Morgunblaðið - 07.02.2018, Side 17
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 2018
Pappelina gólfmotta, 70 x 90 cm
Verð 11.900 kr.
laugavegi 47 www.kokka.is kokka@kokka.is
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Forseti hæstaréttar Maldíveyja var
handtekinn í gær ásamt öðrum dóm-
ara eftir að forseti landsins, Abdulla
Yameen, lýsti yfir neyðarástandi og
fyrirskipaði hernum að ráðast inn í
dómhús réttarins.
Áður hafði forsetinn neitað að
verða við fyrirmælum dómstólsins
um að láta pólitíska andófsmenn
lausa úr fangelsi og veita tólf þing-
mönnum sæti á þinginu að nýju.
Yameen hafði svipt þá þingsætunum
eftir að þeir sögðu sig úr flokki hans.
Fái þeir sætin aftur verða andstæð-
ingar forsetans með þingmeirihluta
og það gæti orðið til þess að þingið
samþykkti málshöfðun á hendur
honum til embættismissis. Andstæð-
ingar forsetans hafa sótt í sig veðrið
að undanförnu og krafist þess að
hann verði sviptur embættinu fyrir
spillingu.
Yameen lýsti yfir neyðarástandi í
fimmtán daga, fyrirskipaði að starf-
semi þingsins yrði stöðvuð og herinn
fékk fyrirmæli um að koma í veg fyr-
ir að forsetanum yrði vikið frá.
Yameen sagði í sjónvarpsávarpi að
dómarar hæstaréttar hefðu tekið
þátt í samsæri um valdarán. „Ég
varð að lýsa yfir neyðarástandi
vegna þess að það var engin önnur
leið til að rannsaka þessa dómara,“
sagði hann.
Nær allir keppinautarnir
í fangelsi
Yameen varð forseti Maldíveyja
árið 2013 og hefur sætt vaxandi
gagnrýni fyrir að hefta málfrelsi og
skerða sjálfstæði dómstóla. Hann
hefur reynt að kveða niður pólitískt
andóf með harkalegum hætti og nú
er svo komið að nær allir pólitískir
keppinautar hans og helstu stuðn-
ingsmenn þeirra eru í fangelsi.
Hæstiréttur eyjanna hafði meðal
annars ógilt fangelsisdóm yfir
stjórnarandstöðuleiðtoganum
Mohamed Nasheed, sem er nú í út-
legð, og gert honum kleift að snúa
aftur heim til að bjóða sig fram til
forseta í kosningum sem eiga að fara
fram á næsta ári. Nasheed varð
fyrsti lýðræðislega kjörni forseti
Maldíveyja árið 2008 en beið ósigur
fyrir Yameen í umdeildum kosn-
ingum 2013.
Eftir að Yameen lýsti yfir neyðar-
ástandi handtók lögreglan annan
fyrrverandi forseta, Maumoon
Abdul Gayoom, sem gegndi embætt-
inu í 30 ár. Gayoom er áttræður og
hefur hallast á sveif með stjórnar-
andstöðunni í deilunum við Yameen.
Yfirmaður hers Maldíveyja hefur
lýst yfir stuðningi við forsetann og
sagt að hann myndi ekki hlíta „ólög-
legum fyrirmælum“ hæstaréttar
landsins. Stjórnmálaskýrendur telja
þó að handtaka Gayooms geti leitt til
klofnings í hernum og lögreglunni
því að hann njóti enn mikillar virð-
ingar þar.
Ferðamenn varaðir við
Yameen hefur lagt áherslu á aukið
samstarf við stjórnvöld í Kína og
Sádi-Arabíu og bæði ríkin hafa ráð-
ist í miklar fjárfestingar á Maldív-
eyjum, að sögn fréttaveitunnar
AFP.
Nokkur ríki, þ. á m. Bandaríkin,
Bretland, Indland og Kína, hafa var-
að fólk við því að ferðast til Maldív-
eyja vegna hættunnar á átökum.
Ferðaþjónustan er helsta atvinnu-
grein eyjanna, sem hefur oft verið
lýst sem paradís ferðamanna. Það
gæti því haft alvarlegar afleiðingar
fyrir efnahags landsins ef stjórn-
málakreppan verður til þess að
paradísarsælunni lýkur nú þegar
aðalferðamannatíminn er hafinn.
Hernum
beitt gegn
hæstarétti
Forseti Maldíveyja reynir að afstýra
því að hann verði sviptur embætti
Abdulla Yameen forseti neitar að verða við fyrirmælum hæstaréttar landsins um að leysa andófsmenn úr haldi
6. febrúar5. febrúar4. febrúar3. febrúar1. febrúar 2. febrúar
Forseti
hæstaréttarins,
Abdulla Saeed,
handtekinn
vegna
deilunnar
Yameen
lýsir yfir
15 daga
neyðar-
ástandi
Hæstiréttur
landsins
fyrirskipar
forsetanum
að fara að
fyrirmælunum
um andófs-
mennina og
þingmennina
Yfirvöldin
tilkynna að
þingfundum
hafi verið
frestað af
„öryggis-
ástæðum“
Forsetinn
vék nýjum
ríkislögreglu-
stjóra frá
Íbúafjöldi:
417.500
(Stærð eyjanna er
ekki í réttu hlutfalli)
Fyrrverandi
forseti,
Mohamed
Nasheed, sem
er í útlegð,
segist ætla
að bjóða sig
fram til
forseta
Forsetinn vék
ríkislögreglu-
stjóranum frá
Abdulla Yameen
hefur verið forseti
eyjanna frá
2013 og staðið
fyrir hörðum
aðgerðum gegn
andstæðingum
sínum
Maumoon
Abdul Gayoom
var forseti í 30 ár
til 2008, hefur
snúist á sveif
með stjórnar-
andstöðunni og
lagst gegn
Yameen
Hæstiréttur
landsins skipar
forsetanum að:
Lögreglan
handtekur
fyrrverandi
forseta,
Maumoon
Abdul Gayoom
Hermenn ráðast
inn í dómhús
hæstaréttar
landsins
Harka færist í stjórnmálakreppuna á Maldíveyjum
500 km
INDLANDSHAF
MALDÍVEYJAR
Mohamed Nasheed,
leiðtogi stjórnar-
andstöðunnar og
fyrrverandi forseti
(2008 til 2012)
var dæmdur í
13 ára fangelsi
árið 2015. Hann er í
útlegð og fékk hæli í Bretlandi
Leysa níu
andófsmenn
úr haldi
Veita 12
þingmönnum
sæti á þinginu
að nýju.
Yameen hafði
vikið þeim af
þingi eftir að
þeir sögðu sig
úr flokki hans
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Leyniþjónustunefnd fulltrúadeildar
Bandaríkjaþings hefur samþykkt
einróma að birta nýtt minnisblað
demókrata þar sem vísað er á bug
ásökunum repúblikana í nefndinni
um að alríkislögreglan FBI og dóms-
málaráðuneytið hafi misbeitt valdi
sínu í pólitískum tilgangi. Donald
Trump Bandaríkjaforseti getur
hindrað birtingu minnisblaðsins og
hefur fimm daga til að ákveða hvort
hann geri það.
Demókratar í leyniþjónustunefnd-
inni skrifuðu tíu síðna minnisblað til
að svara fjögurra síðna minnisblaði
sem formaður nefndarinnar, repú-
blikaninn Devin Nunes, skrifaði
ásamt samstarfsmönnum sínum.
Nunes, sem er bandamaður Trumps,
sakar þar embættismenn FBI og
dómsmálaráðuneytisins um að hafa
misbeitt valdi sínu þegar þeir óskuðu
eftir heimild sérstaks dómstóls til að
njósna um Carter Page, sem var um
tíma ráðgjafi Trumps í utanríkismál-
um í kosningabaráttunni árið 2016.
Trump heimilaði birtingu minnis-
blaðsins frá Nunes, þótt FBI og
dómsmálaráðuneytið hefðu lagst
gegn því. Alríkislögreglan kvaðst
hafa miklar áhyggjur af því að í
skjalinu væri sleppt „mikilvægum
staðreyndum sem hafa áhrif á ná-
kvæmni minnisblaðsins í grund-
vallaratriðum“.
Í minnisblaði Nunes eru yfirmenn
FBI og embættismenn ráðuneytis-
ins sakaðir um að hafa ekki veitt
dómurum, sem heimiluðu njósnirnar
um Page, nægar upplýsingar um
gögnin sem beiðnin um heimildina
var reist á. Hún byggðist að minnsta
kosti að hluta á upplýsingum frá
fyrrverandi breskum leyniþjónustu-
manni, Christopher Steele. Margir
hafa dregið þessar upplýsingar í efa
og skýrt hefur verið frá því að Steele
fékk greiðslur frá tveimur fyrirtækj-
um sem demókratar höfðu fengið til
að afla gagna sem gætu skaðað
Trump í kosningabaráttunni. Nunes
segir að með því að upplýsa ekki
dómstólinn um þessi tengsl Steele
við demókrata og andstöðu hans við
Trump hafi embættismenn FBI og
dómsmálaráðuneytisins leynt póli-
tískum ástæðum beiðninnar. Í
minnisblaðinu segir m.a. að Steele
hafi sagt hátt settum embættis-
manni í ráðuneytinu að hann hygðist
láta einskis ófreistað til að koma í
veg fyrir að Trump yrði forseti.
The Wall Street Journal segir hins
vegar að embættismenn FBI og
ráðuneytisins hafi sagt dómurum frá
því að rannsóknin á Page tengdist
mönnum eða hópum sem hefðu pólit-
ískra hagsmuna að gæta eða tengd-
ust stjórnmálum.
Heimildin endurnýjuð þrisvar
The Wall Street Journal segir að
bandarískir leyniþjónustumenn hafi
fylgst með Page frá árinu 2013 þegar
rússneskir njósnarar hefðu reynt að
fá hann í þjónustu sína. Blaðið bend-
ir á að FBI óskaði eftir heimildinni
til að njósna um Page í október 2016,
rúmum mánuði eftir að hann lét af
störfum sem ráðgjafi Trumps eftir
að fjölmiðlar sögðu frá meintum
tengslum hans við Rússa. Í minnis-
blaði Nunes kemur einnig fram að
dómstóllinn endurnýjaði njósna-
heimildina þrisvar næstu mánuðina
og það bendir til þess að fleiri en einn
dómari hafi komið að málinu og talið
að njósnirnar hefðu borið árangur.
Page hefur þó ekki verið ákærður
fyrir lögbrot.
Trump hefur sagt á Twitter að
minnisblað Nunes afsanni ásakan-
irnar um að aðstoðarmenn hans hafi
tengst stjórnvöldum í Rússlandi.
Nokkrir repúblikanar hafa dregið þá
fullyrðingu í efa, þ.á m. fulltrúa-
deildarþingmaðurinn Trey Gowdy,
sem sagði að rannsóknin á Rúss-
landsmálinu héldi áfram „án skjal-
anna frá Steele“. Hann kvaðst bera
mikið traust til FBI og dómsmála-
ráðuneytisins.
Ásökunum Devins
Nunes vísað á bug
Njósnarar Rússa reyndu að fá Page í þjónustu sína 2013
Óttast að Trump ljúgi
» Lögfræðingar Trumps for-
seta hafa hvatt hann til að
neita að svara spurningum Ro-
berts Muellers, sérstaks sak-
sóknara, sem rannsakar meint
tengsl aðstoðarmanna Trumps
við stjórnvöld í Rússlandi.
» Blaðið hefur eftir fjórum
heimildarmönnum að lögfræð-
ingarnir hafi meðal annars
áhyggjur af því að forsetinn
veiti rangar upplýsingar og
verði ákærður fyrir að ljúga að
rannsóknarmönnum.
Kötturinn James, með bindi og flibba, geispar við glugga sendiráðs Ekva-
dors í Lundúnum þar sem Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, hefur
dvalið til að komast hjá því að verða handtekinn og framseldur.
AFP
Fínn sendiráðsköttur