Morgunblaðið - 07.02.2018, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 07.02.2018, Qupperneq 25
synir þeirra einnig á unglings- árunum og síðar. Lalli hafði sterkar taugar austur í Hornafjörð þar sem hann hafði verið í sveit frá barnsaldri. Þar byggði hann sér bústað og fékk pabba okkar gjarnan til liðs við sig, enda samrýndir og góðir vinir. Á landinu sínu boraði hann eftir heitu vatni, reyndi sig við fiskeldi; var alltaf framsækinn. Við systkinin og fjölskyldur okkar eigum margar góðar minningar frá veru okkar hjá þeim hjónum Ásu og Lalla í bú- staðnum þeirra Klettabæ. Lalli tók sér margt fyrir hendur og hikaði sjaldan við að prófa nýja hluti eins og hans lífsferill ber vott um. Það er okkur eldri systkinunum minn- isstætt þegar hann rak búð á Laugaveginum, fór á sjóinn, og stofnaði að lokum fyrirtækið Stólpa, sem nú er í höndum son- ar hans og orðið öflugt á sínu sviði. Það var þroskandi fyrir okk- ur systkinin að upplifa hin góðu tengsl sem voru milli systkina mömmu, og eftir fráfall pabba okkar var Lalli einstaklega ræktarsamur og bar mikla um- hyggju fyrir mömmu okkar enda þau ætíð miklir vinir. Mikil viðbrigði voru það fyrir mömmu þegar Lalli veiktist og hún fór í hlutverk hans, að sýna honum þá ræktarsemi sem hún hafði fengið að njóta og stytta honum stundir á meðan hann naut þess. Lalli hefur nú kvatt okkur og erum við þakklát fyrir þann tíma og allar þær góðu minn- ingar sem hann skilur eftir með okkur. Innilegar samúðarkveðjur til ykkar elsku Ása, Dagný, Ás- geir, Villi og fjölskyldur. Guð geymi Lalla frænda og gefi ykk- ur styrk. Guðrún, Ásgeir, Magnús, Ingunn, Helga og fjölskyldur. Gleði, góðmennska og hjálp- semi. Þetta kemur upp í hugann í dag þegar ég kveð hinstu kveðju frænda minn Þorlák Ás- geirsson, eða Lalla eins og hann var alltaf kallaður. Lífsgleðin var hans leiðarljós og aldrei man ég eftir honum nema í góðu skapi. Hann var líka einstaklega hjálpsamur og alltaf hafði hann nægan tíma fyrir fjölskyldu og vini. Á með- an kraftar leyfðu vann hann líka „margfalda“ vinnu, mest við smíðar. Hann var ungur þegar for- eldrar hans skildu og kom hann þá, ásamt tveimur systrum sín- um hingað til Hafnar og þau dvöldu um lengri eða skemmri tíma hér hjá fjölskyldunni. Lalli fór þá til Vilhjálms móðurbróður míns í Krossbæ og það var mikið lán fyrir Villa frænda. Alla tíð, allt til þess tíma er Villi lést í mars 2008 héldu Lalli og hans fjölskylda mikilli tryggð við hann og hjálp- uðu honum „með ráðum og dáð“ allt til hinstu stundar. Slíkt verður aldrei fullmetið. Lalli byggði sér sumarhús í Krossbæ og fjölskyldan naut þess að koma hingað til Horna- fjarðar þegar tækifæri gafst og margar góðar minningar eru frá þeim ferðum. Ég á honum líka mikið að þakka því árið 2000 þurfti móðir mín að fara í nokkrar aðgerðir til Reykjavíkur. Þá veitti hann henni ómetanlega hjálp og var alltaf tilbúinn að taka á móti henni. En enginn „veit sína ævina“ ef til vill sem betur fer. Lalli greindist með sjúkdóm sem ekki var hægt að ráða við. Alz- heimer-sjúkdómurinn gaf ekki grið og síðustu árin voru honum mjög erfið, en þá átti hann því láni að fagna að eiginkona hans og aðrir í fjölskyldunni umvöfðu hann og gerðu honum lífið eins auðvelt og hægt var. Minningin lifir um góðan frænda, sem allt vildi fyrir mig og mína fjölskyldu gera. Frænda sem tók alltaf brosandi á móti manni, oftast með stríðn- isglott í augum, tilbúinn að stríða manni ef mögulegt var. Frænda sem dansaði og söng þegar færi gafst og var hrókur alls fagnaðar. En nú eru tímamót og komið að kveðjustund. Við Guðbjartur sendum Ásu og fjölskyldu inni- legar samúðarkveðjur og biðj- um þeim blessunar. Tíminn líður, kveðja vinir kærir, Krossbæinga minningarnar geyma. Þakkir sínar Agnes frænka færir fyrir góðu, liðnu árin heima. Verk þín munu vel og lengi standa, vinir minnast glaðværðar og hlýju. Kátur munt þú leita nýrra landa og lyfta sög og hamri þar að nýju (GÖ) Agnes Ingvarsdóttir. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 2018 Raðauglýsingar Raðauglýsingar Atvinnuhúsnæði Lagerhúsnæði í GARÐABÆ Um er að ræða tvær sjálfstæðar einingar 920 ferm og 350 (400) ferm. Lofthæð er um 4.5 metrar. Húsnæðið getur verið laust á næstu 2 – 3 vikum. Upplýsingar í síma 772 1312 og 899 2841 Nauðungarsala Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir Hrafntóftir lóð 1, Rangárþing ytra 50% ehl. gþ., fnr. 234-2484 , þingl. eig. Bergsteinn Vigfússon, gerðarbeiðandi Sýslumaðurinn á Norðurlandi ves, þriðjudaginn 13. febrúar nk. kl. 11:20. Lyngholt, Ásahreppur, ehl. gþ., fnr. 193474 , þingl. eig. Skarphéðinn Hilbert Ingason, gerðarbeiðandi Landsbankinn hf., þriðjudaginn 13. febrúar nk. kl. 10:00. 0Sýslumaðurinn á Suðurlandi 6 febrúar 2018 Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, foreldramorgnar kl. 10.30, söngstund við píanóið með Helgu Gunnars kl. 13.45 bókaspjalli aflýst í dag. Árbæjarkirkja Opið hús í safnaðarheimili kirkjunnar kl. 13 til 16. Leikfimi með Öldu Maríu á sínum stað kl. 13.30. Síðan ætlar Sólveig Anna Bóasdóttir að fjalla um nýútkomna bók sína Guð og gróður- húsaáhrif, kristin siðfræði á tímum loftslagsbreytinga. Kynning henn- ar hefst kl. 14, kaffi og með þvi á eftir, kyrrðarstund í kirkjunni kl. 12 og léttur hádegisverður á eftir gegn vægu gjaldi. Allir velkomnir. Árskógar Handavinna með leiðbeinandi kl. 9-16, opin smíðastofa kl. 9-16. Stóladans með Þórey kl. 10, opið hús, t.d. vist og brids kl. 13-16. opið fyrir innipútt, hádegismatur kl. 11.40-12.45, kaffisala kl. 15-15.45, heitt á könnunni, allir velkomnir. S. 535-2700. Boðinn Handavinnustofa opin frá kl. 9-15, vatnsleikfimi í sundlaug Boðans kl. 9, harmonikkuspil og söngur kl. 13.30. Bólstaðarhlíð 43 Opin handverksstofa kl. 9-16, myndlist kl. 9-12, billjardkennsla kl. 9.30, tölvu- og snjallsímaaðstoð frá kl. 9.30-10.10, morgunkaffi kl. 10-10.30, botsía kl. 10.40-11.20, glerlist byrjar á ný í dag kl. 13, ennþá laus pláss í glerlistina hjá Vigdísi, endilega að hafa samband ef einhver vill byrja í gleri í dag. Spiladagur, frjáls spila- mennska kl. 12.30-15.50. Opið kaffihús kl. 14.30-15.15. Breiðholtskirkja ,,Maður er manns gaman" í Breiðholtskirkju kl. 13.15. Spil, handavinna, leikfimi og spjall. Allir hjartanlega velkomnir. Dalbraut 18-20 Samverustund með sr. Davíð Þór kl. 14, verslunar- ferð í Bónus kl. 14.40. Dalbraut 27 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri kemur í heimsókn í kaffitímanum kl. 15. Félagsmiðstöðin Vitatorg Bókband kl. 9-13, opin handavinna frá kl. 9-12, tölvu- og snjallsímakennsla kl. 10-11, bókband kl. 13-17, frjáls spilamennska kl. 13-16.30, myndlist kl. 13.30-17. Harmonikkudansleik- ur með Vitatorgsbandinu frá kl. 14-15, ókeypis aðgangur og allir vel- komnir. Kaffiveitingar kl. 14.30-15.30. Verið velkomin á Vitatorg, síminn er 411-9450. Garðabær Opið í Jónshúsi og heitt á könnunni alla virka daga frá kl. 9.30-16, meðlæti með síðdegiskaffinu er selt frá kl. 14-15.40. Vatnsleik- fimi Sjálandi kl. 7.40/15.15, kvennaleikfimi í Sjálandi kl. 9.30, kvenna- leikfimi í Ásgarði kl. 10.40, gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10, brids í Jónshúsi kl. 13, leir í Kirkjuhvoli kl. 13, zumba í Kirkjuhvoli kl. 16.15. Gerðuberg Opin Handavinnustofan kl. 8.30-16, útskurður með leiðbeinanda kl. 9-12, útskurður / pappamódel með leiðbeinanda kl. 130-16, félagsvist kl. 13-16. Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 9.10 byrjenda-botsía, kl. 9.30 glerlist, kl. 13 félagsvist, kl. 13 postulínsmálun. Grensáskirkja Samvera eldri borgara kl. 14-15.30, helgistund, bingó, kaffi og meðlæti, hjartanlega velkomin. Guðríðarkirkja Þorrablót félagsstarfs eldri borgara miðvikudaginn 7. febrúar kl. 12, byrjum í kirkjunni með fyrirbænir og söng. Hægt er að hafa samband við Guðríðarkirkju með fyrirbænaefni í síma 577-7770. Síðan verður þorrabót í safnaðarheimilinu, Jóhannes Kristjánsson skemmtikraftur og eftirherma kitlar hláturtaugarnar. Matur kr. 2000.- Hlökkum til að sjá ykkur. Gullsmári Myndlist kl. 9, ganga kl. 10, postulísmálun / kvennabrids / silfursmíði kl. 13. Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin kl. 8-16, morgunkaffi og spjall til kl. 10.30, dagblöðin og púsl liggja frammi, zumbadans og líkamsrækt kl. 9 hjá Carynu, morgunleikfimi kl. 9.45, jóga hjá Carynu kl. 10. Samverustund kl. 10.30, lestur og spjall, hádegismatur kl. 11.30. Handavinnuhópur kl. 13, línudans hjá Ingu kl. 13.30, eftirmiðdagskaffi kl. 14.30. Hæðargarður 31 Félagsmiðstöðin opnuð kl. 8.50, við hringborðið kl. 8.50, upplestrarhópur Soffíu kl. 9.45, ganga kl. 10, línudans með Ingu kl.10.15, stóla- og hláturjóga kl. 13.30, tálgun í ferskan við með Valdóri kl. 14.30, síðdegiskaffi kl. 14.30, allir velkomnir óháð aldri upplýsingar í síma 411-2790. Korpúlfar Glerlist kl. 9 með Fríðu í Borgum, ganga kl. 10 frá Borgum og inni í Egilshöll. Keila í Egilshöll kl. 10, stjórnar- og nefndarfundur Korpúlfa kl. 10 í dag, ath. breyttan fundarstað, keila í Egilshöll kl. 10, Gaman saman kl. 13 í Borgum og Þorrablót Korpúlfa, húsið opnað kl. 18 í Borgum, borðhald hefst 19, muna aðgöngumiða og að taka með sér drykkjarföng, gleði, gaman og dans með góðri skemmtun. Neskirkja Krossgötur kl. 13.00. Margrét Eggertsdóttir, íslenskufræð- ingur: Hallgrímur Pétursson á lönguföstu. Kaffi og kruðerí. Selið, Sléttuvegi 11-13 Selið er opið frá kl. 10-16 og upp úr kl. 10 er boðið upp á kaffi þar sem fólk kemur saman í spjall og kíkir í blöðin. Hádegisverður er kl. 11.30-12.30 og handavinnuhópurinn kemur saman kl. 13, vöfflukaffi er selt á vægu verði kl. 14.30–15.30. Allir eru hjartanlega velkomnir í Selið. Nánari upplýsingar hjá Maríu Helenu í síma 568-2586. Seltjarnarnes Leir Skólabraut kl. 9. Botsía salnum Skólabraut kl. 10. kaffispjall í króknum kl. 10.30, kyrrðarstund í kirkjunni kl. 12, timbur- menn Valhúsaskóla kl. 13, handavinna Skólabraut kl. 13, vatnsleikfimi sundlauginni kl. 18.30. Munið skráninguna í óvissuferðina sem farin verður nk. fimmtudag kl. 13.30. Hulduhólar og Messin í kaffi og með því. Verð kr. 3.000.- (heimsókn, rúta og veitingar.) Stangarhylur 4, Göngu-Hrólfar ganga frá Ásgarði Stangarhyl 4 kl. 10, söngvaka kl. 14 stjórnendur Karl Karlsson og Sigurður Jónsson. Söngfélag FEB kóræfing kl. 16.30 stjórnandi Gylfi Gunnarsson. Félagslíf Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. Ræðumaður Ragnar Gunnarsson. Nýjar fréttir að utan. Allir velkomnir. Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl 20.00.  HELGAFELL 6018011019 VI Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Þjónusta Faglærðir málarar Tökum að okkur öll almenn málningarstörf. Tilboð eða tímavinna. Sími 696 2748 loggildurmalari@gmail.com Bílaþjónusta GÆÐABÓN Stofnað 1986 • Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Húsviðhald Dreifingardeild Morgunblaðsins leitar að dugmiklu fólki 13 ára og eldra, til að bera út blöð. Allar nánari upplýsingar í síma 569 1440 eða dreifing@mbl.is Vantar þig aukapening? Kær öðlingur og fjölskylduvinur er fallinn frá. Ég kynntist Þorvaldi Snæbjörnssyni, eða Lilla eins og hann var gjarna kallaður, á æskuárum mínum á Akureyri, en hann var einn besti vinur pabba míns. Þorvaldur var ljúfmenni með sérstaklega góða og þægilega nærveru, dugnaðarforkur og fylginn sér, frábær veiðifélagi og manna skemmtilegastur þegar hann fékk sér í tána. Hann byggði sér og fjölskyldu sinni glæsilegt heimili í Kotár- gerði 18 og garðurinn hans með klettabakkanum sem hann rækt- aði af alúð var rómaður fyrir feg- urð. Og kartöflurnar sem hann ræktaði, ja þvílík eðal-jarðepli voru vandfundin. Þorvaldur Snæbjörnsson ✝ ÞorvaldurSnæbjörnsson fæddist 30. ágúst 1930. Hann lést 11. janúar 2018. Útför Þorvaldar fór fram 22. janúar 2018. Til eru margar skemmtilegar sögur af Þorvaldi, ekki síst af uppákomum í veiðitúrum með pabba þar sem við Snæbjörn (Brói) sonur Lilla og æskufélagi minn vorum með í för. Lilli var lunkinn veiðimaður eins og pabbi og manna fisknastur. Ef fiskur gaf sig þá var Lilli að fá hann. Manni yljar um hjarta- rætur þegar maður minnist skemmtilegra sumarkvölda á ár- bakkanum eftir fengsælan veiði- dag. Þá var stundum tekinn tappi úr flösku og sunginn óður til ís- lenskrar náttúru eða fósturlands- ins freyju. Fyrir þessar stundir verð ég eilíflega þakklátur sem og aðra samveru með Þorvaldi. Ég votta Guðrúnu, eftirlifandi eiginkonu hans, og börnum þeirra, Möggu, Bróa, Stjána og Lella, mína dýpstu samúð. Hvíldu í friði, Lilli minn. Ívar Aðalsteinsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.