Morgunblaðið - 20.02.2018, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 2018
VÍKURVAGNAR EHF.
Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík
Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is
Setjum undir á staðnum
Dráttarbeisli
undir flestar tegundir bíla
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Þau 14 aðildarfélög BHM sem
gengu frá endurnýjun kjarasamn-
inga við samninganefnd ríkisins á
dögunum, hafa nú lokið atkvæða-
greiðslu um samningana. Voru
samningarnir samþykktir í þeim
öllum, í sumum tilvikum þó með
naumum meirihluta. Þannig voru
samningarnir t.d. samþykktir með
52,3% greiddra atkvæða í Félagi
háskólamenntaðra starfsmanna
stjórnarráðsins. Í Félagi lífeinda-
fræðinga samþykktu samningana
70,8% þeirra sem greiddu atkvæði.
Þrjú aðildarfélög BHM sem
vísuðu kjaradeilu sinni við ríkið til
ríkissáttasemjara fyrr í vetur eiga
enn ósamið.
Kjarasamningar BHM-
félaganna eru til skamms tíma og
renna út 31. mars á næsta ári. Þeir
kveða á um að laun hækki um
2,21% afturvirkt frá 1. september
sl. og aftur um 2% 1. júní nk. Þá fá
félagsmenn sérstaka eingreiðslu,
70 þúsund krónur miðað við fullt
starf 1. febrúar á næsta ári.
Samkomulag náðist um sér-
stakt framlag ríkisins til stofnana í
þeim tilgangi að draga úr mönn-
unar- og nýliðunarvanda og lag-
færa lægstu laun í stofnanasamn-
ingum. Skv. bókun lofar ríkið að
leggja allt að 200 milljónir kr. til
þessa verkefnis sem á að leiða til
þess að frá 1. janúar sl. skulu
mánaðarlaun starfsmanna ekki
vera lægri en 417.409 krónur.
Gyða Hrönn Einarsdóttir,
formaður Félags lífeindafræðinga
og varaformaður BHM, segir
félagsmenn binda vonir við yf-
irlýsingu þriggja ráðherra, sem
gefin var í tengslum við samn-
ingana, m.a. um að ráðist verði í
átak og umbætur á starfsumhverfi
og kjörum heilbrigðisstarfsmanna
á næstu árum.
Að sögn hennar kom sú krafa
frá ríkinu að samningstíminn yrði
aðeins fram í mars á næsta ári.
Rúmlega 4% hækkun og
70 þúsund kr. eingreiðsla
BHM-félög samþykkja 200 millj. framlag til stofnana
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Strætó bs. hefur gert samning við
kínverska rafbílaframleiðandann
Yutong Eurobus um framleiðslu á
13 rafmagnsstrætisvögnum, fyrir
samtals um 880 milljónir króna.
Enn hefur enginn rafmagnsstrætó
verið afhentur Strætó.
Samningarnir voru gerðir í
þremur örútboðum, eins og áður
hefur komið fram og áttu fyrstu
fjórir vagnarnir að afhendast í júní
í fyrra, að sögn Jóhannesar Rún-
arssonar, forstjóra Strætó, og
næstu fimm vagnarnir áttu að af-
hendast í október í fyrra. Loks var
gerður samningur um fjóra vagna í
viðbót í síðustu viku sem ættu að af-
hendast í lok ágúst 2018, en enginn
vagn hefur enn verið afhentur
Strætó.
„Það er rétt að við reiknum dag-
sektir á kínverska framleiðandann
fyrir hvern dag sem afhending
dregst 50 þúsund krónur á vagn og
stendur dagsektin í dag í um það bil
110 milljónum króna,“ sagði Jó-
hannes í samtali við Morgunblaðið í
gær.
Aðspurður hvort eitthvert vit
væri í þessum viðskiptum fyrirtæk-
isins við Kínverjana, þegar afhend-
ing vagnanna drægist svona úr
hömlu og hvort þetta kostaði ekki
allt of mikið fyrir skattborgarana
sagði Jóhannes: „Við borgum þriðj-
ung við pöntun gegn bankaábyrgð
og meira borgum við ekki fyrr en
vagnarnir eru afhentir. Við þurfum
auðvitað að vinna samkvæmt lögum
um opinber innkaup og því getum
við ekkert hróflað við þessum skil-
yrðum sem eru í útboðinu,“ sagði
Jóhannes.
Farið að valda okkur tjóni
Aðspurður hvort hann teldi að
það væri traustvekjandi fyrir
Strætó að hafa ekki fengið einn
vagn afhentan tæpu ári eftir að
hann átti að afhendast, sagði Jó-
hannes: „Þetta er auðvitað mjög
óheppilegt, en kínverski framleið-
andinn hefur alveg staðfest það við
okkur að vagnarnir muni koma.
Þeir hafa sagst hafa lent í
ákveðnum vandræðum við hönnun
á vagninum, sem hafi útskýrt þá töf
sem orðið hefur á afhendingu og
nefna sérstaklega fjölda hraða-
hindrana hér. Við teljum þær skýr-
ingar ekki vera fullnægjandi. Þetta
mjög óheppilegt og farið að valda
okkur tjóni, því við erum að keyra á
eldri bílum, sem við ætluðum að
vera hættir að nota.“
Aðspurður hvort hann teldi að
Kínverjarnir myndu greiða dag-
sektirnar sagði Jóhannes að þeim
hefðu verið sendir reikningar, en
svo væru sérstök ákvæði í samn-
ingnum sem gerðu ráð fyrir að ef
menn væru ósammála um einhver
atriði settust þeir niður og reyndu
að ná samkomulagi.
Ekkert bólar á rafstrætó frá Kína
Dagsektir á framleiðandann komnar í 110 milljónir króna Yutong Eurobus ber fyrir sig að hér séu
of margar hraðahindranir Forstjóri Strætó segir dráttinn á afhendingu farinn að valda tjóni
Morgunblaðið/Ófeigur
Strætó Strætó notar enn eldri vagna sem áttu að vera komnir úr notkun.
Hópur Borgfirðinga kom saman í Njarðvíkur-
skriðum í gærdag og steypti um þriggja metra
langan vegarkafla. Þetta gerðu þeir í mótmæla-
skyni, en íbúarnir segjast vera orðnir lang-
þreyttir á ástandi vegamála á svæðinu. Eyþór
Stefánsson, annar skipuleggjandi viðburðarins,
segir að með gjörningnum vilji heimamenn
senda stjórnvöldum skýr skilaboð, en fjöldi íbúa
tók þátt í vegagerðinni í dag. „Það var þrusu-
mæting og við hófumst handa við að steypa
þennan fyrsta kafla. Það tóku allir þátt í að
leggja og slétta,“ segir Eyþór.
Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson
Borgfirðingar steyptu fyrstu metrana sjálfir
Ljósabekkjum
hefur fækkað
umtalsvert á síð-
ustu árum, sam-
kvæmt talningu
sem Geislavarnir
ríkisins stóðu
fyrir.
Stofnunin hef-
ur talið ljósa-
bekki á þriggja ára fresti frá árinu
2005. Það ár voru slíkir bekkir 277
talsins, þar af 144 á höfuðborgar-
svæðinu og 133 á landsbyggðinni.
Þremur árum síðar voru bekkirnir
196, þar af 98 bæði á höfuðborg-
arsvæðinu og landsbyggðinni. Árið
2011 voru 168 ljósabekkir í notkun,
þar af 92 á landsbyggðinni og 76 á
höfuðborgarsvæðinu. Árið 2014
hafði bekkjunum fækkað í 121, þar
af voru 60 á landsbyggðinni og 61 á
höfuðborgarsvæðinu. Í nýjustu
talningunni, sem fór fram í lok síð-
asta árs, reyndust vera 90 ljósa-
bekkir á landinu, þar af 58 á höf-
uðborgarsvæðinu og 32 á
landsbyggðinni.
Á vef Geislavarna segir að skað-
leg áhrif ljósabekkja séu vel þekkt
og því sé nauðsynlegt að takmarka
notkun þeirra sem mest.
Ljósabekkj-
um fækkar
stöðugt
Fækkunin mest
á landsbyggðinni