Morgunblaðið - 15.02.2018, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2018 9VIÐTAL
„Það er neyðarúrræði sem ríkissáttasemjari
hefur yfir að ráða. Þá stígur embættið beinlínis
inn í deiluna með tillögu sem lögð er fyrir þá sem
vinna eftir kjarasamningum, þ.e. félagsmenn
sjálfa og launagreiðandann beint. Miðlunar-
tillagan þýðir því að samninganefndirnar stíga í
reynd til hliðar og ríkissáttasemjari leggur fram
lausn sem borin er beint undir þá sem verið er að
semja fyrir.“
Bryndís segir að þessu úrræði megi einungis
beita að höfðu samráði við samninganefndir í
deilunni og sé því ekki beitt í óþökk þeirra.
„Persónulega hef ég tvisvar beitt þessu úr-
ræði. Annars vegar var það í harðri deilu sem
kom upp í álverinu í Straumsvík 2016 og í hinu
tilvikinu var það hjá tónlistarskólunum og Félagi
kennara og stjórnenda í tónlistarskólum árið
2017. Báðar þessar tillögur voru samþykktar og
það er auðvitað áskorunin sem ríkissáttasemjari
stendur frammi fyrir. Ég myndi aldrei leggja til-
lögu af þessu tagi fram nema ég teldi líkur til
þess að hún fengist samþykkt.“
Sambærileg embætti Ríkissáttasemjara eru til
staðar í nágrannalöndunum en verkfærin sem
embættunum eru tryggð eru mismikil. Bryndís
segir að færa mætti fleiri slík verkfæri í hendur
embættisins hér á landi en mikilvægt er að sátt
ríki milli aðila á vinnumarkaði um þau úrræði.
Ella hafi þau litla þýðingu.
„Vissulega er sterkasta verkfærið sjálf sátta-
miðlunin og hún leiðir oftast til farsællar niður-
stöðu. En það eru fleiri verkfæri til. Í hinum
löndunum á Norðurlöndum hafa kollegar mínir
heimild til að fresta verkföllum ef sýnt er að
lausn deilunnar sé í sjónmáli. Það er verkfæri
sem gæti verið skynsamlegt ef sáttasemjari
metur það svo að málin séu að þokast í rétta átt.
Annars staðar á Norðurlöndum er hægt að fresta
verkfalli í allt að fimm vikur. Þá geta sáttasemj-
arar þar gripið til fleiri úrræða til að þoka málum
áfram, en þau eru í reynd til stuðnings því
samningalíkani sem aðilar á vinnumarkaði hafa
komið sé saman um.“
Svipar í eðli sínu til forsjárdeilna
Bryndís segir að það sé hins vegar ekki aðeins
markmið starfa hennar að tryggja undirritun
kjarasamninga. Það sé ekki síður mikilvægt að
tryggja að samningar á hverjum tíma stuðli í
reynd að sátt á milli samningsaðila.
„Kjarasamningagerðin er mikilvæg að því leyti
að hún varðar gríðarlega mikilvæga efnahags-
lega hagsmuni. En hún hefur líka mjög mikið að
segja um sáttina almennt í samfélaginu. Vinnu-
markaðurinn er svo mikilvægur og stór þáttur
okkar samfélags og í hagkerfinu í heild. Ég hef
stundum sagt að kjarasamningsgerð sé ekki
ósvipuð úrlausn forsjárdeilna, það er ekki nóg að
semja, það þarf að semja til góðrar sáttar. Samn-
ingssambandið er eins og barnið, það verður
áfram til staðar og það er óhjákvæmilegt að
samningsaðilar hittist aftur. Þess vegna skiptir
miklu máli að allir gangi sem sáttastir frá samn-
ingsborðinu á hverjum tíma.“
Samningstíminn sé ein órofa heild
Liður í þessu er að sögn Bryndísar að líta á
samningagerðina og samningstímann sem órofa
heild.
„Það koma upp mál meðan samningur er í gildi
sem vera kann að þurfi að leysa og þá er mikil-
vægt að bíða ekki með slíkt þar til samningstím-
inn er út runninn. Betra er að halda samtalinu lif-
andi á samningstímanum og leysa hnúta jafn-
óðum og þeir koma upp. Það ætti jafnframt að
vera markmið allra sem að kjarasamningagerð
koma að nýr samningur sé gerður áður en sá
gamli rennur út. Hér á landi er það sjaldgæft og
algengt að mánuðir líði sem samningsaðilar séu
samningslausir. Það er til marks um að við séum
að vinna hlutina vitlaust. Ég bar þetta saman hér
og í Noregi í síðustu kjarasamningalotu og sam-
kvæmt okkar bestu yfirsýn var það þannig hér á
landi að hlutfallið þar sem samningur tók við af
samningi var 0% hér, á meðan hlutfallið var 80% í
Noregi. Það er sláandi munur. Það þurfa allir
sem koma að samningagerðinni hér á landi að
taka á þessu.“
Bryndís segir að fyrrnefndar tölur segi
sína sögu og að þær gefi tilefni fyrir alla sem
málið varðar að skoða hvað sé hægt að gera
öðruvísi en nú er gert, ekki síst með það að
markmiði að standa vörð um kaupmátt
launafólks og stöðugleika, bæði efnahags-
legan og félagslegan. Bætt umgjörð kjara-
samninga hefur lengi verið til umræðu á
borði heildarsamtaka á vinnumarkaði og
einnig hafa stjórnvöld sýnt því mikinn áhuga.
Mikilvægt að tölfræði um laun og
launaþróun sé í góðu horfi
Bryndís bendir á að nýleg umræða um
launaupplýsingar og áreiðanleika þeirra sé
ein birtingarmynd þess vantrausts sem
grafið hafi um sig á vinnumarkaðnum á síð-
ustu árum
„Það er auðvitað gríðarlega mikilvægt að
það ríki sátt um þær launaupplýsingar sem
lagðar eru til grundvallar í samningagerð-
inni, sem því miður er ekki reyndin hér á
landi. Í Noregi hefur það verklag verið á
þessu að hagsmunaaðilar á markaðnum
koma saman á vettvangi nefndar sem mótar
aðferðafræðina við vinnslu upplýsinganna.
Ég held að slíkt verklag geti bæði aukið
traust milli aðila en einnig tryggt að sátt sé
um gögnin sem verið er að vinna með. Í
Svíþjóð er þessi vinna á forræði ríkis-
sáttasemjara og það hefur komið ágætlega
út en það er ekki aðalatriðið í mínum huga
hvar þetta er vistað, miklu frekar það að all-
ir hafi sína rödd við borðið.“
Hún segir að ágreiningurinn um launa-
upplýsingarnar séu einnig angi af erfiðum
deilum sem komið hafi upp í kringum
ákvarðanir kjararáðs.
„Þær hafa oft valdið ólgu á vinnumark-
aðnum og við þurfum að ná meiri sátt um
verklag við slíkar ákvarðanir. Ákvarðanir
um laun þeirra sem ekki hafa samningsrétt
eru ekki að þvælast svona fyrir mönnum
annars staðar á Norðurlöndunum og svo
virðist sem meiri sátt sé um verklagið sem
slíkt. Þetta er hlutur sem stjórnvöld geta
tekið á og ég get ekki betur séð en að það sé
góður skilningur á þessu hjá ríkisstjórn-
inni.“
Ögurstund framundan á markaðnum
Þessa stundina er fremur rólegt yfir
skrifstofu ríkissáttasemjara en Bryndís
gerir sér augljóslega grein fyrir því að sú
staða getur breyst fljótt. Fyrir lok þessa
mánaðar mun ráðast hvort forsendur kjara-
samninga á almenna markaðnum haldi og ef
niðurstaðan verður neikvæð eru samningar
lausir. En jafnvel þótt forsendur standist er
stutt í að samningar losni. Í desember næst-
komandi losna um 80 samningar og í mars
2019 eru þeir um 135 talsins.
„Ástandið núna er viðkvæmt og það
skiptir miklu máli að vinna vel út stöðunni.
Ég hef trú á því að allir séu allir af vilja
gerðir til þess að þoka hlutum í rétta átt.“
Bryndís segir að þegar stóru loturnar
standi fyrir dyrum sé mögulegt að viðhafa
annað verklag en gert er í dag og þar leitar
hún í smiðju ríkissáttasemjara í nágranna-
löndunum.
„Þessar stóru lotur eru mikil áskorun
fyrir embættið. Þegar viðlíka aðstæður hafa
komið upp hefur ríkissáttasemjari haft einn
mann sér til aðstoðar sem aðstoðarsátta-
semjara í hlutastarfi. Ég hef áhuga á að
gera þetta meira í takt við það sem gert er
annars staðar á Norðurlöndum. Þá eru fleiri
einstaklingar sem koma inn þegar mikið
gengur á og taka að sér sáttamiðlun í ein-
staka samningum. Þá getur það jafnvel ver-
ið þannig að ég sitji við borðið í öllum samn-
ingunum ásamt viðkomandi en að hann
verkstýri hlutunum frá degi til dags á þeim
vettvangi. Markmiðið er að auka skilvirkni
embættisins og bæta sáttamiðlunina. Þetta
eru hlutir sem við erum að skoða og þróa
áfram jafnt og þétt.“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
klagi við gerð kjarasamninga
Meðal þess sem Bryndís hefur lagt áherslu á í embætti er að standa fyrir fræðslu hjá samninga-
nefndunum sem koma að kjarasamningagerðinni.
„Það eru um 300 manns í hverri lotu sem koma að þessari vinnu. Þetta er fjölbreyttur hópur
með ólíkan bakgrunn. Oft er þetta sama fólkið sem kemur aftur og aftur að verkefninu og það er
mikilvægt. Í bland við eðlilega endurnýjun er mikilvægt að þekkingin tapist ekki á milli samninga.
En ég hef litið svo á að embætti Ríkissáttasemjara geti stuðlað að aukinni fræðslu og þar með
auknum skilningi milli samningsaðila.“
Af þessum sökum hefur embættið ákveðið að efna í ár til námstefnu sem Bryndís segir að
vonir standi til að verði haldin með reglubundnu millibili.
„Nú í maí og einnig í haust stendur embættið fyrir námstefnu af þessu tagi og þær eru ætlaðar
öllum þeim sem koma að samningagerðinni hér á landi. Alþjóðavinnumálastofnunin mælir með
því að þetta sé gert og þarna ætlum við að fara yfir fjölmörg atriði sem skipta máli við undirbún-
ing kjarasamningagerðar. Við teljum að þetta sé eitthvað sem bæði geti nýst reyndu fólki og ný-
liðum. Þarna gefst líka tækifæri fyrir fólk að hittast utan eiginlegrar samningagerðar og það get-
ur haft jákvæð áhrif.“
Fræðslan er skipulögð í samráði við heildarsamtökin á vinnumarkaði og embættið hefur ráðið
til sín verkefnastjóra sem heldur utan um hana. Hún segir að ef vel takist til geti námstefnur af
þessu tagi orðið sjálfsagður hluti af kjarasamningagerðinni í landinu. „Svipað námskeið var
haldið við góðan róm samningafólks í tíð Ásmundar Stefánssonar en vonandi getur þetta orðið
fastur liður í framtíðinni.“
Fræðslan getur skipt sköpum