Morgunblaðið - 26.02.2018, Side 10

Morgunblaðið - 26.02.2018, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. FEBRÚAR 2018 *M ið að vi ð up p g ef na r tö lu r fr am le ið an d a um el d sn ey tis no tk un íb lö nd uð um ak sst ri BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is GE bílar Reykjanesbæ www.gebilar.is 420 0400 Bílasalan Bílás Akranesi www.bilas.is 431 2622 Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533 Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070 IB ehf. Selfossi www.ib.is 480 8080 BL söluumboð Vestmannaeyjum 481 1313 862 2516 E N N E M M / S ÍA / N M 8 6 7 0 5 RENAULT KANGOO, DÍSIL 1,5 L. VÉL, 90 HESTÖFL Verð:2.217.000 kr. án vsk. 2.750.000 kr.m. vsk. Eyðsla 4,3 l/100 km* RENAULT TRAFIC, DÍSIL 1,6 L. VÉL, 115 HESTÖFL Verð frá:2.943.000 kr. án vsk. 3.650.000 kr.m. vsk. Eyðsla frá 6,5 l/100 km* RENAULTMASTER, DÍSIL 2,3 L. VÉL, 125 HESTÖFL Verð frá:3.669.000 kr. án vsk. 4.550.000 kr.m. vsk. Eyðsla 7,8 l/100 km* www.renault.is Þú tankar sjaldnar á Renault sendibíl TIL A FGR EIÐS LU S TRA X! Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Allir sem standa fyrir einhverskon- ar viðburði í Reykjavík, stórum sem smáum, þurfa að sækja um sérstakt leyfi til afnota af borg- arlandi til umhverfis- og skipulags- sviðs Reykjavíkurborgar. Til borg- arlands teljast allar götur, gangstéttir, stígar, opin svæði, al- menningsgarðar og torg. Almennt gjald fyrir útgáfu afnotaleyfis er 21.050 kr. en heimilt er að lækka það niður í 5.100 kr. ef umfang er lítið. Gjaldið á að standa undir þeim kostnaði sem verður til vegna útgáfu afnotaleyfis vegna afnota af borgarlandi Reykjavíkur. Sækja um vegna peysufatadags Nemendur Verslunarskóla Ís- lands þurfa að sækja um leyfi til afnota af borgarlandinu vegna peysufatadagsins sem er haldinn árlega. Þau ganga þá prúðbúin, um 300 saman, frá Laugavegi að Ing- ólfstorgi þar sem þau stíga dans. Lilja Hrönn Hrannarsdóttir, fjármálastjóri peysufatadagsins hjá Verslunarskólanum, segir eðlilegt að sækja þurfi um slíkt leyfi en það taki tíma að fá svör frá borginni og óvisst sé hvað þau þurfi að greiða. „Ég sótti um fyrir viku síðan og hringdi þá líka og var sagt að ég fengi svör fljótlega en þau eru ekki enn komin. Það kom mér á óvart þegar ég sótti um að þetta kostaði eitthvað. Það kemur fram að gjald- ið er lægst 5.100 kr. en hæst 21.050 kr. og við fáum ekki að vita í hvorn flokkinn við föllum, það er líka mjög óskýrt á heimasíðunni hvort viðburðir sem eru ekki í hagnaðar- skyni þurfi að borga eða ekki. Það er mjög erfitt að vera að skipu- leggja viðburð og fá ekki svör um hvort gjaldið þarf að greiða,“ segir Lilja Hrönn. Ekki er innheimt gjald fyrir litla viðburði eða uppá- komur sem ekki eru í hagnaðar- skyni, samkvæmt svörum frá borg- inni við fyrirspurn blaðamanns. Sú undanþága frá gjaldinu kemur hvergi fram í reglum um útgáfu leyfis til afnota af borgarlandi sem finna má á heimasíðu Reykjavíkur- borgar. Það er skrifstofa reksturs og umhirðu sem metur undanþágu frá gjaldinu í hverju tilfelli fyrir sig. Verslunarskólinn á ekki að þurfa að greiða gjald fyrir peysufatadag- inn, segir borgin, ekki frekar en mótmælendur eða þeir sem standa fyrir annars konar samkomum sem eru ekki hagnaðardrifnar. Allir þurfa samt að sækja um afnota- leyfið. Það er lögreglan sem gerir kröfu um það að sótt sé um leyfi ef farið er um götur borgarinnar því veghaldari þarf að sjá um að ekki sé inngrip í venjubundið umferð- arflæði. Ekki tveir í einu Öryggi vegfarenda er lykilatriði í útgáfu afnotaleyfa. Einnig er til- gangurinn með þeim að koma í veg fyrir að tveir aðilar haldi viðburð á sama tíma og sama stað, sam- kvæmt upplýsingum frá Reykjavík- urborg. Þarf að greiða fyrir afnot af borg- arlandinu vegna viðburðahalds  Undanþága fyrir það sem er ekki í hagnaðarskyni  Öryggi er sagt lykilatriði Morgunblaðið/Hanna Peysufatadagur Nemendur Verslunarskóla Íslands dönsuðu á Ingólfstorgi í fyrra. Þeir þurfa að sækja um leyfi til borgarinnar fyrir uppákomunni. Leyfi til afnota » Sækja verður um leyfi til af- nota af borgarlandi, en til þess teljast allar götur, gangstéttir, stígar, opin svæði, almenn- ingsgarðar og torg. » Viðmiðunargjald er 21.050 kr. fyrir hvert útgefið leyfi. Sé útgáfan umfangsminni en sem nemur gjaldinu er heimilt að lækka það í allt að 5.100 kr. Nærri 600 hjúkrunarfræðingar og ljósmæður hafa skrifað undir lista til stuðnings frumvarpi Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Fram- sóknarflokksins, um að umskurður barna almennt verði bannaður með breytingum sem gerðar yrðu á hegn- ingarlögum Íris Björg Bergmann Þorvalds- dóttir hjúkrunarfræðingur og Katr- ín Sif Sigurgeirsdóttir, hjúkrunar- fræðingur og ljósmóðir, settu af stað undirskriftalista á fimmtudagskvöld. Íris býr í Danmörku og hefur hún komist í kynni við málefnið frá fyrstu hendi. Að sögn starfar hún á svæði þar sem talsvert er af fólki sem kem- ur frá menningarheimum þar sem umskurður drengja er algengur. „Auðvitað er enginn að halda því fram að það sé 100% áhætta fólgin í þessu, en það er of mikil áhætta mið- að við að þetta er algjörlega óþarft, sem sagt þegar þetta er gert án læknisfræðilegrar ástæðu,“ sagði Ír- is í samtali við mbl.is í gær. Við undirskriftir hjúkrunarfræð- inga og ljósmæðra nú bætist að 400 íslenskir læknar hafa lýst yfir ánægju með frumvarpið. olofr@mbl.is/sbs@mbl.is Andstaðan að aukast  Fleiri mótmæla umskurði drengja AFP Barn Umskurður er umdeildur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.