Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.02.2018, Qupperneq 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.02.2018, Qupperneq 22
Helena Gunnarsdóttir, sem er meðmatarbloggið Eldhúsperlur (eldhus-perlur.com), hefur gaman af bollu- degium. „Þetta er sérstaklega mikill uppá- haldsdagur í fjölskyldunni. Það eru miklir rjómabolluaðdáendur í minni fjölskyldu,“ segir Helena, sem heldur mest upp á vatnsdeigsboll- urnar „svona eins og mað- ur er vanur frá mömmu“. Henni finnst um að gera að njóta bollanna ekki bara á bolludaginn heldur líka á undan. Hún segir að þeir sem hafa ekki bakað bollur áður ættu endilega að æfa sig um helgina, því það sé ekkert gaman að baka í fyrsta sinn á bollu- deginum sjálfum og svo misheppnist allt. „Ég er voðalega lítið í tilraunastarf- seminni. Ég hef prófað að gera alls konar en við endum alltaf í þessum klassísku með rjóma, sultu og súkkulaði ofan á. Það er alltaf það besta, finnst okkur allavega,“ segir hún um hvað hún setji á bollurnar. Hún gefur hér skothelda vatnsdeigs- bolluuppskrift og mörg góð ráð sem má sjá hér til hliðar sem ættu að tryggja það að baksturinn heppnist. Hún segir að umfram allt sé mikilvægt að vera ekki stressaður við baksturinn og fara vel eftir leiðbeiningum. Hún man eftir að hafa fengið fiskibollur á bolludaginn um kvöldið í æsku en sjálf hefur hún ekki alltaf sama matinn þennan dag en þó stundum kjötbollur. „Mér finnst það eig- inlega skemmtilegra. Það gerir daginn spari- legri,“ segir Helena sem gefur hér líka upp- skrift að kjötbollum. Þótt vatnsdeigsbollur séu vinsælastar hér- lendis á bolludaginn kunna margir Íslend- ingar vel að meta semlur, sænskar gerbollur. Dröfn Vilhjálmsdóttir, sem er með mat- arbloggið Eldhússögur (eldhussogur.com), til- heyrir þeim hópi enda bjó hún lengi í Svíþjóð. „Ég bjó í Stokkhólmi í fimmtán ár. Semlur eru stór hluti af þeirra hefð- um,“ segir Dröfn en bollurnar eru áberandi á kaffihúsum og bakaríum borgarinnar á þess- um árstíma. „Þær koma strax eftir jólin í bak- aríin og eru næstum því fram að páskum en hámarkið er á „fettisdag“, sprengidag,“ segir hún. „Það er gaman að þessum hefðum. Þegar maður býr erlendis fer maður að meta ís- lenskar hefðir meira. Úti í Svíþjóð var ég að sauma öskupoka og föndra bolluvendi með börnunum, löngu eftir að krakkar á Íslandi voru hættir að gera þetta,“ segir hún. „Svo er þetta öfugt núna en við reynum að halda upp á hefðir sem við kynntumst í Sví- þjóð,“ segir hún og semlur eru ein þessara hefða. „Við bjuggum þarna lengi og á meðan börnin voru að alast upp þannig að þetta er stór hluti af hefðunum hjá þeim,“ segir Dröfn sem segist ekki komast upp með að sleppa því að baka semlur í kringum bolludaginn. Hún býður því bæði upp á semlur og vatns- deigsbollur. „Ég er yfirleitt með bollukaffi á sunnudeginum fyrir stórfjölskylduna. Þá er blanda af alls konar bollum og allir fá það sem þeim finnst gott.“ Dröfn gefur hér uppskrift sína að sænsku gerbollunum góðu og líka fiskibollum fyrir þá sem vilja hafa bollur í sem flest mál þennan dag. GettyImages/iStockphoto Bolla, bolla, bolla! Bolludagurinn er á mánudaginn og um að gera að fagna honum. Hér eru birtar uppskriftir að íslenskum vatnsdeigsbollum, sænskum semlum, kjöt- bollum og fiskibollum þannig að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Dröfn Vilhjálmsdóttir Helena Gunnarsdóttir MATUR Indra Nooyi, forstjóri PepsiCo, sagði í viðtali að fyrirtækið væri að undirbúavörulínu af kartöfluflögum sérstaklega fyrir konur. Hún sagði að það væri mik- ilvægt að snakkið passaði í handtösku og að draga úr hljóðum þegar það væri borðað. Margar konur hafa gert grín að hugmyndinni á samfélagsmiðlum. Kartöfluflögur fyrir konur? 22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.2. 2018 Jarðarberjasulta, þeyttur rjómi og brætt súkku- laði ofan á bollurnar er í uppáhaldi hjá Helenu. Þessi uppskrift gefur um 25 stórar bollur eða um 40 smærri. 4 dl vatn 160 g smjör 250 g hveiti eða hvítt spelt 1⁄4 tsk. lyftiduft 6 egg Ofn hitaður í 190°C með blæstri. Vatnið og smjörið sett í meðalstóran pott. Suðunni hleypt upp og lækkað niður í meðalhita. Þegar smjörið er alveg bráðnað er hveitinu og lyftiduftinu hellt út í og hrært kröftuglega með sleif þar til deigið losnar frá köntunum. Ekki taka pottinn af hit- anum fyrr en allt er komið vel saman. Þá er pott- urinn tekinn af hitanum og mesta hitanum leyft að rjúka úr deiginu, í ca. 10 mínútur. Helenu finnst ágætt að hræra aðeins í deiginu meðan það kólnar og dreifa úr því upp á kantana á pottinum. Svoleiðis gerir mamma hennar það allavega alltaf með góðum árangri. Þá er eggj- unum bætt út í einu í einu og hrært vel á milli. (Ef þið eruð sterk og getið hrært lengi með sleifinni er það alveg hægt. Hún notar hinsvegar yfirleitt K-hrærarann í hrærivél fyrir þessa vinnu). Deigið virkar á ákveðnum tímapunkti eins og það ætli að skilja sig og vilji ekki samlagast eggj- unum. Það er eðlilegt og verður bara að hræra og hræra þar til allt er komið saman. Þá er deigið sett á tvær pappírsklæddar bökunarplötur með tveimur matskeiðum og bakað í 30-35 mínútur. Ef þið viljið hafa bollurnar aðeins smærri er gott að nota tvær teskeiðar til að setja deigið á plötuna. Þá eru bollurnar bakaðar í um 25 mín- útur. Alls ekki opna ofninn fyrr en að bök- unartíma liðnum því annars er hætta á að þær falli. Ef þið viljið extra fínar og sléttar bollur er gott að dýfa fingri í kalt vatn og slétta úr boll- unum ofan á með fingrinum og gera þær þannig meira kúlulaga. Vatnsdeigsbollur Helena lumar á nokkrum góðum ráðum við bollubaksturinn en eftirfarandi ráð eiga við um allar vatnsdeigsbolluuppskriftir.  Ofninn þarf að vera orðinn heitur áður en bollurnar eru settar inn. Það hefur reynst henni best að hafa stillt á blástur með yfir- og undirhita 190-200°C. Það þýðir ekkert að setja bollur inn í volgan ofn.  Það þarf að hleypa upp suðunni á smjörinu og vatninu. Lækka þá aðeins hitann, láta smjörið alveg bráðna og hella mjölinu út í á meðan potturinn er enn á heitri hellunni.  Það getur reynst vel að sigta hveitið áður en því er hrært saman við smjörblönduna.  Hræra deigið vel saman í pottinum á vægum hita. Á þessu stigi á deigið að losna vel frá hliðunum og vera fallega glansandi og vel þykkt og þá er það tekið af hitanum en ekki fyrr.  Deigið þarf að kólna aðeins áður en eggin eru sett út í. Það er nóg að það kólni niður í um 40 gráður eða þannig að þægilegt sé að snerta það með fingrunum.  Eggin eru sett út í eitt í einu og hrært vel á milli. Annaðhvort með handafli, hrærivél eða handþeytara. Skiptir ekki öllu máli, bara hræra vel (það tekur samt vel á að gera þetta með handafli).  Ef eggin sem þið notið eru mjög stór gætuð þið þurft að sleppa einu. Eins ef þau eru mjög lítil gæti þurft að bæta hálfu eða einu eggi við. Þetta er mjög mikilvægt því of þunnt deig á ekki eftir að lyfta sér vel.  Deigið á að vera mjúkt, glansandi og dálítið teygjanlegt þegar það er tilbúið og ekki of þunnt. Það á að halda sér vel sé það sett með skeið á bökunarplötu en ekki svo þunnt að það leki út.  Ef maður er óviss um hitadreifingu í ofninum er best að baka bara eina plötu í einu, þannig er hitinn jafnastur. Deigið þolir vel að standa í skálinni á meðan bakstur stendur yfir.  Aldrei undir neinum kringumstæðum freistast til að opna ofn- inn áður en bollurnar eru tilbúnar. Þær eiga að hafa lyft sér vel og vera fallega gullinbrúnar.  Þegar þær eru teknar út finnst henni gott að stinga lítið gat á hverja bollu (t.d. með endanum á teskeið) til að hleypa gufunni út. Þær halda hæð sinni stundum betur sé þetta gert.  Lesið leiðbeiningar og fylgið nákvæmlega uppskriftinni sem þið notið.  Síðast en ekki síst: Verið stresslaus og hafið gaman af bakstrinum. Hollráð Helenu

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.