Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.02.2018, Side 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.02.2018, Side 14
ÚTTEKT 14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.2. 2018 5. áratugurinn „Unga fólkið, stúlkurnar (sem í óvandlegu tali sínu kalla sig og hver aðra stelpur, þótt þær séu það væntanlega mjög fáar, sem betur fer, ef til alvörunnar kemur) og piltarnir (er á sams konar máli kallast strákar, þótt fæstir þeirra séu það í raun og veru). Börnin, sem of oft eru kölluð krakkar, eru þegar farin að hegða sér svo mörg hver, að sjálfsagt á margt af hinu rosknara fólki erfitt með að átta sig á því, að þau séu af íslenzku bergi brotin, ekki sízt, er við bætist, að bún- ingur þeirra hrærir ekki lengur í neinu við minningum um nokkuð, sem íslenzkt er, og þau eru jafnvel í ofanálag farin að sletta amer- ísku: ..O. K.!“ „Sorry!“ (Hallbjörn Hall- dórsson, Andvari, 1945) 6. áratugurinn „Hér eru ósköpin öll af stælgæjum í litríkum negrafötum sem eiga þann draum beztan að verða flugmenn eða mar- skálkar, en verða að láta sér nægja að sitja inni í sjoppum og drekka kók, og vera töff.“ (Jökull Jakobsson sem var einn sá fyrsti til að nota orðin töff og stælgæi á prenti. Tíma- ritið Líf og list 1953). 7. áratugurinn — Nú hefur mikið verið rætt um svokallað gæjamál, bæði í gamni og alvöru. Er það rétt, að mikilla kynslóðaskipta gæti í íslenzku máli? — Já, hér koma breyttir atvinnuhættir að sjálfsögðu mjög við sögu. Það er eðlilegt, að fólk viti ekki nöfn á hlut- um eða fyrirbærum, sem það hefur aldrei kynnzt. [...]. Það er mikill munur á málfari unglinga og fullorðinna, og bilið milli viðurkennds ritmáls og talmáls unglinga er orðið svo breitt, að í því felst alvarleg hætta. Unglingar eru miklu orð- færri en fullorðna fólkið, þeir kannast ekki við ýmis orð, sem alþekkt voru til skamms tíma, og tjá sig á furðufátæklegan hátt. Á hinn bóg- inn spretta ýmis tízkuorð upp með unglingum, eins og gerist hjá blaðamönnum, og í orðfæð sinni nota þeir ýmis orðtök, sem eldra fólk skilur ekki. (Viðtal við Árna Böðv- arsson í Tímanum, 1966) 8. áratugurinn Til að mynda talar þetta fólk [unglingar] um að eitthvað sé ógeðslega, sóðalega, viðbjóðs- lega, ferlega, skuggalega, ofsalega, ofboðs- lega, æðislega, ískyggilega fallegt, en hins vegar: Þetta lag er alveg ferlegt, þ. e. ljótt eða leiðinlegt. Það er hrós um mann að segja að hann sé geggjaður, æðislegur, eða geggjaður, trufl- aður, brjálaður, skræpóttur persónuleiki. Um eitthvað verulega hrósvert einhverra hluta vegna er sagt ferlega klárt, alveg æði, gasalega truflað, klístrað, dópað, geggjað, dásamlega ljótt, ruddalega fallegt, rudda- lega smart, ógeðslega flott, það er alveg drulla, og það er mikið hrós um pilt að kalla hann brjálæðislega, rosalega, æðislega töff. Ofsareiður maður er kallaður röndóttur af reiði (fyrir nokkrum áratugum var þetta kall- að hvítglóandi af reiði).“ (Árni Böðvarsson, Samvinnan, 1971) Um stúlkur 1971: Tjása, meri, pía, pæja, spúsa, skvísa, flyðra, sjúlla, fýsa (falleg stúlka), plastpíka (uppgerðarleg stúlka), smart grýla (mikið hrós). Um pilta 1971: Peyi, svæs gæ (kaldur strákur, niðrandi), gaukur, töffari (sá sem gerir sér far um að ganga í augun á stúlkum, röff töff (smart og spennandi strákur). 9. áratugurinn „Þegar ég vissi hvert umræðuefni mitt yrði á þessari ráðstefnu, þ.e. málfar unglinga á Ak- ureyri, datt mér strax í hug samtal milli tveggja unglinga sem ég heyrði nýlega í frí- mínútum í Verkmenntaskólanum á Akureyri. Þarna voru pönkari og upprennandi menn- ingarfrömuður, að eigin áliti a.m.k., að ræða saman eftir íslenskutíma. Pönkarinn sagði: „Mikið obboslega varedda dömmí hjá mann- fýlunni. Meikaru þetta djönk virkilega?“ Menn- ingarfrömuðurinn svaraði að bragði: „Eigi veit ég það svo gjörla, en hitt veit ég að lífið er ekki bara saltfiskur. Það er aðeins í hinni fullkomnu samhljóman sem fegurðin einasta ríkir.“ „Hva- erta spíka um mar, obboslega snobbaru fyrir þessum ógeðslega litteratúr,“ sagði pönkarinn að lokum. Þetta er fallegt mál eða hitt þó heldur. Nú var mér ljóst að þessir tveir unglingar skildu ekki hvor annan. Sennilega er þetta málfar öfg- ar í báðar áttir og trúlega talar þorri fólks þarna mitt á milli, þar meðtaldir unglingar.“ (Ræða nemanda í Verkmenntaskólanum á Akureyri, Sigfúsar Karlssonar, 1986). Pælingar um orðfæri unglinga Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Árni Böðvarsson Ýmislegt hefur verið skrifað og skrafað í gegnum tíðina um mál ungs fólks, í dagblöðum, viðtölum og ræðum Jökull Jakobsson Einar Lövdahl Gunnlaugsson íslenskufræðingur er mikilláhugamaður um orðfæri og slangur en hann hefur skrif-að BA-verkefni um blótsyrðið fokk og skyld orð í ís- lensku nútímamáli. Við þá vinnu komst hann að því að orðið hafi orðið áberandi í máli unglinga á árunum 1982-1985 og að orðin sjitt og fokk eru ein plássfrekustu blótsyrði íslensks nútíma þótt elsta kynslóðin hafi minna tileinkað sér þau. Einar bendir á að það merkilega við íslenskt blót sé hve lítið er um kynferð- islegar tilvísanir miðað við til dæmis enskuna. Einar er 27 ára gamall, fæddur 1991. Hvað um orðfæri hans og kynslóðar hans, eru þar einhver tískuorð, slangur og slettur sem eru meira áberandi en annað? „Það er leiðinlegt að viðurkenna það en hreinar og beinar enskuslettur eru þar frekar áberandi. Eins og að segja beisiklí, by the way, að eitthvað meiki sens. Svo eru sum orð sem ein- hvern veginn urðu eftir í menntaskóla, maður notaði þau bara þar. Eins og að eitthvað sé illað í merkingunni að eitthvað sé flott. Mín kynslóð notar dálítið að eitthvað sé hax í merkingunni að eitthvað sé ósanngjarnt svindl. Ég held að það komi upphaflega úr tölvuleiknum Counter Strike og er ekki bara í neikvæðri merkingu. Maturinn getur til dæmis verið svo sjúklega góður að hann er hax, svindl góður. Annað orðalag sem er mjög áberandi er að fólk segist ætla að detta eða hlaða í eitthvað eða henda í eitthvað. Eins og að detta í bíó í kvöld, henda í facebook-status. Í fyrradag var fyr- irsögn á vefmiðli um íþróttamann sem „hlóð í þrennu“ en hann skoraði sem sagt þrennu. Þá er yngra fólki mjög tamt að nota sögnina að beila, þótt einhverjir myndu segja að þetta væri ekki íslensk sögn er hún mikill partur af talmáli yngra fólks í merkingunni að hætta við eitthvað og þar er meira að segja kynslóðamunur á notkun hennar út frá málfræði. Mín kynslóð myndi tala um að beila á einhverju meðan yngri kynslóð, krakkar undir tvítugu tala um að beila á eitthvað þar sem sögnin tekur með sér þolfall. Ég veit ekki hvernig það gerðist og hef þó meira að segja borið mig eft- ir að kanna það.“ Er eitthvað í orðfæri eldri kynslóða sem þú sérð ekki fyrir þér að þín kynslóð myndi nota? „Ég hugsa strax að það sé mikill munur á notkun lýsingar- og atviksorða milli kynslóða. Mamma myndi aldrei segja að eitt- hvað væri illað og ég heyri ömmu mína í anda segja að eitthvað sé agalega, ægilega, ferlega fínt. Ég og að minnsta kosti minn vinahópur myndum aldrei nota orðið smart, að eitthvað væri smart, held það orð tilheyri kynslóðum fyrir ofan, ég heyri mömmu segja það. Ákveðin hikorð, eins og „þú veist“ heyrir maður ekki hjá eldri kynslóðum. Ég heyri ömmu og afa tala um raftæki sem apparat og svo var afi vinar míns að ræða orðið ristavél við kunningja sinn og var að spá hvort það væri tæki til að rista grasflatir en ég hugsa að yngra fólk noti ristavél til jafns við brauðrist. En það er svo- lítið skondið að tungumál yngra fólks breytist ef eldra fólk fer að nota þessi sömu orð. Daginn sem einhver miðaldra notaði orðið fössari var fössari dauður.“ Einar segir líka mun á ritmáli, það er að segja þegar sms og skilaboð á spjalli á netinu eru send. „Mömmu og pabba kynslóð nálgast ritmál eins og skeyta- sendingar, hvert stafbil kosti aukalega. Maður hefur lent í því að vera í útlöndum og sendir kannski að maður sé kominn á leiðarenda eftir langt ferðalag, allt hafi gengið vel og hótelið sé æði og maður fær „Ok“ til baka. Þau meina það ekkert illa en yngri kynslóð myndi ekki leyfa sér það.“ „Mömmu og pabba kynslóð nálgast ritmál eins og skeytasendingar, hvert stafbil kosti auka- lega,“ segir Einar Lövdahl íslenskufræðingur. Morgunblaðið/Eggert Hlöðum, hendum og dettum í eitthvað

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.