Morgunblaðið - 07.02.2018, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 2018
Erna Ýr Öldudóttir
ernayr@mbl.is
Smáforrit sem notuð eru í þeim til-
gangi að blekkja fólk með fölskum
símtölum eru að hrella fólk þessa
dagana. Dæmi er um mann sem
fékk símtal úr númeri bróður síns.
Erlend rödd á hinum endanum
kvaðst hafa fundið símann og krafð-
ist fundarlauna fyrir að skila
honum. En síminn var hvorki týnd-
ur né hafði lent í höndum óprútt-
inna aðila.
Vill kaupa hundinn þinn
Að sögn lögreglu er um að ræða
hrekkjaforrit sem hægt er að ná sér
í á netinu. „Við höfum heyrt um
nokkur dæmi, t.d. um erlenda rödd
sem segir þig hafa ekið utan í bílinn
sinn og rödd sem óskar eftir að fá
að kaupa hundinn þinn,“ segir Gísli
Jökull Gíslason rannsóknarlög-
reglumaður, segir að ekki sé hægt
að gera mikið í þessu, en mælir með
að fólk sé á varðbergi, hrekkirnir
séu afar hvimleiðir fyrir þá sem fyr-
ir þeim verði.
Skv. netöryggissveit Póst- og
fjarskiptastofnunar (CERT) eru
þessi forrit t.d. Fake Caller ID,
Fake Call, Prank Dial. Bluff My
Caller ID, Funcall. Allmörg séu í
boði á Google Play og App Store.
„Við höfum þó engar heimildir um
hvort einhver af ofangreindum for-
ritum hafa verið notuð í tilvikum
hérlendis,“ segir Kristján Valur
Jónsson hjá CERT.
„Dæmi eru um að slík forrit hafi
reynt að fá fólk til að gefa upp
banka- og kortaupplýsingar og vill
stofnunin vara fólk sérstaklega við
að gefa slíkar upplýsingar sé hringt
og beðið um þær að fyrra bragði,“
segir Þorleifur Jónasson hjá Póst-
og fjarskiptastofnun, sem vill einnig
meina að það sé ólöglegt að villa á
sér heimildir á þennan hátt en erfitt
geti verið að finna sökudólgana.
Smáforrit notuð
í blekkingarleik
Hrekkir úr þekktum símanúmerum
Auðfundin Mörg hrekkjaforrit
fundust undireins í App Store.
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Borgarráð hefur samþykkt að heim-
ila umhverfis- og skipulagssviði að
bjóða út framkvæmdir við frágang
frjálsíþróttavallar og byggingu þjón-
ustuhúss á svæði ÍR í Suður-Mjódd.
Áætlaður kostnaður er 400 milljónir
króna. Gert er ráð fyrir að fram-
kvæmdir geti hafist í næsta mánuði.
Ljúka á frágangi frjálsíþróttavallar-
ins sumarið 2018 og áætlað er að
þjónustuhúsið verði fullgert vorið
2019.
Fram kemur í minnisblaði
Ámunda Brynjólfssonar, skrif-
stofustjóra framkvæmda og viðhalds
hjá borginni, að þessar fram-
kvæmdir séu í samræmi við samning
Reykjavíkurborgar og Íþróttafélags
Reykjavíkur sem samþykktur var í
borgarráði í janúar 2017.
Jarðvinnu á svæðinu lokið
Jarðvinnu á ÍR-svæðinu er lokið,
en kostnaður við hana var 180 millj-
ónir króna. Heildarkostnaður við
völlinn og þjónustuhús er því áætl-
aður 580 milljónir króna.
Á hinum nýja velli verður hægt að
iðka allar greinar frjálsra íþrótta.
Lögleg hlaupabraut, 400 metra
löng, mun umlykja völlinn. Í miðju
svæðisins verða m.a. lendingarsvæði
kastgreina og utan hlaupabrauta
verða svæði fyrir stökkgreinar.
Völlurinn mun uppfylla alþjóðlegar
kröfur sem gerðar eru til keppnis-
valla. Aðkoma að vallarsvæðinu
verður frá félagsheimili ÍR.
Í þjónustuhúsinu verður aðstaða
til mótahalds s.s. tímatöku – og
mótsstjórn. Einnig verður þar veit-
ingasala, snyrtingar, aðstaða fyrir
notendur vallarins og geymslur.
Byggingin verður tvær hæðir og að
hluta grafin inn í landið. Þak hússins
á að nýtast fyrir áhorfendur á mót-
um. Heildarflatarmál hússins er
442,8 fermetrar.
Í fyrrnefndum samningi borgar-
innar og ÍR er gert ráð fyrir frekari
framkvæmdum af hálfu borgar-
innar.
Þar á m.a. að reisa knatthús sem
og íþrótta- og keppnishús með lög-
legum völlum fyrir körfubolta og
handknattleik. Aðstaða í félagsheim-
ilinu verður bætt og búningsaðstaða
endurbætt.
Loks var í samkomulaginu gert
ráð fyrir að hefja undirbúning að
byggingu fimleikahúss. Uppbygging
þess á að hefjast í framhaldi af
byggingu knatthússins og íþrótta-
hússins.
Nýr frjálsíþróttavöllur
ÍR í Mjódd boðinn út
Heildarkostnaður við völl og þjónustuhús 580 milljónir
Nýi völlurinn Þarna verður hægt að iðka allar greinar frjálsra íþrótta. ÍR er í dag stórveldi í íþróttagreininni.
Þjónustuhúsið Byggingin verður tvær hæðir og að hluta grafin inn í landið.
Þar verður aðstaða fyrir mótahald. Þakið á að nýtast fyrir áhorfendur.
Morgunblaðið/Eggert
Framför Aníta Hinriksdóttir og
aðrir ÍR-ingar fá 1. flokks aðstöðu.
Smáralind | Kringlunni | Reykjanesbæ | Sími 511-2022 | www.dyrabaer.is – fyrir dýrin þín
Bragðgott, ho
llt og næringa
rríkt
Við erum á Facebook
Laugavegi 82 | 101 Reykjavík
Sími 551 4473
Útsala
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis-
ráðherra átti á mánudag fund með
António Guterres, aðalframkvæmda-
stjóra Sameinuðu þjóðanna, í höfuð-
stöðvum stofnunarinnar í New York.
Á fundinum lýsti utanríkisráðherra
stuðningi íslenskra stjórnvalda við
áherslur Guterres og mikilvægi þess
að stofnunin geti sinnt því hlutverki
sem henni er ætlað í að tryggja frið og
öryggi og sjálfbæra þróun. Guterres
lagði áherslu á að Ísland gæti haft
mikil áhrif á vettvangi Sameinuðu
þjóðanna, þar sem oft væri litið til Ís-
lands sem sáttasemjara, enda væri
það forysturíki á sviði jafnréttis og
mannréttinda sem nyti trausts. Hann
þakkaði einnig mikilvæg framlög til
lykilstofnana. Ráðherra hitti einnig
forseta allsherjarþingsins og yfir-
mann stjórnmáladeildar.
Fundaði með fram-
kvæmdastjóra SÞ
Ísland forysturíki á sviði jafnréttis
Ljósmynd/utanríkisráðuneytið
Funduðu Guðlaugur og Guterres.