Morgunblaðið - 20.02.2018, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 20.02.2018, Qupperneq 12
Rétt glitti í köflótta efnið, sem áratugum sam- an hefur verið helsta vörumerki breska fata- framleiðandans Burberry, í fatalínunni sem kynnt var á Tískuvikunni í London um helgina. Sú var tíðin að fátt þótti virðulegra en að klæðast drapplitum Burberry-rykfrakka með köflótta fóðrinu og vera með trefil í stíl. Burberry-flíkurnar á tískupöllunum í London voru öllu ungæðislegri en forðum, jafnvel hipp og kúl, ef svo mætti segja um líf- legan, litríkan og frjálslegan fatnaðinn. Ef grannt er skoðað sést að köflótta munstrið er enn á sínum stað; í fóðri og fylgihlutum. 12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 2018 Suðurhrauni 4210 Garðabæ | Furuvellir 3 600 Akureyri | Sími 575 8000 | samhentir.is Heildarlausnir í umbúðum og öðrum rekstrarvörum fyrir sjó- og landvinnslu ◆ KASSAR ◆ ÖSKJUR ◆ ARKIR ◆ POKAR ◆ FILMUR ◆ VETLINGAR ◆ HANSKAR ◆ SKÓR ◆ STÍGVÉL ◆ HNÍFAR ◆ BRÝNI ◆ BAKKAR ◆ EINNOTA VÖRUR ◆ HREINGERNINGAVÖRUR Allt á einum stað Árið 2018 Kvennakór Suðurnesja á æfingu fyrir afmælistónleikana 22. febrúar. Dagný Jóns- dóttir stjórnar af röggsemi og einbeitnin skín úr andlitum söngkvennanna. Svanhildur Eiríksdóttir svei@simnet.is K vennakór Suðurnesja hóf 50 ára afmælis- hátíð föstudaginn 9. febrúar með opnun sögusýningar í Duus Safnahúsum. Þar er saga kórsins rakin í máli, myndum og munum. Á sjálfan afmælisdaginn verða tón- leikar í Hljómahöll þar sem kórinn hefur fengið til liðs við sig þekkta tónlistarmenn af Suðurnesjum, hluta hljómsveitarinnar Valdimars, Valdimar sjálfan (Guðmundsson) og Fríðu Dís Guðmundsdóttur. Þau tvö síðastnefndu munu syngja með kórnum en á efnisskránni eru m.a. þekkt Suðurnesjalög. Með vorinu ætlar kórinn svo á kóramót í Fær- eyjum en kóraferðir á erlendri grundu hafa verið reglulegar í sögu kórsins. Sú fyrsta var farin til Kork á Írlandi árið 1974 og sú síðasta til Minneapolis í Bandaríkjunum árið 2014. Blaðamaður fór á stúfana í Hljómahöll þar sem stíft er æft þessa dagana. Aldursforsetinn í reynsluárum, Sigurbjörg Sveins- dóttir, var tekin tali sem og stöll- urnar Ína Dóra Hjálmarsdóttir og Bergný Jóna Sævarsdóttir sem keyra úr höfuðborginni á æfingar. Áhugi og elja þessara þriggja gefur til kynna að það sé mikið varið í að vera í Kvennakór Suðurnesja. Sigurbjörg hefur verið í Kvennakórnum í tæp 40 ár, byrjaði sem ung kona og rétt tók sér frí meðan fjölskyldan var að stækka. Þegar hún er spurð hvað hafi haldið henni svona lengi í kórnum er hún fljót til svars. „Þetta er svo upplífg- andi. Það er svo mikil eining í kórn- um og þetta er svo skemmtilegt. Maður kemur kannski á æfingar dauðþreyttur, en þreytan líður úr manni alveg hreint. Þetta er eins og vítamínsprauta. Ég kalla þetta mitt jóga,“ segir Sigurbjörg. Eining í fjölbreytileikanum Einn af hápunktunum í kóra- starfinu finnst Sigurbjörgu þegar eining næst í fjölbreytileikanum, eins og hún orðar það. Þegar allar hafa náð laginu í einn hljóm, þá verði kórinn eins og ein manneskja þrátt fyrir að þær kórsystur séu alla vega. „Það er líka mjög mikil eining kvenna á milli. Stjórnin hóaði okkur, sem erum með mestu starfsreynsl- una, saman í haust og það var bara eins við hefðum hist daginn áður, svo sterk eru vinaböndin. Svo eru sumar ennþá búandi hérna og það er samgangur á milli okkar. Við för- um í morgunkaffi til hver annarrar eftir ræktina.“ Sigurbjörg er hér að vísa í heilsurækt eldri íbúa sem dr. Janus Guðlaugsson stýrir í Reykja- nesbæ. Auðheyranlega er ekki „Það er voða góður andi í þessum kór“ „Þetta er mitt jóga,“ segir Sigurbjörg Sveinsdóttir sem hefur starfað í Kvennakór Suðurnesja stóran hluta starfstíma hans. Kórinn, sem er elsti starfandi kór landsins, fagnar 50 ára afmæli sínu 22. febrúar með tónleikum í Hljómahöll. Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Mikið á sig lagt Þær Ína Dóra Hjálmarsdóttir og Bergný Jóna Sævars- dóttir vaða oft skafla til að komast á æfingar með kvennakórnum. Árið 1983 Kvennakórskonur í sínu fínasta pússi og allar í stíl þegar fimmtán ára afmæli kórs- ins var fagnað með stæl árið 1983. Fremst eru einsöngvarar, kórstjóri og undirleikari. Tískuvikan í London, haust-vetur 2018 Hið köflótta víkur ei AFP

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.