Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.02.2018, Side 23
GettyImages/iStockphoto
11.2. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23
Helena segir að lykillinn að
mjúkum kjötbollum sé að
bleyta brauðmylsnu eða
góðan brauðrasp í mjólk áð-
ur en því er svo blandað
saman við kjötið.
2,5 dl brauðmylsna
1,5 dl mjólk
600 g hreint ungnautahakk
75 g rifinn parmesan
1 msk þurrkuð steinselja
2 msk smátt söxuð fersk stein-
selja
2 pressuð hvítlauksrif
2 tsk sjávarsalt
1 tsk svartur nýmalaður pipar
1 egg
Mjólkinni hellt yfir brauð-
molana og látið standa í 5
mínútur. Öllu blandað vel
saman, hún setur allt í hræri-
vél og blandar þannig sam-
an. Litlar bollur mótaðar úr
hakkinu og geymdar í kæli á
meðan sósan er gerð.
TÓMATSÓSA
3 msk ólífuolía
1 smátt saxaður rauðlaukur
2 pressuð hvítlauksrif
½ tsk sjávarsalt og smá nýmal-
aður pipar
500 ml tómatapassata eða
maukaðir tómatar
1 dl vatn
3 msk tómatpúrra
2 tsk hunang eða önnur sæta
2 greinar ferskt timían eða 1
tsk þurrkað
1,5 dl þurrt hvítvín eða rauðvín
1 dl rjómi
góð lúka ferskt basil, gróft sax-
að
Olía hituð í potti við með-
alhita. Laukur og hvítlaukur
steiktur þar til mýkist,
kryddað með salti og pipar.
Tómatmauki, vatni, tómat-
púrru, hunangi, hvítvíni,
timíani og rjóma bætt út í og
suðunni hleypt upp. Leyft að
malla í 5 mínútur og smakk-
að til með salti og pipar. At-
hugið þó að bollurnar eru
bragðmiklar og munu gefa
frá sér bragð þegar þær
koma út í sósuna. Kjötbollur
settar út í ásamt basil og
leyft að malla við vægan hita
með lokið að hálfu yfir, þann-
ig að gufi upp af sósunni og
hún þykkni aðeins í u.þ.b. 20
mínútur.
Borið fram með spagettí
eða tagliatelle og nýrifnum
parmesanosti.
Ítalskar kjötbollur
í tómatsósu
Þessi uppskrift gefur um 22
fiskibollur í stærri kantinum
en vel er hægt að frysta af-
ganginn.
1,2 kíló ýsa eða þorskur
2 tsk salt
dálítill pipar
4 msk hveiti
3 msk kartöflumjöl
2 egg
1 laukur
ca 4 dl mjólk
smjör til steikingar
Fiskurinn hakkaður ásamt
lauknum. Hveiti, kart-
öflumjöli, salti, pipar og
eggjum bætt út í fiskhakkið.
Að lokum er mjólkinni bætt
í. Bollur mótaðar og þær
steiktar upp úr smjörinu á
pönnu. Þegar fiskibollurnar
hafa náð góðum lit setur
Dröfn þær í eldfast mót í
ofn við ca 170°C á meðan
hún býr til karrísósuna.
KARRÍSÓSA
3 msk smjör
1 tsk karrí
3 msk hveiti
ca 4,5 dl vökvi (hægt að nota
vatn, mjólk eða rjóma)
1 tsk eða teningur hænsna-
kraftur
Smjörið brætt og karrí bætt
út í og það steikt í smjörinu
í stutta stund. Hveitinu
bætt út í og blandan pískuð
á fremur háum hita þar til
hún verður þykk. Þá er
vökvanum bætt út í og á
meðan er hrært stöðugt í
sósunni með písk. Þá er
hænsnakraftinum bætt út í.
Sósan látin malla í 3-5 mín-
útur.
Borið fram með kart-
öflum eða hrísgrjónum en
Dröfn velur oftar hrísgrjón
því þau eiga svo vel við sós-
una.
Fiskibollur með karrísósu
Sænskar gerbollur
Uppskriftin hennar Drafnar gefur um
18 bollur, eða semlur.
1 msk. kardimommukjarnar
3 dl mjólk
1 pakki þurrger
1½ dl sykur
½ tsk. salt
150 g mjúkt smjör, við stofuhita
1 egg
10-12 dl hveiti
Kjarnarnir úr kardimommunum
muldir fínt í morteli. Mjólkin sett í
pott, muldu kardimommurnar út í og
hitað upp í 37 gráður. Gerið sett í skál
og það leyst upp með mjólkinni,
smjöri, sykri, salti og eggi. Þá er hveit-
inu bætt út í smátt og smátt og deigið
hnoðað þar til það verður slétt og
sprungulaust. Því næst er deigið látið
hefast undir klút á hlýjum stað í 40-60
mínútur eða þar til það hefur tvöfald-
ast. Þá eru hnoðaðar ca. 18 bollur
sem er raðað á ofnplötu klædda bök-
unarpappír. Bollunum er leyft að hef-
ast undir klút í ca. 45-60 mínútur til
viðbótar. Því næst eru þær penslaðar
með eggi og bakaðar við 200°C í um
það bil 10 mínútur eða þar til þær eru
gullinbrúnar. Bollurnar eru þá látnar
kólna á grind.
FYLLING
ca. 400 g möndlumassi (líka hægt að
nota hefðbundið Odense-marsípan sem
er rifið niður og blandað við ca. 1-2 dl af
mjólk þar til marsípanið verður mjúkt)
8 dl rjómi
egg til að pensla með
flórsykur
MÖNDLUMASSI
250 g möndlur (afhýddar)
2½ dl sykur
mjólk, ca. 1 msk.
Möndlurnar eru malaðar mjög fínt í
matvinnsluvél. Þá er sykri bætt út í og
blandan keyrð í matvinnsluvél í ca. 5-7
mínútur þar til massinn verður slétt-
ur. Þá er smá skvettu af mjólk bætt út
í þannig að massinn verði dálítið
blautur og haldist saman.
Sumir taka aðeins innan úr boll-
unum og bæta því út í möndlumass-
ann.
Í stað þess að gera möndlumassa er
líka gott að nota 400 g af marsípani
rifið niður og blandað við ca. 1 dl
mjólk.
Toppurinn er skorinn af bollunum
og skorin smá dæld í neðri hluta boll-
unnar. Þar er settur möndlumassi, því
næst er settur þeyttur rjómi, bollunni
lokað og flórsykur sigtaður yfir.