Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.02.2018, Síða 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.02.2018, Síða 8
VETTVANGUR 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.2. 2018 Í vikunni mælti ég á Alþingi fyrirþingsályktunartillögu um stefnustjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku. Er það í fyrsta sinn sem mælt er fyrir slíkri stefnu, en ákvæði um hana var sett í raforkulög árið 2015. Rauði þráðurinn í tillögunni er að styrkja þurfi flutningskerfið til að ná nánar tilgreindum markmiðum, meðal annars um orkuskipti, af- hendingaröryggi um allt land og möguleikum til atvinnuuppbygg- ingar. Um er að ræða mikilvæga innviði landsins sem jafna má til vegakerfis og fjarskipta. Stefna með stoð í lögum Rétt er að taka fram að þótt stefnan yrði samþykkt óbreytt leggur hún ekki niður deilur um umdeildar framkvæmdir. Hún er hins vegar skref í átt að víðtækari sátt um markmið stjórnvalda um uppbygg- ingu grunninnviða landsins og til hvaða viðmiða eigi að horfa í þeim efnum. Þingsályktunin er ekki eingöngu táknræn yfirlýsing því að bundið er í lög með hvaða hætti henni skuli framfylgt. Landsneti er skylt sam- kvæmt lögum að taka tillit til þings- ályktunarinnar þegar fyrirtækið setur niður áætlanir sínar um upp- byggingu raforkuflutningskerfisins. Þetta gefur henni á vissan hátt meira vægi en al- mennt gildir um slíkar ályktanir. Leiðbeining stjórnarsátt- málans Það er kunnara en frá þurfi að segja að raflínur hafa oft valdið deilum og mála- ferlum. Það er því ekki sjálfgefið að tillaga um stefnu stjórnvalda um þessi viðkvæmu mál verði Alþingi auðvelt viðfangsefni. Ríkisstjórnarsamstarfið nýtur góðs af því að stjórnarsáttmálinn gefur allskýrar leiðbeiningar um markmið og aðgerðir varðandi flutn- ings- og dreifikerfi raforku. Það er dýrmætt í ljósi þess að áherslur flokkanna sem mynda ríkisstjórnina eru að sumu leyti ólíkar. Að mínum dómi er í stjórnarsáttmálanum náð ákveðnu jafnvægi milli þessara ólíku sjónarmiða. Kveðið er á um að styrkja þurfi flutningskerfi raforku, mæta þörfum notenda, tryggja af- hendingaröryggi og einfalda reglu- verk. Jafnframt eru ákvæði um að tryggja sterka aðkomu almennings að ákvörðunum. Tillit tekið til ólíkra sjónarmiða Sumar af þessum áherslum stjórnarsáttmálans eiga heima í áðurnefndri stefnu um uppbyggingu flutningskerfisins og hafa því verið teknar þar upp orðrétt. Aðrar áherslur, til að mynda um breyt- ingar á regluverki og aðkomu al- mennings, fá annan farveg og munu væntanlega koma fram síðar með breytingum á öðrum lögum og reglum. Það er til þess fallið að auka traust að hafa það skjalfest í stjórnarsáttmálanum að taka skuli tillit til ólíkra sjónarmiða þótt ekki verði öll skrefin stigin á sama augnabliki. Í þessum sama anda var líka ákveðið að taka tillit til at- hugasemda sem Landvernd gerði síðastliðið sumar við drög að stefn- unni, þess efnis að æskilegt væri að rannsaka betur möguleika á að leggja jarðstrengi frekar en loftlín- ur. Eins og fram kemur í tillögunni mun ráðuneyti mitt láta vinna slíkar greiningar og skila Alþingi skýrslu um þær eigi síðar en 1. febrúar á næsta ári. Í kjöl- farið verði stefnan endurskoðuð á sama þingi með hliðsjón af niður- stöðunum. Fram að því gildi þau viðmið um jarð- strengi sem Al- þingi samþykkti 2015 en þau fela nú þegar í sér að hlutfall jarðstrengja í flutningskerf- inu muni aukast jafnt og þétt á næstu árum. Skilningur á nauðsyn uppbyggingar Það er staðreynd að flutnings- og dreifikerfi raforku á landsbyggðinni eru sums staðar komin að þolmörk- um eða fullnægja ekki sanngjörnum kröfum nútímans um afhendingar- öryggi. Við það verður ekki unað. Lausnin hefur sums staðar verið sú að setja upp dísilrafstöðvar. Það er óviðunandi í landi sem býr við nóg af hreinni orku. Til viðbótar valda ófullnægjandi tengingar því að framleiðslugeta ólíkra landshluta nýtist ekki alltaf sem skyldi. Afleið- ingin er veruleg og dýr sóun. Það má fullyrða að víðtækur skilningur á þessari stöðu hafi kom- ið fram við fyrri umræðu um þingsályktunartillöguna á Alþingi í vikunni. Það er afar jákvætt. Ég er sannfærð um að afgreiðsla hennar geti orðið mikilvægt skref í að ná betri sátt um nauðsynlega upp- byggingu þessara mikilvægu inn- viða. Línur skýrast ’„Rauði þráðurinn ítillögunni er aðstyrkja þurfi flutnings-kerfið til að ná nánar tilgreindum mark- miðum, meðal annars um orkuskipti, afhend- ingaröryggi um allt land og möguleikum til atvinnuuppbyggingar.“ Úr ólíkum áttum Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir thordiskolbrun@anr.is Morgunblaðið/ÞÖK Bragi Valdimar Skúlason, skáld, tónlistarmaður og hugmyndasmiður, @BragiValdimar, veltir fyrir sér akstri alþingismanna á Twitter. „Ég vil bara að einhver fylli mig eins og Ásmundur Friðriks fyllir bensín- tankinn sinn,“ skrifaði hann en skömmu áður hafði hann komið með þessa athugasemd: „Mjög næs í alþingispartíum að vita að það er alltaf einn á bíl.“ Birta Björnsdóttir fréttamað- ur tísti frétt á @birtabjoss þess efnis að starfshópur leggi til að klukkunni verði breytt hérlendis. „Ég gæti vel nýtt þessa 13% fjölgun á Birtustundum á hverjum morgni. Já, þið megið hlæja núna…,“ skrifaði hún en umræðuefnið um að seinka klukkunni hérlendis er heitt málefni á Twitter. Lára Guðrún Jóhönnudóttir skrifaði á Face- book um tölvu- póst sem hún fékk frá Lánasjóði ís- lenskra náms- manna þar sem segir að umsókn- arfrestur vegna vorannar 2012 sé til 15. febrúar: „Var að fá tölvupóst frá LÍN. Reglurnar varðandi um- sóknarfrest innihalda tímaflakk núna. Sem passar bara við sam- skiptaviðmót þeirra held ég. Mið- að við það sem ég hef heyrt. Held þeir styðjist líka við neysluviðmið frá 2012. #háskólanúðlusúpan.“ AF NETINU Hulda B. Ágústsdóttir Margrét Guðnadóttir Íslensk hönnun - Íslenskt handverk Vesturgötu 4, 101 Reykjavík, s. 562 8990 www.kirs.is, Kirsuberjatréð Íslensk Hönnun Opið: Mán.-fös. 10-18, lau. 10-17, sun 10-17 Síðumúla 22 | Sími 517 0404 | serefni.is Opið: 8-18 virka daga 10-14 á laugardögum Svansvottuð betra fyrir umhverfið, betra fyrir þig Almött veggjamálning Dýpri litir - dásamleg áferð ColourFutures2018 Silver Shores Steel Symphony Faded Indigo

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.