Morgunblaðið - 07.02.2018, Síða 31
MENNING 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 2018
Undirferli á ýmislegt sam-merkt með síðustu bókOddnýjar, Ástarmeist-aranum og þessar tvær
síðustu sögur hennar skera sig aft-
ur frá höfundarverki hennar að því
leytinu til að þær virðast ekki sjálfs-
ævisögulegar á sama hátt og fyrri
bækur hennar sannarlega voru.
Hins vegar má finna í Undirferli
þær heimspekilegu vangaveltur sem
ávallt hafa einkennt verk Oddnýjar
og sömuleiðis óvæntar og skemmti-
legar tengingar milli goðsagna,
heimspeki, tákn-
fræði, trúar-
bragða og hvers-
dagsleikans.
Hér segir frá
æskuvinunum
Smára og Írisi
sem hittast aftur
eftir áratuga að-
skilnað í Surtsey
þar sem bæði
starfa sem vísindamenn. Þegar leið-
ir skildi forðum voru þau á barmi
kynþroska og nýjar tilfinningar
farnar að kvikna og þær tilfinningar
lifna við þegar þau hefja störf hlið
við hlið. Íris, sem er vísindakona í
fremstu röð, rannsakar ókunna
veiru sem fundist hefur á eyjunni
og er teymi vísindafólks komið
þangað að vinna með henni. Smári
gengur í hópinn en vinnur jafnframt
að tæki sem á að geta svarað flókn-
um spurningum um manneskjuna
og vegferð hennar, nokkurs konar
áttavita í lífsins ólgusjó. Inn í sög-
una blandast Aron, fyrrverandi eig-
inmaður Írisar, en honum hugnast
ekki samband Írisar og Smára og
þegar bókin hefst sitja þau síðast-
nefndu í yfirheyrslu hjá lögreglunni
í Vestmannaeyjum, sökuð um óljós-
an glæp sem tengist veirunni og
tæki Smára. Hér fléttast saman
rannsókn á „glæpnum“, viðkvæmu
lífi Surtseyjar og síðast en ekki síst
á eðli mannsins.
Bókin er öll í formi játninga, ann-
ars vegar hjá lögreglunni í Vest-
mannaeyjum og hins vegar hjá
óskilgreindum sálgæsluaðila í
Reykjavík. Íris og Smári sitja bæði
fyrir svörum, hvort í sínu lagi og
fær lesandinn söguna í gegnum frá-
sagnir þeirra. Þau eru bæði hisp-
urslaus og opin, fara langt út fyrir
efnið, tengja saman ótrúlegustu at-
riði og eru óvenjulegir viðmælendur
en um leið verða persónur þeirra
ansi keimlíkar og trúverðugleikinn
geldur að einhverju leyti fyrir.
Sakamálið sem er yfirskin yfir-
heyrslunnar sem þau eru kölluð til
heldur tæpast vatni og aðstæður
þeirra skötuhjúa verða sífellt meira
ósannfærandi en að lokum sleppir
höfundur jörðinni og tilraunum til
raunsæis og leyfir táknmyndunum
að taka yfir og það verður í raun
ákveðinn léttir fyrir lesandann sem
getur þá leyft sér að hrífast með
vangaveltunum án þess að reyna að
negla atburðarásina og persónur við
íslenskan raunveruleika.
Oddný leitar víða fanga, hér eru
tekin fyrir málefni á borð við ofbeldi
og valdníðslu í samböndum, sem og
á vinnustað, valdapýramídar sam-
félagsins settir undir kastljós og
tengdir hinu erfiða sambandi
mannsins við náttúruna, stórfyrir-
tækja við náttúruna og manneskj-
unnar við sjálfa sig. Hvernig getum
við leitast við að verða heilar mann-
eskjur, hvernig getum við þjálfað
okkar eigin innri áttavita til að taka
réttar ákvarðanir þegar við trekk í
trekk föllum fyrir þeim fagurgala
sem völd og peningar og um leið of-
beldi og yfirgangssemi syngja
okkur? Tækið sem Smári vinnur að,
lífs-áttavitinn, sem gæti bætt líf
mannkyns en er mögulega hægt að
nota til illvirkja, er gömul saga og
ný í mannkynssögunni, allt gott er
hægt að nota til ills ef það kemst í
rangar hendur – en hvaða hendur
eru rangar og hver metur það?
Veiran sem Íris rannsakar er
sömuleiðis flókið fyrirbæri sem
hefði verið áhugavert að fylgja bet-
ur úr hlaði – stafar henni hætta af
umhverfinu eða stafar umhverfinu
hætta af henni? Í hinu óljósa glæpa-
máli liggur fyrir grunur um að ann-
ars vegar hafi tæki Smára drepið
veiruna og hins vegar að Sara kona
Arons hafi veikst af veirunni en þær
vangaveltur fjara dálítið út. Hitt er
líka afskaplega áhugavert að vís-
indasamfélagið skilgreinir veirur
ekki sem lifandi verur (eins og Íris
og Smári nefna í yfirheyrslunum)
og kallar sú niðurstaða í sjálfu sér á
margar spurningar um hvernig líf
sé skilgreint.
Oddný fléttar saman margs kon-
ar táknum og vísanir eru fjöl-
margar. Grasafræði spilar hér þó
nokkra rullu eins og nöfnin Íris og
Smári eru til vitnis um og sömuleið-
is nöfn Arons og Söru sem eru
sprottin úr gyðingdómi og bera með
sér merkingu æðstupresta, þeirra
sem leiða söfnuðinn. Í upphafi
heillar Aron bæði Írisi og Smára en
reynist svo vera yfirgangssamur
ofbeldismaður. Oddný veltir upp
áhugaverðum spurningum um af-
stöðu okkar til valds og valdleysis
og tengir þær við heiðni og kristni
og þá guði og goð sem hafa fylgt
okkur gegnum söguna. Er rétt-
lætanlegt að mæta ofbeldi með of-
beldi eða er réttara að bjóða hinn
vangann? Sett í samhengi við heim-
ilisofbeldi verða svörin flóknari en í
fyrstu virðist.
Umhverfismál og náttúruvernd
brenna augljóslega á höfundinum
og það er áhugavert hvernig hið við-
kvæma lífríki Surtseyjar verður
ímynd síðasta ósnortna landslagsins
á jörðinni. Rannsóknir Írisar eru
heillandi en bara af því að lesandinn
treystir Írisi til þess að eyðileggja
ekkert, um leið og stórfyrirtækin
eru komin í málið hverfur traustið
fyrir vissu um að virðing muni víkja
fyrir yfirgangi. Það hefði þó mátt
setja spurningarmerki við traustið
sem lesandinn á að bera til Írisar,
getum við rannsakað án þess að
spilla og hvar liggur þá sú lína? Í
dálítið fyrirsjáanlegum en þó
áhugaverðum gjörningi rennur svo
Aron, fyrrverandi maður Írisar,
saman við stórfyrirtækin og eins og
hann eyðilagði samband þeirra ætl-
ar hann að eyðileggja lífríki Surts-
eyjar. Yfirgangur og vanvirðing
hafa alls staðar sama eyðileggingar-
mátt, hvort sem er í náttúrunni eða
mannshjartanu.
Hér eins og í Ástarmeistaranum,
sem var í sendibréfaformi, kallast
frásagnarstíll Oddnýjar á við bók-
menntir fyrri tíma og í raun efnis-
lega líka þar sem verkið er kannski
fyrst og fremst heimspekilegar
vangaveltur. Í raun má tengja þessi
verk alla leið til forngrískra bók-
mennta þar sem tveir ræddust við
og samræðurnar vörpuðu ljósi á
stærstu spurningar mannlegrar til-
vistar fremur en að segja trúverð-
uga, persónulega sögu. Persónur
Oddnýjar, eins skemmtilegt og er
að hlýða á spekúlasjónir þeirra, eru
nefnilega ekki að fullu af holdi og
blóði. Til þess eru þær of líkar, of
heimspekilegar, of fjarlægar – en
það kemur ekki endilega að sök ef
lesandanum tekst að týna sér í
vangaveltum þeirra um vegferð
manneskjunnar. Hvort sem það
tekst eða ekki hljóta bókmennta-
unnendur að fagna þeirri tilrauna-
starfsemi með orð og efni sem
Oddný Eir stendur sífellt fyrir. Sem
höfundur hefur hún einstaka og
ófyrirsjáanlega rödd.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Vangaveltur .„Hér eins og í Ástarmeistaranum, sem var í sendibréfaformi, kallast frásagnarstíll Oddnýjar á við
bókmenntir fyrri tíma og í raun efnislega líka þar sem verkið er kannski fyrst og fremst heimspekilegar vanga-
veltur,“ segir meðal annars í gagnrýni um bók Oddnýjar Eirar Ævarsdóttur, Undirferli, sem kom út í fyrra.
Tákn og vísanir
Skáldsaga
Undirferli bbbnn
Eftir Oddnýju Eiri Ævarsdóttur.
Bjartur, 2017. Innbundin, 174 bls.
MARÍANNA CLARA
LÚTHERSDÓTTIR
BÆKUR
Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til
að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is
Rocky Horror (Stóra sviðið)
Fös 16/3 kl. 20:00 Frums. Fös 6/4 kl. 20:00 6. s Fös 20/4 kl. 20:00 11. s
Sun 18/3 kl. 20:00 2. sýn Lau 7/4 kl. 20:00 aukas. Lau 21/4 kl. 20:00 aukas.
Mið 21/3 kl. 20:00 aukas. Sun 8/4 kl. 20:00 7. s Sun 22/4 kl. 20:00 12. s
Fim 22/3 kl. 20:00 aukas. Mið 11/4 kl. 20:00 aukas. Fim 26/4 kl. 20:00 13. s
Fös 23/3 kl. 20:00 3. s Fim 12/4 kl. 20:00 aukas. Lau 28/4 kl. 20:00 25. s
Lau 24/3 kl. 20:00 4. s Fös 13/4 kl. 20:00 aukas. Mið 2/5 kl. 20:00 26. s
Sun 25/3 kl. 20:00 5. s Lau 14/4 kl. 20:00 8. s Fim 3/5 kl. 20:00 27. s
Þri 27/3 kl. 20:00 aukas. Sun 15/4 kl. 20:00 9. s Fös 4/5 kl. 20:00 28. s
Mið 4/4 kl. 20:00 aukas. Mið 18/4 kl. 20:00 aukas. Lau 5/5 kl. 20:00 29. s
Fim 5/4 kl. 20:00 aukas. Fim 19/4 kl. 20:00 10. s Sun 6/5 kl. 20:00 30. s
Besta partý sem þú munt nokkurn tímann komast í.
Elly (Stóra sviðið)
Mið 7/2 kl. 20:00 aukas. Lau 24/2 kl. 20:00 aukas. Fös 9/3 kl. 20:00 aukas.
Fös 9/2 kl. 20:00 66. s Sun 25/2 kl. 20:00 aukas. Lau 10/3 kl. 20:00 aukas.
Lau 10/2 kl. 20:00 67. s Fim 1/3 kl. 20:00 aukas. Sun 11/3 kl. 20:00 aukas.
Lau 17/2 kl. 20:00 68. s Fös 2/3 kl. 20:00 aukas. Lau 17/3 kl. 20:00 aukas.
Sun 18/2 kl. 20:00 69. s Lau 3/3 kl. 20:00 aukas.
Fös 23/2 kl. 20:00 aukas. Sun 4/3 kl. 20:00 aukas.
Sýningar haustið 2018 komnar í sölu.
Himnaríki og helvíti (Stóra sviðið)
Fim 8/2 kl. 20:00 13. s Fim 15/2 kl. 20:00 15. s Fim 22/2 kl. 20:00 Lokas.
Sun 11/2 kl. 20:00 14. s Fös 16/2 kl. 20:00 16. s
Byggt á þríleik Jóns Kalmans Stefánssonar.
Blái hnötturinn (Stóra sviðið)
Sun 11/2 kl. 13:00 Lokas.
Allra síðasta sýning sunnudaginn 11. febrúar.
Skúmaskot (Litla sviðið)
Lau 10/2 kl. 13:00 aukas. Sun 11/2 kl. 13:00 aukas.
Búðu þig undir dularfullt ferðalag!
Brot úr hjónabandi (Litla sviðið)
Fös 9/2 kl. 20:00 51. s Lau 17/2 kl. 20:00 53. s
Sun 11/2 kl. 20:00 52. s Mið 21/2 kl. 20:00 54. s
Draumur um eilífa ást
Lóaboratoríum (Litla sviðið)
Mið 7/2 kl. 20:00 6. s Lau 10/2 kl. 20:00 7. s Fim 15/2 kl. 20:00 8. s
Í samvinnu við Sokkabandið.
Sýningin sem klikkar (Nýja sviðið)
Lau 24/3 kl. 20:00 Frums. Lau 7/4 kl. 20:00 6. s Lau 14/4 kl. 20:00 12. s
Sun 25/3 kl. 20:00 2. s Sun 8/4 kl. 20:00 7. s Sun 15/4 kl. 20:00 13. s
Þri 27/3 kl. 20:00 3. s Þri 10/4 kl. 20:00 8 .s Mið 18/4 kl. 20:00 14. s
Mið 4/4 kl. 20:00 4. s Mið 11/4 kl. 20:00 9. s Fim 19/4 kl. 20:00 15. s
Fim 5/4 kl. 20:00 aukas. Fim 12/4 kl. 20:00 10. s Fös 20/4 kl. 20:00 16. s
Fös 6/4 kl. 20:00 5. s Fös 13/4 kl. 20:00 11. s
Það er alveg öruggt að þetta fer úrskeiðis!
Slá í gegn (Stóra sviðið)
Mið 21/2 kl. 19:30 Fors Lau 3/3 kl. 19:30 5.sýn Lau 24/3 kl. 19:30 11.sýn
Fim 22/2 kl. 19:30 Fors Fim 8/3 kl. 19:30 Auka Sun 25/3 kl. 19:30 12.sýn
Fös 23/2 kl. 19:30 Fors Fös 9/3 kl. 19:30 6.sýn Lau 7/4 kl. 19:30 13.sýn
Lau 24/2 kl. 19:30 Frums Lau 10/3 kl. 19:30 7.sýn Sun 8/4 kl. 19:30 14.sýn
Sun 25/2 kl. 19:30 2.sýn Lau 17/3 kl. 19:30 8.sýn Fös 13/4 kl. 19:30 15.sýn
Fim 1/3 kl. 19:30 3.sýn Sun 18/3 kl. 19:30 9.sýn Lau 14/4 kl. 19:30 16.sýn
Fös 2/3 kl. 19:30 4.sýn Fös 23/3 kl. 19:30 10.sýn
Einstaklega litríkt sjónarspil og frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna!
Risaeðlurnar (Stóra sviðið)
Lau 10/2 kl. 19:30 20.sýn Lau 17/2 kl. 19:30 21.sýn
Grátbroslegt og ágengt nýtt verk um litla þjóð í stórum heimi .
Fjarskaland (Stóra sviðið)
Sun 11/2 kl. 13:00 Sun 18/2 kl. 13:00
Fjölskyldusöngleikur eftir Góa!
Hafið (Stóra sviðið)
Fös 9/2 kl. 19:30 LOKA
Kraftmikið átakaverk, beint úr íslenskum veruleika
Faðirinn (Kassinn)
Sun 11/2 kl. 19:30 22.sýn Mið 28/2 kl. 19:30 24.sýn Fös 16/3 kl. 19:30 27.sýn
Mið 14/2 kl. 19:30 Auka Mið 7/3 kl. 19:30 25.sýn
Sun 18/2 kl. 19:30 23.sýn Fim 15/3 kl. 19:30 26.sýn
Áhrifamikið nýtt verðlaunaverk.
Efi (Kassinn)
Mið 7/2 kl. 19:30 9.sýn Fim 15/2 kl. 19:30 Auka Fös 23/2 kl. 19:30 13.sýn
Fim 8/2 kl. 19:30 Auka Fös 16/2 kl. 19:30 11.sýn Lau 3/3 kl. 19:30 14.sýn
Fös 9/2 kl. 19:30 Auka Lau 17/2 kl. 19:30 12.sýn Sun 4/3 kl. 19:30 15.sýn
Lau 10/2 kl. 19:30 10.sýn Fim 22/2 kl. 19:30 Auka Fös 9/3 kl. 19:30 16.sýn
Margverðlaunað og spennandi verk !
Ég get (Kúlan)
Sun 11/2 kl. 13:00 9.sýn Sun 11/2 kl. 15:00 10.sýn
Ljóðræn leiksýning fyrir yngstu börnin, um það sem er mitt og þitt og okkar
Pétur og úlfurinn (Brúðuloftið)
Lau 10/2 kl. 13:00 Lau 17/2 kl. 15:00 Lau 3/3 kl. 13:00
Lau 10/2 kl. 15:00 Lau 24/2 kl. 13:00 Lau 3/3 kl. 15:00
Lau 17/2 kl. 13:00 Lau 24/2 kl. 15:00
Brúðusýning
Mið-Ísland - Á tæpasta vaði! (Þjóðleikhúskjallarinn)
Fim 8/2 kl. 20:00 Lau 17/2 kl. 20:00 Sun 25/2 kl. 20:00
Fös 9/2 kl. 20:00 Lau 17/2 kl. 22:30 Fim 1/3 kl. 20:00
Fös 9/2 kl. 22:30 Sun 18/2 kl. 21:00
Konudagur
Fös 2/3 kl. 20:00
Lau 10/2 kl. 20:00 Fim 22/2 kl. 20:00 Fös 2/3 kl. 22:30
Lau 10/2 kl. 22:30 Fös 23/2 kl. 20:00 Lau 3/3 kl. 20:00
Fim 15/2 kl. 20:00 Fös 23/2 kl. 22:30 Lau 3/3 kl. 22:30
Fös 16/2 kl. 20:00 Lau 24/2 kl. 20:00
Fös 16/2 kl. 22:30 Lau 24/2 kl. 22:30
Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland á ódauðleika!
Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari)
Mið 7/2 kl. 20:00 Mið 7/3 kl. 20:00 Mið 4/4 kl. 20:00
Mið 14/2 kl. 20:00 Mið 14/3 kl. 20:00 Mið 11/4 kl. 20:00
Mið 21/2 kl. 20:00 Mið 21/3 kl. 20:00 Mið 18/4 kl. 20:00
Mið 28/2 kl. 20:00 Mið 28/3 kl. 20:00 Mið 25/4 kl. 20:00
Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins!
leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200