Morgunblaðið - 07.02.2018, Side 1

Morgunblaðið - 07.02.2018, Side 1
M I Ð V I K U D A G U R 7. F E B R Ú A R 2 0 1 8 Stofnað 1913  32. tölublað  106. árgangur  SINFÓNÍUNNI STJÓRNAÐ MEÐ TÖFRASPROTA FRÁSÖGN SEM KALLAST Á VIÐ FYRRI TÍMA HEILSA, HUGUR OG NÚVITUND MARKÞJÁLFA TÁKN OG VÍSANIR 31 LÆKNINGAMÁTTUR 12ÆVINTÝRATÓNLEIKAR 30 Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Kvartanir flugfarþega til Samgöngu- stofu hafa aldrei verið eins margar og í fyrra. Þá barst 1.121 kvörtun, langflestar vegna seinkana á flugi, eða 808. Þá bárust 180 kvartanir nú í janúar, 45 þeirra eru vegna Primera Air. Kemur það m.a. til vegna fyrir- hugaðra aðgerða Samgöngustofu gagnvart flugfélaginu. Samgöngustofa hefur ákveðið að beita sér í máli flugfarþega sem urðu fyrir miklum töfum á nokkrum flug- leiðum Primera Air í fyrra og hafa ekki enn fengið greiddar skaðabæt- ur. Flugfélagið viðurkenndi bótarétt en hefur ekki staðið við að greiða bæturnar til farþeganna sem um það sóttu. Samgöngustofa hefur ákveðið að taka ákvörðun um greiðslufrest, fyrir hvert flug fyrir sig, þar sem flugfélaginu er gefinn frestur til að ganga frá greiðslu og sé hann ekki virtur verður gripið til dagsekta. Ekki hefur áður þurft að ganga svona langt gagnvart flugfélagi enda hefur sambærilegt vandamál ekki komið upp áður, samkvæmt upplýs- ingum frá Samgöngustofu. Hrafn Þorgeirsson, framkvæmda- stjóri Primera Air, segist ekki halda að þau hafi verið að draga neitt á langinn. „Við vinnum samkvæmt lögum og reglum og greiðum öllum sem eiga rétt á bótum,“ segir Hrafn. Kvartanir fóru á flug í fyrra  1.121 kvörtun barst frá flugfarþegum til Samgöngustofu 2017  Flestar vegna seinkana  Aðstoða flugfarþega við að fá greiddar skaðabætur frá Primera Air MGreiðslur skaðabóta… »6 Seinkanir í flugi » Ef seinkun er meiri en þrjár klukkustundir er hægt að sækja um 400 evrur í bætur. » Mikil aukning varð á kvört- unum sem bárust til Sam- göngustofu frá flugfarþegum í fyrra, en þær fóru úr 424 árið 2016 í 1.121 árið 2017. Óánægðir sjálfstæðismenn í Vest- mannaeyjum ræða um að bjóða fram sérlista við komandi bæjarstjórnar- kosningar. Ástæðan er óánægja með að ekki skuli hafa verið ákveðið að efna til prófkjörs við val á lista flokksins. Elís Jónsson, einn af þeim sem ræða framboð, telur yfirgnæfandi líkur á að af því verði. Ákvörðun hafi þó ekki verið tekin. Elís er tilbúinn að taka að sér for- ystu nýs framboðs. Einnig hefur verið rætt um framboð við Írisi Ró- bertsdóttur, fulltrúa í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi varaþingmann í Suðurkjördæmi, en hún vill ekki svara því af eða á hvort það komi til greina. Tillaga um prófkjör var felld með 28 atkvæðum gegn 26 á fundi full- trúaráðsins í síðasta mánuði. Raðað verður á lista Sjálfstæðisflokksins síðar í mánuðinum. Forystu Sjálfstæðisflokksins hef- ur verið sagt frá deilunum, sam- kvæmt heimildum blaðsins. Ein- hverjir sem utan við þær standa hafa rætt hvort hægt væri að leysa málið með því að fá hreinni línur í vilja fólks um aðferð við val á fram- boðslistann. »4 Ræða nýtt framboð í Eyjum Morgunblaðið/Árni Sæberg Vestmannaeyjar Sjálfstæðismenn hafa lengi verið með meirihluta.  Klofningur meðal sjálfstæðismanna Talsverðar verðsveiflur einkenndu fjármálamarkaði austan hafs og vestan í gær og skapaði það taugatitring á mörkuðunum. Þessir verðbréfasalar í Kauphöllinni í New York höfðu nóg fyrir stafni. Sérfræðingar eru ekki á einu máli um ástæðurnar en margir telja að um eðlilega framvindu sé að ræða eftir stöðugar hækkanir um margra mánaða skeið. Þá spili vænt- ingar um vaxtahækkanir í Bandaríkjunum inn í. »16 Taugatitringur á fjármálamörkuðum AFP  Ráðgert er að hafrannsókna- skipið Árni Friðriksson haldi til loðnumælinga norðvestur af land- inu um leið og veður leyfir. Mark- miðið er að kanna hvort bæst hafi í loðnugöngur á þessum slóðum frá mælingum í lok janúar. Að sögn Þorsteins Sigurðssonar, sviðsstjóra á Hafrannsóknastofnun, hefur hluti hrygningargöngunnar komið seint inn á landgrunnskantinn norð- vestur af landinu síðustu ár. »10 Frekari mælingar á loðnustofninum  Forsvarsmenn Kaupskila, sem eiga 57% hlut í Arion banka, reyna nú til þrautar að fá sem flesta lífeyrissjóði að eignarhaldi bankans í aðdraganda þess að hann verður skráður á markað. Í því skyni hefur stjórn Arion banka lagt fram tillögu um 25 milljarða arðgreiðslu út úr bankanum sem renna mun í hlutfalli til nýrra eig- enda hans, gangi kaup sjóðanna eftir. Þrátt fyrir þetta hefur reynst minni áhugi meðal sjóðanna á að- komu að bankanum en búist var við. Nokkrir af stærstu lífeyris- sjóðum landsins hafa lítinn áhuga á að kaupa hlut í bankanum í að- draganda skrán- ingarinnar þótt þeir útiloki ekki kaup í honum af því tilefni. Í tilboði sem Kaupskil sendu lífeyrissjóðunum í janúar var miðað við að sjóðirnir keyptu að lág- marki 5% hlut. Í tillögu að hinni skilyrtu arðgreiðslu sem nú er stefnt að er aðeins gerður áskiln- aður um að Kaupskil losi um 2% hlut í bankanum fyrir 15. apríl næstkomandi. »16 Áhugi lífeyrissjóða á aðkomu að Arion banka hefur reynst minni en vænst var Arion Bankinn er í söluferli.  Sala á sígarettum dróst umtals- vert saman hér á landi á síðasta ári. Samdrátturinn var nærri tíu pró- sent því árið 2016 seldist ríflega ein milljón kartona af sígarettum hér en árið 2017 seldust rétt ríflega 900 þúsund karton. Á sama tíma hefur landsmönnum fjölgað og ferða- menn eru á hverju strái. Hins vegar fjölgaði þeim sem nota rafsígarettur daglega úr 3% árið 2016 í 4% árið 2017. Alls nota 8% landsmanna rafsígarettur, eða veip, að einhverju marki samkvæmt tölum frá Embætti landlæknis. Tíu ár eru nú liðin frá því að reykingabann var sett á veitinga- og skemmtistöðum. Tíðni daglegra Tíu prósenta samdráttur í sölu á sígarettum milli ára en æ fleiri reykja rafsígarettur Morgunblaðið/Ásdís Reykingar Minna selst af sígarettum en áður, en fleiri eru farnir að veipa. reykinga fullorðinna hefur dregist saman um helming á þessum tíu ár- um, var í kringum 20% en mælist í dag rúmlega 10%. »18

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.