Morgunblaðið - 23.02.2018, Page 14

Morgunblaðið - 23.02.2018, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2018 Sími 775 1832 | Happie furniture - húsgögn Sérsmíðuð húsgögn fyrir heimili og fyrirtæki Happie furniture Draumasmíði H luti af því að þykja vænt um dauð- lega hluti er sagan á bakvið þá. Stundum verða þessar sögur til án þess að maður hafi nokkuð með það að gera en stundum er líka hægt að búa þær til og yfirleitt er skemmtilegast þegar sög- urnar eru sem skrýtnastar. Eftir því sem ég eldist hefur mér þótt mikilvægara að eiga frekar fallegri hluti en fleiri. Ég er búinn að losa mig við allskonar drasl sem tók bara pláss, halda eftir því sem mér þykir virkilega vænt um og svo því sem ég hef í alvörunni not fyrir. Það er mjög frelsandi að slíta sig frá dóti sem skiptir mann í raun og veru engu máli, sérstaklega ef maður hélt það fyr- ir. Annað sem aldurinn hefur fært mér er áhuginn á að hafa huggulegt í kringum mig. Ég er sóði í grunninn og var lengst af ná- kvæmlega sama hvort gólfið hafði verið ryk- sugað þennan mánuðinn eða ekki, hvort leir- tauið lá í vaskinum eða hvað öðru fólki fannst. En á stuttum tíma hef ég eignast nýtt heimili og tvö börn og með því hefur orðið til ný rödd í höfðinu á mér sem beinlín- is öskrar á mig að hafa umhverfið snyrtilegt. Nú er svo komið að ég ræsi helst ekki Pla- yStation-vélina á kvöldin fyrr en allt er orðið sæmilega settlegt og hæft undir kerta- ljósalýsingu. Með þetta allt saman í farteskinu sat ég þunnur eftir tónleikaferð með Skálmöld fyrir nokkrum árum. Ég vafraði um búðir meðan ég beið eftir fluginu heim og rakst þá á þessa línu frá Iittala í einni hillunni. Ég er ekki sérlegur sérfræðingur þegar kemur að svona hlutum og geri mér enga grein fyrir því hvort ég er hipp eða hallærislegur að vilja eiga þetta, en svo varð úr að ég keypti tvær skálar og tvo bolla og ferjaði heim, enda þykja mér þetta afar fallegir hlutir. Og síðan þá hef ég haft það sem reglu að bæta alltaf smávegis í stellið þegar ég ferðast gegnum Kastrup á leiðinni heim. Ég veit vel að ég gæti stækkað safnið mun hraðar með því að kaupa inn í það hérna heima, eða þá með því að kaupa meira í einu í kóngsins Kö- ben, en það væri bara ekkert gaman. Þá væri nefnilega engin saga til að segja.“ thora@mbl.is Ræsir ekki leikjatölvuna fyrr en búið er að kveikja á kertum Snæbjörn Ragnarsson er sjálfsagt þekktastur sem Bibbi í Skálmöld eða Bibbi í Ljótu hálfvitunum. Vel hærður í framan og vörpulegur á velli og mögulega síðasti maðurinn sem einhvern hefði grunað að safn- aði forláta finnskri merkjavöru og elskaði kósíheit og kertaljós. Morgunblaðið/Eggert Breyttur maður Bibbi er nýlega farinn að aðhyllast lífsspekina um minna drasl en umtalsvert betra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.