Morgunblaðið - 26.02.2018, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. FEBRÚAR 2018
Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is
Bakteríuvörn
Kvarts steinn frá Silestone er fáanlegur í fjölbreyttum áferðum og litum.
Silestone bjóða einir upp á borðplötur með varanlegri
bakteríu- og sveppavörn.
Gefðu heimilinu ferskleika og líf á þínum forsendummeð Silestone.
Blettaþolið Sýruþolið
Högg- og
rispuþolið
Kvarts steinn
í eldhúsið
silestone.com
Þeir borgarbúar sem þurft hafaað eiga samskipti við umhverf-
is- og skipulagssvið á undanförnum
árum þekkja vel þá endalausu bið,
frestanir á afgreiðslu mála, misvís-
andi skilaboð, skort
á svörum, erfiðleika
við að ná fundi
starfsmanna, og svo
framvegis, sem sam-
skiptunum fylgja.
Fyrir þá semstanda í fram-
kvæmdum, hvort sem það eru ný-
byggingar eða viðhald og endur-
bætur, er þetta óskemmtileg viðbót
við viðamikið verkefni og getur
verið allt að því óyfirstíganleg
hindrun.
Þetta er sennilega hluti af skýr-ingunni á því hvernig fram-
kvæmdir hafa gengið – eða öllu
heldur ekki gengið – í Reykjavík á
nýliðnum árum.
Segja má að þessi fyrirstaðaframkvæmda hafi fengist stað-
fest í viðtali Morgunblaðsins við
umboðsmann borgarbúa á laugar-
dag. Þar kom fram að þetta svið
borgarinnar er 80 daga að meðal-
tali að svara umboðsmanninum,
margfalt lengur en önnur svið.
Fyrir þá sem ráðið hafa til síniðnaðarmenn og vilja fram-
kvæma í höfuðborginni getur þetta
kostað stórfé.
Þar sem þessi vandi er síður ensvo nýr af nálinni má fullyrða
að borgaryfirvöld hafi annaðhvort
ekki getu eða áhuga á að leysa
hann. Hætt er við að silkihúfurnar í
borgarkerfinu séu einfaldlega
orðnar of margar til að hægt sé að
halda uppi skilvirkri stjórnsýslu.
Þetta er eitt af því mikilvægasta
sem breyta þarf hjá Reykjavíkur-
borg.
Hjálmar
Sveinsson
Skipulagsleysi
á skipulagssviði
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 25.2., kl. 18.00
Reykjavík 7 súld
Bolungarvík 7 rigning
Akureyri 8 skýjað
Nuuk -15 skýjað
Þórshöfn 5 heiðskírt
Ósló -6 heiðskírt
Kaupmannahöfn -3 léttskýjað
Stokkhólmur -4 snjókoma
Helsinki -7 léttskýjað
Lúxemborg -2 heiðskírt
Brussel 0 heiðskírt
Dublin 6 léttskýjað
Glasgow 6 heiðskírt
London 3 heiðskírt
París 2 heiðskírt
Amsterdam 0 heiðskírt
Hamborg -3 snjókoma
Berlín -2 skúrir
Vín -6 léttskýjað
Moskva -14 snjókoma
Algarve 17 léttskýjað
Madríd 13 heiðskírt
Barcelona 14 heiðskírt
Mallorca 14 léttskýjað
Róm 8 rigning
Aþena 10 súld
Winnipeg -11 snjókoma
Montreal -1 þoka
New York 5 rigning
Chicago 2 léttskýjað
Orlando 26 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
26. febrúar Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 8:46 18:37
ÍSAFJÖRÐUR 8:57 18:35
SIGLUFJÖRÐUR 8:40 18:18
DJÚPIVOGUR 8:17 18:04
Stjórn Mið-
floksfélags
Reykjavíkur
kynnti á laug-
ardag ellefu
efstu sætin á
framboðslista
flokksins fyrir
borgarstjórn-
arkosningarnar
þann 26. maí
næstkomandi.
Þar skipar Vigdís Hauksdóttir
efsta sætið, Vilborg Hansen ann-
að og Baldur Borgþórsson það
þriðja.
Þeir sem fylgja á listanum eru
eftirfarandi, í þessari röð: Sveinn
Hjörtur Guðfinnsson markþjálfi,
Jón Hjaltalín Magnússon verk-
fræðingur, Sólveig Bjarney Daní-
elsdóttir, aðstoðardeildarstjóri á
LSH, Trausti Harðarson fram-
kvæmdastjóri, Viðar Freyr Guð-
mundsson rafeindavirki, Kristín
Jóna Grétarsdóttir fram-
kvæmdastjóri, Örn Bergmann
Jónsson, bóksali og nemi, og
Linda Jónsdóttir einkaþjálfari.
Listi Mið-
flokksins
kynntur
Vigdís leiðir og
Vilborg í 2. sæti
Vigdís
Hauksdóttir
Valið var í fimm efstu sæti framboðs-
lista Vinstri-grænna í Reykjavík fyrir
borgarstjórnarkosningarnar með raf-
rænu forvali á laugardag. Atkvæði
greiddu 493, en tvö atkvæði voru auð
og tvö töldust ógild.
Niðurstaða forvalsins varð á þá leið
að Líf Magneudóttir skipar fyrsta
sæti, Elín Oddný Sigurðardóttir ann-
að sæti og Þorsteinn V. Einarsson
það þriðja. Í fjórða sæti er Hreindís
Ylva Garðarsdóttir Holm og René
Biasone skipar það fimmta. Atkvæði
skiptust þannig að Líf Magneudóttir
fékk flest atkvæði, 401, í fyrsta sæti.
Næst var Elín Oddný Sigurðardóttir
með 36 atkvæði. Elín Oddný hlaut
flest atkvæði í fyrsta til annað sæti,
311, og hlýtur því annað sæti. Næstur
var Gústav Adolf Bergmann Sigur-
björnsson með 99 atkvæði. Þorsteinn
V. Einarsson hlaut flest atkvæði í
fyrsta til þriðja sæti, 164, og hlýtur
því þriðja sæti. Næstur var Gústav
Adolf Bergmann Sigurbjörnsson með
127 atkvæði. Hreindís Ylva Garðars-
dóttir Holm hlaut flest atkvæði í
fyrsta til fjórða sæti, 210, og hlýtur
því fjórða sæti. Næstur var Gústav
Adolf Bergmann Sigurbjörnsson með
163 atkvæði. René Biasone hlaut flest
atkvæði í fyrsta til fimmta sæti, 218,
og hlýtur því fimmta sæti. Valið er
leiðbeinandi, en kjörnefnd leggur svo
fram endanlegan lista með 46 fram-
bjóðendum fyrir félagsfund.
Líf efst og fékk 493 atkvæði í forvali
Valið í fimm efstu sætin hjá VG í Reykjavík með forvali á laugardaginn var
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Forval Líf Magneudóttir í 1. sæti.