Morgunblaðið - 20.02.2018, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.02.2018, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 2018 Vertu viðbúinn vetrinum LÉTTAR – STERKAR – TRAUSTAR SNJÓKEÐJUR Hafðu samband og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna Fullyrt var að Rússar hefðureynt að hræra í kosn- ingatölum vestra. Slíkt var þó óframkvæmanlegt, því atkvæði eru ekki samkeyrð á neti þar.    Þá hófust hávær-ar ásakanir um að Trump og Pútín hefðu gert samsæri um að hafa kosningasig- urinn af Clinton. Byggt var á skýrslu Breta, fyrrverandi starfs- manns MI 6, sem var látinn hætta þar rúmlega fertugur. Svo komst upp að skýrslubeiðnin var pöntuð og kostuð af kosningastjórn Clin- tons og gerð í samráði við rúss- neska njósnara! „Samsæri“ demó- krata og Rússa er enn sem komið er það eina sem hefur verið upp- lýst!    Og í fyrradag kom ákæra áhendur 13 Rússum fyrir að hafa reynt að trufla bandarískar kosningar „allt frá árinu 2014.“ Obama var upplýstur um þessa iðju fyrir langa löngu og segist hafa sagt við Pútín. „Hættu þessu.“ Annað gerði Obama ekki í málinu.    Ákærurnar eru aðeins tákn-rænar því Rússarnir gera ekkert með þær og koma aldrei fyrir rétt. Þeir eru sakaðir um að hafa keypt auglýsingar á sam- félagsmiðlum til stuðnings Bernie Sanders, Jill Stein græningja og Trump, en á móti Ted Cruz, Marco Rubio og Clinton. Upphæð- irnar virðast hreinir smámunir miðað við auglýsingaverð og mokstur vestra. Helmingi fjárins var eytt eftir kosningar m.a. til að ýta undir mótmælagöngur gegn Trump undir heitinu „Ekki okkar forseti.“    Þar lugu Rússarnir engu. Robert Mueller Fæðir fjallið mús? STAKSTEINAR Veður víða um heim 19.2., kl. 18.00 Reykjavík 5 skúrir Bolungarvík 4 rigning Akureyri 6 léttskýjað Nuuk -12 snjóél Þórshöfn 7 þoka Ósló -1 skýjað Kaupmannahöfn 2 þoka Stokkhólmur -4 skýjað Helsinki -9 heiðskírt Lúxemborg 0 skýjað Brussel 3 súld Dublin 11 skýjað Glasgow 10 alskýjað London 10 rigning París 5 súld Amsterdam 3 súld Hamborg 5 léttskýjað Berlín 5 skýjað Vín 1 skýjað Moskva -4 snjókoma Algarve 16 léttskýjað Madríd 13 skýjað Barcelona 12 léttskýjað Mallorca 16 léttskýjað Róm 11 léttskýjað Aþena 11 skýjað Winnipeg -24 léttskýjað Montreal 0 snjókoma New York 7 alskýjað Chicago 5 rigning Orlando 26 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 20. febrúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 9:06 18:18 ÍSAFJÖRÐUR 9:20 18:14 SIGLUFJÖRÐUR 9:03 17:57 DJÚPIVOGUR 8:38 17:45 Borgarráð hefur samþykkt tillögu borgarstjóra þess efnis að stofn- aður verði starfshópur ráðuneyta, Reykjavíkurborgar og FRÍ til að annast nauðsynlegar viðræður og undirbúning að þjóðarleikvangi fyrir frjálsar íþróttir. Samþykktinni fylgir bréf sem Freyr Ólafsson, formaður Frjáls- íþróttasambands Íslands (FRÍ), ritaði Degi B. Eggertssyni borg- arstjóra hinn 5. febrúar sl. Í bréf- inu segir m.a. að stjórn FRÍ telji einsýnt að skipa þurfi nú þegar starfshóp til að leita lausna á mál- efnum þjóðarleikvangs fyrir frjáls- ar íþróttir í Laugardal. Stjórn FRÍ líti svo á að með skipan starfshóps hinn 11. janúar sl. um þjóðarleikvang fyrir knatt- spyrnu í Laugardal séu mann- virkjamál frjálsra íþrótta í algjörri óvissu til framtíðar. Laugardals- völlur í núverandi mynd sem keppnisvöllur í frjálsum íþróttum verði aflagður. Eins og fram hefur komið hér í blaðinu verður á næstunni ráðist í gerð nýs frjálsíþróttavallar ÍR í Mjódd. Guðmundur Karlsson, framkvæmdastjóri FRÍ, segir að aðeins Laugardalsvöllur geti upp- fyllt alþjóðlegar kröfur sem gerðar eru til valla ef halda á alþjóðleg mót. Nýr völlurinn í Mjódd breyti engu þar um. Hann verði til að mynda aðeins með sex hlaupa- brauta hring (en þó átta brautir fyrir spretthlaup), engan upphit- unarvöll í nágrenninu eða viðun- andi aðstöðu fyrir áhorfendur. sisi@mbl.is Starfshópur um frjálsíþróttavöll Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Laugardalur Er eini löglegi völlur- inn til að halda alþjóðleg mót. Biskup Íslands hefur auglýst að nýju laust til um- sóknar embætti prests í Dóm- kirkjuprestakalli, Reykjavíkur- prófastsdæmi vestra. Skipað verður í embættið frá 1. maí nk. til fimm ára. Embættið var auglýst í fyrrahaust og var sr. Eva Björk Valdimarsdóttir valin. Agnes M. Sigurðardóttir, bisk- up Íslands, ákvað að afturkalla skip- un Evu Bjarkar. Ástæða þessa var sú að kjörnefnd prestakallsins, sem hef- ur það hlutverk að kjósa prest úr hópi umsækjenda, var ranglega skipuð. Taldi biskup slíka annmarka á máls- meðferðinni að ákveðið var að skip- unarferlið yrði endurtekið. Kjörnefnd Dómkirkjuprestakalls, sem nú er rétt skipuð, kýs prest úr hópi umsækjenda, sem sérstök mats- nefnd telur hæfastan. Í Dómkirkjuprestakalli er ein sókn með rúmlega átta þúsund íbúa og eina kirkju, Dómkirkjuna í Reykja- vík. Dómkirkjan er heimakirkja bisk- ups Íslands. Sóknarprestur er sr. Sveinn Valgeirsson. sisi@mbl.is Dómkirkjan. Embætti prests auglýst

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.