Morgunblaðið - 07.02.2018, Side 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 2018
Leitar þú að traustu
BÍLAVERKSTÆÐI
Smiðjuvegur 30 (GUL GATA) | 200 Kópavogi
Sími 587 1400 |www. motorstilling.is
SMURÞJÓNUSTA < HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA
TÍMAPANTANIR
587 1400
Við erum sérhæfðir í viðgerðum
á amerískum bílum.
Mótorstilling býður almennar
bílaviðgerðir fyrir allar tegundir bíla.
Ármúla 17, 108 Reykjavík, sími 552 8636, mbr.is
Allt fyrir raftækni
Hljómtæki
Cambridge Audio YOYO S
Bluetooth hátalari - 26.900 kr.
7. febrúar 2018
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 100.02 100.5 100.26
Sterlingspund 141.17 141.85 141.51
Kanadadalur 80.5 80.98 80.74
Dönsk króna 16.745 16.843 16.794
Norsk króna 12.96 13.036 12.998
Sænsk króna 12.674 12.748 12.711
Svissn. franki 107.52 108.12 107.82
Japanskt jen 0.9102 0.9156 0.9129
SDR 145.55 146.41 145.98
Evra 124.65 125.35 125.0
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 151.2884
Hrávöruverð
Gull 1344.65 ($/únsa)
Ál 2201.5 ($/tonn) LME
Hráolía 68.15 ($/fatið) Brent
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
BAKSVIÐ
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Stjórn Arion banka hyggst leggja það
fyrir hluthafafund í næstu viku að
henni verði veitt heimild til þess að
greiða út allt að 25 milljarða króna í
formi arðgreiðslu til hluthafa. Tillag-
an hangir saman við aðra tillögu þess
efnis að bankanum verði heimilt að
kaupa allt að 10% hlut í sjálfum sér á
gengi sem gæti verið allt að 94,177
krónum á hvern hlut. Verði af slíkum
viðskiptum, á því gengi, jafnast það á
við að bankinn sé metinn á genginu
0,85 af bókfærðu eiginfé hans. Ef
bankinn myndi fullnýta heimild sína í
þessa veru gæti kaupverð eiginbréfa
numið allt að 18,8 milljörðum króna.
Samanlagt geta kaupin á eigin
bréfum og arðgreiðslan hins vegar
ekki numið hærri fjárhæð en sem
nemur 25 milljörðum króna.
Þá er einnig áskilið að hin sértæka
arðgreiðsla muni ekki eiga sér stað
nema Kaupskilum takist að selja að
minnsta kosti 2% í bankanum fyrir
dagslok 15. apríl næstkomandi.
Ljóst er af tillögunni að þeir aðilar
sem verða í hlutahafahópnum í kjöl-
far þess að fyrrnefnd skilyrt sala á
sér stað, munu njóta hlutdeildar í arð-
greiðslunni í hlutfalli við eignarhlut
sinn.
Gulli slegin gulrót
Heimildir Morgunblaðsins herma
að tvíþætt markmið liggi að baki til-
lögunni sem lögð verður fyrir hlut-
hafafund á mánudag í næstu viku.
Annars vegar sé talið brýnt að koma
frekara skikki á fjármagnsskipan
bankans sem sé afar vel fjármagn-
aður um þessar mundir. Hins vegar
sé tillagan til þess gerð að gera kaup
lífeyrissjóða í bankanum álitlegri en
ella væri.
Þannig vinnur Kvika nú að því hörð-
um höndum, fyrir hönd Kaupskila
sem fara með 57% hlut í Arion banka,
að fá lífeyrissjóði til þess að kaupa hlut
í bankanum. Er það talið mikilvægt
skref á þeirri vegferð að skrá bankann
á markað hér heima og erlendis síðar
á þessu ári. Í janúar sendi Kvika fyrir
hönd Kaupskila tilboð á sjóðina þar
sem miðað var við að sjóðirnir keyptu,
samanlagt að minnsta kosti 5% hlut í
bankanum og að gengið í viðskiptun-
um væri um 0,8 af bókfærðu eigin fé
bankans, eins og það stóð í lok þriðja
ársfjórðungs í fyrra.
Gætu fengið 14% strax til baka
Nái Kvika að selja lífeyrissjóðum
5% hlut í Arion banka má gera ráð
fyrir því að söluandvirðið verði um 8,9
milljarðar króna. Sú fjárhæð myndi
hækka í hlutfalli við stærri eignar-
hlut, yrði raunin sú að sjóðirnir vildu
tryggja sér stærri hlut í bankanum.
Yrði af hreinni arðgreiðslu úr
bankanum að fjárhæð 25 milljarðar
króna má gera ráð fyrir því að 1,25
milljarðar rynnu til hinna nýju eig-
enda. Það þýddi að þeir fengju í einni
svipan 14% kaupverðsins til baka í
formi reiðufjár, skömmu eftir kaupin.
Fremur áhugalausir að sinni
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins eiga Kaupskil í viðræðum
við nokkra sjóði um möguleg kaup
þeirra í bankanum. Hins vegar hafa
stærstu sjóðir landsins lítið sýnt á
spilin. Áreiðanlegar heimildir
Morgunblaðsins herma hins vegar
að lífeyrissjóðurinn Gildi hafi hafnað
fyrirliggjandi tilboði sem sjóðnum
barst í lok janúar. Þá herma heim-
ildir að margir sjóðanna líti svo á að á
meðan bréf í bankanum séu ekki
skráð á markað sé rétt að flýta sér
hægt. Réttara kunni að vera fyrir
sjóðina að bíða átekta og sjá hvort af
skráningu hans á markað verður. Þá
komi hins vegar vel til greina að
stíga inn í hóp eigenda, þótt það
kunni að gerast á hærra verði en
bjóðist í dag.
Arðgreiðsla fylgi með í kaupunum
Kaupskil flagga arðgreiðslutillögu í viðræðum við lífeyrissjóði í þeirri viðleitni að fá þá að Arion banka
Mismikill áhugi meðal sjóðanna á kaupum í bankanum áður en að skráningu hans kemur á markað
Miklar sveiflur voru á hlutabréfa-
mörkuðum víða um heim í gær.
Hlutabréfavísitölur í Evrópu og Asíu
lækkuðu nokkuð og við opnun mark-
aða lækkuðu vísitölur í Bandaríkjun-
um. En lækkunin gekk svo til baka
eftir því sem leið á daginn og gott
betur. Hækkaði Dow Jones-vísitalan
um 2,3% þegar upp var staðið í gær
og S&P 500-vísitalan um 1,7%.
Evrópska vísitalan Euronext 100
lækkaði um 2,5% í gær, japanska
vísitalan Nikkei 225 um 4,7% og
Hang Seng-vísitalan í Hong Kong
lækkaði um 5%. Þá lækkaði Úrvals-
vísitalan á Íslandi um 1%.
Óttast hærri vexti
Hlutabréfamarkaðir víða um heim
tóku að lækka þegar nýjar launatöl-
ur í Bandaríkjunum birtust á föstu-
dag. Meiri hækkun en búist var við
olli ótta hjá fjárfestum um auknar
líkur á meiri verðbólgu og að banda-
ríski seðlabankinn myndi bregðast
við því með hækkun stýrivaxta hrað-
ar en áður var talið.
Á mánudaginn héldu bandarísk
hlutabréf áfram að lækka og hafa
þau ekki fallið meira á einum degi í
sex ár. Olli það því að gengishagn-
aður ársins þurrkaðist út. S&P 500
lækkaði um 4,1% þann dag og Nas-
daq um 3,8%. Á sama tíma jókst virði
skuldabréfa og hafa þau ekki verið
hærri í fjögur ár.
Léttvægt í samhengi hlutanna
Ray Dalio, stofnandi vogunar-
sjóðsins Bridgewater Associates,
sagði við það tækifæri að um væri að
ræða smávegis leiðréttingu sem væri
léttvæg í hinu stóra samhengi hlut-
anna. Nóg væri af fjármagni á hlið-
arlínunni sem gæti gripið inn í. Það
sem gerðist næst skipti sköpum.
Víða í Evrópu hafa ríkisskuldabréf
borið neikvæða vexti en þeim fer þó
fækkandi, enda verður slíkt ekki tal-
ið eðlilegt ástand. Fjárfestar hafa
notið þess í lengri tíma að fjár-
magnskostnaður hefur verið lágur,
verðbólga lítil og verðbréfamarkaðir
hafa lítið sveiflast, eins og þeirra er
þó von og vísa. Á síðasta ári gerðist
það í fyrsta skipti í sögu S&P-vísitöl-
unnar að hún lækkaði ekki um meira
en 3% að minnsta kosti einn dag yfir
árið. Slegin hafa verið met á hluta-
bréfamörkuðum frá því að Donald
Trump var kjörinn forseti Banda-
ríkjanna vegna væntinga um skatta-
lækkanir sem myndu koma atvinnu-
lífinu vel.
Fram kemur í fréttaskeyti AFP-
fréttastofunnar að undirliggjandi
hagtölur fyrir hagkerfi heimsins
bendi til að lækkun hlutabréfa sé
ekki komin til að vera.
helgivifill@mbl.is
Morgunblaðið/Kristinn
Markaðir Sveiflur voru miklar í
hlutabréfaverði vestanhafs í gær.
Miklar sveiflur
á mörkuðum
Bandarísk hlutabréf hækkuðu á ný
● Helga Árnadóttir,
framkvæmdastjóri
Samtaka ferðaþjón-
ustunnar, hefur ver-
ið ráðin til Bláa
lónsins og hefur
störf 1. júní næst-
komandi.
Í tilkynningu frá
Bláa lóninu segir að
Helga muni verða
framkvæmdastjóri
Blue Lagoon Journeys ehf., dótturfélags
Bláa lónsins sem vinnur að þróunarverk-
efnum félagsins á sviði ferðaþjónustu.
Einnig segir að ráðningin styðji auknar
áherslur Bláa lónsins á þeim vettvangi.
„Umhverfi ferðaþjónustunnar er nú að
taka byltingarkenndum breytingum, ekki
síst vegna stafrænnar þróunar og það er
afar ánægjulegt að hafa fengið Helgu til
liðs við Bláa lónið til að leiða mjög
áhugaverð verkefni á þeim vettvangi,“
segir Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa
lónsins, í tilkynningunni.
tobj@mbl.is
Helga Árnadóttir
ráðin til Bláa lónsins
Helga
Árnadóttir
Sú skilyrta arðgreiðsla sem stjórn
Arion banka hefur ákveðið að
leggja fyrir hluthafafund í næstu
viku mun, gangi fyrirætlanir
stjórnarinnar eftir, færa ríkissjóði
milljarða króna í formi greiðslu inn
á skuldabréf sem er í eigu þess.
Skuldabréfið sem um ræðir var
gefið út af Kaupþingi í tengslum
við hin svokölluðu stöðugleikaskil-
yrði. Þau skilyrði voru lögð fram
og samþykkt af hálfu kröfuhafa
föllnu viðskiptabankanna þriggja
þegar ríkissjóður greiddi götu
þeirra að samþykkt nauðasamn-
inga á árinu 2015.
Hluti þeirra skilyrða sem sneru
að Kaupþingi var fyrrnefnt skulda-
bréf sem var liður í svokölluðu
fjársópsákvæði. Það felur í sér að
Kaupþingi ber að greiða skulda-
bréfið upp á þremur árum með
fjármunum sem falla til vegna arð-
greiðslna út úr Arion banka eða
söluandvirðis á hlutum í bank-
anum.
Þannig leiðir ákvæðið til þess að
hlutdeild Kaupskila/Kaupþings í
arðgreiðslunni sem nú er fyrir-
huguð mun renna sem innborgun
á skuldabréfið. Með sama hætti
mun kaupvirði þess hlutar sem
bankinn er reiðubúinn að ráðast í
á eigin bréfum renna inn á skulda-
bréfið ef seljandi hlutarins verður
Kaupskil.
Þannig má gera ráð fyrir að ef
lífeyrissjóðir kaupa 5% í bank-
anum af Kaupskilum og arð-
greiðslan verður 25 milljarðar, þá
muni 13 milljarðar renna inn á
skuldabréfið.
Sem stendur eiga Kaupskil enn
eftir að greiða 35 milljarða inn á
fyrrnefnt skuldabréf en það ber
5,5% vexti samkvæmt stöðug-
leikasamkomulaginu sem gert var
um mitt ár 2015.
Arðgreiðsla og sala munu
færa ríkinu milljarða króna
RÍKISSJÓÐUR FÆR MIKLA FJÁRMUNI