Morgunblaðið - 07.02.2018, Síða 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 2018
kenna manni stafina og að lesa og
læra kvæði og bara allt. Ég hef
ekki alltaf kunnað að meta það,
hvað þá að ég hafi verið spennt
fyrir að hlusta á spólurnar sem
þú tókst upp af mér að blaðra, en
sannarlega hef ég kunnað að
meta það í seinni tíð.
Allt sem þú gerðir fyrir okkur
og hvað þú varst stolt af okkur
öllum. Við áttum það til að rífast
en það entist aldrei lengi enda
vorum við of vanar að tala saman
til að við gætum bara hætt því al-
veg, strengurinn togaði alltaf.
Ég man hvað þér varð tíðrætt
um hvað þú vildir að þú hefðir
getað lært meira, tókst stundum
nærri þér að hafa ekki meiri
skólalærdóm að baki. Nú ætti ég
kannski ekki að segja þetta sem
kennari en allur sá lærdómur
sem lífið gaf þér var ekkert síðri
og þeim lærdómi deildirðu óspart
með okkur svo við gætum lært af
reynslunni.
Þú hafðir alltaf svo miklar
áhyggjur af því hvað ég væri mik-
ill draslari. Ég er ekkert orðin
betri í taka til jafnóðum en ég er
alltaf að reyna.
Í hvert sinn sem draslið safn-
ast upp, þvottakarfan er full eða
ekki búið að vaska upp heyri ég
þig í huganum segja mér að það
sé svo miklu auðveldara að gera
þetta bara um leið. Þó að við
séum líkar að mörgu leyti er
þetta víst ekki eitt af því. Ég held
þó áfram að reyna enda ómar
röddin alltaf í huganum þegar ég
veit að ég er ekki að sinna þessu.
Þú gast sinnt vinnu og heimili og
börnum og öllu í einu, auðvitað
ættum við hin að geta það líka.
Stundum skil ég samt ekki
hvernig þú fórst að því, ég hefði
líklega átt að vera duglegri að
spyrja.
Þó að það sé ótrúlega sárt að
kveðja núna þá veitir það hug-
arró að hugsa um að afi taki á
móti þér á næsta stað. Hann í
kjólfötunum, þú í sparifötunum
með giftingarhringinn sem við
mamma ákváðum að yrði að fara
með þér. Það getur nefnilega
ekki verið að ást sem var svona
heit og innileg eins og ykkar
stoppi bara hér, slíkt hlýtur að ná
út yfir gröf og dauða. Bless í bili,
hafðu þökk fyrir allt og allt
Hulda María.
Elskuleg amma mín er nú fall-
in frá. Það var alltaf svo notalegt
að koma í heimsókn til hennar og
afa í Frostafoldina og skoða
gamlar ljósmyndir og hlusta á
ótrúlegar sögur frá uppvaxtarár-
um þeirra. Amma Hulda var stoð
og stytta Einars afa og það sást
langar leiðir hvað þau voru ham-
ingjusöm með hvort annað.
Amma var með ótrúlegt minni og
það kom aldrei fyrir að hún
hringdi ekki í mig á afmælisdag-
inn minn eða gleymdi hvað eitt-
hvert af langömmubörnunum
hét.
Mér þykir sérstaklega vænt
um þegar hún og Brynja komu að
heimsækja okkur Braga þegar að
dóttir okkar var nýfædd síðast-
liðið sumar. Amma var með súr-
efniskútinn með sér og göngu-
grindina en lét það ekki stoppa
sig í að koma að halda á nýjasta
langömmubarninu.
Takk fyrir allt, elsku amma
Hulda, ég veit að nú ertu komin á
betri stað og hittir loksins hann
Einar þinn aftur.
Hvíldu í friði.
Þín
Ragnheiður Perla
Hjaltadóttir.
Hulda, konan hans pabba, er
dáin. Hún kom inn í líf mitt, þeg-
ar ég var tíu ára og hún og pabbi
fóru að vera saman. Þau fluttu
fljótlega saman til Hólmavíkur og
bjuggu þar í nokkur ár og þar var
ég hjá þeim um tíma á sumrin,
það var góður tími. Hulda var
glaðlynd og hress kona; fannst
gaman að syngja og dansa og
spilaði á gítar.
Það var alltaf líf og fjör í
kringum hana og allt lék í hönd-
unum á henni, henni féll sjaldan
verk úr hendi.
Hún var alltaf að búa eitthvað
til, sauma prjóna, hnýta, smyrna,
búa til listaverk úr hári og svona
mætti lengi telja, það er ótrúlegt
hvað hún afrekaði. Hún saumaði
falleg föt á sjálfa sig, börnin sín
og barnabörn, meira að segja
þjóðbúninga.
Fyrstu þrenn jólin hans
Trausta míns var hann í fallegum
jólafötum, sem hún Hulda saum-
aði úr flaueli eða svörtu fallegu
efni með gullhnöppum og fíniríi.
Ógleymanleg eru jólaböllin, sem
voru haldin í Unufellinu fyrir
frændsystkin og barnabörn.
Hulda vann ýmis störf um ævina
og best leið henni að vinna með
fólki, hún vann með börnum og
fötluðum og veitti gleði inn í líf
þeirra sem hún umgekkst. Félag-
ið Bergmál naut krafta hennar og
þar gladdi hún fólk með söng og
gítarspili.
Hún var einstaklega minnug á
nöfn og afmælisdaga. Eftir að
barnabörnum og barnabarna-
börnum fór að fjölga, var ótrúlegt
hvað hún fylgdist vel með öllum
og mundi afmæli og nöfn allra.
Hún hringdi eða var í sambandi í
tölvunni, þegar sú tækni kom.
Gestrisni, ættrækni og góð tengsl
voru hennar aðalsmerki. Ein-
stakt var að fylgjast með góðu
sambandi hennar við systur sínar
og alla fjölskylduna, enda hugs-
uðu þau einstaklega vel um hana,
þegar heilsan fór að bila síðustu
árin. Líkaminn var slitinn og
þreyttur, en hugurinn kvikur og
hress og áhugi fyrir öllu, sem fjöl-
skyldan var að gera. Alltaf var
gaman að heimsækja hana eða
spjalla í síma og fá fréttir af börn-
um, barnabörnum, ættingjum og
vinum.
Ég á Huldu margt að þakka og
ekki er víst að eins gott samband
hefði haldist við pabba ef hennar
hefði ekki notið við, hún mundi
afmælisdagana og sá um gjafir og
kveðjur til allra.
Megi gæfan þig geyma,
megi Guð þér færa sigurlag.
Megi sól lýsa þína leið,
megi ljós þitt skína sérhvern dag.
Og bænar bið ég þér,
að ávallt geymi þig Guð í hendi sér.
(Bjarni Stefán Konráðsson)
Elsku Brynja, Gummi og fjöl-
skyldur, þessa bæn sendi ég ykk-
ur og er sannfærð um að nú
geymir Guð Huldu í hendi sér.
Vera Björk Einarsdóttir.
Kær vinkona og ömmusystir
barnanna minna, hún Hulda Ingi-
mundar, hefur kvatt þetta líf eftir
harðvítuga baráttu við krabba-
mein og hún var sannkölluð hetja
í þeirri baráttu, með bjartsýni,
gleði og söng að vopni, en það var
hennar eiginleiki.
Við Halldór heitinn frændi
hennar byrjuðum okkar búskap
með henni og börnum hennar
Gumma og Brynju að Hólmgarði
47 sem Hulda hafði fengið leigt
og það leið varla sá dagur að ekki
væri fundinn tími til að syngja og
Hulda spilaði á gítar og ekki var
nú áhuginn minni á handavinnu
allskonar.
Þar lærði ég nú ýmislegt því
Hulda kunni allt eins og ég sagði
svo oft. Hulda var af stórri fjöl-
skyldu komin og systkinin mjög
samrýnd; ættuð af Ströndum.
Hún var systir tengdamóður
minnar og alltaf mikill samgang-
ur milli þeirra og því oftast mikið
fjör þegar þau hittust.
Og hver annar en Hulda hélt
uppi fjörinu á ættarmótum með
söng og gítarspili, sem var henn-
ar aðalsmerki.
Þessi litla og netta kona var al-
gjör perla sem ég og börnin mín
munum minnast með gleði í
hjarta. Hafðu þökk fyrir allt og
allt, elsku Hulda.
Elsku Gummi, Brynja, syst-
kini og aðrir ættingjar, okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Jóna Þorkelsdóttir
og fjölskylda, Grindavík.
✝ Baldur ViðarGuðjónsson
fæddist í Reykjavík
3. október 1936.
Hann lést 29. jan-
úar 2018 á líknar-
deild Landspítalans
í Kópavogi.
Foreldrar hans
voru Guðjón Sím-
onarson, f. 20. jan-
úar 1911, d. 1. októ-
ber 2001, og Soffía
Magdal Sigurðardóttir, f. 28.
nóvember 1912, d. 11. febrúar
1992. Systkini Baldurs eru Gróa
Sigríður, f. 21. ágúst 1934, og
er Guðrún Jónsdóttir, f. 15. júlí
1961. Hulda Margrét, f. 30. júlí
1962, eiginmaður Guðmundur
Ingi Kristinsson, f. 14. júlí 1955.
Baldur Viðar, f. 21. ágúst 1967,
eiginkona Guðlaug Rafnsdóttir,
f. 22. maí 1966. Barnabörnin eru
10 og langafabörnin 9.
Baldur ólst upp í vesturbæ
Reykjavíkur, lengst af á Bræðra-
borgarstíg 26 (Móberg). Hann
fór til sjós 16 ára gamall á togar-
ann Neptúnus. 1957 fór Baldur í
Stýrimannaskólann og lauk
meira fiskimannaprófi árið
1959. Hann var stýrimaður á
togurum og bátum þar til hann
kom í land árið 1971. Þá hóf
hann störf hjá Álverinu í
Straumsvík (Ísal), þar sem hann
starfaði í rúm 32 ár.
Útför hans fer fram frá
Digraneskirkju í Kópavogi í dag,
7. febrúar 2018, klukkan 13.
Sigurður, f. 3. októ-
ber 1943.
Baldur kvæntist
Herthu Sylvíu And-
ersen, f. á Siglufirði
22. nóvember 1939,
hinn 20. des 1958.
Foreldrar Herthu
voru Georg Ander-
sen, f. 20. nóvember
1886, d. 1. febrúar
1970, og Margrét
Jónsdóttir And-
ersen, f. 19. mars 1910, d. 10.
ágúst 1989.
Börn þeirra eru Guðjón, f. 12.
september 1958, eiginkona hans
Baráttu föður míns við erfið
veikindi er lokið, pabbi var dugn-
aðarforkur, elskaði lífið og gerði
alltaf sitt besta með mömmu sér
við hlið.
Það var honum afar dýrmætt
að fá að fylgjast með yngstu
meðlimum fjölskyldunnar enda
mikill barnakarl og í lokin þegar
hann gat ekki lengur leikið við
langafabörnin sín vildi hann bara
fá að sjá þau eins og hann orðaði
það sjálfur.
Mér er minnisstætt úr æsku
minni þegar við fjölskyldan fór-
um sumar eftir sumar til Þing-
valla og vorum viku til tíu daga
hvernig sem viðraði, þá var farið
með rútunni því ekki áttu pabbi
og mamma bíl á þessum tíma.
Þrjú börn, tjald og allt sem fylgdi
því að fara í útilegu í marga daga
– ekki var verið að kvarta yfir
því. Yndislegri minningar er ekki
hægt að eiga frá æskunni en þær
að veiða með pabba, fá gott að
borða hjá mömmu og þegar rign-
ingin buldi á tjaldinu var spilað á
spil og farið í sjóorrustu eins og
það tíðkaðist þá. Já, við systkinin
vorum lánsöm vegna kærleika,
fyrirhyggju og natni foreldra
okkar.
Pabba varð tíðrætt um hversu
gott starfsfólk Landspítalans var
honum í veikindum hans og vil ég
þakka öllum sem komu að og
hjálpuðu honum kærlega fyrir.
Elsku pabbi, takk fyrir allt og
góða ferð, þín dóttir
Hulda Margrét.
Elsku tengdapabbi minn,
hann Baldur Viðar Guðjónsson,
er látinn. Baldur var dásamlegur
tengdafaðir, ég kynntist honum
þegar ég var 18 ára og ég kom
inn í fjölskylduna. Tengdapabbi
reyndist mér alltaf vel í gegnum
árin og höfum við farið ófáar
ferðir innanlands með þeim hjón-
um, t.d. veiðiferðir, útilegur og
að tína ber svo eitthvað sé nefnt.
Þessar ferðir voru mjög
skemmtilegar og dýrmætar fyrir
alla fjölskylduna. Það er gott að
geta minnst þeirra stunda. Einn-
ig áttum við ófáar stundir hér á
pallinum í Fjallalindinni með
tengdapabba og tengdamömmu
þar sem Baldur yngri grillaði
fyrir okkur og notuðum við þá
tækifærið til að spjalla saman um
lífið og tilveruna. Þessar stundir
eru okkur einnig ógleymanlegar.
Hann Baldur var eins og mér
finnst „besti afi í heiminum“.
Þegar við eignuðumst strákana
okkar og komum í heimsókn þá
upplifðum við hvað hann gaf sér
góðan tíma í að hlusta, leika eða
segja strákunum okkar sögur frá
eldri tímum. Hann fylgdist líka
vel með því sem við vorum að
gera og skipti það hann miklu
máli.
Elsku Baldur, takk fyrir að
vera þú og vera alltaf til staðar
fyrir okkur.
Vertu, Guð faðir, faðir minn,
í frelsarans Jesú nafni,
hönd þín leiði mig út og inn,
svo allri synd ég hafni.
(HP)
Kveðja
Guðlaug (Gulla).
Elsku afi.
Það sem einkenndi afa var
mikil lífsgleði, baráttuandi og
eru það forréttindi að fá að kynn-
ast jafn góðum manni á lífsleið-
inni. Það er margs að minnast en
það sem kemur fyrst upp í koll-
inn eru þau ótal skipti sem við
smurðum okkur ömmukex og
settumst í lazyboy-inn hans afa
og skoðuðum dýrabækur. Ég,
Kristófer Óli, vildi þó alltaf bara
skoða rándýrabókina og lét afi
það eftir mér. Þetta gerðum við í
fleiri ár og allt þar til við pöss-
uðum einfaldlega ekki báðir í
lazyboy-inn vegna þess að við
vorum báðir að stækka.
Þegar við fjölskyldan fluttum
aftur heim til Íslands eftir
þriggja ára dvöl í Danmörku,
bjuggum við fyrst um sinn hjá
ömmu og afa á Smyrlahrauninu í
Hafnarfirði, pabbi var nýkominn
úr námi og við áttum ekki mikla
peninga. Lukkan var heldur bet-
ur með okkur bræðrunum því
ekki var til betri maður,
skemmtilegri leikfélagi, flottari
fyrirmynd og seinna í lífinu betri
langafi en afi okkar Baldur Guð-
jónsson.
Minningar eru fyndnar þegar
við hugsum til baka til þessa
tíma, þá er alltaf sumar; afi er úti
í garði að fikta í rósunum sínum
eða úti á plani að bóna bílinn, ég,
Baldur, er með hamar, ég var
alltaf að smíða. Við tókum upp
kartöflur bara til þess að grafa
þær aftur ofan í moldina svo end-
urtókum við leikinn aftur og aft-
ur. Við fórum í könnunarleið-
angra um hraunið, hann kenndi
okkur að virða náttúruna og þá
sérstaklega mosann. Það var
gaman að slæpast með afa, hann
var ljúf sál og hann hafði alltaf
tíma. Við elskum þig, afi, við
söknum þín, hvíldu í friði.
Baldur Viðar og
Kristófer Óli.
Afi var ótrúlega lífsglaður, já-
kvæður og þakklátur fyrir allt
sem var gert fyrir hann. Það var
alltaf gott að koma í heimsókn til
afa og við barnabörn og barna-
barnabörn fengum alltaf óskipta
athygli frá honum. Hann lék
endalaust við okkur og við vorum
alltaf númer eitt. Afi hafði óbil-
andi trú á öllu sem við tókum
okkur fyrir hendur, við vorum
alltaf framúrskarandi í öllu að
hans mati.
Alltaf þegar við komum í
heimsókn var séð til þess að mað-
ur færi ekki svangur í burtu enda
afi mikill matmaður. Honum
þótti nú best þegar langafabörn-
in máttu fá köku og hann passaði
vel að kenna þeim hvaða kaka
væri best.
Afi talaði mikið um hversu vel
heilbrigðiskerfið hefði reynst
honum. Hann var svo ánægður
með alla þá þjónustu sem hann
fékk, starfsfólkið og ekki má
gleyma matnum á spítalanum,
það var víst veislumatur.
Það er margt sem hægt var að
læra af afa, jákvæðnin og lífs-
gleðin er það sem við munum
reyna að tileinka okkur í gegnum
lífið.
Við kveðjum afa með miklum
söknuði.
Ágústa og Ásdís.
Við lát Baldurs fækkar enn í
vinahópnum sem varð til þegar
átta vinkonur útskrifuðust úr
Húsmæðraskóla Reykjavíkur
fyrir sextíu árum og stofnuðu
saumaklúbb. Þetta var skemmti-
legur tími, við svo ungar og lífið
blasti við. Hertha var þá þegar
trúlofuð Baldri og ekki leið á
löngu þar til við vorum allar gift-
ar og eiginmennirnir urðu strax
hluti af klúbbnum. Baldur og
Hertha eignuðust fyrsta sauma-
klúbbsbarnið, Guðjón, sem verð-
ur sextugur á þessu ári, og börn
klúbbmeðlima fæddust hvert á
fætur öðru á næstu árum, urðu
30 talsins og síðan komu barna-
börn og langömmubörn, mikil
frjósemi þar.
Þegar Baldur og Hertha byrj-
uðu að búa var hann í siglingum
og kom oft færandi varninginn
heim, fallega hluti og föt á
Herthu því hann hafði snemma
skoðanir á því hvernig hún
klæddist og hafði góðan smekk.
Eftir að Baldur hætti á sjónum
og fór að vinna í Straumsvík voru
þau Hertha saman öllum stund-
um þegar vinnu lauk. Þau kunnu
að njóta lífsins.
Þau ferðuðust víða, skoðuðu
hvern krók og kima á Íslandi og
lögðust síðan í heimsreisur. Að
lokum fundu þau sér sælureit á
Kanaríeyjum og þar dvöldu þau
langdvölum á veturna.
Þótt Baldur og Hertha ferð-
uðust mikið gafst að sjálfsögðu
tími fyrir saumklúbbinn annað
slagið. Saumaklúbbskvöldin
urðu að sögustundum og mynda-
kvöldum. Þar var deilt fjöl-
skyldusögum og myndir skoðað-
ar. Þá voru haldnar skemmti-
legar samkomur þar sem
eiginmennirnir tóku þátt. Saman
fórum við í ferðir bæði innan-
lands og utan og eigum frá þeim
dásamlegar minningar. Ferðirn-
ar innanlands eru mér minnis-
stæðastar. Þá leigðum við okkur
hús eða gistum hjá þeim sem
áttu bústaði utan höfuðborgar-
svæðisins og vörðum þremur til
fjórum dögum saman og þá var
tekið upp á ýmsu. Allir tóku þátt
í grilla og elda veislumat, það var
sungið og dansað og tjúttað (við
tilheyrum tjúttkynslóðinni). Það
voru sagðar sögur, lesið upp úr
bókum og síðast en ekki síst, sett
upp leikrit – og þar kom Baldur
sterkur inn. Ingólfur Bárðarson,
einn eiginmannanna, sem nú er
farinn, tók alltaf að sér hlutverk
leikstjóra og búningahönnuðar
en þegar kom að því að skipa í
hlutverk var Baldur ætíð í aðal-
hlutverki. Leikritið var spunnið á
staðnum og þar urðu margar eft-
irminnilegar uppákomur. Hefð-
um við haft rænu á að veita verð-
laun fyrir bestu frammistöðuna
hefðu þau oftast komið í hlut
Baldurs.
Það er ekki hægt að skilja við
Baldur án þess að minnast á
hversu barnelskur hann var. Ef
hann væri ungur í dag myndi ég
veðja á að hann hefði gerst leik-
skólakennari, þar hefði hann not-
ið sín ekki síður en í leiklistinni.
Elsku Hertha, það hefur mætt
mikið á þér undanfarna mánuði,
þú hefur sýnt sjaldséðan dugnað
og fórnfýsi. Ef hægt er að segja
að einhver sé klettur í lífi annars
þá varst þú svo sannarlega
kletturinn í lífi Baldurs.
Við vinkonurnar munum
sakna Baldurs og allra skemmti-
legu uppátækjanna hans en lífið
heldur áfram og við munum
styðja hver aðra þegar sorgin
dynur á okkur. Saumaklúbbur-
inn sendir þér og fjölskyldunni
allri sínar innilegustu samúðar-
kveðjur. Blessuð sé minning
Baldurs.
Sigríður Auðunsdóttir.
Baldur Viðar
Guðjónsson
Maðurinn minn og faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
JÓN MARVIN GUÐMUNDSSON,
kennari og hamskeri,
Hellulandi 22,
verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju
föstudaginn 9. febrúar klukkan 11.
Margrét Sæmundsdóttir
Sif Jónsdóttir Jón Arnar Sigurjónsson
Guðmundur Jónsson Jenny M. Johansson
Sæmundur Jónsson Guðlaug Kristinsdóttir
Páll Marvin Jónsson Eva Sigurbjörg Káradóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
JÓHANNES HERMANN ÖGMUNDSSON
múrari,
Ársölum 1, Kópavogi,
andaðist á Landspítalanum við Hringbraut
fimmtudaginn 1. febrúar. Útförin fer fram frá
Digraneskirkju föstudaginn 9. febrúar klukkan 13.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Hjartavernd.
Sérstakar þakkir fyrir góða og hlýja umönnun færum við
starfsfólki heimahjúkrunar og hjartadeildar Landspítalans.
Hjördís Þorsteinsdóttir
Pétur Einar Jóhannesson Steve Rotherfort
Ögmundur Þór Jóhannesson Sigurlína Björg Hauksdóttir
Þorsteinn Lúter Jóhanness. Sigríður Guðrún Stefánsdóttir
Jón Már Jóhannesson Amelia Pando Garcia
Ólafur Geir Jóhannesson Sam Anurak Jansawek
Júlía Jóhannesdóttir Árni Júlíusson
afabörn og langafabörn