Morgunblaðið - 23.02.2018, Page 18

Morgunblaðið - 23.02.2018, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2018 því koparrör upp úr viftunni sem smellpassar á móti öllum kop- arpottunum sem við höfum safnað í gegnum tíðina. Eldhúsborðið létum við útbúa fyrir okkur í Efnissölunni og við völdum þann við sem okkur fannst fallegur en hann er sérlega hlýlegur á móti marmaranum og hvítu flísunum. Mig langaði hrikalega í fallegar flísar á vegginn sem yrðu lagðar með fisk- beinamynstri og fékk algjöran snilling í það en það þarf lista- menn í svona verkefni. Hann var jafn lengi að raða þessu inn í gluggann og allt hitt veggplássið enda mikið púsl. Mér finnst mikilvægt að leyfa flísunum að njóta sín og vil engar hillur uppi á vegg. Bekkurinn er síðan klæddur mjúku leðri sem á að veðrast aðeins með tímanum. Uppþvottavélin í uppáhaldi Eitt það besta við eldhúsið er svo uppþvottavélin en þar sem við erum að reka veitingastað þá auðvitað veltir maður því fyrir sér hvernig maður getur þrifið leirtauið á einni mínútu í vinnunni en þarf að hafa heima uppþvottavélina mallandi í allt að tvo tíma. Svo auðvitað kaupir maður veitingahúsavél fyrir heimilið og klár- ar uppvaskið á örskotsstundu. Þetta er algjör snilld. Maður geng- ur frá öllu um leið og vantar aldrei neitt. Svo þegar ég baka get ég hent skálinni inn í vél og notað hana strax aftur til að gera kremið. Þegar ég tek til þá skutla ég öllum kertastjökum og gler- dóti inn í vél og á einni mínútu er allt orðið skínandi hreint. Berglind segir þau afskaplega ánægð með hvernig til tókst. Eldhúsið sé afskaplega gott vinnueldhús sem hafi verið mark- miðið en jafnframt sé það fallegt og í þeirra anda. Eldhúsið sé líka þannig að það sé notalegur samverustaður fyrir fjölskylduna. Hvað myndirðu ráðleggja fólki sem er í framkvæmdahugleið- ingum í eldhúsinu? „Að búa sér til gott mini-eldhús annars staðar í húsinu því þetta tekur tíma og það er mjög erfitt að vera eldhús- laus. Útilegan í stofunni missir allan sjarma eftir mánuð. Opna veitingahús í Reykjavík Nýverið bárust þau gleðitíðindi að veitingastaður þeirra hjóna, GOTT, væri á leiðinni suður og myndi verða opnaður í miðborg Reykjavíkur í mars. Berglind segir að það eigi sér í raun langa forsögu. „Frá því við opnuðum GOTT í Eyjum höfum við verið spurð að því, nánast daglega á sumrin þegar mikið er um íslenska ferðamenn, hvort við ætlum nú ekki að opna stað á höfuðborg- arsvæðinu. Það hefur því lengi blundað í okkur og þegar rétta tækifærið kom ákváðum við að slá til. Berglind segir þau hjónin mjög spennt fyrir opnuninni. „Við vissum að það væri áhugi fyrir staðnum en bjuggumst engan veginn við þeim viðbrögðum sem við fengum við tilkynningunni um að við værum að opna í Reykjavík. Hverju mega höfuðborgarbúar eiga von á? „Djúsí og hollum mat fyrir mjög gott verð og létta og góða þjónustu. Við verðum með vinsælu vefjurnar okkar sem við bökum um leið og þær eru pantaðar og fyllum með mismundandi fyllingum. Djúsí borgara, glænýjan fisk, bragðmikla grænmetisrétti, vegan-rétti og geggj- aða eftirrétti. Við gerum allar sósur, soð og deig í eftirrétti á staðnum. Markmiðið er að fólk fái næringarríkan og fjölbreyttan mat sem er spennandi á góðu verði. 90% af aðalréttunum kosta um tvö þúsund krónur svo ég held að það sé óhætt að segja að við séum sanngjörn í verði. Hugmyndin um að hollur matur geti verið bragðmikill og djúsí er það sem GOTT gengur út á. „Ég held að það sé óhætt að segja að það sé enginn staður eins og GOTT. Við munum líka hafa það hugfast að vera umhverfisvæn eins og við höfum tileinkað okkur í Eyjum. Verið velkomin, það verður GOTT að sjá ykkur þegar við opn- um. thora@mbl.is Ljósmyndir/Kristbjörg Sigurjónsdóttir Fjölskyldustaðurinn Ljósið yfir eldhúsborðinu heitir Ætiþistillinn – PH Artichoke og er eftir Lou- is Poulsen. Myndin í borðkróknum heitir Fjöl- skyldukaos og er eftir Hrönn Einarsdóttur. Bjart Berglind segist ánægðust með hugleiðslustaðinn í glugg- anum fyrir andann, marmarann og flísarnar fyrir augað og upp- þvottavélina fyrir þægindin. Aðalstaðurinn Berglind segir að eldhúsið sé vinsæl- asta rými hússins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.