Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.02.2018, Page 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.02.2018, Page 2
Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.2. 2018 Ritstjórn Árni Matthíasson arnim@mbl.is Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Ástbjörn Þórðarson Nei, ekkert. En ég fer í fótboltaferð í páskafríinu. SPURNING DAGSINS Ætlar þú að fara í vetrarfrí? Steinunn Helga Hákonardóttir Já, ég ætla að fara til Spánar í fimm vikur. Morgunblaðið/Ásdís Tryggvi Rúnar Þorsteinsson Ég er búinn að fara tvisvar; í brúð- kaup til Miami og svo á leik með pabba, Arsenal-Everton. Jóhanna Svala Rafnsdóttir Það var planið en hótelið var ekki laust en við eigum það inni; við för- um kannski í síðbúið vetrarfrí. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Hvað er að frétta? „Ég er að vinna að plötu með Júníusi Meyvant og það er svona helsta dagvinnan í augnablikinu. Við Steini í Hjálmum [Þorsteinn Einarsson] höfum verið með Ás- geiri Trausta á ferðalagi og á dagskrá er að fara til Ástralíu með honum um páskana og spila þar á fern- um tónleikum. Við þurfum að útvega ferða-vísa og ýmislegt tengt skriffinnsku.“ Hvernig leggst nýja árið í þig og hvaða plön ertu með fyrir það? „Ég er svona byrjaður að teikna upp hvað mig langar að gera af plötum. Það eru til dæmis mörg ár síðan Hjálmar gerðu plötu, það er að segja ein- ir og sér, eða 2011. Það er því svolítið kominn tími á Hjálma og svo eru ýmis verkefni sem kitla. Ég væri til í að gera gamaldags vintage-krakka- jólaplötu, í þeim anda sem maður sjálfur ólst upp við að spila. Svo væri gaman að endurvekja Hljómskál- ann.“ Hvað er það við reggí, hvað er það sem sú tónlist gerir fyrir fólk? „Sumum er reyndar meinilla við reggí, ég veit ekki alveg hvað það er, en ef reggítónlist heppnast vel og hefur einhvern boðskap, þá er einhver einstakur sannleikur í þessu og tón- listin vekur vellíðan, svipað og banjótónlist gerir. Það er líka gott að reggítónlist þarf ekki að spila á miklum styrk til að hún virki, fyrir gítarleikara eins og mig snýst þetta frekar um þolinmæði, hanga oft lengi á sama hljómnum, gera lítið en mjög lengi. Allt annað tempó, sem er skemmtilegt.“ Eftirlætislagið þitt með Hjálmum? „Ég held ég verði að vera sammála Spotify; Leiðin okkar allra, sem er mest spilaða lagið þar. Það er einhver galdur í því lagi og flottur textinn sem pabbi Steina á, Einar Georg Einarsson. Hann getur sagt hluti sem aðrir geta ekki sett í texta, fyrst og fremst af því hann meinar það og er einlægur. „Eitt lítið knús, elsku mamma“ er bara töff þegar hann skrifar það. Siturðu og gægist oft út um gluggann? „Ég er stúdíórotta, vinn í hljóðveri allan daginn og horfi á meðan út um gluggann. Töfrarnir gerast hinum meg- in við glerið og ég reyni að fanga það mín megin við glerið, á teip.“ Morgunblaðið/Kristinn Magnússon KIDDI Í HJÁLMUM SITUR FYRIR SVÖRUM Er sammála Spotify Forsíðumyndina tók Samsett mynd Nei, maðurinn á ljósmyndinni hér að ofan er ekki Halldór heitinnLaxness, heldur Rúmeni sem ég hitti á ráðstefnu í Washington fyr-ir rétt rúmum aldarfjórðungi. Ég var þar staddur ásamt fríðum flokki fjölmiðlafræðinema við Háskóla Íslands, undir styrkri forystu dr. Þorbjörns Broddasonar, til að fylgjast með forsetakosningunum haustið 1992. Ég er löngu búinn að gleyma nafni mannsins en að vonum vakti hann óskipta athygli hinnar íslensku sendinefndar á Park Hyatt-hótelinu. Líkindin við nóbelsskáldið voru með nokkrum ólíkindum, ef svo má að orði komast, og við máttum til með að kynnast manninum. Muni ég rétt vissi hann lítið sem ekkert um Ísland og ennþá minna um Halldór Laxness. Taldi alltént harla ólík- legt að hann væri launsonur skálds- ins. Sá rúmenski var hins vegar fé- lagslyndur og hress og þurfti ekki að hugsa sig um tvisvar þegar við buð- um honum með okkur á djammið í Georgetown eitt kvöldið. Þar lék kappinn á als oddi, kynnti sig óhikað sem „Halldór“ og kvöldið náði skáldlegu hámarki þegar hann söng með okkur Maístjörnuna. Há- stöfum á götuhorni. En þeir tímar! „Halldór“ tók hlutverk sitt mjög al- varlega og lærði drjúgan hluta af textanum. Magnaður andskoti! Að dreif fólk úr ýmsum áttum, meðal annars innfæddan trymbil sem vildi ólmur stofna með okkur hljóm- sveit. Ég er ennþá með símanúmerið hjá honum. Hendi aldrei nokkrum sköp- uðum hlut og er oft skammaður fyrir það á heimilinu. Við kvöddum hinn rúmenska Laxness með virktum í ráðstefnulok og ég hef hvorki heyrt hann né séð síðan. Þetta var vitaskuld fyrir daga tölvubréfa, far- síma og samfélagsmiðla, þannig að fólk sem maður rakst á úti í hinum stóra heimi hvarf bara inn í hyldýpi tímans. Nú veit ég ekki hvernig dreifingu á mínu góða blaði er háttað austur í Rúmeníu en kannist einhver við manninn væri ekki amalegt að fá fréttir af honum. Bill Clinton var kjörinn forseti Bandaríkjanna þetta haust með miklum yfir- burðum. Lagði George gamla Bush. Á leiðinni heim á hótel úr samkvæmi þegar úrslit lágu fyrir spurðum við leigubílstjórann hvernig honum litist á hinn nýja forseta. „Nú, voru menn að kjósa nýjan forseta?“ spurði hann okkur til ómældrar undrunar. Já!!! Vissirðu það ekki? „Nei. Og eigi ég að vera alveg ærlegur, strákar mínir, þá er mér alveg ná- kvæmlega sama!“ Ég botnaði hvorki upp né niður í þessu viðhorfi á þessum tíma, rétt tvítugur maðurinn, en skildi það betur síðar. Rúmeni Rúmeni Morgunblaðið/Orri Páll Tvífari Laxness Pistill Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is ’Þar lék kappinn á alsoddi, kynnti sig óhik-að sem „Halldór“ ogkvöldið náði skáldlegu hámarki þegar hann söng með okkur Maístjörnuna. Hástöfum á götuhorni. Guðmundur Kristinn Jónsson, Kiddi í Hjálmum, er gítarleikari og upptökustjóri hljómsveitar- innar. 22. og 23. febrúar halda Hjálmar, ásamt blásurum, tónleika í Bæjarbíói í Hafnarfirði. Sveitin hefur til margra ára haft aðsetur í Hafn- arfirði, í Hljóðrita þar sem hún hefur tekið upp allt sitt efni frá árinu 2007.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.