Morgunblaðið - 23.02.2018, Page 24

Morgunblaðið - 23.02.2018, Page 24
Þ eir sem þekkja litla vinsæla veitingahúsið þeirra vita að stíll hjónanna er afslapp- aður, náttúrulegur og áherslan á hágæðahráefni og nátt- úrulegar afurðir hvort sem er í mat- reiðslu eða hönnun. „Eins og svo oft þegar maður flyt- ur endar maður í meiri fram- kvæmdum en áætlað er í upphafi. Það var gömul innrétting sem mér fannst pínu skemmtileg en var svo alveg komin á tíma, þannig að við hreinsuðum allt út og byrjuðum á nýtt,“ segir Íris Ann. „Mér finnst litaðar innréttingar fallegar en ég valdi hvíta þar sem mig langaði að flota einn vegginn gráan og fannst þá stílhreinna að hafa látalausa innréttingu með því. Við létum líka flota gólfið, sem kem- ur virkilega vel út. Hylja – verktakar & gólflausnir sáu um verkið og ég er mjög ánægð með útkomuna.“ Við hönnun á eldhúsinu höfðu Íris og Lucas þrennt í huga. „Gott skipu- lag og auðþrífanlegt var mér of- arlega í huga við hönnun á eldhús- inu. Svo að búa til notalegan samverustað.“ Íris segir mestu vinnuna hafa far- ið í að gera allt frá grunni en rífa þurfti mjög gamla innréttingu niður með tilheyrandi sóðaskap. „En manni þykir alltaf vænna um þannig verk þegar maður leggur mikla vinnu í að búa til eitthvað fallegt sjálfur.“ Gamalt og nýtt gefur hlýju Stílinn á veitingahúsi hjónanna er hlýlegur og nokkuð gamaldags en Ljósmynd/Íris Ann Veglegur veggur Hjónin fengu Hylja Verktakar & Gólf- lausnir til að flota gólfið og upp á einn veginn sem kemur ákaflega vel út. Nútímalegt hippaeldhús í miðbænum Listrænu hjónin Íris Ann Sigurðardóttir ljósmyndari og Lucas Keller matreiðslumaður keyptu sér nýver- ið íbúð í miðbæ Reykjavíkur, stutt frá veitingahús- inu þeirra The Coocoo’s nest á Grandagarði. Ljósmynd: Leifur Wilberg Lesefnið Lucas elskar mat- reiðslubækur og á margar girni- legar bækur sem nú hafa fengið góðan stað í eldhúsinu. Blómarós Íris elskar pottaplöntur og notar baðherbegið sem gjör- gæslu ef þær eru orðnar slappar og segir rakan gera þeim flestum gott. Blómarós Íris elskar pottaplöntur. 24 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2018

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.