Morgunblaðið - 26.02.2018, Side 18

Morgunblaðið - 26.02.2018, Side 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. FEBRÚAR 2018 ✝ AðalheiðurGunnarsdóttir fæddist í Bakka- gerði Reyðarfirði 9. janúar 1927. Hún lést á Dvalarheim- ilinu Hlíð 11. febr- úar 2018. Foreldrar henn- ar voru Gunnar Bóasson frá Stuðl- um í Reyðarfirði, f. 10.5. 1884, d. 28.7. 1945, útvegsbóndi og seinni kona hans, Margrét Stefanía Friðriks- dóttir, f. á Mýrum í Skriðdal 7.7. 1899, d. 4.5. 1975. Aðalheiður var þrettánda í röð nítján systkina. Faðir hennar missti fyrri konu sína, Unu Sig- ríði Jónsdóttur, f. 11.6. 1884, frá 10 börnum 4.1. 1922. Eldri systkini Aðalheiðar voru: Sigurbjörg, f. 1907, d. 1963, Jón, f. 1908, d. 1961, Lára, f. 1909, d. 1996, Sólborg, f. 1910, d. 1991, Ásgeir, f. 1912, d. 1985, Anna, f. 1913, d. 1958, Hjalti, f. 1914, d. 1986, Páll, f. 1916, d. 1916, Páll, f. 1917, d. 2007, og Ingvar, f. 1919, d. 1991. Yngri systkinin eru: Una Sig- ríður, f. 1924, d. 2018, Sigrún, f. 1925, d. 2005, Friðrik, f. 1929, d. 1938, Reynir, f. 1931, d. 2010, Bóas, f. 1932, d. 2015, Fjóla, f. 1935, Ragnhildur, f. 1937, d. Einarssyni vatnafræðingi, f. 15.7. 1948. Dætur þeirra eru Bjarnheiður og Líney Halla. Lín- ey Halla er gift Sigurði Ægi Jónssyni og eiga þau Jón Sölva og Elías Dór. Fyrir átti Kristinn Baldur Arnvið, hann er kvæntur Birte Harksen og eiga þau syn- ina Matthías og Bjarka. 3) Gunn- ar, f. 18.10. 1950, tölvunarfræð- ingur, kvæntur Þórveigu Huldu Bergvinsdóttur hjúkrunarfræð- ingi, f. 22.4. 1955, d. 27.11. 2009, synir þeirra eru Hallur og Brynj- ar. Sonur Huldu og stjúpsonur Gunnars er Davíð Bjarnason. Hallur er kvæntur Andreu Sig- rúnu Hjálmsdóttur og eiga þau tvær dætur, Dögun og Fönn. Brynjar er kvæntur Hlín Finns- dóttur og eiga þau dótturina Kríu. Davíð var kvæntur Maríu Birnu Arnardóttur og eiga þau dæturnar Ísafold Filippíu og Laufeyju. 4) Friðrik Haukur, f. 16.3. 1952, doktor í félagsfræði, kvæntur Angeliku Woldt- Hallsson, grunnskólakennara, f. 22.6. 1952, d. 27.5. 2015. Dætur þeirra eru Lára Rún og Inga Lín. Sambýlismaður Láru Rúnar er Pierre Alexander König og sam- býlismaður Ingu Línar er Phil- ipp Hitzler. Sonur þeirra er Jo- hann Flemming Hallsson. 5) Þórarinn Óli, f. 4.3. 1958, verk- fræðingur, kvæntur Karin H.L. Rova leikskólakennara, f. 14.2. 1956, eiga þau þrjú börn: Anton Einar, Sögu Margréti og Krist- ínu Helenu. Sonur Karinar og stjúpsonur Þórarins Óla er Jan Peter Gröndahl, sambýliskona hans er Linda A.K. Karlberg og eiga þau tvö börn Edith El- isabeth og Jan Frans Tomas. Anton Einar er kvæntur Wiebke A. Reim og eiga þau synina Ein- ar Lars og Gustav Wilhelm. Kær- asti Sögu Margrétar er Kristian N. Vestling og kærasti Kristínar Helenu er Pilip P. Stenbeck. 6) Hallur Heiðar, f. 31.3. 1960, hönnuður. 7) Hlynur, f. 25.9. 1968, myndlistarmaður, kvænt- ur Kristínu Þóru Kjartans- dóttur, f. 8.5. 1970, félags- og sagnfræðingi. Þau eiga fimm börn: Huga, Lóu Aðalheiði, Unu Móeiði, Núma og Árna. Hugi er í sambúð með Júlíu Runólfsdóttur og eiga þau soninn Vakur. Afkomendurnir eru 30, en 42 að meðtöldum stjúpbörnum, 18 barnabörn og 17 barnabarna- börn. Aðalheiður helgaði sig heim- ilisstörfum meðan börnin voru ung en síðar fór hún að vinna á kvöldvakt á Saumastofunni Heklu. Seinna í þvottahúsi sjúkrahússins og á Frystihúsi ÚA. Hún var mikil húsmóðir og hannyrðakona. Flest föt voru saumuð heima. Hún hafði yndi af blómarækt og ræktaði mikið grænmeti til heimilisins. Hún var ötul í félagsstarfi Slysavarnadeildar kvenna á Ak- ureyri um áratugaskeið. Aðalheiður og Hallur fluttu í Grundargerði 3d árið 2001. Er heilsan fór að bila flutti hún á Dvalarheimilið Hlíð og þar bjó hún síðastliðin þrjú ár. Útför Aðalheiðar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 26. febr- úar 2018, klukkan 10.30. 2017, og Sólveig, f. 1944. Aðalheiður ólst upp í stórum systk- inahópi á Reyðar- firði. Hún fór á ver- tíðir, m.a. á vertíð í Sandgerði sem kokkur á bát. Hún stundaði nám í Hús- mæðraskólanum á Laugalandi 1946 til 1947. Hún giftist 12.10. 1947 Halli Sigurbjörnssyni, f. 9.11. 1921, d. 6.6. 2010. Foreldrar hans voru Sigurbjörn Ólason, f. 30.4. 1888 frá Sveinungsvík í Svalbarðs- hreppi, d. 15.2. 1964, og Guðný Soffía Hallsdóttir frá Fagranesi í Sauðaneshreppi, f. 25.8. 1896, d. 24. 8. 1925. Aðalheiður og Hallur bjuggu á Akureyri frá 1947. Þau byggðu Ásabyggð 2 og bjuggu þar frá 1950 til 2001 og ólu þar upp börnin sín sjö. Þau eru: 1) Sigur- björn, f. 27.5. 1948, verkfræð- ingur og arkitekt, kvæntur Ane Thomsen tækniteiknara, f. 12.3. 1949. Sonur Ane og stjúpsonur Sigurbjörns er Jens Kallestrup Sörensen. Hann er kvæntur Mar- lene Klawitter Müller og eiga þau dæturnar Johanne og El- isabeth. 2) Margrét, f. 12.8. 1949, doktor í jarðfræði, gift Kristni Nú hefur amma fylgt á eftir afa. Það er við hæfi að afi hafi farið á undan, hann er vanur að bíða þolinmóður eftir ömmu. Hún var ættuð að austan og tímaskynið ku vera þaðan. Mér fannst tíminn alltaf líða öðruvísi hjá afa og ömmu á Akureyri og naut þess, enda erfði ég víst svo- lítið af tímaskyni ömmu. Afi var löngu búinn að læra að lifa með því. Hann einfaldlega settist út í bíl og hlustaði á útvarpið. Svo kom amma þegar hún var búin að vökva blómin eða stússast í mat eða þvotti eða hverju því sem hún mundi eftir á leiðinni út úr dyrunum. Þá lögðum við af stað, oftast í sund. Það er mín skýrasta æsku- minning um afa og ömmu á Ak- ureyri, sundið. Afi synti bringu- sund, hraðar en amma. Hún fór rólega, gjarna baksund. Og hún gat flotið endalaust, það þótti mér alltaf stórmerkilegt. Á eftir reyndi amma gjarna að draga okkur systur með í gufubaðið og „brennheitapottinn“ (40-42 °C). Það gekk eitthvað illa í mínu til- viki, en ég lærði þó að meta hvort tveggja að lokum. Seinna bættist sundleikfimin við, hún gerði ömmu ósköp gott. Hjá ömmu þurrkuðum við okkur allt- af fyrst með þvottapoka, svo með baðhandklæði sem þá varð aldrei svo blautt. Amma synti alltaf með sundhettu, til að passa permanentið. Í mínum huga var amma fín frú. Það er, hún gat farið í Kvennahlaupsbol og samt var hún fín. Hún dund- aði við að snyrta neglurnar og naglalakka. Og hún tók sér gjarna vikufrí í sundinu eftir að hún fór í lagningu – lagningarfrí. Amma var húsmóðir og naut þess. Hún hafði sérstaklega gaman af að hafa til mat og baka hvers kyns kökur og kræsingar, helst með miklu smjöri og rjóma, og reiða á borð fyrir gesti. Hún prjónaði einhver ósköp handa okkur barnabörn- unum og saumaði líka merkt handklæði og þvottapoka. Við spiluðum mikið spil hjá afa og ömmu. Mest við afa, en amma var alltaf tilbúin að spila Horna- fjarðarmanna eða spilavist. Gönguferðir í Kjarnaskógi voru líka fastur liður og bíltúrar niður á höfn, í lystigarðinn eða í Vín að fá sér ís. Sólskin og hiti voru góðir vin- ir ömmu. Í minningunni voru sólstólarnir komnir út um leið og sást til sólar, enda var hún amma alltaf sólbrún og hélt litn- um allt árið með hjálp sundsins. Sólstólana tengi ég sterkt við morgunfrúrnar í beðinu framan við húsið þeirra afa og ömmu að Ásabyggð 2. Þar ræktaði amma líka alls kyns önnur blóm og bak við hús voru beð með kartöflum og bestu gulrótum í heimi. Það var mikið fjör að fá að vökva öll þessi beð. Mér þótti alltaf leitt að geta ekki verið oftar og lengur hjá afa og ömmu á Akureyri, sér- staklega á unglingsárunum. Eft- ir að ég eignaðist tengdafjöl- skyldu í Öxarfirðinum fjölgaði þó ferðunum norður í land og það gerðist varla að við keyrðum í gegnum Akureyri án þess að renna við í Grundargerðinu eða á Hlíð að heilsa upp á ömmu. Nú verða þær heimsóknir ekki fleiri. Minningarnar, svo ótalmargar og góðar, munu þó halda áfram að ylja það sem eftir er. Líney Halla. Aðalheiður föðursystir, eða Alla eins og hún var alltaf köll- uð, var ásamt Halli manni sínum og börnunum fjölskyldan í stór- borginni Akureyri þar sem alltaf var hægt að koma þegar fólkið úr sveitinni kom í kaupstað. Ásabyggð 2 var miðja Akureyr- ar og margoft eins konar félags- heimili stórfjölskyldunnar. Amma Margrét bjó líka hjá þeim og þess vegna var enn rík- ari ástæða til heimsókna. Heimsóknir voru ekki bara dagpartur heldur gátu orðið að vikum, ef nákomnir þurftu lækn- is við eða sjúkralegu og mamma dvaldi þar nokkrum sinnum um lengri tíma þegar börnin veikt- ust eða slösuðust. Börnin þeirra voru svo á svip- uðum aldri og við og næstum því jafn mörg, svo það var líka líf og fjör að leika sér bæði innan húss og utan. Alla og Hallur voru líka dugleg að koma í heimsókn í Stuðla og það var jafn fjörlegt í barnaleikjunum þar. Sumarið 1960 komu þau meira að segja með nýfæddan son og hann var skírður ásamt tvíburasystkinum mínum í Reykjahlíðarkirkju. Alla var hlý og hláturmild og gaf sér tíma til að spjalla við bæði fullorðna og börn og ég man hve mér fannst hún alltaf falleg og smekkleg; sannkölluð borgardama í mínum augum. Nú hafa tvær föðursystur, Una Sigríður og Aðalheiður, kvatt langt og viðburðaríkt líf í sama mánuði. Við Stuðlasystkin og fjöl- skyldur okkar sendum börnum Öllu og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum Guð að blessa minningu þessarar góðu og fallegu frænku okkar. Margrét Bóasdóttir. Í dag er kvödd hinstu kveðju elskuleg móðursystir mín Aðal- heiður Gunnarsdóttir sem ættuð er frá Bakkagerði, Reyðarfirði. Alla frænka eða Alla systir mömmu eins og ég kallaði hana gjarnan var stórglæsileg kona, bar af sér mikinn þokka og alltaf svo glaðleg og kærleiksrík. Eftir að ég flutti norður í land kynnt- ist ég Öllu frænku minni betur því þegar móðir mín kom norður til að heimsækja mig og fjöl- skyldu mína var gjarnan skropp- ið í heimsókn til Öllu frænku. Alla tók ævinlega vel á móti okkur en hlýleg nærvera hennar lét manni alltaf líða svo vel á heimili hennar. Það var líka svo gaman að hlusta á þær systur spjalla saman og skiptast á fréttum af fólkinu sínu. Þær systur nutu þess að hittast og ég sat gjarnan hjá þeim og drakk í mig fróðleik um gamla tíma og ættingja okkar. Hugur minn hefur verið hjá þeim systrum undanfarna daga og eru margar og góðar minningar sem hafa rifjast upp núna síðustu daga sem tengjast þeim systrum, en móðir mín kvaddi aðeins nokkr- um dögum á eftir Öllu systur sinni. Það sem stendur upp úr núna og ég er svo þakklát fyrir er þegar við hjónin létum verða af því að heimsækja móðurbróðir minn Bóas Gunnarsson (f. des. 1932, d. maí 2015) þann 10. maí 2014, en þessi dagur var merk- isdagur í stórfjölskyldunni því hann var fæðingardagur móður- afa míns Gunnars Bóassonar. Með í för voru móðursystur mín- ar Alla og Solla og Örn maður Sollu. Við byrjuðum á að fara í Mývatnssveit og komum við að Stuðlum. Þar tóku börn Bóasar höfðinglega á móti okkur með góðum veitingum og spjalli. Síð- an var brunað til Húsavíkur á Dvalarheimilið Hvamm, en á þeim tíma dvaldi Bóas bróðir Sollu og Öllu og móðurbróðir minn þar. Þar áttum við öll ógleymanlega stund og ég man hvað þær móðursystur mínar voru óendanlega glaðar að við létum verða af því að fara í þessa ferð. Ég man líka eftir því hvað móðir mín var mér þakklát að hafa bæði valið þennan dag og eins að hafa drifið mig í þessa heimsókn sem ég hafði svo oft hugsað um og talað um að fara í. Ég sendi þér kæra kveðju, nú er komin lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þótt svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sigurðardóttir) Blessuð sé minning móður- systur minnar Aðalheiðar Gunn- arsdóttur. Kæru aðstandendur, fyrir hönd fjölskyldunnar frá Bakka- gerði, Reyðarfirði vil ég vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Guð geymi ykkur og sendi ykkur styrk. Guðný Fjóla Árnmarsdóttir. Aðalheiður Gunnarsdóttir ✝ Rósa SigríðurÓlafsdóttir fæddist í Hestgerði í Suðursveit 15. sept- ember 1924. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu í Neskaup- stað 18. febrúar 2018. Faðir Rósu var Ólafur Gíslason, f. á Hnappavöllum, síðar bóndi í Hest- gerði 22.1. 1896, d. 1980. Móðir Rósu var Sigríður Björnsdóttir húsmóðir, f. á Brunnum í Suðursveit 11.8. 1898, d. 25.8. 1946. Systkini Rósu eru Jóhanna A. Ólafsdóttir, f. 1926, Torfhildur Ólafsdóttir, f. 1927, Björn K. Ólafsson, f. 1935. Rósa giftist Þorvaldi Einars- syni frá Ormsstaðastekk í Norð- firði 27.8. 1949. Þorvaldur og Rósa eignuðust fimm börn. 1) Ein- ar, f. 31.1. 1949, maki (skilin) Björk Bjarnadóttir, f. 23.1. 1952, börn þeirra eru Þorvaldur, maki Sigríður Inga Björnsdóttir, synir þeirra Einar Björn og Hrafnkell Barðadóttir, f. 9.5. 1952, sonur þeirra Barði, f. 10.9. 1975. Maki (skilin) Elma Stefanía Ágústs- dóttir, f. 12.7. 1986, dóttir þeirra er Ísold. 4) Hafsteinn Smári, f. 7.6. 1957, maki Alma Aðalheiður Þor- móðsdóttir, f. 5.3. 1961, börn þeirra eru Rósa Berglind, f. 20.8. 1980, sambýlism. Bjarni Már Haf- steinsson, f. 2.1. 1986, börn Haf- steinn, Hafþór Máni, Alma Rós. Þorgerður, f. 22.4. 1986, maki Jó- hann Óskar Guðmundsson, f. 20.5. 1983, börn Íris Ósk og Ásgeir Örn. Björn, f. 18.10. 1990, sam- býlisk. Soffía Anna Herberts- dóttir, f. 20.4. 1991, barn Þráinn Elís. 5) Guðbjörg, maki (skilin) Þóroddur Gissurarson, f. 2.6. 1957, börn þeirra Þorvaldur, f. 2.8. 1977, maki Ólöf Ása Bene- diktsdóttir, f. 30.1. 1980, börn þeirra Telma og Benedikt Már. Gissur Freyr, f. 14.1. 1980, sam- býlisk. Sigrún Hólm Þórleifs- dóttir, f. 21.10. 1983, synir þeirra Hilmir Hólm og Þórleifur Hólm. Sif, f. 2.10. 1986, maki Daniel Har- ley, f. 22.1. 1987, börn þeirra Lana Sif Harley, Baldur Sam Har- ley og Katla Robin Harley. Níels, f. 19.5. 1993, sambýlisk. Elísabet Gunnarsdóttir, f. 8.6. 1998. Útförin fer fram frá Norðfjarð- arkirkju í dag, 26. febrúar 2018, klukkan 14. Þór. Sverrir Björn, sambýliskona Agnes Yolanda G. Tulinius, sonur þeirra Alex- ander Máni, sonur Agnesar er Mikael, sonur Bjarkar Einar Ágúst Víðisson, syn- ir hans Ásmundur Goði, Bjartur Hug- inn og Logi Þór. 2) Sigríður, f. 20.8. 1951, maki (skilin) Jón Bjarni Magnússon, f. 24.4. 1950, börn þeirra Magnús, f. 25.4. 1977. Sambýliskona (skilin) Hild- ur Ösp Þorsteinsdóttir, f. 29.11. 1975, börn þeirra Sara Lind, Sunna Ösp, Jón Thor. Sandra, f. 21.9. 1980, maki (skilin) Peter David Lindsay Dooley, dætur þeirra Summer Torfhildur og Alexis. Sambýlism. Saied Alex- ander Hassan, f. 25.8. 1981. Torf- hildur, f. 15.3. 1985, maki Björn Bragi Björnsson, börn þeirra Freyja Sigríður, Björn Benedikt og Ísabella Eir. 3) Jóhann Ólafur, f. 7.8. 1953, maki (skilin) Margrét Þá er mamma farin í sitt hinsta ferðalag. Hennar ferðalag varð býsna langt, hallaði vel í 94 ár. Það verður að segjast að ferða- þreytan var farin að sækja á hana jafnt og þétt síðustu tíu árin eða svo. Stundum leggur dauðinn líkn með þraut, þó alltaf sé erfitt að sjá hann koma, það fannst mér allavega síðustu andartökin hennar. Mamma var mikil listakona sem bæði saumaði og málaði og öll handavinna lék í höndum hennar, henni var umhugað um að við fengjum fallegar útprjón- aðar peysur. Síðar prjónaði hún heimfararsett á barnabörnin og sá þeim fyrir peysum fram á full- orðinsár. Hún fór að vinna utan heimilis þegar ég var um eða inn- an við 10 ára, ég man hvað mér fannst það óþægilegt að vera ein heima þegar ég kom úr skólanum. Þess vegna varð mér oft hugs- að til þess hvernig hún kæmist yf- ir þetta allt, vinnandi úti allan daginn, eldaði, hún var listakokk- ur og nýjungagjörn á því sviði, þreif og sinnti áhugamálunum og prjónaskap jafnframt. Hún horfði ekki mikið á sjón- varp, hlustaði þess meira á út- varp, það hentaði henni betur með allri þessari vinnu. Hún hafði gaman af að ferðast og þau pabbi og mamma ferðuðust mikið inn- anlands, eina utanlandsferð fóru þau líka sem þau höfðu mjög gaman af, til Þýskalands með Sig- ríði systur minni og hennar fjöl- skyldu. Ég var hálfgerður uppreisnar- seggur og reyndi oft á þolrif mömmu, hafði meiri áhuga á að leika lausum hala en gera það sem fyrir var sett. Samt mætti ég ótrúlegri þolinmæði og átti alltaf hjálp vísa ef ég þurfti með. Þegar mamma fór að vinna úti voru mér sett fyrir ýmis verk, en þar sem hún var ekki heima var auðvelt að sleppa við verkin og af- saka sig með að hafa gleymt þessu, ekkert sagði hún við þess- ari gleymsku minni. Hún var boðin og búin að gera allt fyrir mig og krakkana mína meðan kraftar til þess entust, var einstaklega barngóð og krakk- arnir mínir eiga góðar minningar um hana. Gissur minn bjó lengi hjá henni og pabba, hann var ein- staklega hændur að þeim og góð- ur við þau, mamma passaði ein- staklega vel upp á hann. Nú eftir langa samferð þegar hún leggur upp í sitt ferðalag er efst í huga góð minning um hæfi- leikaríka konu og söknuður. Góða ferð, mamma mín. Guðbjörg. Amma mín og ein besta mann- eskja sem ég hef þekkt er látin. Orð fá því varla lýst hversu mikið mér þykir vænt um Rósu ömmu og þau áhrif sem hún og Valdi afi höfðu á líf mitt. Þegar ég þarf á hugarró að halda þá hugsa ég oft til tímanna þegar ég heimsótti ömmu og afa í Hlíðargötu sem barn, en þær minningar eru mér dýrmætar. Mér er minnisstætt þegar afi fór reglulega með mig í bílskúr- inn og skar handa mér hákarls- bita, einnig þegar við kepptumst við í ólsen-ólsen og þegar ég „sigraði“ hann alltaf í sjómanni, en á meðan var amma að græja kökur og kruðerí í eldhúsinu. Maður fór aldrei svangur frá ömmu og afa því það var hrein- lega ekki leyfilegt að segja nei við matarbita. Amma hafði einstaklega gott hjartalag, var vingjarnleg og mik- ill húmoristi þótt hún hafi haldið því til hófs. Mér fannst fátt fyndn- ara en þegar Valdi bróðir var að grínast í ömmu. Hún átti erfitt með að halda andlitinu þegar hann gerði grín að fólki sem hún þekkti til, því þá hlógu þau eins og vitleysingar. Jólaboðin á Hlíðargötu voru best því amma var framúrskar- andi kokkur og gestgjafi. Ég og frændsystkin mín lékum okkur á efri hæðinni á meðan fullorðna fólkið var niðri að tala fullorðins- mál. Síðan kallaði amma „matur“ og við hlupum niður og fengum okkur hangikjöt með kartöflum og jafningi. Ég leit svo mikið upp til ykkar að ég og félagi minn lék- um ykkur á öskudaginn. Amma og afi, ég mun alltaf hugsa til ykkar og minninganna sem þið gáfuð mér. Ég vildi að þið hefðuð náð að lifa nógu lengi til að sjá nýja meðlim fjölskyldunnar hann Alexander, en hann mun hljóta mikilvægustu arfleifðina sem þið skilduð eftir, en það eru gildin sem þið kennduð mér. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. (Bubbi Morthens) Sverrir Björn Einarsson. Rósa Sigríður Ólafsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.