Morgunblaðið - 07.02.2018, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 2018
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Al-
þingis ákvað í gær að gera hlé á rann-
sókn nefndarinnar á embættisfærslu
Sigríðar Á. Andersen dómsmála-
ráðherra við skipun dómara við
Landsrétt. Að sögn Helgu Völu
Helgadóttur, formanns nefndarinnar
og þingmanns Samfylkingarinnar, er
hlé gert á meðan málið er til skoð-
unar hjá umboðsmanni Alþingis.
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd
mun síðan meta stöðuna þegar niður-
staða umboðsmanns liggur fyrir og
ákveða hvert framhald málsins hjá
nefndinni verður.
Ekki hefur komið fram að umboðs-
maður Alþingis hefji frumkvæðis-
rannsókn á þessu máli. Hann óskaði
eftir upplýsingum frá ráðherra til að
undirbúa sig fyrir fund sem hann var
boðaður til hjá stjórnskipunar- og
eftirlitsnefnd í janúar. Þá vissi hann
ekki hvert yrði viðfangsefni fundarins
eða til hvers væri ætlast af honum.
Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður
sagði þá í samtali við mbl.is að sú
starfsregla gilti að umboðsmaður
fjallaði ekki um sömu atriði og Al-
þingi sjálft væri að athuga. Því myndi
hann ekki huga frekar að málinu
nema þá eftir að nefndin hefði af-
markað verkefnið.
Hlé á rann-
sókn dóm-
aramáls
Beðið viðbragða
umboðsmanns
Mokstur Ekkert lát virðist vera á snjókomu á landinu og þurfa landsmenn
því enn að hafa skóflurnar við höndina til þess að greiða leiðina að heim-
ilum sínum. Talsverð snjókoma hefur verið undanfarna daga og hafa ef-
laust margir þurft að grípa til skóflunnar líkt og þessi vaski maður.
Leiðin greidd í gegnum snjó síðustu daga
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Barnaverndarnefnd Reykjavíkur
harmar mjög að starfsmaður á veg-
um nefndarinnar hafi beitt börn kyn-
ferðislegu ofbeldi. Í yfirlýsingu legg-
ur nefndin ríka áherslu á að allir
fletir þessa máls verði kannaðir
rækilega í samvinnu við innri endur-
skoðun borgarinnar. Framkvæmt
verður sérstakt áhættumat á allri
starfsemi Barnaverndar Reykja-
víkur og allir verkferlar varðandi
ábendingar og tilkynningar til henn-
ar endurskoðaðir með það að mark-
miði að koma í veg fyrir að mistök
eins og þessi endurtaki sig.
Fram kemur að á vegum Reykja-
víkurborgar verði kannað sérstak-
lega hvers vegna ekki var brugðist
við tilkynningu sem barst til borgar-
innar með símtali árið 2008. Ekki
hafi fengist staðfesting frá þeim sem
kunni að hafa sent inn hliðstæða til-
kynningu árið 2002.
Áhættumat á starf-
semi Barnaverndar
Harma mjög ofbeldi starfsmanns
Morgunblaðið/Eggert
Ofbeldi Unnið er að úrbótum hjá
Barnavernd Reykjavíkur.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Borgarstjórn Reykjavíkur sam-
þykkti samhljóða á fundi sínum í gær
að vísa tillögu borgarfulltrúa Sjálf-
stæðisflokksins um að hefja undir-
búning að gerð neðanjarðarstokks á
Miklubraut til borgarráðs. Borgar-
stjóra er þar falið að leita þegar í stað
eftir samstarfi við ríkið og verði með-
al annars skoðað hvort hagkvæmt sé
að vinna verkið í einkaframkvæmd.
„Mér finnst þessi tillöguflutningur
til marks um það að þeir vilji vera
með í þessu máli. Það er jákvætt að
eindrægni og samstaða sé um það.
Stokkurinn er í aðalskipulaginu og
það hefur verið unnið að útfærslu
hans, meðal annars í samráði við íbúa
í Hlíðum, í tengslum við gerð hverfa-
skipulags. Að það sé samstaða í borg-
inni ætti að styrkja málið og auðvelda
næstu skref,“ segir Dagur B. Egg-
ertsson borgarstjóri.
Kjartan Magnússon, borgar-
fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sem
flutti tillöguna, segir að sjálfstæðis-
menn fagni því að borgarstjóri hafi
tekið vel í tillöguna og samþykkt að
vísa henni til borgarráðs, í trausti
þess að meirihlutanum sé alvara að
vinna í málinu.
Meirihlutinn að kúvenda?
Kjartan segir að borgarstjóri og
flokkarnir í meirihlutanum hafi tafið
þetta mál í mörg ár. Dregið hafi verið
úr vægi stokks við síðustu breytingar
á aðalskipulagi og á árinu 2012 hafi
núverandi borgarstjóri staðið fyrir
því að gerður var sérstakur samning-
ur Reykjavíkurborgar og annarra
sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu
við ríkið um að fresta ýmsum stór-
framkvæmdum í þágu samgöngu-
mála í Reykjavík um óákveðinn tíma.
Þar hafi umrædd stokkalausn á
Miklubraut verið látin fjúka.
„Svo virðist sem borgarfulltrúar
meirihlutans ætli nú að kúvenda í af-
stöðu sinni til slíkra samgöngubóta á
Miklubraut og er það ánægjulegt í
sjálfu sér. Vonandi er að hugur fylgi
máli en að ekki sé um að ræða ein-
hvers konar bragð í aðdraganda
kosninga,“ segir Kjartan.
Dagur segir að það sé misskilning-
ur að framkvæmdum við Miklu-
brautarstokk hafi verið frestað með
samningunum árið 2012. Fram-
kvæmdir sem getið er um á minn-
isblaði með samningunum hafi aldrei
verið á samgönguáætlun. „Núna þeg-
ar útfærslan er komin, þá er grund-
völlur kominn til að sækja þetta mál í
viðræðum við ríkið og koma því til
framkvæmda.“
Hann neitar því að áform um
Miklubrautarstokk séu til marks um
stefnubreytingu Samfylkingarinnar í
uppbyggingu umferðarmannvirkja.
Mislæg gatnamót flytji bara vandann
á milli gatnamóta. Stokklausn veiti
hins vegar gegnumstreymisumferð
undir og gefi kost á rólegri umferð á
yfirborði.
Hafist verði handa við stokk
Allir borgarfulltrúar stóðu að því að vísa tillögu um að hefja nú þegar undirbúning að stokk á
Miklubraut til borgarráðs Flutningsmaður vonar að jákvæðni meirihlutans sé ekki kosningabragð
Kjartan
Magnússon
Dagur B.
Eggertsson
Ólöf Ragnarsdóttir
olofr@mbl.is
Til stóð að flytja Sunnu Elviru Þor-
kelsdóttur, sem lamaðist eftir fall í
Malaga á Spáni fyrir rúmum tveim-
ur vikum, á bæklunarspítala í To-
ledo í gær en ekki varð af því sökum
þess að spítalinn segist ekki hafa
pláss fyrir hana. Þetta segir Jón
Kristinn Snæhólm, talsmaður
Sunnu, í samtali við Morgunblaðið.
Einum og hálfum tíma áður en
flytja átti Sunnu var þeim tjáð að
ekki væri hægt að taka við henni í
Toledo. „Það var verið að búa hana
undir flutning og bíllinn klár og all-
ur pakkinn og þá segjast þeir ekki
hafa pláss fyrir hana,“ segir Jón
Kristinn. Hann segir alla steinhissa
á þessum fréttum og erfitt sé að
skilja að ekkert sjúkrahús á Spáni
geti tekið við lamaðri konu. Þá segir
hann batahorfur Sunnu undir því
komnar að hún fái viðunandi með-
ferð. Jón Kristinn segist sjálfur hafa
verið viðstaddur þegar læknar á
sjúkrahúsinu í Malaga lýstu því yfir
að ekki væri mögulegt að veita
Sunnu viðeigandi meðferð þar og
báðu um að fundið yrði pláss fyrir
hana þar sem hún fengi þá með-
höndlun sem hún þarfnast.
Kemst ekki heim til Íslands
Vegabréf Sunnu var tekið af
henni í kjölfar handtöku eiginmanns
hennar í tengslum við fíkniefna-
smygl og er hún í farbanni að ósk
lögregluyfirvalda á Spáni. „Núna er
bara boltinn hjá spænskum stjórn-
völdum og utanríkisráðuneytið og
dómsmálaráðuneytið hljóta núna að
grípa harkalega í taumana,“ segir
Jón Kristinn að lokum.
Sunna enn föst í Malaga
Ekki varð af flutningnum sökum plássleysis Fær enn
ekki viðeigandi meðhöndlun Batahorfur hennar í húfi
Föst Sunna Elvira hefur enn ekki
fengið nauðsynlega læknishjálp.