Morgunblaðið - 05.02.2018, Qupperneq 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. FEBRÚAR 2018
»Fyrsti hluti sýninga-
raðarinnar Innrás í
Listasafni Reykjavíkur í
Ásmundarsafni var opn-
aður á Safnanótt á
föstudaginn en fjórar
innrásir eru fyrirhug-
aðar í safninu á árinu og
eru það innrásir inn í
sýninguna List fyrir
fólkið þar sem verk Ás-
mundar Sveinssonar
myndhöggvara eru
skoðuð út frá ólíkum
tímabilum og völdum
verkum eftir hann er
skipt út fyrir verk starf-
andi listamanna. Fyrstu
innrásina gerir mynd-
listarmaðurinn Guð-
mundur Thoroddsen.
Guðmundur Thoroddsen opnaði sýningu í Ásmundarsafni
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hrafnhildur Schram og Ólöf Kristín Sigurðardóttir létu ekki viðburðinn framhjá sér fara.
Fleiri en ein myndavél var á lofti til að fanga svipmyndir af listaverkunum.
Auðunn Kvaran og Einar Lúðvík Ólafsson nutu lista og veiga.
Gestir rýndu brosmildir í sköpunarverk listamannsins.
Fulltrúar
breska stéttar-
félagsins Equity
hafa kynnt til-
lögur sem draga
eiga úr líkum á
því að leikarar
verði fyrir kyn-
ferðislegri
áreitni eða of-
beldi í
áheyrnarprufum. Tillögurnar
hafa verið í vinnslu síðan mál
kvikmyndaframleiðandans Har-
vey Weinstein komst í hámæli
seint á síðasta ári. Samkvæmt
frétt The Guardian er m.a. lagt
til að ávallt verði a.m.k. þrjár
manneskjur viðstaddar áheyrnar-
prufur.
Equity gætir hagsmuna um 40
þúsund sviðslistamanna í Bret-
landi. Christine Payne, fram-
kvæmdastjóri Equity, segir nauð-
synlegt að endurskoða þagnar-
ákvæði samninga. „Áður fyrr
náði þagnarákvæðið aðeins til
innihalds handrita, en núna er
kveðið á um að ekki megi ræða
neitt sem gerist í áheyrnar-
prufum.“
Í frétt Politiken kemur fram að
könnun á vegum Félags leikara í
Danmörku hafi leitt í ljós að kon-
ur eru iðulega áreittar í
áheyrnarprufum og þess krafist
að þær taki þátt í kynlífsathöfn-
um með leikstjórum undir því
yfirskini að verið sé að meta þær
fyrir hlutverkið.
Vilja auka öryggi áheyrnarprufa
Christine Payne
ICQC 2018-20
Miðasala og nánari upplýsingar
5%
NÝ VIÐMIÐ
Í BÍÓUPPLIFUN Á ÍSLANDI
LAUGARÁSBÍÓ KYNNIR
DOLBY ATMOS
LUXURY · LASER
Sýnd kl. 7.50, 10.30 Sýnd kl. 5.30 Sýnd kl. 5.30
Sýnd kl. 10.15Sýnd kl. 8Sýnd kl. 9 Sýnd kl. 5.30
Tíska &
förðun
Fylgir Morgunblaðinu
föstudaginn 16. febrúar
Í Tísku og förðun verður fjallað um
tískuna í förðun, snyrtingu og fatnaði,
fylgihlutum auk umhirðu húðarinnar,
dekur og fleira
PÖNTUN AUGLÝSINGA:
Til kl. 16 föstudaginn 9. febrúar
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105 kata@mbl.is
SÉRBLAÐ
–– Meira fyrir lesendur