Morgunblaðið - 07.02.2018, Síða 36

Morgunblaðið - 07.02.2018, Síða 36
 Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari og Richard Simm píanóleikari halda tónleika í Salnum í dag kl. 12.15 og flytja Sónötu fyrir fiðlu og píanó nr. 2 í G-dúr Op. 13 eftir Edward Grieg og Liebesleid eftir Fritz Kreisler. Tónleik- arnir eru hluti af verkefninu Menning á miðviku- dögum í menn- ingarhúsum Kópavogs og er aðgangur ókeypis. Verk eftir Grieg og Kreisler í Salnum MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 38. DAGUR ÁRSINS 2018 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR. 1.Telja ástæðu til að áminna ... 2.Umferðin mjakast vart áfram 3.Ingunn og Ágúst Ólafur nýtt par 4. Má ekki heita Alex »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM Túba og píanó á há- degistónleikum í HÍ  Nimrod Ron túbuleikari og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari flytja verk eftir Franz Strauss, Ralph Vaughan Williams og Batya Franklakh á fyrstu háskólatónleikum vormiss- eris í dag kl. 12.30 í Hátíðasal Há- skóla Íslands. Aðgangur að tónleik- unum er ókeypis. Málþing um ungt fólk og bókmenntir  Málþingið Unga fólkið og bók- menntirnar verð- ur haldið í dag kl. 15-17 í sal Fjöl- brautaskólans við Ármúla. Meðal þeirra sem flytja erindi er Egill Örn Jóhannsson frá Félagi bókaútgefenda sem spyr hvort einhver glóra sé í útgáfu barna- og unglingabóka og Sigrún Birna Björns- dóttur frá Samtökum móðurmáls- kennara sem flytur erindið „Þarf allt- af að lesa ljóð og bækur?“ Undir lokin fara fram hringborðsumræður. Á fimmtudag Suðvestan 8-15 m/s og éljagangur, en bjartviðri eystra. Frost 0 til 10 stig, minnst með suður- og austurströndinni. Á föstudag SV-átt og víða él, einkum V-til, en vaxandi A-átt S- lands um kvöldið og fer að snjóa þar. Frost um land allt. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Snýst í SV 10-18 með éljum um morguninn, fyrst V-til. Léttir til NA-lands seinnipartinn og kólnar aftur. VEÐUR Guðmundur Þórður Guð- mundsson tekur við karla- landsliði Íslands í hand- knattleik í þriðja skipti, en frá því var greint í gær. For- maður HSÍ sagði valið hafa staðið á milli þess að bjóða Guðmundi starfið eða bjóða Geir Sveinssyni að halda áfram. Stjórn HSÍ hafi verið einhuga í málinu. Sænska goðsögnin Tomas Svensson verður markmannsþjálfari landsliðsins. »1 Valið á milli Guð- mundar og Geirs „Ég sá þennan möguleika vel fyrir mér, að komast á Vetrarólympíuleik- ana, í byrjun tímabilsins eftir að mér gekk vel á móti í Finnlandi, og nú er ég mættur til Pyeongchang. Ég veit ekki hversu langt ég get náð en ég vonast til þess að geta komist í hóp 30 bestu og keppt þar með í 30 manna úrslitum,“ segir Ísak Pedersen, sem keppir í sprettgöngu fyrir Íslands hönd á Vetrarólympíuleik- unum. » 1 Ísak stefnir á þrjátíu manna úrslit í Kóreu Tólf ár eru að verða liðin síðan glæstu gullskeiði í sögu kvennaliðs ÍBV í handbolta lauk. Miðað við spila- mennsku liðsins í fyrstu leikjunum eftir jólafrí gæti verið farið að stytt- ast verulega í næstu gullverðlaun þess þó að eflaust sé of snemmt að segja til um það. Ítarlega er fjallað um lið Eyjakvenna í opnu íþrótta- blaðsins í dag. »2-3 Farið að styttast í verðlaun hjá ÍBV? ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Fullt var út úr dyrum í sal Kex hos- tels í fyrrakvöld, þegar samprjón á sjalinu Quality Street eftir Hildi Ýri Ísberg, framhalds- og háskólakenn- ara, hófst formlega. Auk þess kom áhugafólk um prjónamennsku, mest konur, saman á ýmsum stöðum úti á landi og jafnvel í útlöndum í sama til- gangi, en samprjónið er jafnframt samkeppni. Eftir að Hildur hafði hannað upp- skriftina hafði hún samband við kon- urnar sem standa að fésbókarsíðunni Svöl sjöl og spurði hvort þær vildu taka uppskriftina inn í samprjón, enda reyndar á því sviði. „Þær tóku vel í það og þátttakan hefur farið fram úr björtustu vonum, en rúmlega 600 manns hafa keypt uppskriftina og skráð sig í samkeppnina,“ segir hún. Samprjón felst í því að margir prjóna sömu uppskrift saman og deila myndum sín á milli, einkum á netinu. Hildur segir að vegna þess hve mikil stemning hafi verið fyrir þessu sam- prjóni hafi hún ákveðið að kanna hug á samverustund, þegar samkeppnin færi af stað. „Það var mikil stemning fyrir því að halda partí og því fékk ég salinn hjá Kex hosteli.“ Prjónafólkið hittist víða annars staðar, meðal annars á Akureyri, Ísa- firði, Akranesi, Selfossi, Reykjanes- bæ og í Kaupmannahöfn og var í sam- bandi á Snapchat. „Þetta var mjög gaman, um 80 manns fylltu salinn á Kex hosteli og þessi mikli áhugi kem- ur okkur skemmtilega á óvart,“ segir Hildur. Litríkt og skemmtilegt Engin ein skýring er á þessum áhuga á prjónaskap. Hildur nefnir að margt prjónafólk sé nýbúið að prjóna jólagjafir og hugsi sem svo að það þurfi líka að gera eitthvað fyrir sig. „Það varð mikil aukning í prjónaskap í hruninu, margir hafa tekið fram prjóna og prjónabúðum hefur fjölgað,“ segir hún. Samprjón hafi notið vinsælda og garn í Quality Street-sjölin sem Hafdís Ósk Gísla- dóttir, eigandi Vivid Wool, hafi tekið saman í pakka hafi selst upp þrisvar. Sjálf byrjaði Hildur að prjóna þeg- ar hún var sex ára. „Amma mín kenndi mér að prjóna og ég hef alltaf prjónað af og til síðan,“ segir hún. Bætir við að undanfarin 12 ár hafi prjónaskapur verið helsta áhuga- málið og skemmtilegast sé að prjóna það sem hún fáist við hverju sinni. Hún bendir á að sjalið sé mjög litríkt. „Það er oft allt frekar grátt á þessum árstíma og því er gott að hafa eitt- hvað litríkt fyrir framan sig á meðan maður bíður eftir vorinu,“ segir hún. Nokkrar konur prjónuðu prufusjal og eru myndir af þeim komnar inn á fyrrnefnda síðu. Hildur segir að nöfn þeirra sem ljúka við sjalið fyrir þriðjudaginn 3. apríl fari í pott og verði dregið um vinninga eins og til dæmis garn, prjónatöskur og fleira. Samprjón á sjali vinsælt  Yfir 600 manns hafa keypt upp- skrift eftir Hildi Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Samprjón Fullt var út úr dyrum á Kex hosteli, þegar samkeppnin hófst formlega. Hildur Ýr er fremst. Með prufur Frá vinstri: Guðmunda D. Guðmundsdóttir, Birna V. Björns- dóttir, Aistë Zubkauskaitë, Sigurlaug E. Þórhallsdóttir og Hildur Ýr Ísberg. Ljósmynd/Linda Björk Eiríksdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.