndar takmörk
sett. Hvað vatnsaflið varðar þá
rýrna jöklar með breyttu loftslagi og
afköst jarðhitasvæða breytast með
tímanum.
Í aðalhlutverki í þessari sögu eru
menntastofnanir sem mennta tækni-
menn og sérfræðinga, sem skil-
greina auðlindirnar og hanna og
stýra uppbyggingunni. Einnig að
sjálfsögðu opinberir aðilar sem
bregðast við orkukreppu með því að
byggja upp fjarvarmaveitur og
skapa atvinnu með því að styðja upp-
byggingu orkufreks iðnaðar. Upp-
bygging af þessu tagi krefst að sjálf-
sögðu þess að byggð séu orkuver og
viðeigandi dreifikerfi reist og styrkt.
Í þröngu samhengi má eflaust
færa rök fyrir því að það að leggja
land undir miðlunarlón, orkumann-
virki og flutnings- og dreifikerfi raf-
orku sé neikvætt út frá staðbundum
umhverfissjónarmiðum eða ásýnd
lands. Staðreyndin sem verður að
líta til er sú að kolefnismengun
þekkir ekki landamæri. Því ber ekki
síður að líta til minni hnattrænnar
kolefnismengunar vegna nýtingar
auðlinda þjóðarinnar.
Þegar að umræðu um loftslagsmál
kemur þá tel ég mikilvægt að horft
sé til heildaráhrifa af því sem gert
er, ekki bara þröngs sviðs eins og
sjónrænna áhrifa. Niðurstaða mín
eftir að hafa lesið könnun Gallup er
að umræða og umfjöllun þurfi að
vera upplýstari en verið hefur.
Í þessum málaflokki eins og mörg-
um öðrum er ljóst að ekki er sjálf-
gefið að það felist sókn í vörninni,
það getur falist vörn í sókninni.
Raunverulegur árangur í umhverfismálum
Eftir Pál Gíslason
Páll Gíslason
» Í aðalhlutverki í
þessari sögu eru
menntastofnanir sem
mennta tæknimenn og
sérfræðinga, sem skil-
greina auðlindirnar og
hanna og stýra upp-
byggingunni.
Höfundur er verkfræðingur og for-
maður Verkfræðingafélags Íslands.