Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.02.2018, Page 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.02.2018, Page 15
11.2. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 ’Mamma sagðivið mig um dag-inn; „Veistu að égbjó til nýtt slangur um daginn, fossari yfir forseta. Ég sagði við pabba þinn, „Finnst þér ekki Fossarinn flottur?“ og hann skildi mig alveg.““ ÍMenntaskólanum við Hamrahlíð hitti blaða-maður íslenskukennarana Halldóru BjörtEwen og Hugrúnu R. Hólmgeirsdóttur og nemendur á lokaári, Þórhildi Magnúsdóttur og Unnar Inga Sæmundarson. Halldóra og Hugrún, rámar ykkur í orð sem voru í tísku þegar þið voruð unglingar? Hugrún: „Ýkt flott. Það var allt ýkt. Iiiiiii líka [innsk. blm: einkum þekkt í Hafnarfirði og gef- ur til kynna eitthvað sé rangt, asnalegt].“ Halldóra: „Þokkaleeeega. Það orð var mikið notað þar sem áherslan var öll á eee. Þegar kvikmyndin Veggfóður varð vinsæl 1992 heils- uðumst við vinahópurinn í lengri tíma: „Bless- aður trommuheili.“ Reyndar heilsumst við vinkonurnar þannig ennþá tvær.“ Unnar: (klórar sér í hausnum): „Þokkalega með þessari áherslu er mjög furðulegt!“ Hvaða tískuorð er ykkar kynslóð að nota, Þórhildur og Unnar? Þórhildur: „Geggjað og geðveikt er mjög mik- ið notað.“ Unnar: „Og pepp. Ég er mjög peppaður. Eruð þið pepp í þetta?“ Halldóra: „Ég hef á tilfinningunni að ykkur finnist mjög hallærislegt þegar ég nota það orð. Eru ekki allir pepp í bókunum? Þá sé ég svipinn á ykkur.“ Hugrún: „Svo er mjög merkilegt að unga kyn- slóðin heldur að sum gömul og góð orð séu nýtt slangur. Nemendur mínir nota mikið að eitt- hvað sé „illa séð“ eða „vel séð“. Svo þegar ég segi við nemendur mína; „Er það ekki bara vel séð?“ þá halda þau niðri í sér hlátrinum og finnst ég vera að reyna að vera unglingur! Nemandi sem var að skrifa ritgerð hjá mér um Njálu, spurði mig hvort það væri í lagi að nota svona „slangur“ eins og vel séð.“ Þórhildur: „Orð eru oft vinsæl hjá yngri kyn- slóðum í einhvern ákveðinn tíma en detta svo út. Fullorðna fólkið er þá hins vegar búið að læra þau og nota miklu lengur og mjög mikið. Dæmi um slík orð er fössari og fullorðnir hafa reynt að stytta alls konar orð í þessum sama dúr eftir að það varð vinsælt. Mamma sagði við mig um daginn; „Veistu að ég bjó til nýtt slang- ur um daginn, fossari yfir forseta. Ég sagði við pabba þinn, „Finnst þér ekki Fossarinn flott- ur?“ og hann skildi mig alveg.““ Það er hlegið á kostnað foreldranna. Hvaða orðum hafið þið tekið eftir hjá yngri kynslóðum sem eru greinilega tískuorð, Hall- dóra og Hugrún? Halldóra: „Franska orðið moi [mig, þf. af franska persónufornafninu ég]. Nema að þau skrifa það öll moj og bera fram moj en ekki mú- ah eins og á að gera. Ég hló svo mikið að þessu, sagði við þau: „Þið vitið að þið eigið að segja múah en ekki moj, hvað er þetta eiginlega?“ Þetta orð heyrist um allt, þau tríta moj og mér fannst það svo hallærislegt að tönglast á þessu moj að ég fór að vinna markvisst í að reyna að breyta þessu, tók öfugu sálfræðina á þetta á Twitter og víðar og notaði óspart frasa eins og „trít á mojsun“ og lít raunar svo á að ég hafi náð að þagga aðeins niður þetta moj-rugl. Ég finn líka kynslóðamun í skilningi sem ungt fólk leggur í skrifað mál í til dæmis tölvu- póstum. Ef ég sendi þér tölvupóst og spyr þig; „Kemstu Júlía?“ Og þú svarar: „Ók, ég kem“ þá eru það bara eðlileg samskipti. Ég fékk til mín unglingsstelpu sem var að senda skilaboð til sér svolítið eldri manneskju, spyrja hvort hún gæti fengið að tala við hana. Svarið sem hún fékk var „Ok.“ En af því að þarna í svar viðkomandi vantaði eitthvað meira, broskarla, eða lengra mál, þá túlkaði stelpan það svo að viðkomandi væri hreinlega eitthvað illa við sig. Ég skoðaði þessi samskipti með henni og það var ekkert óeðlilegt í þeim, við- komandi var bara hress og til í að tala við hana.“ Þórhildur: „Já, við þekkjum þetta. Foreldrar svara bara „ok“ við einhverjum skrifuðum skilaboðum sem mín kynslóð hefði alltaf skrifað lengra svar við. Þetta er sérstaklega slæmt ef svarið er „ok.“ Með punkti. Þá er þessi aðili mjög pirraður út í þig. En ég er reyndar komin yfir það að taka svona svörum persónulega.“ Unnar: „Þetta á bara við í skrifum, að heyra einhvern segja ókei er allt í lagi.“ Þórhildur: „Mín kynslóð gerir líka mikið af því að bæta við einhverju til að taka af tvímæli. Eins og að skrifa haha í enda línu.“ Þokkaleeeega peppuð pæja í menntó Hugrún R. Hólmgeirsdóttir og Halldóra Björt Ewan eru íslenskukennarar við Menntaskólann við Hamrahlíð. Þórhildur og Unnar Ingi sátu á rökstólum með kennurum sínum. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon mig meira hugsi sem ungling en slettur. Ég man eftir að hafa verið eitt spurningarmerki þegar amma sagði eitthvað eins og: „Hvað á þetta að fyrirstilla barn?“ Amma talaði reynd- ar um vaskahús og ég geri það líka.“ Upplifið þið mikinn kynslóðamun á orðfæri almennt, þið kennarar? Halldóra: „Mér finnst ég vera að upplifa dálítið hressilegar breytingar undanfarin tvö, þrjú ár, eins og það sé eitthvað mikið að breytast. Bæði hvað varðar orðaforða, skilning á orðum og svo það hvernig yngri kynslóð leggur miklu merk- ingu í einhver stök orð orð eins og „ok“. Mér finnst alltaf vera að bætast við þau orð sem lunginn af nemendum skilur ekki. Orð sem maður hefur aldrei áður þurft að útskýra hvað þýða og manni þykja hversdagsleg, algeng orð. Getuleysið í að átta sig á hvað myndar merk- ingarlega heild, eins og í ljóðum, er líka að aukast. En svo er líka fullt af nemendum sem eru með þetta allt á hreinu. Það gæti verið að það sé að aukast bilið milli hópa sem tilheyra samt sömu kynslóð, milli þeirra sem eru þá að pæla í málinu og þeirra sem kunna lítið.“ Hugrún: „Ef til vill er það þróun sem er til- komin af því það eru svo margir sem fara í framhaldsskóla, nú eru það yfir 90 prósent en þegar ég var ung þá voru svo margir sem fóru beint að vinna. Svo maður verður meira var við þetta, allir fara í menntaskóla, sama hvort þeir eru að pæla í tungumálinu eða ekki.“ Halldóra: „Ég komst að því eftir jólafrí að að- eins tveir af sextíu nemendum höfðu lesið bók í jólafríinu. Enginn hinna 58 hafði lesið erfiðan texta, hvorki á íslensku né ensku. Mínar vin- konur eru alls konar, sumar lesa ekkert og aðr- ar mikið, en á jólunum fáum við og fengum sem unglingar alltaf bækur í jólagjöf. Nýjar ung- lingabækur og svo léttar fullorðinsbækur þeg- ar við eltumst, allir fengu þær og alltaf.“ Hugrún: „Ég held að það verði að þýða meira af erlendum bókmenntum á íslensku svo ungir krakkar hafi fjölbreyttari texta og meira úr að velja.“ Hvaða orð notar eldra fólk en þið, Þórhildur og Unnar, sem ykkur finnst hallærisleg eða bara notið ekki? Unnar: „Töffari, pæja og skvísa. Mér finnast þau orð svolítið skrýtin og smá kjánaleg. Og líka orð á ensku eins og honey, eða baby, alveg hræðileg bara. Þegar mamma sagðist vera að hugsa sér gott til glóðarinnar hafði ég ekki hugmynd um hvað hún var að meina. Og frænka mín sem spurði mig að því, þegar ég var að fara til útlanda, hvort mig klæjaði í puttana að komast út. Ég bara, já, já, og mig klæjar í tærnar. Hafði ekki heyrt þetta áður. Minn ald- ur notar orðtök mjög lítið.“ Þórhildur: „Það eru ýmsar ó-styttingar sem mér þykja pínu skrýtnar sem kynslóð foreldra minna nota. Eins og menntó. „Þau kynntust í menntó.“ Ég myndi aldrei segja að ég væri í menntó, alltaf bara menntaskóla. Amma sagði alltaf við mig; Þú ert svo seig. Mér finnst það samt flott en hef varla heyrt það nema hjá henni. Svo heyri ég líka dönskuslettur eins og að eitthvað sé interessant.“ Bannað að svara með ok En ef þið Halldóra og Hugrún svarið sömu spurningu um tískuorð ykkur eldri kynslóða? Hugrún: „Kennari minn í grunnskóla sagði að ég væri skæsleg. Það fannst mér rosalega hall- ærislegt. Blótið er líka öðruvísi. Samtvinnuð ís- lensk blótsyrði, í einni bunu, eru miklu meira notuð af eldri kynslóðum: andskotanshelvít- isdjöfulsins. Og það er svo skrýtið að það er eig- inlega fallegt hvernig þau segja það, ég get ekki notað þetta svona eðlilega eins og þau, kæmi alltaf út eins og alveg brjáluð.“ Halldóra: „Eins og hjá ömmu, sem mér finnst í minningunni hafa talað svona 19. aldar torfbæj- armál, voru það frekar gömul íslensk orð, orða- sambönd og slíkt sem gerði ’Þegar mamma sagðist veraað hugsa sér gott til glóð-arinnar hafði ég ekki hugmyndum hvað hún var að meina. Frænka mín sem spurði mig að því, þegar ég var að fara til útlanda, hvort mig klæj- aði í puttana að komast út.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.