Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.02.2018, Page 4
Um síðustu helgi fór Kolbrún
Sverrisdóttir ásamt unglings-
dóttur sinni í gönguferð upp á
Úlfarsfell. „Við fórum Vestur-
landsmegin upp, sem kallað er
létta leiðin. Við vorum með
mjög góða brodda á skónum og
veður gott. Dóttir mín stakk
fætinum hressilega niður í bratta
til að vega sig upp. Allt í einu
hendist hún aftur á bak; það gaf
eitthvað eftir í hnénu og hún
fann mikið til og datt um koll.
Hún er mjög hörð af sér þannig
að ég sá að það var eitthvað
mikið að. Þá hringdi ég í 112, en
hún gat ekkert stigið í fótinn og
ekki beygt hann,“ segir hún.
Kolbrún segist ekki vera mjög
kunnug þarna og hún hafi sagt í
símann að hún væri nálægt bíla-
stæðinu, en neyðarlínumenn
vissu ekki nákvæmlega hvaða
bílastæði hún átti við.
„Þeir gátu ekki alveg staðsett
okkur strax, en þeir sendu í sím-
ann minn slóð sem ég átti að ýta
á. Þá gátu þeir staðsett mig bet-
ur. Þeir þurftu samt að hringja í
mig aftur út af þessum misskiln-
ingi,“ segir Kolbrún.
Björgun barst svo innan
skamms og fluttu sjúkraflutn-
ingamenn Neyðarlínunnar dótt-
urina niður á sexhjóli. „Ég hef
aldrei þurft á því að halda áður á
ævinni að hringja í 112. Þetta er
mjög sérstök upplifun og mikið
öryggi.“
Neyðarlínan skráði ferlið
nákvæmlega:
Símtalið kemur inn kl. 14:13,
sjúkrabíll og lögregla eru boðuð
kl. 14:18 og samtali svo slitið kl.
14:19.
Kl. 14:21 er öðrum sjúkrabíl
bætt í verkefnið vegna hugs-
anlegs böruburðar.
Kl. 14:29 hringir svo Neyðar-
línan aftur í Kolbrúnu vegna
gruns um að staðsetning geti
verið röng, fær uppfærslu á stað-
setningunni.
Kl. 14:36 hringir Neyðarlínan
aftur, og sendir svo að þessu
sinni „Smart Locator“-staðsetn-
ingarbeiðni, sem skilar ná-
kvæmri staðsetningu, kl. 14:37.
Kl. 15:02 eru svo sjúkraflutn-
ingamenn komnir til mæðgn-
anna.
Kl. 15:50 leggur sjúkrabíllinn af
stað á bráðadeild.
Björgun á Úlfarsfelli
Neyðarlínan var fljót á staðinn
þegar stúlka slasaðist á Úlfarsfelli.
Getty Images/Thinkstock
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.2. 2018
Öryggið felst í fjarskiptakerfinu
Ámilli élja í vikunni kom glufaþar sem hægt var að fljúgaþyrlu Landhelgisgæslunnar
TF-LÍF upp á Ásgarðsfjall í Kerling-
arfjöllum og á Laufafell á Fjallabaks-
leið syðri. Þar hafði fjarskiptasamband
rofnað og þar sem fólk er á ferðinni
víða um land, þrátt fyrir frost og kulda,
er nauðsynlegt að halda öllum línum
opnum þannig að hægt sé að kalla eftir
hjálp í neyð.
Samstarfið skiptir máli
Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri
Neyðarlínurnnar, segir símafélögin
hafa sýnt mikinn metnað í að stækka
dreifikerfið og ná til staða sem ekki
eru arðbærir í sjálfu sér. Neyðarlínan
hefur verið í fararbroddi við að koma
upp fjarskiptastöðum utan alfaraleiða,
með rafmagnsframleiðslu, gagnateng-
ingu, húsi og mastri, sem síðan síma-
félögin hafa komið með farsímasenda
inn í, þrátt fyrir að ólíklegt sé að það
muni nokkurn tímann bera sig fjár-
hagslega. Þar hefur leiðarstefið verið
aukið öryggi í formi aukinnar dekk-
unar. Margir hafa lagt hönd á plóginn
við erfiðan rekstur þessara staða, en
þar ber helst að nefna, utan símafyr-
irtækjanna, meðlimi björgunarsveita
um allt land, starfsmenn Mílu og svo
Landhelgisgæsluna.
„Sumir fjarskiptastaða okkar eru
bara þannig staðsettir að ómögulegt er
að komast til þeirra stóran hluta ársins
nema í þyrlu og þá er ómetanlegt að fá
að fljóta með Gæslunni í æfingaflugi
þeirra,“ segir Þórhallur.
Hringt í týndan mann
Þórhallur segir landslagið breytt frá
fyrstu dögum neyðarlínunnar. Þá
hafi flest símtöl komið úr heimasím-
um en núorðið hringja um 70% úr
farsímum. Það auðveldar allt björg-
unarstarf því snjallsímar eru með
innbyggðu staðsetningartæki og
senda núorðið inn staðsetningu þeg-
ar hringt er í 112.
„Í dag eru björgunarsveitir mun
meira sendar til að ná í fólk heldur en
að leita að því. Nútímafarsímar eru
allir með staðsetningarbúnaði sem
gerir okkur kleift að fá nákvæma
staðsetningu í langflestum tilvikum,
sem sparar gífurlegan tíma hjá
björgunarsveitum landsins. Núna í
tæpt ár höfum við fengið staðsetn-
ingu flestra innhringjenda með
Android-síma og frá og með næsta
mánuði eigum við von á að það muni
eiga við um iPhone-notendur líka.
Aðalatriðið er þó dekkunin, því ef
ekki næst að hringja inn, þá nær
staðsetningin aldrei að skipta máli,“
segir hann og nefnir gott dæmi.
„Það gerðist ekki alls fyrir löngu
að maður á vélsleða týndist rétt
hjá Hrafntinnuskeri. Félagar
hans tilkynntu það og þá
datt neyðarverðinum í hug
að hringja í síma týnda
mannsins. Í annað sinn
svaraði maðurinn og
var honum sagt að
verið væri að leita að
honum. Hann var
spurður af hverju hann
hefði ekki hringt sjálfur
og kom þá í ljós að hann
hefði ekki haft hugmynd um að
þarna væri gsm-samband. Honum
hafði ekki dottið það í hug.“
Sigurður Hauksson og Sveinn Ólafsson voru að
störfum uppi á toppi Laufafells í vikunni þar sem
bilun hafði orðið í búnaði. Þyrla Landhelgisgæsl-
unnar kom þeim á staðinn.
Morgunblaðið/Ásdís
Neyðarlínan hefur starfað á Íslandi í 22 ár en með tilkomu snjallsíma hafa aðstæður breyst mikið til batnaðar. Þórhallur Ólafsson,
framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, segir að góð samvinna við símafélögin, Mílu, björgunarsveitir og Landhelgisgæsluna skipti
sköpum við farsælan rekstur erfiðra fjallastaða.
’Sumir fjarskiptastaða okkar eru bara þannig staðsettir aðómögulegt er að komast til þeirra stóran hluta ársins nema íþyrlu og þá er ómetanlegt að fá að fljóta með Gæslunni í æfinga-flugi þeirra.
Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar.
INNLENT
ÁSDÍS ÁSGEIRSDÓTTIR
asdis@mbl.is
112-dagurinn er í dag, 11.
febrúar og er skemmtileg
dagskrá um allt land. Við
Hörputorg og Faxagarð
verður dagskrá á milli 13 og
16. Á Hörputorgi sýna við-
bragðsaðilar fjölbreyttan
tækjakost, eins og
sjúkrabíl, björg-
unarbíla, björg-
unarbáta, vél-
sleða, lög-
reglubíla, lögreglu-
mótorhjól og
margt fleira. Við
Faxagarð eru allir
velkomnir um borð
í Sæbjörg, Slysa-
varnaskóla sjó-
manna.
Sæbjörg býður gestum í heim-
sókn á 112-deginum.
Morgunblaðið/Þórður
112
dagurinn