Morgunblaðið - 15.02.2018, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.02.2018, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2018 11FRÉTTIR Af síðum Í kunnri arabískri þjóðsögu segir frá töfrahelli sem hefur að geyma mikil auðævi sem bíða þess sem er nógu snjall til að finna þau. Hetjan sem sagan er nefnd eftir finnur fjársjóðinn, sölsar hann undir sig og fjölskyldu sína, og lætur sig litlu varða hvaðan auðævin komu. Á sama hátt vill kín- verski netverslunarrisinn Alibaba flytja verðmæti sem leynast í einu dimmu skoti innan samsteyp- unnar, út á hinn almenna markað, og leysa þannig milljarða dala úr álögum. Hvort sagan fær farsæl- an endi veltur á því hvað hluthöfum finnst um þá óvenjulegu leið sem Alibaba vill fara til að fá sínu fram. Það hefur vissulega verið mikið „abrakadabra“ í því hvernig hluta- bréfaverð Alibaba hefur þróast. Markaðsvirði fyrirtækisins hefur þre- faldast á tveimur árum, sem einkum má rekja til kjarnastarfsemi félags- ins á sviði netverslunar. Sú eining myndar 88% af tekjum félagsins og skilar nærri 50 sentum í rekstrarhagnað fyrir hvern dollar af veltu. Á þriðja fjórðungi rekstrarársins, frá október til desember, jókst hagnaður um 29% miðað við sama tímabil árið á undan, þó svo að framlegðin hafi dregist ögn saman. Alibaba hefur grafið upp dýrmætan gimstein í hlutdeildarfélaginu Ant Financial sem annast miðlun greiðslna á netinu. Einu sinni var fyrir- tækið undir stjórn Jack Ma, stofnanda Alibaba, og deildi 37% af hagnaði sínum (á rekstrarárinu sem lauk í mars 2017) með samsteypunni. Ali- baba hefur tilkynnt að félagið muni senn hætta að skipta hagnaðinum með þessum hætti og hefur galdrað til sín þriðjungs eignarhlut í Ant. Og samt hafa engir peningar skipt um hendur. Er hér um að ræða rekstrar- einingu sem lagði 42% minna af mörkum til heildarhagnaðar samsteyp- unnar á fyrstu þremur ársfjórðungum yfirstandandi rekstrarárs, og var skuldinni skellt á mikil útgjöld vegna markaðsmála. Fréttir mánudagsins benda til þess að enn megi finna falda fjársjóði. Ant vill ráðast í 5 milljarða dala fjármögnunarlotu sem myndi verðmeta félagið á allt að 120 milljarða dala. Hlutafjárútboð gæti fylgt í kjölfarið. Með því að kalla fram töfraorðið PayPal þá lækkar félagið í virði. Ef við notum hagnaðartölur Ant fram til þessa og beitum sömu margföldurum og fyrir bandarísk fyrirtæki sem sérhæfa sig í greiðslum yfir netið, þá væri Ant 80 milljarða dala virði. Að tvöfalda það verðmat, fyrir fyrirtæki sem hefur misst töluvert af glansinum, er ævintýri líkast. Ali Baba vissi hvaða galdraþulu hann þurfti að fara með til að komast yfir fjársjóðinn. En sú saga líkist æ meira sögunni hér að ofan: hún er lyginni líkust. LEX AFP Alibaba/Ant Financi- al: Falinn fjársjóður Tímabili æ digrari sjóða virðist vera að ljúka í ensku úrvalsdeildinni, því í ljós hefur komið að sjónvarpsstöðv- arnar munu borga hundruðum millj- óna punda minna en áður fyrir rétt- inn til að sýna frá helstu knatt- spyrnuleikjum á Bretlandseyjum. Eftir útboð sem stóð í fimm daga hafa Sky og BT fengið réttinn til að halda áfram að sýna beint frá leikj- um. Forsvarsmenn úrvalsdeildar- innar neyddust hins vegar til að taka þá óvenjulegu ákvörðun að bíða með úthlutun útsendinga á nokkrum leikjum og skýrðu það með því að áfram yrði leitað tilboða. Útboð á 200 leikjum Í útboðinu gátu sjónvarpsstöðvar boðið í 200 af þeim 380 leikjum sem spilaðir verða á hverju leiktímabili frá 2019 til 2022. Þessum 200 leikj- um hefur verið skipt niður í sjö pakka og má enginn einn kaupandi fá fleiri en fimm pakka í sinn hlut. Á þriðjudagskvöld hafði Sky tryggt sér fjóra pakka en BT aðeins einn. Forsvarsmenn úrvalsdeildar- innar sögðust á þeim tímapunkti hafa aflað 4,464 milljarða punda fyrir sýningarréttinn, sem er tölu- vert lægri fjárhæð en 5,1 milljarður sem greiddur var fyrir sýningar á leikjunum öllum í síðasta uppboði. Forsvarsmenn úrvalsdeildarinnar segja að pakkarnir tveir sem eftir standa, og eru ætlaðir sjónvarps- stöðvum sem vilja sýna úrval leikja á kvöldin á virkum dögum og á frídög- um svo að áhorfendur hafi val um hvaða leiki þeir horfa á, séu „enn óseldir en fjöldi aðila hefur sýnt þeim áhuga“. Aðilar sem tengjast uppboðinu segja að úrvalsdeildin hefði ekki selt síðustu pakkana því ekki tókst að fá lágmarksverð fyrir þá. Leikurinn á 9,3 milljónir punda Útlit er fyrir að niðurstaða upp- boðsins verði töluvert högg fyrir Richard Scudamore, starfandi stjórnarformann úrvalsdeildarinnar. Í þá hartnær tvo áratugi sem hann hefur verið við stjórnvölinn hefur honum tekist að tryggja deildinni æ hærri útsendingartekjur. Á nýliðnu útboði tókst Sky að lækka töluvert það verð sem stöðin borgar fyrir hvern leik, úr 11,05 milljónum punda niður í 9,3 milljónir á leik, sem er 16% lækkun. Heildar- útgjöld stöðvarinnar fyrir hvert leik- tímabil hafa lækkað um 199 milljón pund, niður í 1,2 milljarða punda, þrátt fyrir að þeim leikjum sem stöðin fær að sýna fjölgi úr 126 upp í 128. „Við höldum áfram að fjárfesta í sjónvarpsefni sem viðskiptavinir okkar hafa áhuga á, og sem fellur vel að þeirri stefnu að breikka úrval okkar,“ segir Stephen van Rooyen, forstjóri Sky í Bretlandi. Útsendingarpakkinn sem BT tryggði sér innifelur sýningar frá leikjum sem hefjast snemma á laug- ardögum og fá yfirleitt minna áhorf en aðrir helgarleikir. BT borgar 295 milljónir fyrir 32 leiki á hverri leik- tíð, en borgar í dag 320 milljónir punda fyrir útsendingar snemma á laugardagskvöldum. Skiptist á 20 fótboltafélög Bróðurparti þeirra tekna sem deildin aflar með sölu útsendingar- réttinda er skipt á milli þeirra 20 knattspyrnufélaga er eru í deildinni. Oft hafa peningarnir verið notaðir til Tekjur úrvalsdeildarinnar dragast saman Eftir Murad Ahmed og Nic Fildes í London Breskar sjónvarpsstöðvar munu borga hundruðum milljóna punda minna en áður fyrir réttinn til að sýna frá ensku úrvals- deildinni í knattspyrnu, sem mun þýða minni tekjur fyrir félögin. AFP Kasper Schmeichel og Wayne Rooney berjast um knöttinn en það hefur heldur dregið úr áhuga sjónvarpsstöðva á að berjast um enska boltann. að greiða himinhá félagaskiptagjöld, en liðin hafa einnig greitt leik- mönnum sínum stjörnulaun til að reyna að laða marga hæfileika- ríkustu knattspyrnumenn heims að ensku deildinni. En það virðist ekki mikil spenna í samkeppninni á milli tveggja stærstu tilboðsgjafanna, Sky og BT, og hefur það leitt til dauflegs útboðs í þessari nýjustu sölulotu á útsend- ingarréttindum innanlands. Í aðdraganda útboðsins sagði BT að áhugi stöðvarinnar á beinum útsendingum frá íþróttaviðburðum hefði minnkað og að þeim þætti ásættanlegt að vera „öflugir í öðru sæti“ á eftir Sky. Í desember hvarf líka annar sterkur hvati fyrir stöðvarnar tvær til að berjast af hörku um útsending- arréttinn, þegar þær gerðu gagn- kvæman útsendingarsamning sín á milli, svo að BT getur boðið upp á Sky Sports í sjónvarpspökkum sín- um frá og með 2019 og Sky selt áskrifendum sínum BT Sport. Scudamore fundaði með tækni- fyrirtækjum á borð við Amazon og Facebook í þeirri von að draga fyrir- tækin í Kísildal inn í útboðið. Hann virðist ekki hafa átt erindi sem erf- iði, þó svo að úrvalsdeildin hafi ekki upplýst hvaða fyrirtæki það eru sem enn eru þátttakendur í útboðs- ferlinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.