Morgunblaðið - 07.02.2018, Side 30
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 2018
Tíska &
förðun
Fylgir Morgunblaðinu
föstudaginn 16. febrúar
Í Tísku og förðun verður fjallað um
tískuna í förðun, snyrtingu og fatnaði,
fylgihlutum auk umhirðu húðarinnar,
dekur og fleira
PÖNTUN AUGLÝSINGA:
Til kl. 16 föstudaginn 9. febrúar
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105 kata@mbl.is
SÉRBLAÐ
–– Meira fyrir lesendur
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
„Ég skoðaði ævintýralegustu tón-
verkin sem ég þekki og í samráði við
Bernharð Wilkinson hljómsveitar-
stjóra og Hjördísi Ástráðsdóttur,
fræðslustjóra SÍ, tókum við ákvörð-
un um verkin sem spiluð verða á
Ævintýratónleikum Ævars í
Hörpu,“ segir Ævar Þór Benedikts-
son, betur þekktur sem Ævar vís-
indamaður.
Þetta er í annað sinn sem Ævar og
Sinfóníuhljómsveit Íslands (SÍ)
halda saman tónleika en Vísinda-
tónleikar Ævars voru haldnir fyrir
tveimur árum, þegar Ævar og Sin-
fóníuhljómsveitin troðfylltu Eldborg
tvisvar.
„Þá tengdum við saman uppfinn-
ingar og tónlist en nú einbeitum við
okkur að ævintýrum og tónlist,“ seg-
ir Ævar sem bíður spenntur eftir
tónleikunum.
„Þarna verða verk sem margir
þekkja en einnig verður frumflutt
glænýtt tónverk sem félagi minn og
tónskáld frá Menntaskólanum á
Akureyri, Sigurður Helgi Oddsson,
samdi upp úr bókinni minni, Þinni
eigin þjóðsögu. Hann fékk bókina
fyrir ári, las hana og samdi þetta
flotta lag sem Hrafnkell Orri Egils-
son útsetti svo,“ segir Ævar og lýsir
því hvernig hann fékk gæsahúð og
allan pakkann þegar hann heyrði
lagið flutt af Sinfóníunni á æfingu
fyrir tónleikana.
Veisla fyrir bæði augu og eyru
„Áhorfendur fá að heyra tónlist úr
fjölbreyttum ævintýrum í glæsi-
legum flutningi Sinfóníuhljóm-
sveitar Íslands sem spilar m.a. lög
úr Harry Potter-myndunum, Sjó-
ræningjum Karíbahafsins, Hringa-
dróttinssögu, Batman og Drauga-
bönum.“
Á Vísindatónleikunum mætti
Sprengju-Kata, Katrín Lilja Sig-
urðardóttir, og gerði allt vitlaust.
Ævar segir að hún muni ekki mæta í
ár en andi hennar svífi yfir vötnum.
„Kata er falin í myndskreytingu í
Tónlist stjórnað með töfrasprota
Morgunblaðið/Eggert
Töfrar „Það er ekki á hverjum degi sem Sinfóníunni er stjórnað með töfrasprota,“ segir Ævar Þór Benediktsson, sem kemur fram á Ævintýratónleikum.
einu laginu, þar sem henni bregður
fyrir. Við fengum Svart Design til að
myndskreyta tónleikana, sem þýðir
að það verður nánast eins og lítil bíó-
mynd í bakgrunni flestra laganna.
Þetta verður því veisla fyrir bæði
augu og eyru. Svo verður bara að
koma í ljós hvort eitthvað óvænt
gerist,“ segir Ævar leyndardóms-
fullur.
Vildu velja réttu tónverkin
„Það er allavega ekki á hverjum
degi sem Sinfóníunni er stjórnað
með töfrasprota. Það dugar auðvitað
ekkert minna þegar verið er að spila
Harry Potter-stefið og svo heppilega
vill til að ég á einmitt sprota,“ segir
Ævar. Hann segir að hugmyndin að
Ævintýratónleikunum hafi komið að
loknum Vísindatónleikunum árið
2016 en stjórnendur Sinfóníunnar
vildu taka góðan tíma í að velja réttu
tónverkin. Tilgangur tónleikanna, að
sögn Ævars, er að minna á hvað æv-
intýrin eru spennandi og sýna hvað
orð og tónar eiga margt sameigin-
legt þegar kemur að því að skapa
heima.
„Það eru mikil vísindi á bak við
gott ævintýri, alveg eins og það eru
mikil vísindi á bak við gott tónverk,“
segir Ævar. Nú hoppar Ævar vís-
indamaður inn í umræðuna, en
lestrarátak Ævars vísindamanns
mun einnig koma við sögu á tónleik-
unum. Átakið stendur sem hæst um
þessar mundir.
Lestur skiptir höfuðmáli
„Lestur skiptir auðvitað höfuð-
máli þegar kemur að ævintýrum.
Hugmyndirnar að ævintýraheim-
unum sem við þekkjum og elskum
kvikna vegna þess að höfundar
þeirra voru duglegir að skrifa, lesa
og sækja innblástur í önnur verk.
JRR Tolkien er frábært dæmi um
þetta, enda má finna nánast öll
dverganöfnin úr Hobbitanum í Völu-
spá. Sama má segja um Grimms-
bræður og áhrifin sem þeir hafa haft
með sínum skrifum. Ef þeir hefðu
ekki skrifað bækurnar sínar væri
heimurinn töluvert fátækari.
Boðið upp á táknmálstúlkun
Ævar segir að tónleikarnir séu
fyrir áhorfendur allt frá fjögurra ára
aldri og upp úr.
„Það verða tvennir tónleikar 10.
febrúar og nær uppselt á hvora-
tveggju. Sama dag er einnig Dagur
íslenska táknmálsins og af því tilefni
verða seinni tónleikarnir táknmáls-
túlkaðir,“ segir Ævar og bendir á að
hægt sé að nálgast miða á vefnum
harpa.is.
Ævintýratónleikar Ævars með Sinfóníuhljómsveit Íslands í Hörpu um helgina Markmið tón-
leikanna að minna á hvað ævintýrin eru spennandi Flutt verður tónverk við Þín eigin þjóðsaga
Sex verkefni hafa verið valin á Eyr-
arrósarlistann 2018 og eiga því
möguleika á að hljóta Eyrarrósina í
ár en hún er viðurkenning sem ár-
lega er veitt framúrskarandi menn-
ingarverkefni utan höfuðborgar-
svæðisins.
Á listanum eru tónlistarhátíðin
Aldrei fór ég suður á Ísafirði, al-
þjóðlega kvikmyndahátíðin
Norðanáttin (Nothern Wave) í Snæ-
fellsbæ, alþjóðlega listahátíðin
Ferskir vindar í Garði, LungA skól-
inn á Seyðisfirði, samtímalistasýn-
ingin Rúllandi snjóbolti á Djúpa-
vogi og Skjaldborg, hátíð íslenskra
heimildamynda á Patreksfirði.
Að verðlaununum standa í sam-
einingu Byggðastofnun, Air Ice-
land Connect og Listahátíð í
Reykjavík og segir í tilkynningu að
Eyrarrósinni sé ætlað að beina
sjónum að og hvetja til menningar-
legrar fjölbreytni, nýsköpunar og
uppbyggingar á sviði menningar og
lista. Alls bárust 33 umsóknir um
viðurkenninguna í ár hvaðanæva af
landinu.
Eyrarrósinni fylgir tveggja millj-
óna króna verðlaunafé og auk þess
munu tvö verkefnanna hljóta 500
þúsund króna verðlaun. Eyrarrósin
verður afhent 1. mars í Neskaup-
stað, heimabæ þungarokkshátíðar-
innar Eistnaflugs sem hlaut Eyrar-
rósina í fyrra. Eliza Reid, verndari
Eyrarrósarinnar, mun afhenda
verðlaunin.
Tilnefnd Frá listasýningunni Rúllandi snjóbolti sem er á Eyrarrósarlistanum í ár.
Sex verkefni tilnefnd til Eyrarrósarinnar