Morgunblaðið - 07.02.2018, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 07.02.2018, Qupperneq 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 2018 Katrín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Sölku-Fiskmiðlunar áDalvík, á 50 ára afmæli í dag. Hún tók við framkvæmdastjóra-stöðunni árið 2004, en hefur unnið hjá fyrirtækinu frá 1994. „Við höfum sérhæft okkur í þurrkuðum fiskafurðum fyrir Nígeríu- markað, við erum útflutningsfyrirtæki og seljum fyrir framleiðendur. Nígeríumarkaður er búinn að ganga í gegnum erfiðleika frá 2015, það er minni peningur í umferð hjá þeim til að kaupa sér vöru og við fáum lægra verð fyrir afurðirnar. Það er samt mjög gott að eiga viðskipti við Nígeríumenn, þeir hafa verið mjög áreiðanlegir viðskiptavinir enda góð vara sem er verið að bjóða upp á.“ Katrín fer að jafnaði tvisvar á ári til Nígeríu í vinnuferðir og oftar ef eitthvað sérstakt er í gangi. „Við förum yfirleitt á þrjá til fjóra staði, helstu markaðirnir eru á þremur stöðum og svo erum við með góð- gerðarstarfsemi á fjórða staðnum þar sem við ásamt fleiri hagsmuna- aðilum í þessum þurrkaða fiskbransa á Íslandi styrkjum augnaðgerðir á fátæku fólki.“ Helstu áhugamál Katrínar eru samverustundir með fjölskyldu og vin- um og handavinna. Íþróttir, útivist og ferðalög innanlands eru líka of- arlega á blaði. „Ætli ég sé ekki búin að keyra flestar götur í byggð á landinu. Svo stefni ég á að fara í Veiðivötn í sumar í fyrsta sinn með föð- ur mínum, systkinum og fjölskyldum.“ Eiginmaður Katrínar er Haukur Snorrason, sem rekur innflutnings- fyrirtækið Samleið. Börn þeirra eru Íris, 30 ára, Snorri Eldjárn, sem varð 27 ára á mánudag, og Sveinn Margeir, 16 ára. „Ég held að ég hefji daginn með því að fara í ræktina kl. 6.15 eins og venjulega. Svo ætla ég að vera mestmegnis heima og skella í eina eða tvær kökur fyrir fjölskylduna og þá sem reka inn nefið. Trúlega endar dagurinn á súpukvöldi með vinkonum í blakfélaginu Rimum.“ Hjónin Katrín og Haukur stödd við Goðafoss síðastliðið sumar. Nígeríumenn trygg- ir viðskiptavinir Katrín Sigurjónsdóttir er fimmtug í dag Þ ráinn Hallgrímsson fæddist á Siglufirði 7.2. 1948. Fjölskyldan flutti til Reykjavíkur árið 1956, svo hann stundaði barnaskólanám á Siglufirði og í Melaskólanum, lauk landsprófi frá Gagnfræðaskóla Vesturbæjar 1964, stúdentsprófi frá MR 1968, lauk BA-prófi í í ensku, frönsku og norsku 1973 og jafnframt námi í uppeldis- og kennslufræðum og stundaði frönskunám í Frakklandi og spænskunám í Santander á Spáni á árunum 1975 og 1976. Þráinn vann ýmis verkamanna- störf á unglings- og skólaárum og var tækjamaður og gröfumaður um skeið á háskólaárunum. Þráinn starfaði við Iðnaðarbanka Íslands 1972-73, kenndi við MÍ 1973-80 og jafnframt við Kvöld- skólann á Ísafirði og Gagnfræða- skólann og starfaði fyrir Iðnskóla Ísafjarðar, var blaðamaður á Al- þýðublaðinu 1980-83 og blaða- maður og annar umsjónarmaður Helgarblaðs dagblaðsins Tímans 1983. Þráinn varð fræðslufulltrúi MFA 1983, starfaði þar við Félagsmála- skóla alþýðu og sat í stjórn Tóm- stundaskólans á upphafsárum, undir stjórn MFA. Hann varð skrifstofustjóri ASÍ í árslok 1988 og til 1992, varð þá skólastjóri Tómstundaskólans og skólastjóri Mímis Tómstundaskólans 1995-96, var skrifstofustjóri Verkamanna- félagsins Dagsbrúnar í Reykjavík 1996 og var það áfram er stéttar- félögin í Reykjavík sameinuðust, hjá Dagsbrún og Framsókn stéttarfélagi og síðan skrif- stofustjóri Eflingar – stéttarfélags, Þráinn Hallgrímsson, skrifstofustjóri Eflingar – 70 ára Í Austfjarðaþoku Þráinn, Karitas, Jón Elías, Ólafur og Þórunn Karitas á leið upp Öx , að koma úr hreindýraveiði. Lukkunnar pamfíll með ótal áhugamál Afmælisbarnið Þ́ráinn á félagsfundi hjá Dagsbrún, þá nýtekinn við sem skrifstofustjóri félagsins. Reykjavík Baldur Rafn Karlsson fæddist 7. febrúar 2017 kl. 17.32 og á því eins árs afmæli í dag. Hann vó 3.854 g og var 53 cm langur. Foreldrar hans eru Anna Birna Rafnsdóttir og Karl Sigurðsson. Nýir borgarar Keflavík Sóldís Lilja Jónsdóttir fædd- ist 7. febrúar 2017 kl. 1.41 og á því eins árs afmæli í dag. Hún vó 3.116 g og var 49 cm löng. Foreldrar hennar eru Sunna Björg Reynisdóttir og Jón Oddur Sigurðsson. Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Laugavegur 61 I Kringlan I Smáralind I sími 552 4910 I www.jonogoskar.is Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.