Morgunblaðið - 15.02.2018, Síða 12

Morgunblaðið - 15.02.2018, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2018SJÓNARHÓLL Vatnagörðum 22 | 104 Reykjavík | Sími 585 8300 | sala@postdreifing.is | postdreifing.is FJÖLPÓSTUR SEM VIRKAR *könnun Zenter apríl 2016. 61% landsmanna lesa fjölpóst 70% kvenna lesa fjölpóst 58% neytenda taka eftir tilboðum á vöru og þjónustu í gegnum fjölpóst* Dreifum sex daga vikunnar inn á 80.000 heimili MARKHÓPURINN ÞINN BÍÐUR EFTIR TILBOÐI FRÁ ÞÉR Hafðu samband og við gerum þér tilboð í þá þjónustu sem þér hentar EGGERT Í hvaða tónlistarskóla ert þú? spurði ég son vinkonuminnar þegar hann hafði spilað þetta fína lag fyrirokkur á gítarinn. Svarið kom mér á óvart. „Ég er ekkert í neinum skóla – ég lærði þetta af YouTube.“ Á mig kom hálfgert hik. Er virkilega hægt að læra að spila á gítar í gegnum YouTube? Gamlar minn- ingar úr tónlistarskóla þar sem ég sótti píanótíma helltust yfir mig. Hefði verið hægt að læra þetta öðruvísi? Móðir mín leitaðist við að fá sérhvert okkar syst- kinanna til að læra á hljóðfæri. Systir mín hóf píanó- leik en entist ekki lengi, bróðir minn gerði slíkt hið sama og hætti eftir nokkur ár. Í syst- kinahópnum hélt ég þetta lengst út, og þótt píanónámið hafi skilað mér ánægju og gleði þá var það ekki alltaf jafn skemmtilegt. Og ekki vantaði heldur umstangið: fara upp í tónlistarskóla, bíða eftir að röðin kæmi að mér, mæta í tónfræðitíma og auka æfinga- tíma fyrir próf og tónleika, vera með í maganum yfir því að hafa ekki æft það sem ég átti að æfa og þurfa að spila allt eftir nótum. Það var nánast enginn möguleiki að velja sér nýjan kennara ef manni líkaði ekki nógu vel við þann sem maður hafði. Maður hafði ekki mikið um lagavalið að segja og þurfti að fylgja ákveðinni námskrá til að ná á næsta stig. Það var ekki hægt að fresta tíma eða bæta við tímann ef þannig lá á manni. Þar að auki reyndu þessir tímar töluvert á buddu foreldranna – en tónlistarnám á Íslandi er ekki gefið. Ólíklegt er að Víkingur Heiðar hefði náð sama ár- angri við það eitt að fylgjast með YouTube-kennslu en eflaust eru fleiri sem nú geta látið eigin áhuga ráða framgangi í námi og ef marka má gítarspil unga drengsins er óþarft að efast um að sú kennsla geti verið gagnleg. En það er fleira en áhugamál sem lærast af net- inu. Fyrir skömmu ræddi ég við nokkra háskóla- nemendur í framhaldsnámi. Þeir sögðu mér að al- gengt væri að nemendur létu það algjörlega eiga sig að fjárfesta í dýrum og þungum námsbókum sem kennararnir setja fyrir. Margir finna einfald- lega fyrirlestra úr öðrum skólum og greinar á net- inu sem styðja ekki síður við námið heldur en það sem lagt er fyrir af kennurunum. Og ég fékk þetta staðfest hjá kennurunum sjálfum. Þeir eru margir fullkomlega sáttir við að nemendur leiti sér upplýs- inga annars staðar frá, ef þeir tileinka sér efnið og koma því frá sér á þann hátt sem þeir meta fullnægjandi. Breytingar á því hvernig fólk nálgast námsefni hafa þegar átt sér stað. Það er mikilvægt að þau yfirvöld sem bera ábyrgð á menntun hér á landi skapi umhverfi sem tekur tillit til breyttrar hegðunar og nálgunar unga fólksins að fræðslu og lær- dómi. Með nánast allt fræðsluefni heimsins við höndina er mögulegt að læra hvað sem er, hvenær sem er og hvar sem er. Er óskhyggja að halda að við getum tamið ungt fólk á sama hátt og fyrir tilkomu internetsins og snjalltækja? Gera á sem flestar ólíkar námsleiðir mögulegar þar sem allir geta fundið sína hillu, fengið þekk- ingu og færni metna – blómstrað og menntað sig til tækifæra. Skynsamleg stefnumótun í mennta- málum er hagsmunamál sem öll þjóðin á sameig- inlegt. Í því felst ekki aðeins lykillinn að efnahags- legri velsæld þjóðarinnar heldur líka allri menningu og lífsgæðum til lengri tíma litið. Þess vegna þurfum við öll að hafa augun opin fyrir því að tryggja að skólakerfið á Íslandi þróist í takt við alla þá möguleika sem ný tækni býður upp á. VIÐSKIPTALÍF Ásta Sigríður Fjeldsted, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands. „Ég lærði þetta af Youtube“ ” Það er mikilvægt að þau yfirvöld sem bera ábyrgð á menntun hér á landi skapi umhverfi sem tekur tillit til breyttr- ar hegðunar og nálg- unar unga fólksins að fræðslu og lærdómi. FORRITIÐ Ekki leikur á því nokkur vafi að lífs- hlaup margra lesenda Viðskipta- Moggans væri efni í safaríka sjálfs- ævisögu. Sumir luma á leyndar- málum úr innsta hring, á meðan aðrir hafa spennandi sögur að segja af sigrum og ósigrum inni á stjórnarfundum og utan. En þeir sem reynt hafa vita að það að skrifa sjálfsævisögu er hægara sagt en gert. Bæði er erfitt að vita hvar á að byrja og svo er hreinlega heilmikið verk að koma öllu skil- merkilega frá sér. Forritið Babblestash (www.babblestash.com) kemur til bjargar, en þar er á ferð forrit sem leiðir notandann áreynslulaust í gegnum ævisöguskrifin. Babblestash spyr notandann ítar- legra spurninga sem draga fram að- alatriði lífshlaupsins og notar radd- greiningartækni Apple til að skrifa upp eftir notandanum svo hann þarf varla að snerta lyklaborðið. Þegar handritið liggur fyrir, í grófum dráttum, má láta prófarka- lesara og ritstjóra af holdi og blóði fara yfir textann og lagfæra og getur Babblestash látið gefa verkið út í rafbókarformi. Er þá ekki annað eft- ir en að senda stórvirkið á helstu bókaútgáfur og sjá hverjar viðtök- urnar verða. Þarf varla að taka fram að Babblestash er aðeins í boði á ensku. ai@mbl.is Svo sjálfsævisagan skrifi sig nánast sjálf

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.