Morgunblaðið - 07.02.2018, Síða 27
við stofnun þess, og hefur gegnt
því starfi síðan.
Þráinn var formaður fyrsta fé-
lagsmálaráðs Ísafjarðar um
tveggja ára skeið og sat einnig í
menningarráði Ísafjarðar á sama
tíma, í stjórn Bréfaskólans frá
1986 og stjórnarformaður þar
1988-89, sat í stjórn MFA á
Norðurlöndum um skeið, var
námsstjóri við Norræna MFA-
skólann 1986, sat í stjórn Genfar-
skólans, samnorræns skóla verka-
lýðshreyfingarinnar, 1988-2002 og
sat í stjórn Neytendasamtakanna.
Þráinn sat í þríhliðanefnd ILO,
Alþjóðavinnumálastofnunar fyrir
ASÍ, fulltrúi launafólks á alþjóða-
vinnumálaþinginu í Genf í Sviss
1989-92, í ráðgjafarnefnd jafnrétt-
isráðs 1988, í nefnd félagsmálaráð-
herra um starfsmenntun í atvinnu-
lífinu 1989, var formaður tóm-
stundaráðs Kópavogs, varafor-
maður skólanefndar Kópavogs í
tvö kjörtímabil og er nú varamaður
í velferðarráði Kópavogs fyrir
Samfylkinguna.
Þráinn hefur haft umsjón með
útgáfu á margvíslegu fræðslu- og
upplýsingaefni fyrir skrifstofu ASÍ.
Þráinn er jafnaðarmaður af lífs-
hugsjón og ævistarfi. Ef hann er
ekki að auka jöfnuð í samfélaginu
gefur hann sér tíma til að rækta
landið. Á níunda áratugnum var
hann formaður í mannréttinda-
nefnd El Salvador á Íslandi og hef-
ur stutt mannréttindasamtökin
Amnesty.
Þráinn hefur alla tíð skemmt sér
konunglega í vinnunni en hefur svo
auk þess ýmis áhugamál. Hann er
mikið fyrir útilíf og fjallgöngur, og
hefur, ásamt fjölskyldunni, byggt
upp orlofsdvalarstað nálægt
Laugarvatni sem er friðarreitur
fjölskyldunnar og heilnæmur
vinnustaður. Þar hefur malargryfju
verið breytt í unaðslegan gróður-
reit. Hann liggur í bókmenntum og
tónlist frá ýmsum löndum en
Vínartónleikar eru efst á vinsælda-
listum um hver áramót auk þess
sem hann heldur enn upp á Bítl-
ana. En mest af öllu metur hann
góðan félagsskap vina, fjölskyldu
og vinnufélaga. Hann hefur áhuga
á tungumálum og verður ástfang-
inn af gömlum og grónum borgum
Evrópu, ekki síst Kaupmannahöfn,
Vínarborg, München og Barcelona,
að ógleymdri Santander á Norður-
Spáni þar sem hann valdi við
spænskunám.
„Ég er lukkunnar pamfíll. Hef
átt góða og samhenta fjölskyldu,
trausta vini og fengið að takast á
við krefjandi verkefni alla starfs-
ævina. Hvað er hægt að biðja um
meira?“
Fjölskylda
Eiginkona Þráins er Þórunn
Karitas Þorsteinsdóttir, f. 4.1.
1952, lengi starfsmaður Lands-
bankans.
Börn Þráins og Þórunnar Karit-
asar eru Jón Elías Þráinsson, f.
27.11. 1969, kerfisstjóri hjá Sjóvá,
en hann á synina Márus Mána og
Ívan Rökkva; Ólafur Þráinsson, f.
20.9. 1972, tæknimaður netlausna
hjá Origo, kvæntur Svandísi Ernu
Jónsdóttur og eiga þau börnin
Arnór Tuma, Elvar Kára og
Hrafnhildi Brynju, og Karitas Þrá-
insdóttur, f. 23.12. 1973, markaðs-
stjóri Íslensku Alpanna, á sam-
býlismanninn Guðmund
Gunnlaugsson. og á hún börnin
Valdísi Björk Valtýsdóttur, Brynj-
ar Má Sigurjónsson og Karítas Dís
Sigurjónsdóttur.
Foreldrar Þráins voru Hall-
grímur Elías Márusson, f. 6.11.
1913, d. 24.6. 1998, klæðskeri og
bílstjóri, og Hermína Guðrún
Sigurbjörnsdóttir, f. 4.8. 1916. d.
21.3. 2008, húsfreyja.
Þráinn Hallgrímsson
Sólveig Ólöf Ólafsdóttir
húsfr. í Sigríðarstaðakoti
í Flókadal
Gottskálk Gottskálksson
b. í Sigríðarstaðakoti í Flókadal
Jóhanna Gottskálksdóttir
sambýliskona í Langhúsum í Fljótum
Hermína Guðrún Sigurbjörnsdóttir
húsfr. á Siglufirði
Sigurbjörn Jósepsson
b. á Langhúsum í Fljótum
Margrét A. S. Sigurðardóttir
húsfr. á Stóru-Reykjum
Jósef Björnsson
b. á Stóru-
Reykjum í Flókadal
Jónas Hallgrímsson
fyrrv. bæjarstj. á
Seyðisfirði og fyrrv.
stjórnarform. Smyril
Line, nú stjórnarform.
Austfars
Helga
Jósefsdóttir
á Dæli og á
Molastöðum í
Fljótum
Jón Helgi
Guðmundsson
forstj. Norvik
og eigandi
BYKO
Guðmundur
Helgi Jónsson
stofnandi og
forstj. BYKO
Dúa Stefanía Hallgrímsdóttir
kennari við Melaskólann
Margrét Lára
Friðriksdóttir
kaupm. á
Siglufirði
Friðrik
Guðlaugur
Márusson
verkstjóri á
Siglufirð
Friðrik Jón
Arngrímsson
hdl., og fyrrv.
framkvæmdastj. LÍÚ
Steinar Hallgrímsson
forstjóri
Pálmar Hallgrímsson,
röntgenlæknir
og sérfræðingur í
myndgreiningum
Sólveig Guðbjörg Ásmundsdóttir
húsfr. á Molastöðum
Jónas Jónasson
b. á Molastöðum
Sigurbjörg Jónasdóttir
frá Ökrum í Fljótum, húsfr. í Fyrirbarði
Márus Ari Símonarson
b. í Fyrirbarði í Fljótum
Ingunn Helga Magnúsdóttir
húsfr. í Fyrirbarði
Símon Márusson
b. í Fyrirbarði
Úr frændgarði Þráins Hallgrímssonar
Hallgrímur Elías Márusson
klæðskerameistari á Siglufirði
og síðar bílstjóri í Reykjavík
ÍSLENDINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 2018
Sproti með viðarfótum - ýmsir litir í boði
STOFNAÐ 1956
Bæjarlind 8–10
201 Kópavogur
s: 510 7300
www.ag.is
Sproti 405
Hönnuður Erla Sólveig Óskarsdóttir
Þorvaldur Steingrímsson fædd-ist á Akureyri 7.2. 1918. For-eldrar hans voru Steingrímur
Matthíasson, læknir á Akureyri, og
k.h., Kristín Thoroddsen húsfreyja,
systir Emils Thoroddsen tónskálds.
Steingrímur var sonur Matthíasar
Jochumssonar skálds en Kristín var
dóttir Þórðar Thoroddsen, alþingis-
manns og læknis, bróður Skúla Thor-
oddsen alþingismanns, afa Skúla Hall-
dórssonar tónskálds. Móðir Kristínar
var Anna L. Thoroddsen, systir Krist-
jönu Guðjohnsen, móður Jóns Hall-
dórssonar, söngstjóra Fóstbræðra, en
systir þeirra systra var Marta, amma
Jórunnar Viðar tónskálds.
Eiginkona Þorvaldar var Ingibjörg
Halldórsdóttir sem lést 1966, og eru
börn þeirra Sigríður leikkona; Kristín
hárgreiðslukona, og Halldór, forstjóri
á Flórída. Seinni kona Þorvaldar:
Jóhanna H. Cortes.
Þorvaldur var við nám í Tónlistar-
skólanum í Reykjavík 1934-37, lærði
m.a. fiðluleik hjá Þórarni Guðmunds-
syni, lauk fullnaðarprófi í fiðluleik
1937 og var við framhaldsnám í The
Royal Academy of Music í London
1946.
Þorvaldur var fiðluleikari Útvarps-
hljómsveitarinnar frá 1944 og forfiðl-
ari þar frá 1947, var fiðluleikari í Sin-
fóníuhljómsveit Íslands frá stofnun,
aðstoðarkonsertmeistari frá 1966 og
konsertmeistari við Þjóðleikhúsið
1966-80. Hann starfaði hjá Hollywood
Bowl Orchestra í Kaliforníu 1961-62,
var fyrsti fiðluleikari hjá Sinfóníu-
hljómsveit Dallas-borgar 1962-64 og
aðstoðarkonsertmeistari hjá Sinfóníu-
hljómsveit Oklahoma-borgar 1969-71.
Hann kenndi við Tónlistarskólann í
Reykjavík 1943-46 og var skólastjóri
Tónlistarskólans í Hafnafirði 1980-88.
Þorvaldur starfaði lengi í Frímúra-
reglunni, var formaður FÍH 1953-55,
formaður Lúðrasveitar Reykjavíkur
1976-78 og formaður Félags íslenskra
tónlistarskólastjóra um skeið. Hann
var sæmdur heiðursmerki FÍH 1976.
Þorvaldur lést 27.12. 2009.
Merkir Íslendingar
Þorvaldur Steingrímsson
85 ára
Hjördís S. Þórðardóttir
Sigurrós Ottósdóttir
80 ára
Kristín Ingveldur
Ingólfsdóttir
75 ára
Halldór Sigurgeirsson
Marteinn Gíslason
Þorgerður Jónsdóttir
70 ára
Alda Hafdís Demusdóttir
Arnar Daðason
Ágústa Halldóra Gísladóttir
Bjarki Leifsson
Björn H. Einarsson
Elías Gíslason
Hallgrímur Einarsson
Kristján Jónsson
Margrét S. Bárðardóttir
Óli Ómar Ólafsson
Þorbjörg Sigurðardóttir
Þorkell Ingi Rögnvaldsson
Þráinn Hallgrímsson
60 ára
Ásdís Loftsdóttir
Dagný Sæbjörg Finnsdóttir
Daníel V. Ólafsson
Elísabet Magnúsdóttir
Grazyna Gosk
Guðmundur Snorrason
Helga Þ. Egilson
Hulda Dagrún Grímsdóttir
Hulda Kristín Vatnsdal
Ingvar Þór Pétursson
Kristín Jónasdóttir
Kristín Sigurjónsdóttir
Leifur Gunnlaugsson
Nemira Kontautaité
Páll Halldór Benediktsson
Sigurður Valgeir
Skarphéðinsson
50 ára
Anna Dúfa Gunnarsdóttir
Arna Ívarsdóttir
Barbara Ann Howard
Huld Aðalbjarnardóttir
Ireneusz Legandt
Katrín Sigurjónsdóttir
Margrét S. Jóhannsdóttir
Miroslaw Andrzej Gajecki
Ragnheiður Kristjánsdóttir
Sigríður Gréta
Þorsteinsdóttir
Viðar Smári Sigurðsson
40 ára
Aldís Hilmarsdóttir
Anna Valý Baldursdóttir
Björn Líndal Traustason
Eiríkur Halldór Gíslason
Fróði Hansen Isaksen
Inga Steinunn
Björgvinsdóttir
Ingvar Stefán Árnason
Karl Valdimar Eymundsson
Oddur Björn Tryggvason
Ólafur Björn Ólafsson
Vala Björt Harðardóttir
Þórhildur Svava
Svavarsdóttir
30 ára
Andri Már Kristinsson
Atli Már Björnsson
Bartlomiej Piotr Babijczuk
Björn Pálmi Pálmason
Eiríkur Rafn Stefánsson
Hlynur Berg Ólafsson
Kamil Karol Szrejter
Sævar Logi Viðarsson
Youssef Jalabi
Til hamingju með daginn
30 ára Hlynur ólst upp í
Súðavík, býr í Hafnarfirði
og er vélamaður hjá
Gámaþjónustunni.
Maki: Hildur Emma Óm-
arsdóttir, f. 1993, snyrti-
fræðingur.
Systkini: Aldís Ýr, f.
1983, og Ívar Örn, f. 1991.
Foreldrar: Ólafur Elías-
son, f. 1960, rafvirki og
framkvæmdastjóri, og
Salóme Halldórsdóttir, f.
1966, ráðgjafi hjá Barna-
verndarnefnd.
Hlynur Berg
Ólafsson
30 ára Atli ólst upp í
Gerði í Suðursveit og í
Borgarfirði, stundaði pí-
anónám hjá Svönu Vík-
ingsdóttur og er jökla-
bóndi í Gerði.
Maki: Fie Nordal Jensen,
f. 1989, jöklabóndi.
Foreldrar: Björn Þor-
bergsson, f. 1962, bóndi á
Gerði á Breiðabólstaða-
torfu í Suðursveit, og Þór-
unn Pétursdóttir, f. 1969,
doktor í endurheimt vist-
kerfa.
Atli Már
Björnsson
40 ára Þórhildur ólst upp
á Selfossi, býr þar, lauk
prófi sem tannsmiður og
starfar á Tannsmíða-
stofunni Central í Kópa-
vogi.
Maki: Torfi Ragnar Sig-
urðsson, f. 1980, lögmað-
ur hjá Lögmönnum
Suðurlandi.
Börn: Emelía, f. 2003, og
Ásdís Laufey, f. 2008.
Foreldrar: Áslaug Páls-
dóttir, f. 1958, og Svavar
H. Jósteinsson, f. 1958.
Þórhildur Svava
Svavarsdóttir
mbl.is/islendingar
islendingar@mbl.is
Börn og brúðhjón