Morgunblaðið - 23.02.2018, Side 25

Morgunblaðið - 23.02.2018, Side 25
Matarvefurinn spurði sérfræðinga hvaða verslanir væru skemmtilegastar en athugið að það þýðir ekki að kíkja bara einu sinni í búðina og gera ráð fyrir hönnunarvöru í hverju horni. Það þarf að reka reglulega inn nefið til þess að tryggja sér eft- irsóknarverða muni. En gefi fólk sér tíma og sé sniðugt að sjá tækifæri í gömlum munum sem þurfa hugsanlega létta uppgerð getur ávinningurinn verið stórkostlegur.  Hertex, Vínlandsleið 6, Reykjavík  Góði Hirðirinn, Fellsmúla 28, Reykjavík,  Fríða Frænka, Fiskislóð 45 F bil. Opnunartími auglýstur á Facebook.  Fjölsmiðjan, Smiðjuvöllum 5, Reykjanesbæ  Fjölsmiðjan, Furuvöllum 13, Akureyri Verslanir sem selja notaðar gersemar Gullnáma Anna Kristín Jakobs- dóttir, verslunarstjóri í Góða hirðinum, býður alla velkomna. Lekkert Churchill Eng- land stellið er meðal gullmola sem rekast má á á góðum degi í Hertex. mikið er unnið með notaðan við, gömul húsgögn og húsbúnað frá ömmu og afa Írisar. „Þetta eldhús er aðeins nútímalegra en okkar stíll venjulega en okkur finnst venjulega gaman að vintage decor og hús- gögnum,“ segir Íris en þau blönduðu saman nýju og gömlu með því að nýta gamla ljósakrónu og veðraðar viðarhillur sem skapa hlýju á móti köldum gráum litnum á flotaða veggnum. „Ljósið fann ég hjá Fríðu frænku á meðan hún var með búðina en hún er einstaka sinnum með opið hús í skúr úti á Granda sem hún aug- lýsir á facebooksíðu sinni. Þar er margar gersemar að finna.“ Gullkraninn sprakk Íris pantaði gylltan sökkul frá blikk- smiðjunni Vík sem er skemmtilegt smáatriði sem gerir mikið. Gylltu höldurnar voru keyptar í Bauhaus en upprunalega var ætlunin að vera með gylltan krana í stíl. „Mig lang- aði ótrúlega mikið í gylltan krana en þar sem við erum með svo djúpan vask vildi ég krana með útdrag- anlegum haus sem ég fann hvergi á Íslandi. Ég fann þó einn á Amazon sem ég lét senda til landsins. Það sem ég vissi ekki var að hér heima erum við með meiri vatnsþrýsting en annars staðar í heiminum og að- eins er mælt með merkjum sem vit- að er að henti vel við þær aðstæður. Ég lenti í því óláni að gúmmíið í krananum sprakk og í miðju upp- vaski var allt gólfið komið á flot þar sem það lak allt í gegn. Þannig að ég vara ykkur við að kaupa ekki hvaða krana sem er og kynna ykkur gæðin vel.“ Íris lét það þó ekki á sig fá og keypti hefðbundinn silfraðan krana þótt draumurinn um gylltan krana blundi enn í húsfrúnni. tobba@mbl.is Laglega myndir "Eins og er erum við með þrjár ljósmyndir í eldhúsinu. Ein svart/ hvít ljósmynd af rósabeði eftir vin okkar Sigga Pálsson, eitt verk eftir mig sjálfa og svo fallega gamla ljósmynd af liljum sem ég fann í Hertex búðinni." FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2018 MORGUNBLAÐIÐ 25 200 g fersk eða frosin ber 100 g hrásykur (sett í skál með berjunum) 100 g mjúkt smjör 100 g hrásykur 2 stór hamingjuegg 275 g hveiti 1 tsk lyftiduft klípa af salti 160 ml mjólk Toppur 1 msk smjör 2 msk hveiti msk sykur 2 msk ristaðar heslihnetuflögur Hrærið 100 g af sykrinum saman við smjörið uns létt og ljóst. Bætið þá við eggjunum einu í einu. Því næst fara þurrefnin saman við. Hrærið mjólkina saman við. Hrærið berjum og sykri saman og hellið þeim svo varlega út í deigið og hrærið varlega. Smyrjið múffuálmót að innan eða notið einnota mót ofan í ál- formið og hellið deiginu í formið. Hellið toppnum jafnt yfir formin og bakið við 180°C í 20-25 mín- útur. Látið kökurnar bíða í álmótinu í 10 mínútur áður en þær eru los- aðar úr. Ljósmyndir: Íris Ann Brjálæðislega góðar berja- múffur með stökkum toppi Uppskrift: 8 dl KORNAX heilhveiti 3 dl kókosmjöl 6 tsk lyftiduft 1 tsk salt 6-7 dl ab-mjólk Aðferð: 1. Hitið ofninn í 180°C. 2. Blandið þurrefnum saman í stóra skál. 3. Hellið ab-mjólkinni út í og hnoðið. (Ef notuð er hrærivél með hnoðara, gætið þess að hræra ekki of lengi). 4. Setjið deigið í formkökuform og bakið í ca. 50-60 mínútur. Einfalt og hollt heilhveitibrauð - Trefjaríkt, fyrir heilsuna -

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.