Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.02.2018, Qupperneq 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.2. 2018
Donna Pollard var sextán ára
þegar hún giftist þrítugum
manni í Kentucky. Faðir
hennar var þá nýlátinn og
móðir hennar sá enga mein-
bugi á ráðahagnum. „Hún
vildi bara losna við mig,“ seg-
ir Pollard í The Guardian.
Hún greinir frá því að hjóna-
bandið, sem stóð í þrjú ár,
hafi verið ofbeldisfullt og
ömurlegt. Eigi að
síður hafi enginn
séð neitt at-
hugavert við
það. „Hann
var þrítugur á
þessum tíma en
samt gerði ekki
nokkur maður at-
hugasemd.“
Þegar Sherry Johnson var ell-efu ára var henni nauðgað aftvítugum manni. Í stað þess
að kæra hann og krefjast þess að
hann yrði settur bak við lás og slá til-
kynnti móðir Sherry henni að hún
ætti að giftast manninum sem var
djákni í kirkjunni sem Johnson-
fjölskyldan sótti í Flórídaríki í
Bandaríkjunum. Sherry var barns-
hafandi eftir verknaðinn og hjóna-
band var álitið eina leiðin til að
hylma yfir hneykslið. „Þannig að í
raun og veru var það ég sem var
handjárnuð og sett í fangelsi,“ segir
Sherry Johnson í samtali við breska
blaðið The Guardian.
Þar á hún við hjónabandið sem
lauk ekki fyrr en sjö árum og sex
börnum síðar. „Hjónabandið batt
enda á barnæsku mína. Mér var vís-
að úr skóla og sautján ára gömul átti
ég sex börn. Það var engin undan-
komuleið. Maður má ekki undirrita
lagaleg skjöl fyrr en maður er átján
ára, þannig að ég gat ekki sótt um
skilnað. Í sjö ár sat ég uppi með
manninn sem særði mig í upphafi og
hélt því áfram. Hjónabandið tafði líf
mitt. Ég hlaut enga menntun og
berst enn í bökkum; er í þremur
störfum til að láta enda ná saman.
Að ekki sé talað um áfallið og allan
sársaukann,“ segir Johnson sem er
58 ára gömul í dag.
Hnappheldan var lögð á Sherry
Johnson árið 1971 og það er ekki
fyrr en nú, árið 2018, að löggjaf-
arþingið í Flórída hefur samþykkt
ný lög sem harðbanna hjónabönd
barna undir átján ára aldri. Hér um
bil 250 þúsund börn, allt niður í tíu
ára, gengu í heilagt hjónaband í
Bandaríkjunum á fyrsta áratug
þessarar aldar. „Í nær öllum til-
fellum voru þetta stúlkur sem gefnar
voru fullorðnum mönnum,“ segir
Fraidy Reiss, forsvarskona samtak-
anna „Hlekkina af“, í The Guardian.
Enginn lágmarksaldur víða
Í flestum ríkjum Bandaríkjanna er
lágmarksaldur til að gifta sig í raun
átján ár en í mörgum þeirra hefur
verið hægt að fá undanþágu sem
skýrir þennan mikla fjölda barna-
hjónabanda. Undanþágan er venju-
lega veitt þegar fyrir liggur sam-
þykki foreldra barnsins og í 25
ríkjanna er ekki um neinn lágmarks-
aldur að ræða. Þannig gæti fimm-
tugur maður þess vegna gengið að
eiga fjögurra ára barn, að því gefnu
að foreldrar þess séu gjörningnum
samþykkir og dómari veiti blessun
sína.
Auk Flórída eru fimm ríki að und-
irbúa löggjöf sem bindur enda á
hjónabönd barna í eitt skipti fyrir öll
og er það að miklu leyti þakkað bar-
áttu Johnson, Reiss og hreyfingar
þeirra. Þegar Johnson var að vinna
málinu fylgi rak hún sig margoft á
það að fólk áttar sig almennt ekki á
því að undanþágurnar eru fyrir
hendi. Mörgum mun hafa brugðið
þegar þeir heyrðu það en sextán
þúsund börn gengu í það heilaga í
Flórída frá 2001 til 2015, öll á und-
anþágu.
„Þegar ég hóf baráttuna hélt ég að
hún yrði auðveld; löggjafinn myndi
rjúka upp til handa og fóta og breyta
lögunum. Þegar allt kemur til alls er
hjónaband barna skilgreint sem
mannréttindabrot af hinu op-
inbera,“ segir Johnson.
„Eigi að síður er víða að
finna stjórnmálamenn sem
þykir það afleit hugmynd
að breyta lögunum. Þið trúið
því ekki hversu margir þing-
menn hafa tjáð mér að verði
stúlka ólétt þurfi hún að
gifta sig. Ein þingkona
úr röðum demókrata spurði mig
beint út hvort það að banna hjóna-
bönd barna myndi ekki fjölga fóstur-
eyðingum. Þá varð ég orðlaus.“
Fraidy Reiss, sem sjálf var þving-
uð til að gifta sig nítján ára, segir
það kaldhæðni að lögin leyfi und-
anþágu þegar stúlka ber barn undir
belti enda sé það í mörgum tilfellum
afleiðing kynferðisofbeldis. Lögin
verndi með öðrum orðum stúlkuna
alls ekki. „Þegar fullorðinn maður
hefur kynmök við stúlku undir lög-
aldri er það skilgreint sem nauðgun.
En gangi maðurinn að eiga fórnar-
lambið er hann laus allra mála og
getur haldið áfram að níðast á fórn-
arlambinu.“
Reiss segir afar erfitt að leysa
barnungar brúðir úr prísundinni en
samtök hennar hafa meðal annars
fengið á sig kæru fyrir mannrán eftir
að hafa hjálpað ungri stúlku að flýja
frá eiginmanni sínum. „Flest
barnanna sem leita til okkar hafa
reynt að fyrirfara sér, þar sem þau
vilja frekar deyja en lifa í þvinguðu
hjónabandi. Það heldur fyrir mér
vöku. Eitthvað þarf að breytast!“
Hjónabandið
batt enda á
barnæskuna
Herferð gegn hjónaböndum barna stendur nú yfir
í Bandaríkjunum en hér um bil 250 þúsund börn,
allt niður í tíu ára, gengu í heilagt hjónaband í
landinu á fyrsta áratug þessarar aldar.
Fraidy
Reiss
Engir
meinbugir
Það að barn gangi í hjónaband er mun algengara í Bandaríkjunum en margur myndi ætla. Er það nú loksins að breytast?
’
Ég brosi innra með mér núna þegar ég veit að ekki þurfa
fleiri börn að ganga í gegnum það sama og ég.
Sherry Johnson þegar Flórídaríki samþykkti lagabreytinguna.
ERLENT
ORRI PÁLL ORMARSSON
orri@mbl.is
BRASILÍA
RIO DE JANEIRO Tvö börn féllu fyrir hendi
byssumanna í borginni í vikunni rétt áður en
kjötkveðjuhátíðin fræga hófst. Þriggja ára stúlka lést
þegar skotárás var gerð að bíl foreldra hennar sem
lifðu árásina af og þrettán ára piltur féll í aðgerð
lögreglu gegn glæpagengi. Níu manns hlutu sömu
örlög um síð-
ustu helgi. Þá
hefur lögregla
ítrekað þurft
að loka helstu
umferðaræð-
um í borginni
vegna byssu-
ógnar.
KÍNA
ZHENGZHOU Lög-
reglan í borginni hefur
tekið í notkun sólgleraugu
sem búin eru búnaði sem
gerir lögregluþjónum kleift
að bera kennsl á grunaða
glæpamenn. Gleraugun
eru beintengd við miðlæga
tölvu sem veitir upplýsingar á örskotsstundu. Verkefnið hefur strax
gefi ð góða raun, þannig voru sjö grunaðir glæpamenn teknir höndum
í aðgerð á lestarstöð í vikunni og 26 til viðbótar færðir til yfi rheyrslu.
BANDARÍKIN
WASHINGTON Nancy Pelosi, leiðtogi demókrata í
fulltrúadeild Bandaríkjaþings, sló met í vikunni þegar hún
fl utti átta klukkustunda langa ræðu í því augnamiði að telja
repúblikana á að verja hagsmuni svonefnds draumafólks og
koma í veg fyrir að því verði vísað úr landi. Draumafólkið
á það sameiginlegt að hafa komið ólöglega með foreldrum
sínum til Bandaríkjanna á barnsaldri og búið þar síðan.
BRETLAND
LUNDÚNIR Starf Antonios Conte, knattspyrnustjóra
Englandsmeistara Chelsea, hangir nú á bláþræði eftir
dapurt gengi liðsins að undanförnu. Verði hann látinn
taka pokann sinn yrði það í þriðja sinn á jafnmörgum
árum sem stjóri meistaraliðs væri rekinn strax tímabilið
eftir að hafa gert lið að meisturum. Á síðasta tímabili
vék Leicester Claudio Ranieri frá störfum og árið þar á
undan losaði Chelsea sig við José Mourinho.