Morgunblaðið - 26.02.2018, Qupperneq 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. FEBRÚAR 2018
✝ Bára Jacobsenfæddist 22.
júní 1922 á Þing-
eyri við Dýrafjörð.
Hún lést á hjúkr-
unarheimilinu Eir
7. febrúar 2018.
Foreldrar henn-
ar voru Sigríður
Jónsdóttir, f.
18.11. 1901, d 19.5.
1988, og Júlíus
Guðmundsson, f.
23.7. 1894, d. 11.7. 1972. Systk-
ini Báru : Ólína Sigríður, f.
1924, d. 2006, Jón Hólmsteinn,
f. 1926, Guðmundur, f. 1927, d.
2002, Jónína, f. 1928, og Guð-
rún Ragnheiður, f. 1931.
Þann 20. apríl 1946 giftist
Bára Úlfari Jacobsen, f. 29.3.
1919, d. 15.12. 1988. Foreldrar
hans voru Soffía Jacobsen og
Egill Jacobsen.
Börn Báru og Úlfars eru: 1)
Soffía, f. 21.7. 1948, gift Ás-
valdi J. Maríssyni. Börn Soffíu
og fyrrverandi maka, Jóhanns
Birgissonar, eru a) Bára, f.
1965, gift Arnóri Björnssyni.
Börn þeirra eru Atli Már, f.
Ómars Aðalsteinssonar, er a)
Garðar, f. 1978. Dætur Auðar
og Hjartar eru b) Bára, f.
1994, d. 1994, c) Hjördís Bára,
f. 1996, og d) Agla Þórunn, f.
1998. Börn Hjartar eru Að-
alsteinn, f. 1971, Hlynur Geir,
f. 1976, Gunnar Örn, f. 1976,
Anna Elísabet, f. 1982, og
Ágúst Heiðar, f. 1984. 4) Hilm-
ar, f. 18.2. 1962, kvæntur El-
ísabetu Gestsdóttur. Dætur
þeirra eru a) Eva, f. 1992, b)
Íris, f. 1994, og c) Karen, f.
1999.
Bára var fædd og uppalin á
Þingeyri. Flutti til Reykjavíkur
15 ára og hóf nám í Verzl-
unarskóla Íslands. Hún stund-
aði einnig nám við Húsmæðra-
skólann í Reykjavík. Á sumrin
var hún í vist hjá frú Soffíu
Jacobsen í Dalnum og þar
kynntust þau Úlfar og stofn-
uðu síðar heimili að Sóleyjar-
götu 13, þar sem stórfjöl-
skyldan bjó. Bára var hús-
móðir fyrstu árin og síðar
stofnuðu þau hjónin ferðaskrif-
stofu Úlfars Jacobsen, Iceland
Safari, og varð það þeirra ævi-
starf.
Útför Báru fer fram frá
Seljakirkju í dag 26. febrúar
2018, klukkan 13.
1991, Katla Rún, f.
1996, og Kolbeinn
Ari, f. 1996, og b)
Birgir, f. 1971,
kvæntur Sif Hans-
dóttur. Börn
þeirra eru: Birta
Rut, f. 2004, Arna
Brá, f. 2007, og
Aron Bjarki, f.
2011. Börn Ásvald-
ar frá fyrra hjóna-
bandi eru Kristján,
f. 1969, og Elín, f. 1972. 2) Eg-
ill Júlíus, f. 4.8. 1950, kvæntur
Jóhönnu Guðjónsdóttur. Þeirra
börn eru: a) Úlfar, f. 1974,
kvæntur Dagrúnu Snorradótt-
ur. Börn þeirra eru Elín Dag-
mar, f. 2003, og Egill Júlíus, f.
2005. b) Lillian, f. 1977, gift
Páli Hjálmarssyni. Börn þeirra
eru Júlía Diljá, f. 1997, Emilía
Katrín, f. 2005, Hrefna María,
f. 2010, og Sindri Franz, f.
1996. c) Kristín Björk, f. 1982,
í sambúð með Einari Tryggva-
syni. Sonur þeirra er Tryggvi,
f. 2014. 3) Auður, f. 12.5. 1956,
gift Hirti Aðalsteinssyni. Barn
Auðar og fyrrverandi maka,
Í dag kveðjum við elskulega
móður okkar og tengdamóður.
Hún átti langa og góða ævi, og
við lítum á það sem forréttindi
að hafa notið samveru við hana í
þetta langan tíma, en í dag sitj-
um við eftir með sorg í hjarta
og eitthvert tómarúm hefur
myndast sem erfitt verður að
fylla. Mamma var glæsileg kona
í alla staði, falleg, hlý, ákveðin
en umfram allt skemmtileg.
Hún átti því láni að fagna að
vera heilsuhraust, jákvæð alla
ævi og lagði mikið upp úr heil-
brigðu líferni og lífsstíl.
Hún var mikill snyrtipinni og
bar heimili okkar ætíð þessi
merki. Við systkinin vorum allt-
af vel til fara og oftar en ekki í
heimasaumuðum eða prjónuðum
fötum, sem eftir var tekið vegna
vandaðra vinnubragða. Við vor-
um alltaf stolt að vera í fatnaði
sem hún hafði gert á okkur.
Við systkinin ólumst upp í
sannkölluðu fjölskylduhúsi að
Sóleyjargötu 13, á fyrstu hæð-
inni var amma Soffía og Lillý
sem var okkur líkt og afi var
fyrir önnur börn. Mamma og
pabbi voru svo á annarri hæð.
Haukur föðurbróðir okkar og
hans fjölskylda bjuggu svo á
efstu hæðinni. Það var mikill
samgangur og náin tengsl á
milli okkar allra. Við vorum
saman um jól og áramót, þá var
mikið fjör og gaman á Sóló.
Fjölskyldan átti líka sumar-
hús rétt fyrir ofan Geitháls þar
sem við börnin eyddum öllum
okkar sumrum og við kölluðum
Dalinn. Seinna meir eftir að
pabbi féll frá sagði mamma okk-
ur frá því að þegar hún kom til
Reykjavíkur sem ung stúlka og
réði sig í vist til Frú Soffíu
(ömmu okkar) í Dalinn, kynntist
hún föður okkar og fljótt fóru
þau að fella hugi saman. Dal-
urinn átti alltaf sérstakan sess í
hugum okkar allra. Faðir okkar
Úlfar Jacobsen ferðaðist mikið
um Ísland og var þá móðir okk-
ar mikið með okkur í Dalnum
og eigum við góðar minningar
frá þeim tíma. Síðar stofnuðu
foreldrar okkar fyrirtæki í
kringum áhugamál föður okkar
Ferðaskrifstofu Úlfars Jacob-
sen – Iceland Safari þar sem
þau störfuðu saman alla sína
tíð, og við börnin og elstu
barnabörnin hófu sinn starfs-
feril.
Eftir fráfall pabba okkar bjó
mamma á Sóleyjargötunni í
mörg ár en flutti síðan rétt eftir
aldamótin að Árskógum 6. Þar
naut hún sín vel, eignaðist
marga góða vini og naut lífsins í
alla staði.
Heilsu hennar fór að hraka
fyrir um það bil þremur árum
og þá fékk hún pláss á hjúkr-
unarheimilinu Eir. Þar leið
henni mjög vel og vel var um
hana hugsað. Við viljum senda
öllu starfsfólkinu á Eir okkar
bestu þakkir fyrir góða umönn-
un og hlýlegt viðmót við móður
okkar.
Elsku mamma, takk fyrir
allt, minning þín mun lifa með
okkur, tengdabörnum, barna-
börnum og barnabarnabörnum
þínum um ókomna tíð.
Þín
Soffía, Egill, Auður,
Hilmar og fjölskyldur.
Það er með miklu þakklæti
sem ég kveð kæra tengdamóður
mína sem reyndist mér einstak-
lega vel enda varð okkur ekki
sundurorða á þeim tæpu 30 ár-
um sem við vorum samferða.
Ef fleiri væru eins vandaðir
til orðs og æðis og Bára væru
vandamál heimsins mun færri.
Tengdamamma var glæsileg
kona, há, grönn og bein í baki
og hefði örugglega getað verið
tískusýningarstúlka á sínum
yngri árum.
Þegar við Auður kynnumst
lagði Auður eitt barn í búið en
ég fimm, ég hafði á tilfinning-
unni að Báru litist nú ekki á en
seinna fann ég að ég fékk sam-
þykki hennar, en hún var svo
vel gerð að hún vildi gefa þessu
tíma á meðan aðrir hefðu
kannski stokkið upp á nef sér,
svona var hún þessi elska, yf-
irveguð og vönduð.
Hún var drottning fjölskyld-
unnar og stjórnaði með mildi og
sanngirni, t.d. vorum við Auður
ekki að flækja málin og vorum
bara með hennar uppáhaldsmat
þegar hún kom til okkar, lamba-
hrygg, brúnaðar kartöflur og
grænar baunir og ótrúlegt hvað
hún hafði góða matarlyst þessi
netta kona.
Gulli og perlum að safna sér
sumir endalaust reyna.
Vita ekki að vináttan er
verðmætust eðalsteina.
(Hjálmar Freysteinsson)
Þakka fyrir vináttuna, kæra
tengdamamma.
Hjörtur.
Bára Jacobsen
Fleiri minningargreinar
um Báru Jacobsen bíða birt-
ingar og munu birtast í blað-
inu næstu daga.
✝ Arnór Eggerts-son fæddist í
Reykjavík 6. júlí
1941. Hann lést 20.
febrúar 2018.
Foreldrar hans
voru Eggert Arn-
órsson, f. 7. sept-
ember 1900, d. 8.
september 1982, og
Jóhanna Guðríður
Tryggvadóttir, f.
17. janúar 1902, d.
22. maí 1968. Arnór var einka-
sonur móður sinnar en systkini
hans samfeðra voru: Sigurlaug,
f. 9. febrúar 1930, d. 23. desem-
ber 1986, Margrét, f. 15. apríl
1931, Ragnheiður, f. 6. maí 1946,
d. 12. desember 1986, Stefán, f.
18. júní 1951, og Benóní Torfi, f.
7. janúar 1959.
Arnór kvæntist 11. júlí 1964
Dúu Stefaníu Hallgrímsdóttur,
kennara, f. 9. maí 1942, d. 7. jan-
úar 2018. Þau eignuðust þrjár
annað heimili hjá móðursystur
sinni, Laufeyju Tryggvadóttur,
og fjölskyldu hennar í Vatnsfirði
í Ísafjarðardjúpi. Arnór varð
stúdent frá Menntaskólanum í
Reykjavík 1962 og þar kynntist
hann eiginkonu sinni og lífs-
förunaut. Öll sín búskaparár
bjuggu þau Arnór og Dúa í vest-
urbæ Reykjavíkur, lengi á Tóm-
asarhaga og síðar á Víðimel.
Arnór hóf ungur störf hjá
Endurskoðunarskrifstofu Björns
E. Árnasonar, varð löggiltur
endurskoðandi árið 1970 og varð
síðar einn af eigendum stof-
unnar. Endurskoðunarskrif-
stofan varð hans starfsvett-
vangur mestan hluta ævinnar.
Arnór átti ásamt brids-
félögum sínum 50 ára spila-
klúbbsafmæli árið 2015.
Á yngri árum æfði hann
knattspyrnu með Val og hand-
bolta með KR en í seinni tíð var
hann dyggur stuðningsmaður
KR.
Útför Arnórs fer fram frá
Neskirkju í dag, 26. febrúar
2018, klukkan 13.
dætur: 1) Arndís Jó-
hanna, f. 31. ágúst
1962. Dóttir hennar
er Hrafnhildur
Bragadóttir, f. 16.
mars 1983, gift
Ragnari Pálssyni, f.
8. desember 1983,
dóttir þeirra er Eva
Þórdís, f. 30. sept-
ember 2010. 2) Jó-
hanna, f. 10. janúar
1969, gift Helmut
Hinrichsen, f. 23. ágúst 1953.
Sonur þeirra er Teitur, f. 12. maí
1997, og sonur Jóhönnu er Arn-
ór Tumi Jóhannsson, f. 27. júní
1992. 3) Valdís, f. 6. október
1972, gift Ingólfi Gissurarsyni, f.
4. júní 1971. Börn þeirra eru
Margeir, f. 7. desember 1995,
Kristín Laufey, f. 21. janúar
2011, og Jóhanna María, f. 15.
október 2014.
Arnór ólst upp hjá móður
sinni í Reykjavík en átti á sumrin
Fáeinum vikum eftir að við
jarðsungum mömmu stöndum við
í sömu sporum, en nú með pabba.
Tilhugsun um tilveru án mömmu
og pabba er vægast sagt erfið því
þau voru bæði virkir þátttakend-
ur í lífi minnar fjölskyldu, áður en
þau veiktust. Við ferðuðumst
saman, röltum í bæinn, spiluðum,
fórum í bústað, elduðum og nut-
um þess að vera saman. Þau voru
afar stolt af barnabörnunum sín-
um og studdu okkur með dyggri
hendi við að koma þeim til manns.
Pabbi var hæglátur og hógvær
en meinfyndinn og hlýr. Hann var
ekki vanur að hafa mörg orð um
hlutina en þegar hann sagði eitt-
hvað þá var borin virðing fyrir
því. Ég man sjaldan eftir því að
hann hafi hækkað við mig róminn
en þegar hann vildi að ég leiðrétti
eitthvað í framkomu eða hegðun
sagði hann „þú manst það bara
næst“ og í kjölfarið fylgdi ýmist
gretta eða faðmlag. Hann hafði
einstakt lag á að hlusta án þess að
finnast hann þurfa að gefa ráð við
öllu sem er örugglega ástæðan
fyrir því að traustari vin og félaga
var varla hægt að finna. Í stað
þess að koma með lausnina ráð-
lagði hann mér að „tænke med lo-
gik“ þegar ég var að vandræðast
með hlutina.
Mömmu var margt til lista lagt
og pabba var það líka en á allt öðr-
um sviðum. Við vorum nokkuð
öruggar með að fá hamborgara í
kvöldmatinn ef mamma var ekki
heima og í seinni tíð var pabbi orð-
inn nokkuð lunkinn á grillinu.
Mamma sá um alla hina réttina,
lagði á borð og gerði allar máltíðir
að veislu.
Pabbi og mamma voru mjög
samhent með margt en á sama
tíma svo ólík með margt. Ég og
maðurinn minn reyndum til dæm-
is í mörg ár að finna sumarbústað
sem við gætum átt saman. Við
yngri hjónin létum þau eldri ráða
för og eftir ótal skoðunarferðir
sem enduðu fæstar með tilboði
komumst við að því að þau voru
bara alls ekki að leita að því sama.
Í grunninn vildu þau hús sem
rúmaði alla fjölskylduna, það var
númer eitt en allt sem á eftir kom
var ólíkt. Pabbi vildi afskekkt býli
í dal þar sem hann heyrði hvorki
né sá til mannaferða á meðan
mamma vildi hús með öllu nýju,
uppþvottavél, þvottavél, heitum
potti og stutt að ganga í sund og
kjörbúð. Leitinni var sjálfhætt
eftir nokkur ár þar sem ekkert
fannst sem uppfyllti þessi skil-
yrði.
Pabbi hefði alveg eins getað
orðið bóndi eins og endurskoð-
andi. Hann þekkti bændur víða
um landið og það var auðsótt fyrir
hann að komast á gæs og rjúpu.
Þá hafði hann sérstakt dálæti á
bókmenntum og kom sigri hrós-
andi af bókamarkaði ef hann hafði
fundið eintak af Illgresi eftir Örn
Arnarson en það var vinsæl stúd-
entsgjöf frá honum. Reyndar
fengu allir bók að gjöf frá honum.
Pabbi var mér góð fyrirmynd
og við nutum lífsins með fjölskyld-
unni, í golfi eða bara þegjandi í
bílnum að rúnta um Nesið að
skoða fuglana.
Minningarnar um þig lifa
áfram, elsku pabbi minn.
Valdís.
Ég kynntist Arnóri tengdaföð-
ur mínum fyrir um 30 árum þegar
ég og Valdís, konan mín, kynnt-
umst. Allt frá þeim tíma hefur
okkur verið vel til vina og margt
kenndi hann mér. Arnór kenndi
mér að þekkja náttúruna, veiða og
þegja ef maður hefur ekkert
merkilegt að segja. Á veiðiferðum
okkar um landið áttum við marg-
ar góðar stundir saman. Í ferðun-
um naut Arnór sín. Hann þekkti
ekki bara öll örnefnin heldur hafði
hann gengið margsinnis að þeim
og gat rakið ár frá ári hversu
margir fuglar voru hvar. Eitt árið
vorum við á Kaldadal og höfðum
ekki séð rjúpu. Arnór var búinn
að segja við mig að það væri engin
rjúpa á staðnum en ég sannfærð-
ist ekki þar til við fundum göngu-
stafinn hans, sem hann týndi
árinu áður. Eftir þetta mótmælti
ég honum ekki sem reyndist mjög
farsæl ákvörðun. Nestið var ein-
falt: kaffi, kókómjólk, brauð með
osti, Prins og suðusúkkulaði.
Nokkrum sinnum reyndi ég að
koma með nýjar víddir í nestisval-
ið en það var nóg að sjá svipinn á
honum til að átta sig á að það væri
ekki í boði. Arnór vildi bara láta
hlutina virka á einfaldan, góðan
og öruggan hátt – hann nennti
bara engu kjaftæði.
Arnór hafði mikinn áhuga á
knattspyrnu og við fórum á ótal
KR-leiki saman, oftast með Val-
dísi, Arndísi og Margeiri syni okk-
ar. Við létum okkur ekki nægja að
fara á KR-leiki hér heima heldur
fórum við líka á nokkra leiki í
Englandi en þó aldrei með West
Ham sem var hans lið. Hann naut
þess að fara með okkur því það
skipti ekki öllu máli hvaða lið voru
að spila bara svo lengi sem allir
voru ánægðir.
Arnór og Dúa nutu þess að
vera með dætrum sínum og fjöl-
skyldum þeirra. Þau settu upp
mánaðarleg matarboð sem allir
fjölskyldumeðlimir skiptust á að
halda þar sem farið var í spurn-
ingaleiki sem voru oftast við allra
hæfi, því enginn mátti vera út
undan – þannig voru þau. Þegar
Jóhanna dóttir þeirra fór í fram-
haldsnám til Þýskalands breytt-
ust matarboðin í fjölskylduferðir
til Kaupmannahafnar og London.
Arnór var einstaklega hlýr
maður og hann elskaði barna-
börnin sín. Undir það síðasta sá
maður gleðina þegar barnabörnin
komu í heimsókn og mér er það
sérstaklega minnisstætt þegar
yngsta barnabarnið, Jóhanna
María, og Arnór áttu sína stund
saman þegar þau leiddust um
gangana á líknardeildinni.
Arnór var tryggur sínu fólki og
fyrirtækjum sem hann starfaði
fyrir. Hann var vinur í raun og
besti tengdapabbi í heimi. Hann
var maðurinn sem stóð alltaf
110% með sínu fólki og alltaf var
hægt að leita til hans.
Það sama var um fyrirtækin
sem hann starfaði fyrir. Vörur frá
Sláturfélaginu og Mjólkursamsöl-
unni borðaði hann með bestu lyst
en vörur annarra aðila, sem hann
taldi ekki einu sinni til samkeppn-
isaðila, komu aldrei inn á heimilið.
Enn í dag hef ég ekki viðurkennt
kaup á tegundum frá þessum svo-
kölluðu samkeppnisaðilum.
Kynni mín af Arnóri og allt sem
hann hefur kennt mér hefur gert
mig að miklu betri manni. Takk
fyrir mig, Arnór.
Ingólfur Gissurarson.
Arnór afi minn var engum lík-
ur. Nú á kveðjustund streyma
fram minningar og oft hugsa ég
með mér: „Þetta hefði enginn
nema afi látið sér detta í hug.“
Hann var framkvæmdamaður og
lét verkin tala, en ætíð á sinn yf-
irvegaða og hægláta hátt. Vanda-
málin voru til að leysa þau og
óþarfi að hafa um það mörg orð.
„Ekkert kjaftæði“ eins og hann
sagði – hann orðaði þetta að vísu
aðeins öðruvísi, eins og þeir sem
þekktu hann muna. Þegar tími
var kominn til að mála húsið mál-
aði hann einfaldlega húsið, fyrst
þurfti hann bara að smíða stillans-
ana. Þegar honum fannst sér farið
að sækjast hægt að skjóta upp
áramótaflugeldunum útbjó hann
statíf úr gamla gasgrillinu. Þetta
var skilvirkt fyrirkomulag; hann
gat sent fjóra flugelda á loft í einu
úr afsöguðum grillfótunum og
hlaðið statífið jafnóðum. Til að
hraða ferlinu enn frekar notaði
hann logsuðutæki til verksins. Gaf
hann sér tíma til að líta til himins?
Ég er ekki viss.
Afi vandaði til allra verka og
nýtni var honum í blóð borin.
Ekkert fór til spillis. Þegar aðrir
voru búnir að borða sat hann lengi
og hreinsaði hverja einustu æti-
legu örðu af beinunum. Afi unni
íslenskri náttúru og kunni vel við
sig utan alfaraleiða, ýmist á
rjúpna- eða gæsaveiðum, í berja-
brekku, eða á flandri um upp-
sveitir í leit að hinu fullkomna
eyðibýli, sem hugsanlega mætti
kaupa og dytta svolítið að. Hann
gjörþekkti landið og bjó yfir mikl-
um fróðleik um fugla. Hann hafði
líka einhvers konar ofursjón; með
aðra hönd á stýri benti hann
gjarnan á einhvern lítinn depil í
fjarska – það brást ekki að depill-
inn hóf sig til flugs skömmu síðar.
Afi var mikill fjölskyldumaður
og líkt og amma var hann klettur í
lífi okkar afkomendanna. Það var
sama hvað gekk á, alltaf var hann
boðinn og búinn að redda málun-
um. Ef maður hafði misst af
strætó í efri byggðum eða þurfti
að láta bjarga sér úr misráðinni
Arnór Eggertsson
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ANNA HJÖRLEIFSDÓTTIR,
sem lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu
Grund miðvikudaginn 21. febrúar, verður
jarðsungin frá Bústaðakirkju föstudaginn
2. mars klukkan 13.
Sigdís Sigmundsdóttir
Hjördís Sigmundsdóttir Kristinn Waagfjörð
Benedikt Sigmundsson Erna Þórunn Árnadóttir
Lárus Sigmundsson
Þóra Arnheiður Sigmundsd. Jóhannes Oddsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir, tengdamóðir, amma og
sambýliskona,
LINDA SÚSANNA MICHELSEN
frá Hveragerði,
lést á krabbameinsdeild Landspítalans
föstudaginn 23. febrúar.
Útförin fer fram frá Háteigskirkju föstudaginn 2. mars klukkan
13.
Kristinn Guðmundsson
Rósa Hrönn Ögmundsdóttir Gylfi Birgisson
Georg Rúnar Ögmundsson Sigurlaug Björk Böðvarsdóttir
Sara Ögmundsdóttir Arnór Geir Jónsson
Halldóra Ögmundsdóttir
Michelsen
Anders Holm
barnabörn